Dagblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 28
FANNST EFTIR EINN
OG HÁLFAN TÍMA
Snjóskriða
f éll úr
Ingólfs-
fjalli:
MHann er á líf i og það er mest um
vert,” sagði faðir drengsins
Fimm ára aanskur drengur,
Rune Lunbek, var hætt kominn
síðdegis á laugardag, er
snjóskriða féll á hóp fólks sem
var í gönguferð í hlíðum
Ingólfsfjalls, skammt frá
Hveragerði.
Grófst drengurinn í fönnina
en foreldrar hans og fjöldi
fólks, sem dreif að skömmu
eftir að snjóskriðan féll, fundu
hann á lífi tæpum einum og
hálfum tíma síðar. Hafði hann
getað hreyft sig lítillega og
þannig myndað loftrými og var
ekki kalt, enda vel klæddur.
Drengurinn var fluttur á
Sjúkrahúsið á Selfossi og er
talið að hann fái að fara heim í
dag.
„Hann var búinn að jafna sig
að. mestu eftir fjóra til fimm
tíma,“ sagði Jannik Lunbek,
faðir drengsins, í viðtali við DB
í gær. Jannik starfar á heim-
ilinu að Sogni, skammt frá
Hveragerði, en þaðan hafði
hann ásamt konu sinni, Ullu, og
börnum þeirra hjóna, Rune og
Penille, sem er ellefu ára
haldið i gönguferð ásamt fleira
fólki. „Læknarnir vildu halda
honum á sjúkrahúsinu til þess
að ganga úr skugga um hvort
hann hefði skaddazt eitthvað í
lungunum en hann hafði hóstað
upp blóði er hann lá undir
þessum gífurlega þrýstingi.
Konan mín er einnig á spítalan-
um, hana kól eitthvað á hönd-
um er við leituðum drengins og
er ekki vitað nema taki verði
framan af tveimur fingrum
annarrar handar á henni.“
Jannik sagði að þau hefðu
verið komin allofarlega í hlíðar
fjallsins er snjóskriðan hefði
skyndilega fallið á þau. Tölu-
vert hefur snjóað í fjallið að
undanförnu og snjór því safn-
azt fyrir á stöku stað.
„Skriðan bar okkur öll af
stað,“ sagði Jannik. „Ég
hugsaði um það eitt að reyna að
halda mér á yfirborðinu en fór
a.m.k. tvisvar í kaf áður en ég
stöðvaðist. Tókst mér að rífa
mig lausan og fór svo með
okkur öll. Hins vegar kom strax
í ljós að Rune vantaði og hófum
við þegar að vaða um
snjóskriðuna í leit að honum.
Svo heppilega vildi til að
Lars Andersen, sem er for-
stöðumaður heimilisins hafði
snúið við skömmu áður og var
kominn langleiðina niður að
bænum. Var hann þó í kallfæri
og kom hann fljótlega með
skóflur en boð voru látin ganga
til björgunarsveita og lögreglu
uin það sem gerzt hafði.
„Það er erfitt að gera sér
grein fyrir því hvaða maður
hugsar á svona andartökum,"
sagði Jannik. „Við reyndum
bara að finna Rune, stungum
niður í fönnina og hrópuðum á
hann stanzlaust. Við höfðum
borizt með skriðunni rúmlega
fimmtíu metra og þurftum því
að leita á stóru svæði."
..Skvndilega var kominn
fjöldi manns á staðinn og hófm
þeir allir leitina með okkur. Þá
datt okkur í hug að hann hefði
alls ekki borizt með okkur
niður eftir, heldur grafizt undir
snjóinn og fórum við að leita
þar sem skriðan hafði fallið á
okkur. Þar heyrði einn
mannanna hljóðin í Rune og við
grófum hann upp, allt hvað af
tók. Hann var orðinn nokkuð
kaldur og öskugrár í framan og
var meðvitundarlítill en var á
lifi og það var mest um vert.“
„Ég hef lítið sofið síðan í
gær, um leið og ég loka
augunum sé ég snjó og fólkið
sem var að leita. Þetta fólk
þekkir okkur ekki neitt og við
ekki það og það er dásamleg
tilfinning að vita til þessarar
samhjálpar þegar hluti eins og
þessa ber að höndum. Skrifaðu
fyrir mig að ég sé öllum
innilega þakklátur."
Mikill fjöldi fólks leitaði
drengsins á laugardaginn,
slökkviliðsmenn og hjálpar-
sveit skáta frá Hveragerði auk
fjölda sjálfboðaliða og lögreglu-
menn og björgunarsveitin
Tryggvi Gunnarsson frá
Selfossi. -HP.
10 ára gamalt einbýlishús — ÓNYTT
Nýlega átti þetta fallega öðru ári neyddust íbúar þess til að
einbýlishús 10 ára afmæli. Húsið flytja úr þvl. Húsið var bókstaf-
er þó ekki eins vel úr garði gert lega heilsuspillandi vegna þess að
og það ætti að vera. Fyrir hálfu það lak vatni og vindi. Málaferli
standa yfir og matsmenn
verið skipaðir til að meta
skemmdirnar.
A morgun birtum við viðtal við
eiganda hússins og húsbyggjand-
ann. Hver er ástæðan fyrir sorgar-
sögu þessa húss?
— Lesið Dagblaðið á morgun.
Prófkjör sjálfstæöismanna íReykjavík:
VANTAR AÐEINS 32 ATKVÆÐI
TIL AÐ KJÖRH) SÉ BINDANDI
Prófkjör Alþýðu-
flokksins íVestur-
landskjördæmi:
1155tóku
50% aukning
Þátttaka í alþingisprófkjöri
Alþýðuflokksins í Vesturlands-
kjördæmi voru 1155 atkvæði
greidd. 1 seinustu alþingiskosn-
ingum voru Alþýðuflokknum
greidd 771 atkvæði. Aukning
þátttöku er þvi 49.8% frá þeim
kosningum.
Atkvæði verða talin síðar i
dag, senniloga í Borgarnesi.
Fæst þá úr þvi skorið hvor
þeirra Eiðs Guðnasonar eðr
Guðmundar Vésteinssonai
verður í efsla sæti lista Alþýðu-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi í næstu alþingiskosning-
um.
Þamaka varð pessi a kjor-
stöðum, eftir þvi, sem næst
verður komizt: Akranes 600,
Glafsvik 161, Borgarnes 178,
Stykkishólmur 80, Hellissand-
ur 69, Grundarfjörður 40,
Búðardalur 27. Til dæmis má
geta þess, að í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum greiddi 381
Alþýðuflokknum atkvæði á
Akranesi. •BS
—prófkjörinu lýkur í kvöld kl. 20.30
Sjö þúsu'nd níu hundruð sjötíu
og fimm — 7.975 — atkvæði
höfðu verið greidd í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík,
þegar kjörstöðum var lokað í gær-
kvöldi. Eru þátalin með utankjör-
staðaatkvæði og atkvæði greidd á
kjörstöðum á laugardag og sunnu-
dag.
Til þess að kosning geti orðið
bindandi fyrir kjörstjórn, þurfa
8007 atkvæði að vera greidd í
alþingisprófkjörinu. Vantar því
aðeins 32 atkvæði til að sú þátt-
taka náist. Ljóst er að sú þátttaka
fæst í dag, síðasta reglulega kjör-
dag af þremur í þessu prófkjöri.
Kl. 20.30 lýkur prófkjörinu.
„Talning atkvæða hefst þegar
að loknum kjörfundi í dag,“ sagði
Björgvin Sigurðsson hrl.. for-
maður yfirkjörstjórnar 1 viðtali
við DB. Þá verður langt komið
undirbúningi undir talningu og
má vænta lokatalna nokkru eftir
miðnætti i kvöld.
Fyrirhugað hafði verið að telja
atkvæði úr skoðanakönnun þeirri
sem gerð var samhliða prófkjör-
inu síðar. Að sögn Björgvins
Sigurðssonar höfðu eindregnar
óskir komið fram um að talið yrði
úr skoðanakönnuninni samhliða
prófkjörstalningunni. Taldi hann
líklegt að reynt yrði því að verða
við þeim óskum.
Nærri 2 þús. manns greiddu
atkvæði á laugardag og tæplega 6
þúsund manns i gær. Utankjör-
staðaatkv. voru um 200.
- BS
frjálst, úháð dagblað
MANUDAGUR 21. NÓV. 1977.
Storkar
veðri
og heim-
skauta-
myrkri
Meðan frost og kuldi hrjáir
landsmenn og hvert stórhríðar-
veðrið af öðru æðir yfir haf og
land er þýzkur sægarpur einn á
ferð á skútu sinni kringum land-
ið. Hann kom til Siglufjarðar I
síðustu viku og lagði þaðan vestur
um land fyrir síðustu stórhríðar-
lotu nyrðra. Sigldi hann síðan
fyrir Horn og kom til Þingeyrar.
Hvorki vindar, ísing eða hríðar-
veður, né myrkur skammdegisíns
virðast hafa áhrif á ferðir þessa
þýzka siglingagarps.
Frá Þingeyri lagði hann á
sunnudagsmorgun kl. 10 og hélt
til suðurs. Samband hefur hann
við heimaland sitt og áhugamenn
á radíósviðinu I Reykjavík, en
daglegri tilkynningaskyldu vill
hann ekki vera háður. Hvort eða
hvenær hann kemur til Reykja-
víkur er ekki vitað, en kannski
siglir hann inn einhvern daginn.
- ASt.
Grafinn í
snjóflóði í
2 klukku-
stundir
Feðgaráferðí
Stöðvarfirði hætt
komnir
Feðgar frá Stöðvarfirði,
Þorsteinn Kristjánsson, lög-
regluþjónn og Heimir, 11
ára gamall sonur hans, lentu
í snjóflóði í Þverárgili í
Stöðvarfirði í gærdag. Voru
þetr að huga að kindum sem
Þorsteinn á. Höfðu þeir
fundið þær en ekki náð
þeim. Er þeir voru um það
bil að koma upp úr Þverár-
gili tók snjór að skríða und-
an þeim og slðan fór allt af
stað og snjóhengja kom ofan
úr gilinu og keyrði þá um
leið 25 metra leið niður gilið,
m.a. framaf um 5 m háum
klettabjörgum, en i gilinu er
mjög bratt og klettótt.
Þorsteinn fór aldrei í kaf
og tókst að losa sig á 10-15
mín. Leitaði hann síðan
sonar síns en fann ekki.
Gekk hann þá heim að Stöð,
sem er 10-15 mín. ganga, og
bað um hjálp. Komu heima-
menn á vettvang svo og
margt manna af öðrum
bæjum og neðan úr þorpinu.
Fannst Heimir mjög fljótt er
leitað var með stöngum.
Lenti ein stanganna á
einhverju öðru en klöpp og
þegar grafið hafði verið hátt
í tvo metra kom drengurinn
í ljós. Mun hann hafa misst
meðvitund og var orðinn
nokkuð dofinn af kulda.
Vel vár að honum búið og
hann síðan fluttur í nýja
sjúkrabílnum til Fáskrúðs-
fjarðar. í gærkvöldi var
hann orðinn hress og mun
væntanlegur heim í dag,
ómeiddur. Sömu sögu er að
segja af föður hans. Hann er
stirður eftir, en ómeiddur.
-ASt.