Dagblaðið - 14.12.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MlDVIKUDAGUR 14. DErCMBER 1977.
Erlendar
fréttir
8
REUTER
i
Bandarískir
ferðamennafturá
fomarslóðir
Nærri tvö hundruð umboðs-
menn ferðaksrifstofa fóru í gær
frá Bandaríkjunum til Havana á
Kúbu til að kanna hvaða aðbúnað
Kúbumenn gætu boðið bandarísk-
um ferðalöngum, sem mega koma
til eyjarinnar í næstu viku. Er þá
lokið sautján ára hléi á ferðum
Bandaríkjamanna til Kúbu en það
hófst er upp úr sauð milli ríkj-
anna árið 1960 og Bandaríkin
settu algjört viðskiptabann á
Kúbu.
Áður fyrr fóru Bandaríkja-
Imenn svo hundruðum þúsunda’
skipti í vetrarfrí til Kúbu enda
var ferðamannaiðnaður þá mjög
mikilvægur atvinnuvegur á
eyjunni. Efnahagsleg ítök Banda-
ríkjamanna voru þar mjög mikil
áður fyrr.
Koma bandarískra ferðamanna
til Kúbu er liður í viðleitni Jimmy
Carters Bandaríkjaforseta til að
bæta samskiptin við Kúbu en við-
skiptabanni Bandaríkjanna, sem
varð mjög afdrifaríkt fyrir efna-
hag Kúbu, var að nokkru aflétt í
1 marz síðastliðnum.
Litarefniímat-
vælum bönnuð
Matvælaeftiriit Bandaríkjanna
hefur tilkvnnt að fimm tegundir
litarefnis hafi verið bannaðar til
notkunar í matvælum og snyrti-
og hreinlætisvörum. Ástæðan.
fyrir banninu er sögð sú, að talið
er að efnin sem litirnir eru unnir
úr geti valdið krabbameini.
Einnig hefur efni sem veldur
bláum blæ á matvöru vérið bann-
að vegna þess að framleiðendur
höfðu ekki allir látið verða af þvi
að geta hans á umbúðum.
Litarefnin fimm, sem bannað
hefur verið að nota í matvælum á
Bandaríkjamarkaði, framkölluðu
fjögur rauða liti og eitt gulan lit. •'
Bann matvælaeftirlits Banda-
ríkjanna er liður í því að kanna og
endurmeta allar leyfisveitingar
um notkun litarefna í matvælum,
drykkjarvörum og snyrtivörum.
1 fyrra var ákveðið að athuga
nokkur litarefnanna nánar og
stöðva notkun þeirra um tíma. Af
þeim eru 28 enn í athugun, nítján
hafa verið bönnuð, sautján efni
viðurkennd sem óskaðleg og
heimiluð til notkunar.
Bretland:
Slökkviliðsmenn
hafna tilboðinu
Slökkviliðsmenn í Bret-
landi virðast ætla að hafna
tilboði ríkisstjórnarinnar um
10% launahækkun strax og
mikla hækkun á tímabilinu
fram í nóvember 1979.
Fundir hjá slökkviliðs-
mönnum í stórborgum eins og
London, Manchester, Liver-_
pool og fleiri felldu sáttatil-
boðið. Ertaliðvíst að forustu-
menn þeirra, sem hittast á
fundi á morgun, muni form-
lega hafna tilboði ríkis-
stjórnarinnar. Slökkviliðs-
menn í Bretlandi hafa verið í
verkfalli síðan 14. nóvember
sl.
Vitað vqr i gær að starfs-
bræður þeirra í nokkrum
minni borgum vildu sam-
þykkja tilboðið, sem tryggja á
slökkviliðsmönnum sömu
tekjur og iðnaðarmönnum í
lok ársins 1979.
Síðan verkfallið hófst hafa
hermenn gegnt störfum
þeirra en þeir hafa aðeins úr-
elt tæki sér til hjálpar við
eldvarnirnar.
Bandaríkin:
Tuttugu og átta körfu-
boltamenn fórust í
fíugslysi í nótt
Að minnsta kosti tuttugu og
átta manns fórust þegar DC-3
Douglas Dakota flugvél hrapaði
rétt eftir flugtak á velli við
borgina Evansville í Indiana-
fylki í Bandaríkjunum i gær-
kvöldi.
Samkvæmt opinberum
heimildum var þrjátíu og einn
farþegi með flugvélinni Þrír
þeirra voru á lífi þegar komið
var á slysstaðinn, um það bil
einn kílómera frá enda flug-
brautarinnar. Þar af var talið
að tveir væru svo alvarlega
slasaðir að þeim var vart hugað
líf.
Um borð i flugvélinni var
hópur körfuknattleiksmanna
ásamt þjálfurum og aðstoðar-
mönnum. Voru þetta leikmenn
í liði háskólans í Evansville.
Þegar slysið varð var mikil
rigning, þoka og slæmt skyggni.
Malaysk farþegaþota hrapaði á fenjasvæði í Malaysiu skömmu eftir að flugstjóri hennar hafði tilkynnt
að hún væri á valdi flugræningja. Ekkert er vitað um ástæður fyrir hrapi vélarinnar og ekki er Ijóst
hverjir, eða á hvers vegum, þeir voru sem ramdu þotunni. Þotan og þeir sem í henni voru sprungu i
tætlur og lítið hefur fundizt sem gæti gefið til kynna hvað kom fyrir.
Raforkuverkfall á
Grænlandi
Verkfall fjörutíu og fimm vél-
stjóra við raforkustöðvar í Græn-
landi á að skella á á morgun og
mundi þá öll rafmagnsframleiðsla
stöðvast þar. Danski Grænlands-
málaráðherrann Jörgen Peder
Hansen reynir nú að fá sett bráða-
birgðalög til að koma í veg fyrir
verkfallið.
Vill ráðherrann, að vélstjórun-
um verði skipað með lagaboði að
vinna samkvæmt þeim launakjör-
um, sem sáttasemjari danska rík-
isins stakk upp á en þeir höfnuðu
í gær.
Verkfall hjá öllum raforku-
stöðvum í Grænlandi gæti sam-
kvæmt heimildum í Kaupmanna-
höfn haft mjög alvarlegar afleið-
ingar. Mundi öll rafmagnsfram-
leiðsla stöðvast auk þess sem hús
eru rfiikið kynt með raforku.
Efnahagsbandalagið:
ODYRT SMJOR UTAN
LANDHELGINNAR
Húsmæðrum í löndum Efna-
hagsbandalags Evrópu gefst
kostur á að spara á næsta ári með
því að kaupa smjör og fleiri vörur :
um borð í skipum, sem fara út
fyrir þriggja mílna lögsögu land-
anna.
Sparnaðurinn liggur í því að
bandalagið hefur ákveðið, að
greiða útflutningsbætur á ýmsar
landbúnaðarvörur sem seldar eru
á þennan hátt.
Ákveðið var á fundi sér-
fræðinga Efnahagsbandalagsins
og samþykkt af landbúnaðarráð-
herrum ríkjanna, að hver kaup-
andi mætti kaupa ákveðið magn
af hverri vöru i hvert skipti. 1
reglunum er til dæmis tiltekið, að
kaupa megi eitt kílógramm af
smjöri, osti og kjöti. Tvö kiló-
grömm af vörum eins og sykri.
Einnig er heimilað að kaupa tvo
lítra af sterkari drykkjum eða
vini, sem blandað er með vínanda.
Um nokkurt árabil hafa neyt-
endur í Vestur-Þýzkalandi not-
fært sér þessa möguleika óspart
að spara með því að kaupa vörur í
ferjum, sem sigla frá höfnum í 'af smjöri á þennan hátt, 4000
Norður-Þýzkalandi. I fyrra festu tonnum af osti og 2500 tonnum af
neytendur kaup á 14000 tonnum ýmiss konar pvlsum og áleggi.
Opinn
fundur
verður í TÓNABÆ
miðvikudaginn 14. des. n.k. kl. 21
Rsðumaður Avötdsins verður fró
Bandaríkjunum
Mól hans verður ekki þýtt
Allir velkomnir
Samstarfsnefnd.
RANGE R0VER
árg. ’76, ekinn 5000 km.
IWOLKSWAGEN 1200L
árg. ’76, ekinn 14000 km.
MAZDA616
árg. ’76
V0LV0 144
árg. ’73. Skipti á ódýrari.
VOLKSWAGEN 1200
árg. ’74
AUDI 100 LS
árg. ’77. Skipti á ódýrari.
CHEVROLET NOVA
árg. '74. Skipti á ódýrari.
BR0NC0
' ár'g. ’66-’68-’70-’74.
MORRIS MARINA
STATI0N
árg. '74, greiðsluskilm. mjög
góðir.
BENZ 1519
árg. ’74
SCANIA VABIS
80 Super árg. ’72
ALLS KONÁR BÍLAR Á
ALLS K0NAR KJÖRUM.
Bflasala Guðmundar
Bergþórugötu 3
Símar 19032 — 20070.
Matsuni
júdóbúningar
Rucanor Nylonskór
nr. 34-45
Verökr. 1.933.-
AllStar
körfubottaskór
Póstsendum
Laugavegl3
Sími13508