Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977.
AÐ KIKNA UNDAN JOLUNUM
Nú fer að höndum helsta
hátíð ársins, jólin, og það
gengur sannarlega ekki hljóð-
laust fram hjá manni. Blöðin
þykkna undir belti og ekki bara
af beinum auglýsingum, heldur
eru líka í þeim dálkur upp og
dálkur ofan um rarítetin sem
hellast yfir um jólin, svo sem
eins og allar góðu bækurnar og
þar fram eftir götunum. Sjón-
varpið kýlist út af auglýsingum
og náttúriega líka útvarpið, og
hinir árlegu dyraskransalar
klappa hurðir og bjóða varning
sinn.
Vafalaust vill enginn vera án
jólanna, og á hverju ári hugsar
maður sér að vera nú ekki með
neina skinhelgi, heldur taka
verslunarbrag jólanna eins og
sjálfsögðum hlut án þess að
ergja sig yfir honum. En þegar
út í orrahríðina kemur fer þessi
góði ásetningur út i veður og
vind.
Ég hef það eftir áreiðan-
legum heimildum, að á hverju
ári fyllist allar geðdeildir og
taugadeildir at húsmæðrum,
sem taka jólaundirbúninginn
svo nærri sór, að hann verður
þeim ofraun. Sama cr raunar að
segja um páska og fermingar-
vertíðina. Getur þetta verið til
góðs, þetta kapphlaup og þetta
stríð sem gengur svona nærri
heilsu mannfólksins?
Hvers vegna i ósköpunum
erum við að búa okkur til allar
þessar þarfir fyrir jólin? Hver
er krafan? Lágmarkskrafan er
að gefa sínum nánustu eitthvað
til að gleðja þá um jól, en hver
segir, að sá glaðningur þurfi að
kosta morð fjár? Ein eftir-
minnilegasta jólagjöf, sem ég
hef fengið, var lítil, lauflaus
grein af birkitré, á að giska 20
sentimetra há. Hún var
sprautuð snjóhvít og fíngerðu n
glimmer sáldrað í lakkið meði n
það var blautt. Síðan vort
hengdar 35 krónur (þetta var
fyrir hartnær þrjátíu árum)
hér og þar í sprota greinar-
innar, fimmeyringar,
tjeyringar, tuttugu og fimm-
eyringar, krónur, túkallar
snyrtilega boraðir örsmáum
götum til að hengja þá upp í,
tveir tíkallar fagurlega brotnir
saman til að mynda vængi og
lauf. Og með þessu fylgdi ofur-
lítill boðskapur: „Peningar
vaxa víst á trjánum."
Margar góðar jólagjafir hef
ég fengið síðan, og margar
miklu dýrari í útlögðum
peningum heldur en þessa.
Samt minnist ég hennar ævin-
lega þegar jólagjafir koma í
hugann, og ég sé mest eftir að
hafa lesið ávexti peningatrésins
í stað þess að eiga það enn. En
krónan var nú þyngri í þá daga.
Nú virðist lágmarkskrafan
vera sú að gefa gjafir sem eru
minnst hundraðfaldar að verð-
mæti við þá krónutölu sem óx á
peningatrénu mínu forðum, og
helst þó snöggtum meira. Þar á
ofan þarf að mála allt í hólf og
gólf, leggja ný teppi, nýjan gólf-
dúk, endurnýja húsgögn og
hljómflutningstæki, helst líka,
einmitt núna. að fá litasjón-
varpstæki. Eg skal fúslega játa
að allt er þetta eftirsóknar-
vert og vafalaust markmið, sem
ber að keppa að — en af hverju
endilega fyrir jólin? Hvers
vegna á fólkið að vera úttaugað
og örþreytt þegar kemur að því
að halda jólahátíðina?
Það er áhrifamáttur aug-
lýsinganna sem þessu ræður,
ásamt hjarðhvötinni — þörf-
inni til að vera eins og hinir —
ekki minni, helst heldur meiri.
Það kynni að koma í ljós, að
hluti af kapphlaupinu er vegna
þess að flestir ætla að aðrir hafi
það svona og því megi þeir ekki
dragast aftur úr, og þannig
magni hver sig í samanburði
við annan. Það er að minnsta
kosti ekki einleikið hvað allir
eru domm í janúar, þegar
þessari törn er lokið.
Jólagjafavertíðinni verður
ekki við snúið, og kannski er
það alls ekki eftirsóknarvert.
Hugsið ykkur bara, hve bóka-
þjóðin yrði annarlega bóklaus,
ef bókaflóðið fyrir jólin
stíflaðist. En íburðarkapp-
hlaupið í kringum sjálft jóla-
haldið má að skaðlausu kyrrast
nokkuð, að minnsta kosti að því'
marki að það gangi ekki næst
geðheilsu manna og þreki yfir-
leitt. Því engin jól geta orðið
svo veraldlega dýrleg, að þau
réttlæti að þeim ■ sé fórnað
heilsunní
C Háaloft )
SigurðurHreiðar
Hreiðarsson
Og svo strax á eftir kemur
janúar. Þá veitir manni svo
sannarlega ekki af þvf að hafa
sansana hjá sér. Þvi þá þarf að
gera skattskýrslu, með allri
þeirri tiltekt, sem henni fylgir.
Og flestum fer þannig, að það
vefst fyrir þeim að koma skýrsl-
unni saman f tæka tíð, þótt
ekkert sé á hana að setja annað
en þetta allra venjulegasta.
Eg tala nú ekki um, hvaða
tilfæringar þarf ef maður hefur
verið svo heppinn að eiga
milljónirnar sfnar f þýskum
banka en ekki dönskum.
Vísurogvísnaspjall
Elska bara kona náungans
Vestur-fslenska skáldið Kristján Nfels
Jónsson, sem kallaði sig Káinn, heilsaði
lesendum ljóðabókar sinnar 1920 með
þessum orðum:
Mín eru ljóð ei merkileg,
mínir kæru vinir,
en oft og tfðum yrki ég
öðruvísi en hinir.
Og þessa kristilegu hugvekju ásamt
útileggingu hefur enginn annar en Ká-
inn ort:
Náunga þinn elska heitt þú átt
og aldrei honum skapraun gera mátt.
Þó fyrir allt, sem gjörir honum gott,
hann gjaldi aldrei nema háð og spott.
En það er kunnugt þeim sem vfða fer,
og þetta hefur sannast best á mér,
og það er innsta eðli kristins manns,
að elska bara konu náungans.
Það eru ekki til miklar sagnir af
Kristjáni Níels Jónssyni — Káinn — frá
þeim árum er hann var að alast upp í
Eyjafirði. í bernskuminningum Kristins
Guðlaugssonar á Núpi, en hann var
eyfirðingur að ætt, er minnst á Káinn
með nokkrum orðum. Hér segir frá þvf
er leiðir þeirra lágu saman. — Þetta
mun hafa verið fyrir 1880, en skömmu
sfðar fór Kristján til Ameríku:
„Hann var þá milli fermingar og
tvftugs, myndarlegur piltur, kvikur i
hreyfingum, vel vaxinn og íþróttamaður
góður. Létt var honum um að koma fyrir
sig orði og gat verið meinyrtur, ef þvf
var að skipta. En allt mun það hafa verið
græskulaust, og vist var það, að frekar
en flestir aðrir á hans aldri lét hann til
sfn taka hagi þeirra, er lítt voru sjálf-
bjarga eða fáa áttu að. Man ég það t.d. að
í Helgárseli var gamall maður á fram-
færi, þvínær lagstur f kör. Honum leið
vel á heimilinu eins og öðrum að því er
fæði snerti. En hirðingu hans að öðru
leyti mun hafa verið ábótavant.
Húsmóðirin var orðin ölduð og heilsu-
lítil, en vinnukonunum ekki svo sýnt um
þessháttar störf sem þurfti. Hár hans og
skegg var hirðulítið, og hafði þvf safnast
þar óværð, sem var honum til mikils
ama, en heimilisfólkinu óljúft af þessum
sökum að sýsla mikið viðhannÞá var það
að Kristján tók sig til ótilkvaddur,
klippti hár hans og skegg, þvoði hann og
þreif eftir þvf sem hann hafði aðstöðu
til. Flestir lögðu honum þetta til lofs. Þó
varð þess vart, að hann væri talinn gera
þetta til þess að vekja á sér eftirtekt. En
mjög fjarri sanni mun það hafa verið.
Þó að Kristján væri hrókur alls
fagnaðar, heyrði ég þess aldrei getið, að
hann hneigðist til ásta. Hinsvegar var
það á margra vitorði. að í Heleárseli var
hann samtiöa stúlku, sem lagði a hann
ástarhug. Húsmóðirin hafði kjöfið þessa
stúlku til þess að þjóna Kristjáni, og var
það á orði haft, að mörg tár hefði hún
fellt f föt hans. En Kristján mun hafa
verið henni fráhverfur með öllu, enda
var hún talsvert eldri en hann. En vera
má að þetta hafi átt þátt f því, að hann
ílengdist ekki í Helgárseli."
Káinn var ungur þegar hann yfirgaf
Island. Um viðkvæm einkamál er hann
fáorður. Hann virðist vfða skýla sárum
með gamanyrðum. Einhverju sinni sem
oftar, þegar Káinn var beðinn um vfsu,
varð þessi til:
Mér er óðar erfitt stjá,
enginn ljóðasvanur;
yngisfljóðum er ég hjá,
ekki góðu vanur.
Við unga stúlku orti hann í glensi:
Strax til hvflu glaður gengi
glaumi lífsins frá
um tíma og eilífð, ef ég fengi
Önnu sofið hjá.
Og hann vár að vinna hjá bónda, sem
átti dætur, glaðar, góðar og fallegar.
Sorg uppræta mina má
muna innst úr djúpi;
dag'a og nætur dvel ég hjá
dætrum Björns frá Núpi.
------------------------------
Hann gefur líka þessi góðu ráð.
Að þvi gái öldin fróm:
ef áttu að hæla sprundum,
best er þá að brúka tóm
bögumæii á stundum.
Hér talar hann undir rós:
Mínum dögum yngri á,
oft á skemmtifundum
kvenfélögum hef ég hjá
haft í seli stundum.
Og hér.
Ég f meyjarauga leit, —
á augabragði sá, að
innst i hennar hjarta reit
hreint var allt og fágað.
I annarri snótarvísu kemst hann svo
að orði:
Forðum daga fann ég snót,
þá flakk ég lagði í vana.
Yrði saga ekki ljót,
ef ég segði hana.
Melankólíska hefur hann kallað þessa.
Gleðisunna glæst er byrgð,
geislar fáir skína.
Margt f dapri dauðakyrrð
dreymir sálu mína.
Skáldið svaf f næsta herbergi vié
konu.
Millibilið fáein fet
farsæld skilur beggja;
gegnum þilið fram í flet
finn ég ylinn leggja.
Jón Gunnar Jónsson - s. 4io46.
__-__y
— Viltu sækja fleiri skrautteiknibólur, svo ég geti
lokið við hermennina? segir jólasveinsstrákurinn
við Júlia.
— Já, það skal ég gera með músarhraða, segir Júlli.
Eg stytti mér leið gegnum músargat.
Júlli sækir bólurnar í næsta herbergi. En allt í
einu kemur kötturinn hlaupandi, og Júllí missir
teiknibólurnar.
— Hjáip, kötturinn er að elta mig!
— Jæja, þetta var mátulegt á þig fyrir að vera að
elta litla saklausa mús, segir Júlli við köttinn. Nú
máttu standa þarna til jóla — en það eru bara 14
dagar þangað'til.