Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.12.1977, Blaðsíða 8
'8. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977. ísrael—Egyptaland: Óvænt ferö Begins til viöræðna viö Carter — búizt við nýjum f riðartillögum Menachem Begin tilkynnti í nótt að hann mundi i dag fljúga til Washington til við- ræðna við Carter Bandaríkja- forseta. Ferð þessi kemur mjög á óvart en að sögn Begins munu friðarumleitan- ir í Miðausturlöndum verða til umræðu á fundi hans með for- setanum. Astæða fyrir ferð Begins var ekki gefin upp en hana ber upp á sama dag og undirbúningsviðræður hefjast í Kairo vegna fyrir- hugaðs friðarfundar þar. Bandarískir sérfræðingar búast við að Begin forsætis- ráðherra muni hafa meðferðis nýjar tillögur að friðarsamn- ingum milli Israel og Araba- ríkjanna. Bandarískir stjórn- málaleiðtogar hafa undan- farið mjög lagt að tsraels- mönnum að sýna í verki við- brögð við frumkvæði Sadats Egyptalandsforseta, þegar hann sótti heim Jerúsalem 1 síðasta mánuði. E’ins og áður sagði kom til- kynning um Bandaríkjaferð1 Begins flestum mjög á óvart og þykir það að sumu leyti minna á þá furðu og öng- þveiti, sem tilkynning Sadats um ísraelsheimsóknina vakti. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, sagði að forsetinn hefði nokkra vitneskju um er- indi Begins og að sjálfsögðu væri það í tengslum við Kairo fundinn og friðarumleitanir. Begin forsætisráðherra mun hafa komið ósk um að heim- sækja Carter áleiðis þegar Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Carters, var f Jerúsalem um síðustu helgi. Blaðafull- trúi Carters sagði einnig að heimsóknin væri jákvætt skref í friðarátt og kæmi á heppilegum tima. Hann sagði að Egyptum hefði verið til- kynnt um hana fyrirfram og hefðu þeir lýst yfir ánægju sinni með hana. Sérfræðingar í Washington hafa ekki viljað túlka heim- sókn Begins sem vott um að erfiðleikar séu á seyði í við- ræðum ísraels og Egypta. Heldur ekki að þar séu nein stórtíðindi að gerast í sam- komulagsátt. Ýmsir gera sér þó vonir um að heimsókn Begins muni á einhvern hátt auðvelda Sadat að fá Sýrlendinga og Jórdani til að taka þátt í friðarviðræð- um í Kairo og Genf. ÚRVAL Skrifborðsstólar ímjög f jölbreyttu úrvali. Framleiðandi: Stáliöjan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smiöjuvegi 9, Kópavogi - Sími43211 Húsvörður Starf húsvarðar í Hafnarhúsinu í Reykjavík auglýsist laust til umsókn- ar. i Umsækjendur skulu hafa iðnaðar- menntun, er nýtist við starfið eða sam- bærilega starfsreynslu. Fullkomin reglusemi áskilin. Umsóknir sendist Hafnarskrifstof- unni í Reykjavík fyrir 30. des. nk. Hafnarfjöröur! Blaöburöarbörn óskast til að bera blaöiöútviö ÁLFASKEIÐ Umbodsmaður ÍHafnarfirði súni52354millikl. 5ög7 ■ BIABtt Atvinnurekendur Ungan áhugamann um verzlun og viðskipti vantar at- vinnu. Aðeins lífleg, fjölbreytt og mikii atvinna kemur til greina. Einnig koma til greina kaup á litlu verzlunar- eða iðnfyrirtæki. Lysthafendur vinsamlega símið eða sendið uppl. til aug- lýsingaþjónustu DB, sími 27022, fyrir 19. desember. — 1234. Bandaríkin: FÆRRI STUNDA HÁSKÓLA- NÁM EN ÞEGAR VÍETNAM- STRÍÐIÐ GEISAÐI Færri ungir Bandaríkjamenn virðast sækja háskólanám heldur en fyrir nokkrum árum, sam- kvæmt opinberum skýrslum, sem birtar voru í Washington í gær. Astæðurnar fyrir þessari þróun eru meðal annars taldar þær að margir piltar innrituðu sig í há- skóla til að komast hjá að vera kallaðir í herinn á tímum Viet- namstríðsins. Einnig hefur sérstakri aðstoð við fyrrverandi hermenn sem stunda háskólanám verið hætt. Ekki virðast ástæður fyrir hlut- fallslegri fækkun nemenda við háskóla eingöngu þessar, því nemendum af kvenkyni hefur einnig fækkað. Er talið að ungt fólk telji sér ekki jafnmikinn fjárhagslegan hag í því og áður að stunda nám við háskóla. Skýrslur sýna, að í fyrravor höfðu 10,9% Bandaríkjamanna sem voru þá 18 og 19 ára gamlir stundað háskólanám í eitt ár eða meira. Samsvarandi hlutfall var 11,5% i fyrra og 13,6 árið 1970. Stærsta loftpúðaskip í heimi sést á m.vndinni hér að ofan. Hefur þvi verið reynslusiglt að undanförnu en hönnuðurinn er franskur, Jean Bertin að nafni. Ætlunin er að skipið. verði í áætlunarsiglingum milli Boulogne og Dover. Geimfarartóku sérfrídag Sovézku geimfararnir tveir tóku sér frí frá störfum í gær í geimstöð sinni Salyut 6. Sögðu þeir starfsmönnum geimferða- stöðvarinnar á jörðu niðri að þeim liði báðum mun betur heldur en fyrstu daga ferðarinn- ar. Áætlað er að geimfararnir tveir, Yuri Romanenko leiðang- ursstjóri og Georgy Grechko, 46 ára flugvélaverkfræðingur, dvelj- ist þrjár vikur í geimstöðinni. Mikið hefur verið sýnt í sovézka sjónvarpinu frá ferð þeirra félaga sem hófst á laugar- daginn og í gær sáust þeir á skján- um í bláum íþróttagöllum ^ Meðal þeirra athugana sem geimförunum tveim hefur verið falið að gera á meðan á geimdvöl þeirra stendur er að kanna líf- fræðileg og tæknileg áhrif þyngdarleysisins í geimferðum. Mannræningjamir gróf u höf uð fómarlambsins íkirkjugrunninum I gær fannst höfuð eins fórnar- lambs mannræningja í grunni kirkju einnar í borginni Quito í Ekvador. Að sögn lögreglunnar var höfuðið af þrjátíu og fimm ára iðnrekanda, sem rænt var fyrir tæpum hálfum mánuði. Var hann þvingaður til að stíga upp í bif- reið í miðborg Quito og síðar kröfðust ræningjarnir jafnvirðis nærri fimmtíu milljóna íslenzkra króna i lausnargjald.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.