Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977.
11
Kaþólska kirkjan i Póllandi
hefur algjöra sérstöðu meóal
kirkna í Austur-Evrópu. Meira
en níu af hverjum tíu Pólverj-
um eru innan hennar vébanda.
Að loknum Stalínstímanum
skyldu pólskir kommúnistar, að
þeir gerðu réttast í því að ganga
til samkomulags við kaþólsku
kirkjuna. Hún var of voldug
stofnun til að fært væri að
brjóta hana á bak aftur með
beinum og opinberum
aðgerðum. Samvinnan hefur
síðan staðið, að vísu misjafn-
lega mikil og misjafnlega
árangursrfk, og í dag er hún
augljósari en nokkru sinni fyrr.
Leiðtogum pólskra komm-
únista hefur gengið afar illa
að halda tengslum við þjóð
sína. Gomulka, sem kom til
valda árið 1956 og þá sem
nokkurs konar þjóðhetja,
hrökklaðist frá völdum vegna
aðgerða stjórnar hans, sem
hann hefði tæplega reynt að
koma til framkvæmda hafandi
meiri upplýsingar.
Þetta er Edward Gierek
núverandi leiðtogi komm-
únistaflokksins að reyna að
forðast.
Pólskir kommúnistar hafa
hug á að fá kirkjunnar menn,
sem eru áhrifamiklir meðal
fólksins, til að styðja umbóta-
áætlanir stjórnarionar. Telja
þeir að ef kirkjan segi fólkinu
• að vera rólegt og þolinmótt
muni það duga.
Allir Pólverjar hugsa með
hryllingi til byltingar og
uppþota. Ekki er sú tilhugsun
geðfelldari hvað mundi gerast
ef Sovétmenn teldu sig verða
að grípa inn i með hervaldi og
bæla uppreisnina niður. Um
þetta ræddi Páll páfi við Gierek
i Róm, en áður hafði Wyszinskij
kardináli sagt páfa sinar hug-
myndir.
Talið er að meðal þess, sem
borið hafi á góma, sé aukið
frejsi kirkjunnar til að starfa
meðal barna og unglinga. Einn-
ig aðgangur að fjölmiðlum svo
sem blöðum, útvarpi og
sjónvarpi.
Talið er að páfi hafi bent
Gierek á hina nánu samvinnu
ríkis og kirkju í Póllandi og að
hún væri þar voldugri en
nokkru sinni áður.
Kaþólska kirkjan vill sem
sagt styðja kommúnistastjórn-
ina í landinu en ekki skilyrðis-
laust. Stuðningur hennar
byggist eiginlega á því að staða
hennar sjálfrar verði viður-
kennd í Póllandi, að hún verði
viðurkennd sem riki í ríkinu.
Hætt er við að Gierek eigi erfitt
með að samþykkja þessi
skilyrði enda slík staða
kirkjunnar í kommúnistaríki
óþekkt.
Blóm
og öldur
Um þrjár Ijóðabækur, „Eldfuglinn” eftir Maríu Skagan,
„Vonarblóm” eftir Grétar H. Krist jónsson og
„Blómin ísöngnum” eftir Margréti Friðjónsdóttur
Það ætlar ekki að verða neitt
lát á ljóðabókum um þessi jól
fremur en önnur. Þótt fáar
„vonarstjörnur" séu meðal
þeirra sem nú kveðja sér hljóðs
í fyrsta sinn, þá eru á
markaðinum nokkrar haglega
samsettar ljóðabækur eftir
nýliða. Lftið hefur borið á „Eld-
. fuglinum" eftir Maríu Skagan
sem Helgafell stendur að, enda
er kver hennar ekki mikið um
sig og verður sjálfsagt undir í
skrumflóðinu fjölmiðlanna.
, Um Maríu veit ég hreint ekki
neitt, en ljóð hennar opinbera
bókhneigða og hrifnæma per-
sónu sem hlýtur að eiga eitt-
hvað fleira í pokahorninu en
þessa bók. Fleira segja ljóð
hennar reyndar: trú á landið,
sakleysið og ljóðið, — allt er
þetta henni hugleikið. Hinar
tíðu líkingar hennar úr sauma-
skap(„stinga glitsporum",„ inni
situr huldukonan og kembir“,
álfkonusnældu að bregða",
„nornir vefa ormasilki"
o.s.frv.) benda til þess að hún
kunni ýmislegt fyrir sér í þeim
efnum.
ÚTSAUMUR
Kannski er best að likja
ljóðum hennar við útsaum,
vandaða handavinnu: Væri
innangengt/úr hugskoti mínu/í
vitund þína/þyrftum við
ekki/svo langan veg/að rekja
krókóttu orðspori (Seilzt um
hurðarloku). Hér er hvergi
bruðlað með glitsaum, orðfærið
er hófstillt og meiningin ljós.
Annars staðar bregður María
fyrir sig gullnálinni oft svo
nálgast ofhlæði: Lásagaldur
regnsins/lýkur upp harðbala-
þúfu/þar sem stöngulber fíf-
ill/fléttar sér körfu... (Galdur).
Ljóð Marlu eru gjarnan hreinir
lofsöngvar um náttúruna, hún
er einfaldlega dýrðlegt
ævintýri, en maður saknar ein-
hverra beinna ályktana frá
höfundi um þá fegurð sem hún
sér. Börn og blóm lofar skáld-
konan einnig og í henni er
uggur varðandi það sem hin
vélvædda framtíð kann að bera
í skauti sér. Maria Skagan
bætir að visu ekki við þá
ljóðlist sem við eigum, en hún
fyllir upp í munstrið með hinu
látlausa og elskulega innleggi
sínu.
SJÓMAÐUR
DÁÐADRENGUR
Blóm eru mörgum öðrum
skáldum hugstæð þessi jól og
ekki bara kvenskáldunum.
Akurnesingar eru nú farnir að
gefa út bækur í æ rikara mæli,
t.a.m. hafa þeir prentað tvær
siðustu Ijóðabækur Jóhanns
Hjálmarssonar. Nýverið sendi-
bókaútgáfan Rifi frá sér fyrstu
Ijóðabók eftir ungan sjómann
frá Hellissandi, Grétar H.
Kristjónsson. Nefnist hún
Vonarblóm. Grétar yrkir rímað
og á köflum dýrt og lætur það
honum vel. Eins og eðlilegt er
sprettur yrkisefni hans úr eigin
reynslu á sjó og landi og
skiptast þar á skin og skúrir,
bæði í beinni og óbeinni
merkingu málsháttarins, og fer
öllu meira fyrir skúrunum.
Grétar hefur gott vald á brag
sinum, hvort sem hann setur
saman ljúfsárar stemmningar
eða hendist áfram í run-
hendingum. Oft dettur hann þó
í vilpur smekkleysis orðavali,
eins og t.a.m. í óði til
framsækinna manna: Því
leysum festar, lífsins skeið/-
lífsins hal og unnarmeið/skáld-
ið eignast skammardeyð/skít-
urinn fær sina sneið. Hér
kemur síðasta línan eins og
skrattinn úr sauðaleggnum.
Mörg kvæðin eru eins konar
sjómannadagsstemmningar,
„sjómaður dáðadrengur" og allt
það („Sjóari fer í land“) en
þess konar belgingur er okkur
landkröbbum leiðigjarn.
HUGARANGUR
Mun persónulegri og jafn-
framt betri skáldskapur eru
þau kvæði sem höfundur skrif-
ar fyrir sjálfan sig, þar sem
hann bryddar einlæglega á
vandamálum sinum og hugar-
angri, t.d. í ,„Gráti“ og „Sumar-
stefi“. Að vísu er hvorki
orðfæri hans eða ljóðrænar úr-
lausnir sérlega nýstárlegar, en
þó má greina skáldgáfur í
brælunni.
Enn eru það blóm og í þetta
sinn „Blómin í söngnum“ eftir
Margréti Friðjónsdóttur, gefin
út af Letri. Heiti bókarinnar er
ögn langsótt, en það tekur mið
af blómum þeim, sem sýnd eru
við dagskrárlok sjónvarps á
sunnudagskvöldum undir
þjóðsöngnum og á, samkvæmt
skýringum á bókarkápu, að
minna á það sem kemur á „eftir
dagskránni" í mannlífinu, lík-
lega utangarðsfólkýmiss konar.
Skáldkonuna þekki ég ekki
fremur en Maríu Skagan en
hún virðist töluvert hafa
igrundað eðli og markmið
skáldskapar á vorum timum.
Bók hennár er óvrnjuleg að því
leyti að þar blandast ljóð og
Ijóðrænn prósi og í annan stað á
hún öll að hafa sama þemað,
þ.e. andlega og líkamlega
brennimerkingu minni háttar
sakamanna fyrr og nú.
VITRUN í RÚTU
Bálkurinn hefst á vitrun í
rútu, eitt fórnarlamb fyrri tíðar
birtist og leikur á langspil, en
síðan bregðum við okkur inn i
huga hans, sem barns og
unglings sem lifir áhyggju-
lausu lifi í sveitinni uns það
síast inn í hug hans að skuggi
hefur fallið yfir bæinn og fjöl-
skylduna, faðirinn liggur undir
grun um sauðaþjófnað og
glæpur hans krefst brenni-
merkingar. Siðan erum við
stödd í nútímanum og ærulaus
ungur maður talar, en smáaf-
brot hans er skjalfest að eilífu
og myndir af honum öllum
aðgengilegar. Næsti hluti
virðist ganga út á dvöl hins
ærulausa í Kaupmannahöfn
með fjölskyldu sinni til að losna
við skömmina heima við, en það
virðist ekki takast, menn
þekkjast alltaf. Síðast eru svo
ljóð þar sem skáldkonan
skilgreinir frekar þá pínu sem
fylgir ógæfu þessari og afbrota-
mönnum er líkt við þá fórn,
sem þjóðfélagið færir, — lík-
lega Mammoni. Hér er efni í
heila skáldsögu upp á mörg
bindi og ber að virða kjark og
manneskjulegheit skáld-.
konunnar. Að vísu bregst henni
stundum smekkvísi í orðavali
og nokkur togstreita er á
köflum milli hreinnar
frásagnar og hnitaðra
Ijóðforms í verkinu öllu, auk
þess sem óþarfa tilfinninga-
semi skemmir fyrir í sumum
orðræðunum. En ekki verður
efuð alvara skáldkonunnar og
samúð með lítilmagnanum. Á
tímum þegar mikið af nútfma-
ljóðlist hneigist til nafla-
skoðunar er ekki ónýtt að fá
upp í hendurnar óeiginoiarna
bók.
Bók
menntir
W K
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
hag en nokkur önnur þjóð í
Norður-Evrópu, svo ekki er nú
verið að hjálpa hérna vesa-
lingum.
BELGAR:
Þeir samningar, sem nú eru í
gildi við Belga eru hreint alger-
lega óskiljanlegir. Ekki er þar
um gagnkvæmnina að ræða, því
að Belgar eiga nákvæmlega
engin fiskimið sjálfir, sem við
hugsanlega hefðum áhuga á.
Helzt hefur mér skilizt, að aðal-
röksemdin fyrir samningunum
við Beiga sé, að fslendingar
gætu bent á að þeir létu eitt-
hvað fyrir ekki neitt, auglýsing
á þcirri dyggð, sem réttlætti
samningana. Mikið kunna þeir
menn litið á heiminn, sem
þannig hugsa; Undirritaður er
búinn að vera áhugamaður um
alþjóðleg málefni í um 40 ár og
hvergi rekizt á hliðstæðu.
Þvert á móti er sá álitinn kjáni,
sem ekki kann að halda á sínum
hagsmunum og fær mis-
virðingu og fyrirlitningu
þeirra, sem hann hefur sam-
skipti við. Svo ekki sé nú talað
um ástandið í eigin barmi. Á
sama tíma og ausið er þannig
gjöfum úr auðlindum tslands
eru Islendingar með erlendar
skuldir upp á á annað hundrað
milljarða króna. Bclgar cru hér
búnir á undanförnum árum að
fá sífellt framlengda samninga
og eru í dag búnir að fá allan
þann umþóttunartíma, sem
hægt er að fara fram á með
nokkurri sanngirni.
Kjallarinn
PéturGuðjónsson
FÆREYINGAR
Þá er komið að stóru aðilun-
um í gjöfum íslendinga til
erlendra manna. Það virðist
sem sumir gleymi því algjör-
lega, að Færeyjar eru hluti i
danska ríkinu og Færeyingar
eru danskir ríkisborgarar.
Einnig að til Færeyja streyma
peningar úr danska ríkiskass-
anum, sem eftir höfðatölureglu
mundi nema á Islandi 25 til 30
milljörðum króna. Meira að
segja þingmenn, sem heimsótt
hafa Færeyjar nýlega, hafa.lýst
yfir góðu efnahagsgcngi og
blóma í öllu í Færeyjum. Væru
meira að segja stigi fyrir ofan
okkur í öllu viðkomandi sjávar-
útvegi og með meiri nettó-
tekjur en íslendingar. Staða
Færeyja í landhelgismálum
gagnvart Efnahagsbandalag-
inu og umheiminum, er til
orðin með leyfi dönsku ríkis-
stjórnarinnar eingöngu til þess
að allir hlutar danska rfkisins
geti náð því bezta út úr öllum í
fiskveiðimálum. Er ekki ónýtt í
þessu sambandi að hafa hinn
danska Gundelach sem yfir-
mann þeirrar stofnunar í Efna-
hagsbandalaginu, sem hefur að
gera með fiskveiðar. Til þess að
geta metið stöðuna gagnvart
Færeyjum verðum við fyrst að
líta á ráðstöfun Færeyinga
sjálfra á sínum eigin fiski-
miðum. Nú nýlega ráðstöfuðu
Færeyingar sjálfir hvorki
meira en né minna en 42.000'
tonnum af bolfiski til
útlendinga í Efnahagsbanda-
laginu. A sama tíma og
Færeyingar gera þetta eru þeir
að sækja 17.000 tonn af bolfiski
til okkar og láta ekkert í
staðinn. Liggur því fyrir, að
algjörlega skortir gagnkvæmn-
ina í bolfiskinum. Og annað og
verra, Færeyingar geta látið
þessa býsn af fiski á sínum
miðum til handa Bretum og
Þjóðverjum, en sækja fisk á
móti til okkar. Því er hér sú
augljósa svikamylla i gangi, að
Bretar og Þjóðverjar eru
komnir inn i islcnzka fiskveiði-
landhelgi í gcgnum færeysku
fiskiskipin. Það skiptir ekki
máli, hvað menn vilja fyrir
Færeyinga gera, svo lengi sem
ástandið er svona, verða öll
færeysk fiskiskip að hypja sig
brott af islandsmiðum hið
snarasta. Reynt hefur verið að
færa þennan tilbúning í
einhver „ný keisaraföt“ en við
eigum sjálfir nægan kolmunna
fyrir austan og vestan land,
fiskitegund, sem við nýtum
ekki sjálfir þótt vitað sé um
hana í ríkum mæli og fiskiskip
okkar fái upp í 70 tonn í hali af
henni. Það á heldur að láta
hlutina vera en að reyna að
koma með svona bgrnalegar
skýringar á þeim.
En þetta sýnir betur en
nokkuð annað, hve langt verður
að seilast til þess að réttlæta í
eðli sínu rangan hlut. Þó eru
fráleitastar og vankunnáttuleg-
astar tilvitnanirnar í tillögu-
brot til hafréttarsáttmála á
hinni endalausu Hafréttarráð-
stefnu,,sem, ef hún endar, allt
eins endar í engu. Islcndingar
gera ekki upp á milli hins fasta
lands síns og 200 mílna haf-
stæðanna í kringum það, yfir
þessu yfirborði jarðarinnar
ræður íslenzka lýðveldið. En
það er eins með hafsvæðin eins
og landsvæðin, það virðast vera
gildandi siðalögmál lítils hóps
kjóscnda Sjálfstæðisflokksins
og ákveðinna stjórnmálamanna
að þcim sé d.vggðugt að gcfa
ríkari og betur stæðum þjóðum
gögn og gæði lands og hafsvæða
okkar. en þjóðarsynd cf jafn-
virði komi á móti. Þessi tegund
af siðfræði á sér ekki hliðstæðu
í heiminum og 7254 af kjós-
endum Sjálfstæðisflokksins í
Réykjavík hafna henni á sama
tíma og aðeins 1510 tjá sig með.
Því liggur hér fyrir tölfræði-
lega sannað, að fylgjendur
þeirrar siðfræðikenningar
sem ráðið hafa gerðum stjórn
málamanna okkar á undan-
förnum áratugum eru ekkert
annað en lítill sértrúarhópur,
álíka margir og Kommar
(kjósendur Alþýðubandal.) í
þjóðarheildinni. Nú reynir á
lýðræðiserfðina í einstakling-
um forustunnar. __
Það eru um 25.000 tonn af
bolfiski sem útlendingar taka
hér á næsta ári, ef ekkert er að
gert. Þetta er ársafli á 8 skut-
togara. Það er lítið samræmi í
því að tala um of marga skut-
togara í landinu á sama tíma og
við gefum oliufurstum og
öðrum ársverkcfni handa 8
þeirra. Aframhaldandi samn-
ingar við útlendinga þýða í
raun, að leggja verður 8 skut-
togurum á móti, ef við ætlum að
vera sjálfum okkur sam-
kvæmir. Skuttogarinn er
orðinn algjör undirstaða efna-
hagslífs sjávarplássánna úti um
allt land. Aframhaldandi samn-
ingar við útlcndinga jafngilda
því að við sviptum 8 sjávarpláss
afkomu sinni. Þjóð með
vanskilavíxla i Araba höndum
hefur ekki efni á slíku.
Pétur Guðjónsson
forstjóri.