Dagblaðið - 10.12.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977.
Er ekki i klíkunni oggefur plötu sína út sjálfur:
„Seldi gítarinn tíl
þess að eiga
fyrir auglýsingum”
Athyglisverð plata Hilmars Gunnarssonar,
Skinogskúrir
Hilmar Gunnarsson kynnti Skin og skúrir i Óðali á þriðjudags-
kvöidið. Þessi mynd var tekin af honum skömmu áður en kynningin
hófst. DB-mynd Hörður Viihjálmsson.
„Ég seldi gítarinn minn í dag
til þess að eiga fyrir auglýsing-
um,“ sagði Hilmar Gunnarsson,
er hann kynnti blaðamönnum
hljómplötu sína „Skin og
skúrir". „Hilmar hefur kostað
hana að öllu leyti sjálfur og
gefur hana út, með lögum og
textum eftir sig sjálfan „og ég
legg allt undir. Það hefur verið
kappsmál lffs míns að koma
þessari plötu út,“ sagði Hilmar
ennfremur.
Hiimar? Hver er Hilmar
Gunnarsson? Hilmar er Reyk-
víkingur, fæddur 1950 og hefur
„lengi dundað við að semja lög
en aldrei flutt neitt opinber-
lega, ef frá eru talin samk'væmi
með vinum og mínum og
kunningjum. Ég hef alltaf verið
með músíkina á heilanum, ég er
hvorki iðnaðarmaður né
bisnissmaður, en hef stundað
sjóinn og sem stendur keyri ég
út vörur.“ Maðurinn er hrein-
skilinn.
Platan ber þess líka merki.
„Þetta fer ákaflega persónulegt
efni, löginerumörg hver gömul,
lög sem ég h^f samið fyrir
nokkrum árum. Textana hef ég
einnig gert og þeir fjalla um
efni sem allir skilja, liðna tíð,
kærustuna Læralæk o.s.frv.“
sagði Hilmar.
„Skin og skúrir" er tekin upp
í London, nánar tiltekið í
Majestic-stúdíóinu, þar sem
mar’gar hljómplötur íslenzkar
voru hljóðritaðar hér áður fyrr.
Aðalstoð og stytta Hilmars við
gerð plötunnar var vinur hans,
Magnús Sigmundsson, sem býr
eins og kunnugt er í London.
„Við Maggi erum aldavinir og
gerðum einu sinni um það fóst-
bræðralag, að sá okkar sem
betur vegnaði í tónlistinni
skyldi hjálpa hinum,“ sagði
Hilmar. „Og Maggi hefur
hjálpað mér — og allir vinir
hans þarna ytra. Við tókum
þetta allt upp að nóttu til, ég
varð að sitja um auða tíma og
fékk því stúdíótímann á
viðráðanlegu verði. Félagar
Magnúsar, sem allir eru enskir,
voru ómetanlegir og frábærir
hljóðfæraleikarar.
Ég veit ekki hvort úr því
verður, að ég kynni plötuna
eitthvað með því að koma fram
opinberlega," sagði Hilmar.
„Mér stendur til boða að gera
það með Póker og Haukum og
mun sennilega gera það, ég er
ekki í klíkunni og veit því ekki,
hvort ég verð spilaður mikið í
útvarpi."
„Skin og skúrir" er nettlega
unnin plata. Hljóðfæraleikur
og upptaka er góð, það hefur
alltaf verið gott sánd í Majestic.
Hún er, eins og áður sagði,
persónuleg og jaðrar við að
vera væmin í einu og einu lagi,
— kannski ekki væmin, ep
manni verður alltaf svo.lítið
hverft við, þegar menn opna sig
og eru hreinskilnir. A því ekki
að venjast hérlendis.
Hilmar auglýsir: „Platan sem
allir eru að tala um.“ Ég hef
ekki heyrt talað um þessa
plötu, enda vissi ég ekki að hún
væri á leiðinni. Ég get samt
tekið undir með þeim Pálma
Gunnarssyni, Jóhanni Helga-
syni og Birgi Hrafnssyni, sem
segja á plötuumslagi (vandað
með skemmtilegri teikningu
Árna Elfars, svila Hilmars):
„Til lukku gamli svinger."
Helgi Pétursson
Megas&
Spilverkið:
Hlýöiþeirsem
henda gaman aö kvæðum
Megas & Spilverk þjoöanna —
A BLEIKUM NAl IKJÚLUM
Útgefandi Iðunn (Iðunn 002)
Upptökumaður: Jónas R. Jónsson.
Útsetningar: Megas & Spilverkið.
Hljóðritun: Hljóöriti i júlí og ágúst '77.
Mcð plötunni Á bleikum náttkjólum
er lokið millilendingu Megasar i blind-
götunni. Hann cr aftur koniinn á réttu
slóðina. Fyrstu skrefin steig hann á
plötu sinni Megas sem var tckin upp í
Noregi við frcmur bágbornar aðstæður.
Siðan villtist hann af leið utn tima en
spigsporar nú keikttr tneð friðu fiiru-
neyti Spilverksfólks.
Stimstarf Mcgasar og Spilverks þjöð-
tinnti er sérlega vel heppnað. Árangur-
inn er slíkur ;ið jafnvel gagnrýnendur
reyna að verða skáldlegir í umfjöllun
sinni. — Þó eru engir nýir hlutir að
gerast, þeir eru aðeins betur gerðir núna
en áður. Flutningurinn á Á bleikum
náttkjólum hæfir mun betur lögum og
ljóðum Megasar en sá rokkaði undirleik-
ur sem hann naut á plötunum Milli-
lending og Fram og aftur blindgötuna.
Megas hefur glöggt auga fyrir samtim-
anum og dregur hann sundur og saman i
háði. Einnig er honum tslandssagan hug-
leikin. Á þeirri plötu, sem hér er fjallað
um, leikur hann sér dálítið með Sæmund
fróða en vindur sér síðan i sjálfstæðis-
hetjuna góðu, Jón Sigurðsson, sem var
sveitungi óþekktrar náfrænku sinnar.
Ekki var hann þó meiri íslendingur í sér
en svo að á Kaupmannahafnarárum stn-
um breytti hann föðurnafninu í Sívert-
sen. Slíku atriði getur Megas að sjálf-
sögðu ekki þagað yfir, anarkistinn sá
arna.
Þó hættir Megasi einstaka sinnum til
að fara með missagnir í sagnfræðikvcð-
skap sínum — eins og þegnr hann full-
yrðir að Jónas Hallgrímsson hafi látizt
úr sýfilis. Samkvæmt krufningarskýrslu
mun listaskáldið góða hafa látizt úr eftir-
farandi: Opnu fótbroti, drepi og blóðcitr-
un, bráðri lungnabólgu mcð ígerð i
brjósthimnu, byrjandi hcilabólgu, lang-
vinnri áfengiseitrun og fitulifur, — en
ekki þeim konunglega sjúkdómi sem
Megas, listaskáldið vonda, telur hafa
orðið banamein hans.
Húmor á Megas í rikum mæli. eða iillu
heldur gálgahúmor, Iiann kenmr ber-
lega í ljös í fyrsta lagi plötunnar á Bleik-
um náttkjölum:
í haga var búkolla á beit
& brennandi vorsólin skeit
& hundurinn eltist
við hænuna & geltist
í haga var búkoila & hún beit
Að sjálfsögðu er þetta ekkert annað en
bull en bráðf.vndið samt. Þegar túlkun
Megasar og flutningsmáti bætist ofan á,
þá finnst manni að öðruvísi geti lagið
ekki hljómað. — Túlkun Megasar á
ljóðum sínum er annars atriði sem vert
er að hrósa. Karlinn hefði áreiðanlega
orðið dágóður leikari hefði hann lagt þá
listgrein fyrir sig.
Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni
að Megas búi í sínum eigin heimi og
fylgist álengdar með okkur hinum. Verði
okkur eitthvað á er hann þegar búinn að
grípa það á lofti og yrkja um það hæðinn
brag, líkt og Hallgrímur Pétursson í
æsku á Hólum í Hjaltadal.
t ljóðinu um Orfeus og Evridís cr þó
kappinn komin niður á jörðina og kcmur
til okkar hinna. cinlægnin uppmáluð:
Einsog hamar ótt á steðja
uppá þaki regnið bylur
en í þínu þa-ga tári
þar er gloði birta ylur
á liínum göðu unaðstörfum
iind nn'n sál & kraftur naTÍst
þér ég æ mun fé &. föggum
fnrna meðanað hjartað hra*rist
svefn þinn guð í glasi áskenktu
groiðir fró í stríði hiirðu
þanninn fæ ég þre.vð af árin
þartil loks ég sef í jörðu
f jallahringurinn hann er dreginn
hringinn í kringum mig
& utan hans þar er ekki neitt
þvi innan hans þar hef ég þig
en við verðum að láta okkur litla hríð
lynda það sem til bar
þú hvílir í brekkunni bakvið húsið
bráðum finnumst við þar
hún var falleg hún var góð
hún var betri en þær
& þegar hún sefur við siðuna á mér
þá sef ég góður & va-r
sólin kemur upp i austri
en í vestri sest hún niður
í dalnum þarsem ég opnaði augtin
í árdaga ríkir kvrrð og friður
hesturinn minn hann heitir blesi
höfum við saman lifað árin
ég beld áfram en hún styttist nú
óðum lciðin fvrir klárinn
blesi minn í hrckkunni góðu
húinn er þér hvílustaður
einhvern tima ái ég með þér
örþreyttur gamall vonsi ikiuu maður.
- \T