Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 14.12.1977, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1977. fijslz:,áháð dagblað Útgofandi Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. ' Fréttastjóri: Jón 1 Birgir Pótursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Horöur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjori: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasólu 80 eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Armula 5. Mynda og plótugerö: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentuh: Árvakur hf. Skeifunni 19. Kariaklúbburgóðra stráka „Þjönn! Viljið þér færa aðmír- álinn úr stólnum. Hann hefur verið látinn í þrjá daga. Auk þess ; situr hann á mínu eintaki af Morgunblaðinu.“ Þessa gamansögu úr brezkum karlaklúbbi mætti einnig segja ~1 1 " ‘ um frægasta karlaklúbbinn á íslandi, alþingi. Sá klúbbur virðist líkur öðrum slíkum. íhalds- semin svífur yfir vötnum. Ferskar hugmyndir skjóta ekki rótum og nýjar lausnir fá ekki hljómgrunn. Sumir nýir þingmenn hafa skoðanir og at- orku. Þeir eru frystir, unz þeir sjá að sér og samlagast hinum eldri og reyndari klúbbfélög- um, sem hafa fyrir löngu tamið sér þingsiði íhaldssemi og aðgerðaleysis. Þingmenn kveinka sér stundum undan gagn- rýni á störf alþingis. Þeir segja gagnrýnina í verulegum atriðum ósanngjarna og þar á ofan þjóðhættulega, þar sem hún dragi úr virðingu almennings fyrir mikilvægasta hornsteini lýð- ræðisins. En hver er svo virðing þingmanna fvrir starfa sínum? Þeir hrista höfuðin, þegar spillt- ir ráðherrar hyggjast kaupa húshræ af pólitísk- um gæðingi á tvöföldu matsvgrði. Úti í bæ játa þeir, að kaupin á Víðishúsinu séu forkastanleg. En á þingi gera þeir ekkert í málinu. Þeir hafa enn ekki lagt til, að þessi heimild til 124 milljón króna þjófnaðar af almannafé verði felld úr fjárlagafrumvarpinu. Enn síður reyna þeir að skera burtu mein- semdirnar, sem Víðishúsið er dæmi um. Þeir neita að sjá spillinguna, sem hvarvetna þrífst umhverfis stjórnmálaflokkana. Þeir neita að taka alvarlega siðferðileg afglöp í fjármálum. í brezkum karlaklúbbi eru nefniíega aðeins góðir strákar. að mati klúbbféíaganna. Sljóleiki þingmanna kemur árlega fram í hækkun fjárlagafrumvariia í meðförum þeirra. Þeir eiga ekki til rök gegn ýtarlegum tillögum utan úr bæ um verulegan sparnað ríkisút- gjalda, en þeir hlusta bara ekki á þær. Eina lausnin, sem þe.ir kunna, er að hækka skatta og búa til nýja. í þetta sinn ætla þeir að hækka skatta um 3700 milljónir króna umfram venju- legar verðbólguhækkanir. Þessi hugmyndaskortur þingmanna fer samanj við hagsmuni ýmissa þrýstihópa, sem virðast stjórna þeim sem strengbrúðum. Á fjárlögum sker mest í augu ránsfengur þrýstihópanna. sem eykst með hverju árinu og fæst aldrei skorinn niður. Landbúnaðarliðir fjárlaga eru verst ræmda dæmið um þetta. Aðmírálar alþingis sofa vært. þótt kröfur um aðgerðir koini úr öllum áttum. Dæmi um það eru kröfurnar um jafnari atkvæðisrétt og per- sónubundnari kosningar. Ungliðasamtök þriggja stjórnmálaflokka hafa náð samkomu- lagi um tillögur í þessu efni. Samt eru takmark- aðar horfur á, að alþingi taki við sér. A.Ö vísu eru ekki allir þingmenn jafnsljóir. í öllum flokkum eru til þingmenn, sem sjá vandamálin og reyna að glíma við þau. En þe>r eru í miklum minnihluta og ráða ekki ferðinni. Klúbbmennirnir ráða. Við skulum samt vona, að enginn þingmaður hvíli látinn í þrjá daga í sæti sínu án þess að neinn taki eftir því. Erfiði nokkra tíma á viku minnkar líkur á hjartaáfalli — eru niðurstöður bandarískrar könnunar á fyrrverandi nemendum f Harvard Samkvæmt könnun sem gerð var á 17 þúsund fyrrverandi nemendum i Harvard háskólan- um í Bandaríkjunum, eiga þeir sem stunda einhverjar íþróttir síður á hættu að fá hjartaslag. Það kemur einnig fram i þessari könnun, að þeir sem stunda nokkuð erfiðar íþróttir, eins og t.d. sund, skokk, tennis og fjallgöngur, eiga síður á iTTTf hættu að verða fyrir hjarta- áfalli. Þeir sem lögðu stund á þannig íþróttir, sem revndu mjög lítið á viðkomandi, voru lítið betur á vegi staddir en þcir sem engar íþróttir stunda. Sem d;emi má taka golf. en þá er.oft farið á milli á litlum hílum og getur farið svo að golfleikarinn gengur aðeins fáein skref allan þann tima sem leikurinn stendur yfir. Til þess að íþróttir stuðli að betra lífi og minnki líkurnar á hjartaslagi. þá verður einstaklingurinn að leggja nokkuð mikið á sig. Hann verður að þreytast tölu- vert. ef æfingin á að koma að cinhverju gagni. GÓÐ ÆFING ÞRJÁ TÍMA í VIKU MINNKAR LÍKUR Á SLAGI Dr. Ralph Paffenbarger jr. prófessor í Stanford háskólan- um hefur gert þessar kannanir. Hann hefur skvrt frá niður- stöðum sínum á fundi hjarta- rannsóknastofnunarinnar þar í landi. Prófessorinn segir i skýrslu sinni til hjartarannsókna- stofnunarinnar. að þeir sem iðki erfiðar íþróttir t.d. sund, hlaup, tennis eða aðrar íþróttir álíka erfiðar þrjá tíma í viku hverri, eigi miklu síður á hættu að fá hjartaáfall en þeir sem engar íþróttir stundi. Paffenbarger kannaði fyrr- verandi nemendur í Harvard háskóla. sem eru nú á aldrinum 35 til 75 ára. í könnuninni kom í ljós að þeir sem stunduðu léttar íþróttir. t.d. kciluspil, golf eða siglingar voru engu betur á vegi staddir en þeir sem kannaðir voru og stunduðu engar íþróttir. Því var munur- inn á þcssum tveimur hópum næstum enginn. Báðir voru cins staddir með tiliiti til áhætt- unnar varðandi hjartaáafall. SAMHLJÓDA NIDURSTÖÐUR í BREZKRI KÖNNUN Könnun var gerð fyrir nokkru í Bretlandi sem er sam- bærileg þeirri sem Dr. Ralph Paffenbarger jr. gerði. Brezka könnunin var gerð á borgar- starfsmönnum. Niðurstöður urðu einnig þær, að þeir sem stunduðu einhverjar erfiðar íþróttir að staðaldri, áttu það siður á hættu að fá hjartaáfall. Það hefur margoft komið Þ0RSKUR 0G ÞRÝSTINGUR Óþarft er að tíunda fyrir íslendingum, að þorskurinn og aðrir botnfiskar eru fjöregg íslands og munu verða, vonandi, um næstu framtíð. Allir.þeir, sem til þekkja. vita að veruleg ofveiði hefur átt sér stað á ])essum fisktcgundum. Nú eiga íslendingar að hafa öðlast algjöra stjórn á íslands- miðum. og ekki þarf lcngur sem heitið getur að glíma við út- lendinga um soðninguna. En samt virðist ætla að vcrða bið á því að umræddir fiskistofnar séu rcistir við. Þcgar skýrslan ..Þróun sjávarútvegs" kont út í növember 1975. vorum við fengnir. nofni minn Blöndal og. ég.-í sjönvarpið til þess að svara spurningum um skýrsluna. Ég minnist þess. að fréttamaður spurði, hvort takast mundi að ráða bót á ofveiðinni. Eg varð fyrir svörum og sagði. að við myndum sjá vandann en að bregðast við honum, það væri nú annað ntál. Það skyldi þó ekki verða staðreynd. að erfiðar gangi að stjórna okkur sjálfum en að reka Breta af höndum sér? Hverjar skyldu. vera ástæðurnar fyrir þvj, að fisk- verndun gengur ekki betur en raun ber vitni? Að minu mati cru þær helstu eftirfar- andi: 1. Margir þrýstihópar i sjávarútvcgi neita að viður- kenna, að ástandið sé eins slæmt og það er. Þeir eru hræddir við tekjumissi. at- vinnuleysi. stöðnun i uppbyggingu sjávarþorpa og bæja eða bara minnkandi mikilvægi þeirra sjálfra. 2. Sjávarútvegsráðherrar und- anfarinna ára, og þá sérstak- lega tveir þeir síðustu, hafa látið sér fátt um aðvaranir og tillögur fiskifræðinga finnast. Þeir hafa verið fulltrúar fyrst og fremst fyrir ákveðna lands- hluta, sem eru mjög háðir fiskveiðum. 3. Ágreiningur ríkir um núver- andi ástand fiskistofna, þ.e. hvort núverandi veiði og sókn leiði til endurreisnar botn- fiskstofnanna og hve hratt. 4. Verulegur þekkingarskortur ríkir um fiskveiðimál í landinu og þá sérstaklega um sambandið á milli veiðisóknar og aflamagns. 5. Nú á síðustu árum er komið til viðbótar nýtt atriði, sem kalla má þátt Þjóðhags- stofnunar. Hér á eftir verður fjallað nokkuð um hvert atriði sérstak- Iega. 1. ÞRÝSTIHÓPAR Heyrst hefur í hagsmuna- aðilum kallast á landshorna á milli um það, hvort valdið sé meiri skaða með því að veiða smáfisk eða hrygningarfisk eða annað álíka gáfulégt. Þekktar eru deilur á milli skipa um mis- munandi veiðarfæri. Og mikið púður hQfur verið notað í innbyrðis deilur, og hefur þá kjarni málsins oft dulist. þ.e. ofveiðin sjálf. Menn hafa kastað bolt- anum á milli sín, en hann er svo heitur. að enginn getur haldið á honum. Verstur er þó þrýstingurinn á ráðuneyti og jánastofnanir vegna skipa- kaupa. Það er eins og cngin skynsemi hafi komist að i þeim efnum. Utlit er fyrir, að t.d. skuttogarar verði orðnir um 80 talsins fyrir Iok næsta árs: Miðað við eðiileg veiðiafköst er þetta í þ.m. tvöfalt stærri floti en nauðsynlegt getur talist. Fyrir utan stórkostlega sóun fjármuna vegna ónauðsynlegs rekstrarkostnaðar, er og verður erfitt að halda þessum flota frá því að veiða of mikið. Það er erfitt að láta úlfahjörð fara í megrunarkúr. Sögusagnir um mikla fisk- gengd skjóta upp kollinum af og til, og margir nota þær sem tylliástæðu til þess að halda þvi fram, að spár fiskifræðinga og mat á fiskistofnum séu ekki rétt. Hagsmunirnir, sem í veði eru, eru svo miklir, að ekkert er sparað til að sannfæra sjálfan sig og aðra um, að óhætt sé að veiða áfram eins og verið hefur. Sannleikurinn er aðeins viður- kenndur, ef hann kostar ekki of mikið. Ósanngjarnt væri í þessu sambandi að geta þess ekki, að LtU hefur gert sér grein fyrir vandanum og vill nú ganga lengra í friðunarátt en sjávarútvegsráðherra. Álykt- anir nýlokins Fiskiþings ganga í sömu átt. Þingið gerði t.d. að tillögu sinni, að hámarks- afli þorsks yrði 280 þús. tonn 1978. Þar með eru ráðherra og Þjóðhagsstofnun orðin einangruð um fiskveiðistefnu, sem stangast á við tillögur fiski- ■fræðinga um 275 þús. tonn. 2. SJÁVARÚTVEGS- RÁÐHERRAR 0G RÁÐUNEYTI ÞEIRRA Það er ákaflega erfitt að átta sig á þvi, hvernig á að vigta hina ýmsu hagsmuni. þegar ákvarðanir cru teknar í sjávarútvegsmálum. Það er sér- staklega erfilt á meðan engin ný prinsipafstaða hefur verið tekin til eignarréttar á íslensk- unt fiskveiðiauðlindum og viðurkenning liggur ckki fyrir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.