Dagblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. .TANTJAR 1978.
Þátttaka Islands í norrænu
sjónvarpi kostar tæp-
lega 300 milljónir
í byrjun
ísland er í góðri aðstöðu til að
norræna sjónvarpsef ninu vel
Á mánudaginn hefst í Kaup-
mannahöfn fundur mennta-
mála- og samgöngumála-
ráðherra Norðurlanda, þar sem
m.a. verður fjallað um þá
könnun, sem á undanförnum
árum hefur verið gerð til
athugunar á möguleikum á
sameiginlegum norrænum
sjónvarps- og útvarpssending-
um með aðstoð gervihnatta.
Verkið er unnið undir yfir-
stjórn nefndar er skipuð er
ráðuneytisstjórum og aðstoðar-
ráðherrum menntamála á
Norðurlöndum. Niðurstöður
fundarins í Kaupmannahöfn
verða væntanlega lagðar fyrir
fund Norðurlandaráðs í Osló í
febrúar. Norðurlandaráðsins og
ríkisstjórna Norðurlanda er
endanleg ákvarðanataka í
málinu en niðurstöður þeirrar
könnunar sem fram hefur farið
er að norrænt sjónvarp sé fram-
kvæmanlegur möguleiki og geti
það hafizt 3-4 árum eftir endan-
lega ákvarðanatöku þar um. í
öllum undirbúningi er gert ráð
fyrir að gervihnettirnir sem um
ræði anni öllum útvarps- og
sjónvarpssendingum á Norður-
löndum og hafi að auki rúm
fyrir tæki til að annast talsíma-
þjónustu milli landanna.
Góð aðstaða fyrir ísland
,,Ég held að frá tæknilegu
sjónarmiði séð liti norrænt
sjónvarp vel út frá sjónarmiði
tslendinga," sagði Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri,
sem situr í ráðuneytisstjóra-
nefnd þeirra er undirbúningi
að norrænu,sjónvarpi stjórnar.
„Við úthlutun gervihnatta-
„rása“ á sl. ári fengu íslending-
ar aðstöðu til að vera með
Norðurlöndum í norrænu
sjónvarpi auk fleiri rása sem
ísland fékk.“
Birgir benti á að þó miklar
undirbúningskannanir hefðu
verið gerðar væru enn mörg
ljón á veginum þar til norrænt
sjónvarp yrði að veruleika.
Xostnaðurinn
Kostnaður við uppsetningu
gervihnatta nemur 575 milljón-
um sænskra króna (verðlag
1977) eða rúmlega 26 milljarða
ísl. kr. Þessir hnettir eiga að
endast í sjö ár. Siðan er gert ráð
fyrir 113 milljón kr. rekstrar-
kostnaði á ári (sænskar krón-
ur) eða 5141,5 milljónir
íslenzkra.
Kostnaðarhlutur Islands í
norrænu menningarsamstarfi
hefur verið 0,9%. Sé gert ráð
fyrir sama hlutfalli i norrænu
sjónvarpi kostar uppsending
gervihnatta okkur 235 milljónir
og ársreksturinn rúmar 46
milljónir króna.
Vrnis tæknileg og fjárhags-
leg vandamál eru enn óleyst til
að norrænt sjónvarp verði að
veruleika. Eftir er að ákveða
hvort send verður út ein dag-
skrá, eins konar úrval úr
sjónvarpsdagskrám Norður-
landa, sumt þá gamalt efni en
annað í beinni útsendingu, eða
hvort dagskrár allra norrænu
sjónvarpsstöðvanna verða send-
ar út og hver einstakur not-
andi sjónvaFps geti þá valið
hvaða norræna stöð sem hann
vill.
Austurhnöttur og
vesturhnöttur
Aðaltillögurnar miða að því,
að sendir verði upp tveir
gervihnettir til endurvarps á
öliu sjónvarps- og útvarpsefni
norrænna stöðva. Annar
hnötturinn afgreiðir þetta efni
aftur til Danmerkur, Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands. Hinn
hnötturinn afgreiðir sama efni
til Færeyja, íslands og
Grænlands.
Þeir, sem ætla að geta náð
enciurvarpi frá þessum
hnöttum þurfa á sérstöku loft-
neti að halda. Er það fyrst og
fremst skálarlaga móttökutæki
útivið. Þarf það nákvæmrar
stillingar við í átt að
viðkomandi hnetti. Þessi mót-
tökuskál sendir hljóðin til sér-
staks innitækis sem tengt er við
sjónvarpsviðtækin.
Kostnaður við loftnet er
áætlaður að verði 1250 sænskar
eða tæplega 57 þúsund krónur.
Þennan kostnað er ráðgert að
lækka með því að hafa
innitækin innbyggð í nýjum
tækjum og/eða að íbúar komi
sér saman um eitt stærra loft-
net og tengingar til viðtækja
sinna. Kostnaður einstaklinga
verður þá lægri.
Enn umdeilt
Norrænt sjónvarp hefur
hlotið bæði jákvæðar og nei-
kvæðar undirtektir. Það
heyrðust neikvæðar raddir á
ráðherrafundi á Húsavík í
sumar þar sem málið var rætt.
Norrænir rithöfundar gerðu og
snöggsoðna samþykkt gegn nor-
rænu sjónvarpi.
Þó flestar ef ekki allar hliðar
málsins hafi hlotið all nána
könnun eru vandamálin
óleyst. Þau snerta
enn
m.a.
höfundarétt, tæknihlið málsins,
dagskrárgerð og síðast en ekki
sízt fjármálin.
Gögn um allar kannanirnar
hafa verið send mörgum aðilum
víða um Norðurlönd til
úmsagnar. Umsagnirnar verða
teknar til meðferðar á fundin-
um í Kaupmannahöfn á mánu-
daginn og síðan leitað frekari
upplýsinga ef þarf, áður en
skýrsla verður lögð fyrir
Norðurlandaþingið í Osló.
-ASt.
Hringirnir sýna svæði þau sem
gervihnettirnir sem gert er ráð
fyrir ná til. Sá eystri (t. hægri)
nær til Danmerkur, Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands. Sá
vestari (t. vinstri) nær til Fær-
eyja, íslands og byggðra bóla á
Grænlandi.
Dökku heimshlutarnir sýna
landflæmi Norðurlanda sem
gervihnöttunum er ætlað að ná
til.
Flugliðar á ýmsum stigum í samningamálum
Flugvirkjar og f lugvélstjórar búnir að semja, f lugf reyjur við samningaborðið en f lugmenn bíða
Allir samningar flugliða Flug-
félags íslands og Flugleiða hafa
verið lausir síðan löngu fyrir ára-
mót. Er nú aðeins farið að þokast í
áttina um lausn þeirra, því búið
er að semja við flugvirkja og flug-
vélstjóra, að því er Sveinn
Sæmundsson blaðafulltrúi Flug-
leiða upplýsti DB um I gær.
Samninganefnd Flugleiðamanna sat við í gærdag og reyndi að finna iausnina.
Sig.
— DB-mynd Ragnar Th.
Niðurstöður þeirra samninga
byggðust á lausn, er mjög svipar
til annarra samninga, sem gerðir
hafa verið hérlendis á undanförn-
um mánuðum, en einstakir liðir
lágu ekki á lausu.
Flugfreyjur voru orðnar mjög
óþolinmóðar um sína samninga.
Fulltrúi þeirra lýsti því yfir hér í
blaðinu á dögunum að kröfur
þeirra hefðu byggst á samningum
BSRB, þá er samningar voru
lausir 15. október. Slðan gerðist
ekkert I þeirra málum og töldu
flugfreyjur að kröfur þeirra væru
nú úreltar.
Flugfreyjur sátu á fundum í
gær en um árangur var ekki vitað
þá er þetta var skrifað.
Síðastir I röð flugliðanna eru
flugmenn. Gera þeir sem hjá
Flugfélaginu starfa sérkröfur og
LL-flugmenn aðrar. Fram voru
komnar kröfur fyrrnefnda
hópsins en LL-flugmenn höfðu
ekki lagt sínar kröfur fram í gær.
Um kröfur F.í.-flugmannanna
var engar upplýsingar að fá í gær.
Samningaviðræður við flugmenn
munu enn ekki hafnar.
-ASt.
Ríkið jók skuld sína við
Seðlabanka um 3,7 milljarða
Ríkið jók skuld sina við Seðla-
bankann um 3,7 milljarða á
síðasta ári. í árslok var skuldin í
heild orðin 15,3 milljarðar.
Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá fjármálaráðu-
neytinu í gær. Afkoma ríkissjóðs
varð mun verri en gert hafði verið
ráð fyrir, en í tilkynningunni
segir, að endanlegar niðurstöður
liggi ekki fyrir, þótt alit bendi til
„að rekstrarjöfnuður muni ekki
verða hagstæður." Skulda-
aukningin við Seðlabankann
segir sína sögu um afkomuna. í
fjárlögum fyrir síðasta ár hafði
verið gert ráð fyrir nokkrum af-
gangi, en nú urðu innheimtar
tekjur milljarði lægri en vænzt
var og útgreiddu gjöldin fóru 2,4
milljarða fram úr áætluninni.
Innheimtu tekjurnar reyndust
95,5 milljarðar og útgreiddu
gjöldin 98,3 milljarðar.
-HH.