Dagblaðið - 14.12.1977, Side 4
,4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977.
Bifreiðastillingar
NICOLAI
Brautarholti 4—Sími 13775
Atvinna—ritari
Öskum að ráða strax ritara til starfa Vi
daginn. Æskileg þjálfun í íslenzkum,
enskum og dönskum bréfaskriftum.
Uppl. á skrifstofunni.
H/F RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Lækjargötu 22
Hafnarfirði
JÓLAMARKAÐURINN
Blómaskreytingar,
kransar, krossar,
skreyttar greinar,
skreytingaefni.
Mikið oggottúrval.
Beríð saman verð
oggæði
v/Kársnesbraut
Laugavegi63
BILAPARTASALAN
Höfum úrval notaðravarahlutaíýmsar
tegundir bifreiða, til dæmis:
M. BENZ 220D 1970 SAAB 96 1966
PEUGEOT 404 1967 SKODA 110 1971
V.W. 1300 1970 SINGER VOGUE 1968
Einnig höfum við lírval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleða.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfdatúni 10 — Sími 11397
Hver ertu,
þorskur?
Hver er hann, sá guli, sem af-
koma manns á að byggjast á?
Svarið er ef til vill að finna í
nýrri bók, ,,Þorskurinn“, eftir
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðing og Kolbrúnu Sigurðar-
dóttur kennara.
Bókin fjallar m.a. um líffræði
þorsksins, veiðar og vinnslu, land-
helgisdeilur og fiskvernd. Bókin
er prýdd fjölda ljósmynda og
teikninga, er gera efni bókar-
innar enn aðgengilegra fyrir
börn. Kristinn Ben. tók myndirn-
ar.
Útgefandi er Bjallan sf., en
Fiskimálasjóður veitti styrk til út-
gáfunnar. Bókin kostar kr. 2.880.
-ÓV
„Flett ofan af
skröksögum
um víkinga"
,,Þar koma fram Öðinn gálga-
guð, eineygur og spakur, frjó-
semdarguðinn Freyr, Þór hinn
sterki sem lemur jötna með hamr-
inum Mjölni, valkyrjur, dvergar
og álfar. Goð og hetjur hefja sögu
sína kát og glaðvær með brögðum
og ævintýrum, en endalokin eru
Ragnarök, miskunnarlaus en
óhjákvæmileg."
Þannig er á kápusíðu lýst hluta
efnis bókarinnar ,,Hamar Þórs —
Þrumufleygur norðursins, hetjur
og goðsagnir á víkingaöld", eftir
Magnús Magnússon, sjónvarps-
blaðamann í Skotlandi. örn og
Örlygur gefa bókina út.
Á innri kápusíðu er einnig sagt
þetta: ,,Lengi hefur það verið
venja, að menn hafi sett sér vík-
ingana fyrir sjónir sem viíltan
heiðingjamúg, en sú lýsing er til-
búningur skömmóttra miðalda-
munka, sem rómantísk þjóðernis-
hyggja -Þjóðverja, mögnuð af
óperum Wagners, hefur ýtt undir.
I bók Magnúsar Magnússonar er
rækilega flett ofan af þeim skrök-
sögum.“
Dagur Þorleifsson blaðamaður
þýddi bókina. Hún kostar kr.
5.365.
-ÓV
Lönd og lýður
Tíunda bindi bókaflokks Menn-
ingarsjóðs um ,,lönd og lýði“ er
komið út. Þórunn Magnúsdóttir
skrifar um Ungverjaland og
Rúmeníu, en um Rúmeníu hefur
ekki komið áður rit á íslenzku.
Bókin er 295 síður og kostar kr.
4.800.
-ÓV
Heimsenda-
saga
Heinesens
VANTAR UMBOÐSMENNÍ
GERÐUM
rl -
Uppl. hjáAstu Tryggvadóttur
ísíma 92-7162
OGÁ
KÓPASKERI
Uppl. hjá Önnu Helgadóttur
ísíma 96-52108
Uppl. einnig veittaráafgreiðslunni í
Reykjavik, sími91-22078
Þorgeir Þorgeirsson hefur þýtt
skáldsöguna Turninn á heims-
enda (Tárnet vid verdens ende)
éftir færeyska rithöfundinn
William Heinesen.
Á kápusíðu segir að sagan sé
„ljóðræn skáldsaga í minninga-
' brotum úr barnæsku“.
Útgefándi er Mál og menning.
Bókin kostar kr. 4.320.
-ÓV
Kaflar úr
þingræðum
Sambandsmál á Alþingi 1918-
1940 nefnist lítil bók sem Har-
aldur Jóhannsson gefur út. Er
þetta brot úr ræðum á Alþingi um
samband íslands og Danmerkur. I
inngangi er rakinn aðdragandin'n
að gerð sambandslagasamnings-
ins og tildrög að síðari umræðum
um hann á Alþingi. Bókin, sem er
152 bls., er prentuð í Arnarprenti
og kostar 2.400 kr. í pappírskilju-
broti.
- A.Bj.
Púkkspil sem öllum
f innst skemmtilegt
Frímerkjamiðstöðin hefur
gefið út PÚKK, gamalt íslenzkt
spil, sem hefur notið mikilla vin-
sælda meðal þeirra sem þekkja
það. Fjölskyldur sem á annað
borð þekkja PÚKK spila það um
hver jól, en spilareglurnar hafa á
síðari árum verið nokkuð á reiki.
Frímerkjamiðstöðinni hf. þótti
því mál til komið að endurvekja
þetta skemmtilega spil og fékk
Harald Guðbergsson teiknara til
að hanna PÚKK dúk og umbúðir,
sem hann hefur gert með miklum
ágætum. í kassanum eru einnig
spil og spilareglur, sem nokkurn
tíma tók að hafa upp á.
A fundi með blaðamönnum
voru viðstödd sex ungmenni, sem
spiluðu PÚKKið meðan á fundin-
um stóð, og höfðu fjögur þeirra
ekki spilað það áður. Þau voru
fljót að tileinka sér spilaregl-
urnar og sögðu aðspurð að PÚKK
væri frábært spil.
Þar sem spilapeningar eru
dýrir er rétt að benda á að flestir
nota kaffibaunir eða eldspýtur
fyrir spilapeninga.
PÚKK kostar 1980 krónur út úr
búð.
Undirleikur
og kór f rá
Hollandi
— söngkonan
íslenzk
Hollenzkur Islandsvinur. Louis
Schuwer, var á ferð hér á landi
fyrir nokkrum mánuðum og
kynnti sér kristilegt æskulýðs-
starf. Hefur hann nú gefið Elsu
Waage undirleik þrjátíu manna
kórs og hljómsveitar á plötu sem
hún hefur nú sungið inn á tvö lög,
Heims um ból og Nýárssálm
(Happy New Year). Elsa hefur
nú sungið 1 inn á plötuna sem
komin er á markaóinn og er hún
seld af þeim æskulýðsfélögum,
sem sjálf njóta alls ágóða af sölu
hennar. Auk þess er platan seld í .
bókabúðinni Grímu, Kirkjufelli,
Bólstrun Ingólfs og skóverzlun
Steinars B. Waage.
Elsa syngur á íslenzku á plöt-
unni, en ekki var til texti á ís-
lenzku við nýárssálminn. Frú
Lilja Kristjánsdóttir þýddi text-
ann, sem á plötunni er.
Á plötuumslaginu er mynd af
kapellunni í Vatnaskógi og söng-
konunni. Textar fylgja með sálm-
unum, auk þess enskur texti á
sérblaði.
- A.Bj. .
Ester Elisabet
fyrir ungu
stúlkurnar
I mörg ár hefur Margit Ravn
verið eftirlætishöfundur ungra
stúlkna og hefur hún skrifað fjöl-
margar léttar ástarsögur. Bókin
Ester Elisabet er nýkomin út á
vegum Hildu. Bókin fjallar um
Ester Elisabet sem er ósvikið
borgarbarn en hún er send úr
sollinum í borginni út i sveit. Hún
skemmtir sér betur en hún þorði
að vona og þar bíður hinn eini
sanni og rétti eftir henni.
Bókin kostar 1.980 kr. með sölu-
skatti.
_______________________• A.Bj.
Dularfull og spennandi ástarsaga
Ein af þekktustu ástarsöguhöf-
undum síðari tíma er Victoria
Holt og er nú komin út ný bók
eftir hana, Drottnari eyjunnar.
Þar segir frá Ellen Kellaway sem
alin er upp á heimili ríkrar
frænku sinnar. Óvæntir atburðir
verða til þess að hún verður að
flytja frá samkvæmislffinu í Lon-,
don til lftillar eyju undan strönd-
um Kornwall. Þar hittir Ellen
fjölskyldu sina og lendir i dular-
fullum atburðum og ástarævin-
týrum.
Það er bókaútgáfan Hilda sem
gefur bókina út og kostar hún
3.360 kr. með söluskatti.
- A.Bj.
Frasagnir og bréf f rá Krishnamurti
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur
gefið út ævisögu Krishnamurti,
Dögunin eftir Mary Lutyens sem
var helzti trúnaðarvinur Krishna-
murti á árunum eftir 1922. Gísli
Ólafsson þýddi. I bókinni eru frá-
sagnir og bréf frá Krishnamurti
sem nú koma fyrir almennings-'
sjónir í fyrsta sinn. Bókin er
prýdd nokkrum myndum af
Krishnamurti og fjölskyldu hans.
I bókinni eru 34 kaflar auk
eftirmála og er bókin 420 bls. í
skemmtilegu shirtingsbandi. Hún
kostar 4.920 kr. með söluskatti.
• A.Bj.
Saga baráttu mann- og kvenréttinda
Frá Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins er
komin bókin „Konur og kosning-
ar“ eftir Gísla Jónsson, mennta-
skólakennara á Akureyri.
í bókinni rekur hann ítarlega
söguna um baráttuna fyrir kosn-
ingarétti islenzkra kvenna og
mannréttindanna, sem henni eru
tengd. Er ritið að stofni til sex
sunnudagserindi, sem höfundur
flutti í útvarp og láirt voru í Les-
bók Morgunblaðsins 1971-72.
Efnið er hér birt endurskoðað.
Bókin er 133 bls. og kostar
2.900 kr. til félagsmanna, en ann-
ars kr. 3.480.
-ÓV