Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 24
Egg í kaupbæti —til góðra viðskiptavina Svo som mönnum or eflaust kunnugt hefur vcrið mikill skortur á eggjum undanfarið og ekki útséð um það hvort heimilin fá egg í jóla- baksturinn. Kaupmenn hafa fengið smáskammt af cggjum, sem rjúka út eins og hcitar lummur og einnig hefur þurft að grípa til skömmtunar. Vcrzlunin Nonni og Bubbi í Keflavík hefur tekið upp allsér- stæða dreifingu á eggjum. Þeir viðskiptavinir sem verzla fyrir meira en Ö000 kr. í einu fá 6 egg gefins sem nokkurs konar uppbót eða afslátt vegna viðskiptanna. Verzlunar- stjórinn sagði að það lítið væri til af eggjum að engin tök væru á því að láta alla fá egg og því væru þeir látnir njóta þess er ættu mikil viðskipti við verzlunina. Ekki bjóst hann við að hægt væri að halda þessum oggjagjöfum áfram alveg til jóla en þær stæðu þó fram yfir þessa helgi. -JH Afkomendur Haralds heitins Björnssonar leikara, minntust þess í gær að tíu ár eru liðin síðan hann lézt. I tilefni af því færðu þeir Þjóðleikhúsinu að gjöf brjóstmynd af Haraldi. sem Sigurjón Olafsson myndhöggvari gerði ,cr lcikarinn var sjötugur að aldri. Barnabarn og nafni Haralds, Haraldur Jónsson, afhjúpaði brjóstmyndina. í þakkarræðu rakti Vilhjálmur Þ. Gíslason for- maður Þjóðleikhúsráðs i stuttu máli feril Haralds frá þvi er hann steig fyrst á svið á Akureyri í Frænku Charlies árið 1915, er hann hélt utan til leiklistarnáms fyrstur tslendinga á þriðja ára- tugi aldarinnar og samstarf þeirra í Þjóðleikhúsinu, allt til láts Haralds. Haraldur Björnsson var fæddur að Veðramóti í Skagafirði árið 1891. Hann var kennara- og verzlunarmenntaður og stundaði sölustjórastarf hjá KEA um nokk- urt skeið. Eftirlifandi kona Har- alds er Júlíana Friðriksdóttir. -AT- AFKOMENDUR gAfu ÞJÓÐLEIK- HÚSINU STYTTU HVERERHVURS HVURSERHVAÐ? Jæja, gott fólk. Hvort er nú hvort? Þetta er kannski gamaldags spurning. Engu að síður mátti spyrja hennar í tilefni af myndinni. Fyrir aðeins nokkrum árum var fjöldi fólks alls ekki viss um hvort var hvort eða hvað var hvað. Við gefum lesendum, sem vita hvort er hvort, vink — en öðrum óskum við að þeir hafi ekki of miklar áhyggjur. Sjálfir gefum við ekkert upp — af ótta við Jafnréttisráð. —ÓV DB-mynd Hörður. frfálst, áháð daghlað LAUGARDAGUR 10. DES;i977. Stöðva smá- fiskadráp á Stranda- grunni Sjávarútvegsráðunevtið bann- aði meo reglugerö i gær veiðar með botn- óg flotvörpu á utanverðu Strandagrunni, á svæði sem afmarkast um 67°26N að norðan, 67°07N að sunnan, 20°00V að austan og 20°40V að vestan. Bannið gildir til 15. janúar 1978 en Hafrannsóknastofnunin mun á þessu tímabili kanna svæðið aftur og verður þá tekin ákvörðun um hvort bannið verður framlengt eða fellt úr gildi fyrr, að því er segir í frétt frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Athuganir rannsóknarmanna á Bjarna Sæmundssyni undanfarið hafa staðfest fyrri grun manna um mikinn smáfisk á þessu svæði og því hefur því nú verið lokað. OV Brennumeist- ararog brennuvargar — og30 þúsund kaupmannsins Það glenntust upp augun a strákunum í Álfheimunum í fyrrakvöld þegar þeir fundu rúmar 30 þúsund krónur í kassa sem þeir björguðu af báli. Það voru brennumeistarar úr Álfheimunúm sem fundu pening- ana en brennuvargar úr öðru hverfi — eða bara næstu blokk — höfðu kveikt í bálkestinum sem á hverju gamlárskvöldi er á túninu vestan við Álfheimablokkirnar. Þegar eldsins varð vart á mið- vikudagskvöldið fóru brennu- meistararnir þegar á vettvang til björgunarstarfa. Það bar takmarkaðan árangur — þangað til þeir opnuðu lítinn kassa og fundu þar rúm 30 þúsund. Eitthvað dró úr spenn- unni þegar persónuskilríki komu í ljós meðal peningaseðlanna. Eigandinn er stórkaupmaður sem sendi sendiferðabílinn sinn eftir peningunum og sagði takk fyrir. /' .................... Prófkjör sjátfstædismanna íEyjumfdag ogámorgun: Prófkjör sjálfstæðismanna fer fram í Vestmannacyjum í dag. Þrir berjast um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi. Það eru þcir Arni Johnsen blaðamaður, Björn Guðmundsson út- Arni Johnsen blaðamaður. eyjum er gott fyrir bæjarfélag- ið,“ sagði hann. Björn nefndi einnig að hraunhitaveitan væri þýðingar- mikil fyrir bæjarfélagið, ,,Ég er einnig mjög inn á öllum fiskverndarmálum. Það er ekk- ert annað en að þrengja að okkur í 2-3 ár. Það launar sig ríkulega," sagði hann. Björn er gamalreyndur í starfi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum og var 16 ár í bæjp.r- stjórn. Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri sagði afstöðu sina til þjóðmála bvggjast á frelsi hvers einstaklings til orða og athafna innan settra leikrcglna samfélagsins. ,,Við verðum að gera okkur grein fyrir á hverju — og hvers vcgna — við lifum i þessu landi og takmörkun auðlinda okkar," sagði hann. gcrðarmaður og Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Þátttakendur i prófkjörinu geta cinnig grcitt atkvæði á morgun, þannig að búast má við úrslitum í mánudagsblaði DB. Fréttamaður blaðsins ræddi við frambjóðendurna þrjá fyri helgi. Arni Johnsen sagði m.a. ,,að Vestmannaeyjar og aðrar byggðir Suðurlands hefðu farið varhluta af ýmiss konar uppbyggingu um skeið miðað við aðrar byggðir landsins. Þann hlut þarf að rétta," sagði Arni. Hann sagði skólakerfi landsins að sínu mati í engu samhengi við höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. ,,A meðan við rim- um ekki við eðli athafnalífs landsins er hiétta á ferðum fyrir okkar samfélag, hætta á lágkúru stórþjóðaskipulags, þar sem enginn má rísa upp úr meðalmennskunni,“ sagði Árni. Björn Guðmundsson sagði áhugamál sín fyrst og fremst á sviði útgerðar. ,,Það sem er gott fyrir útgerðina í Vestmanna- jörn (iuðmundsson útgerðar- maður. „Ríkisgeirann verðum við að minnka,“ sagði hann enn frem- ur, „en ýta þarf undir eðlilega athafnaþrá einstaklingsins. Ég mun eftir sem áður vinna að' velferðarmálum einstaklings- ins hér í Eyjum'" -JH/ÓV. Karlsson fram- kva-mdastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.