Dagblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 22
22
8
GAMLA BIO
8
Jólamyndin sími 11475
Flóttinn til
Nornafells
WALT DISNEY
PRODUCTIONS'
Spennandi, ný Walt Disney kvik-
mynd, bráðskemmtileg fyrir unga
sem gamla.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sama verð á öllum sýningum.
1
NYJA BIO
8
Silfurþotan
»BMSéEEI3sII1»
gene wilder jill clayburgh richard pryor
“SILVER STREAK" » M»li H MmR-COUN MQO»e «cn«
“ioMMiy ci*tonj*mís»»i PATRICK McGOOHAN-no^cw^
íslenzkur texti.
Bráðskemmtileg og mjög spenn
andi ný bandarísk kvikmynd um
allsögulega járnbrauiariestarferó.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
I
HAFNARBÍO
Simi 16444'
Sirkus
Enn eitt snilldarverk Chaplins,
sem ekki hefur sézt sl. 45 ár.
Höfundur, leikstjóri og aðalleik-
ari Charlie Chaplin.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
8
HASKOIABÍÓ
8
Sfmi 22140
Svartur sunnudagur
(Black Sunday)
Hrikalega spennandi litmynd um
hryðjuverkamenn og starfsemi
þeirra. Panavision.
Leikstjóri: John Frankenheimer.
Aðalhlutverk: Robert Shaw,
Bruce Dern, Marthe Keller.
fslenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð.
Þessi mynd hefur hvarvetna hlot-
ið mikla aðsókn enda standa
áhorfendur á öndinni af eftir-
væntingu allan tímann.
K71 Hópferð á heims-
meistaramótið i
w
handknattieik
^^26. janúar til 5. febrúar
VERÐ KR. 98.100
INNIFALIÐ: Flug, rútuferðir. gisting,
morgunverður og
aðgöngumiðar á alla leikina
BEINT FLUG til Árósa og heim frá
Kaupmannahöfn.
Samvinnuferðir
Austurstraeti 12 Rvk. simi 27077
9
AUSTURBÆJARBÍÓ
8
íslenzkur texti.
Sími 11384
A9BA
ABBA
Stórkostlega vel gerð og fjörug,
ný, sænsk músikmynd í litum og
Panavision um vinsælustu hljóm-
sveit heimsins í dag.
Mynd sem jafnt ungir sem gamlir
munu hafa mikla ánægju af að
sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hækkað verð.
I
STJÖRNUBÍÓ
8
Sýndkl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð.
Bönnuð innan 12 ára.
I
BÆJARBÍÓ
8
Sfmi 50184.
Þeysandi þrenning
Æsispennandi bandarísk kvik-
mynd. Aðalhlutverk leikur Nick
Nolte sem lék annað aðalhlut-
verkið í hinum vinsælu sjónvarps-
þáttum Gæfa og gjörvileiki.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 9.
8
TÓNABÍÓ
8
Sín.i 31182
Cuckoos’
Gaukshreiðrið
(One flew over the
nest)
Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi
Oskarsverðlaun:
Bezta m.vnd árins 1976.
Bezti leikari: Jack Nicholson.
Bezta leikkona: Louise Fletcher ■
Bezti leikstjóri: Miios Forman.
Bezta kvikm.vndahandrit: Lawr-
ence Hauben og Bo Goldman.
Bönnuó börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð
8
IAUGARASBÍO
8
SKRIÐBRAUTIN
Sír.ii 32075
A UNIVERSAL PICTURE
TECHNICOi.OR® PANAVISICN ’
Mjög spennandi ný bandarísk
mynd um mann er gerir
skemmdarverk i skemmtigörðum.
Aðalhlutverk: George Segal,
Richard Widmark, Timothy
Bottoms og Henry Fonda.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára
SNÁKMENNID
Ný mjög spennandi og óvenjuleg
bandarísk kvikmynd frá Uni-
versal. Aðalhlutverk: Strother
Martin, Dirk Benedict og Heather
Menzes. Leikstjóri: Bernard L.
Kowalski.
íslenzkur texti.
Sýndkl. 5, 7 og 11.15.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ð
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1978.
Utvarp
Sjónvarp
Útvarp í kvöld kl. 22.50: Áfangar
LÍF 0G DAUÐI
„I tilefni af nýju ári viljum við
reyna að breyta svolítið til og
fjöllum í tveim næstu þáttum um
viðhorfið til þess sem oft hafa
verið taldar andstæður, líf og
dauði,“ sagði Guðni Rúnar
Agnarsson er við hann var rætt
um Áfanga. Guðni sér umÁfanga
í útvarpinu í kvöld klukkan 22.50
ásamt Asmundi Jónssyni.
„Þar sem árið er að byrja
fannst okkur tilhlýðilegt að í fyrri
þættinum af þessum tveim yrði
fjallað um allt sem er nýtt líf.
Hvort heldur það er barn sem
fæðist, blóm eða sól sem rís.
Minna má á að jólin eru ekki bara
hátíð kristinna manna heldur var
aðalhátíð heiðinna manna á
þessum tlma, þegar sólin reis á ný
og þeir horfðu fram á gróanda
jarðar.
Við byrjum þáttinn með því að
hlusta á 2 tónlistarmenn frá
Ghana. Þeir eru bræður og heita
Kondo og Diamoer Kuyate. Kondo
er söngvari en Diamoer leikur á
kóra hljóðfæri. Þeir flytja æva-
fornan þakkarsöng og lof til guðs,
hlns eina skapara alls lífs.
Einnig verður leikin tónlist
með slagverksleikaranum Stomu
Yamasta af plötu hans Go. Þar
tekur hann fyrir grundvallarlög-
mál alheimsins og hvernig þau
endurspeglast í mannlegri
náttúru. Andstæðir pólar sem alls
staðar eru taldir vera, t.d.
svart/hvítt, gott/vont, já/nei,
o.s.frv. eru í rauninni þegar á allt
er litið aðeins afstæðir. Þannig er
mesti ósigur mannsins, dauðinn, I
rauninni líka mestur sigur hans
því nýtt líf hlýtur alltaf að
myndast. Llf og dauði er þannig
einn og sami hluturinn en ekki
andstæðir hlutir.
Kaflar verða einnig fluttir úr
Vorblótinu eftir Stravinski. 1
myndinni Fantasíu eftir Walt
Disney er þetta verk einmitt
notað til þess að tákna gróanda
jarðar og þar með nýtt líf,“ sagði
Guðni Rúnar. Seinni þáttur
þeirra félaganna um þetta efni
Guðni Rúnar Agnarsson.
DB- mynd Jim Smart.
verður næsta föstudag. Þá verður
rætt um dauðann, haustið,
veturinn og myrkrið
þessu tagi.
og annað af
ÆSISPENNANDI
UNDIRDJÚPAMYND
Stjömubtó
The Deep
Framleifiandi: Peter Gruber.
Leikstjóri: Peter Yates.
Afialhlutverk: Jaqueline Bisset, Nick Nolte og
Robert Shaw.
Þar sem undirdjúpin eru sá
hluti veraldar sem eingöngu
kafarar fá að kynqast var sérstak-
lega skemmtilegt að horfa á
mynd, sem fór að mestu leyti
fram á þeim slóðum. Leikstjórinn,.
Peter Yates, hefur llka auðsjáan-
lega haft mikla ánægju af að
stjórna þessari mynd, því hann
lætur hugmyndaflugið ráða og
slíkt hið sama er einnig hægt að
segja um alla myndatöku. Hún er
sérstaklega skemmtileg og oft
mjög falleg, enda margar skepnur
undirdjúpanna litskrúðugar og
fallegar.
Myndin segir frá þeim Gaile
Barke og David Sanders. Þau
eyða sumarleyfi sínu við köfun
við kóralrif á Bahamaeyjum.
Þar tína þau upp ýmsa sérkenn'i-
lega hluti sem þau finna. Meðal
þeirra er lítil flaska sem inni-
heldur vökva. Einnig finna þau
gamalt merki, sem þeim tekst
ekki að finna út sjálfum hvað
táknar. Þau leita því til Romers
Treese, sem er vitavörður á
Bahamaeyjum og jafnframt
reýndur kafari. Hann sér strax að
morfín er í flöskunni og að
merkið er talið eldra en skip
Filippusar Spánarkonungs, sem
fórust á þessum slóðum árið 1715.
En það eru fleiri en Romer
Treese sem vita að morfín er í
flöskunni. Maður nokkur, Cloche
að nafni, þekktur glæpahundur
hefur komizt að því og hefst nú
mikið kapphlaup um hverjir verði
á undan, Cloche að ná upp öllum
morfínflöskunum úr undirdjúp-
inu, en þær voru samkvæmt frá-
sögn gamals sjómanns um 98.000
talsins, eða David og Romer að
sprengja þær allar f loft upp.
Fyrir David er morfínið samt ekki
aðalatriðið. Hann er viss um að
fleira en þetta undarlega merki
sé að finna í gamla flakinu og
leitar þeirra muna grimmt.
Myndin er æsispennandi frá
upphafi til enda, enda lenda
þremenningarnir í alls kyns
ævintýrum og hættum. Má þá til
dæmis nefna bardaga við hákarla,
risaála og ásókn galdramanna.
RK
Kvik
myndir
Ragnheiður
Kristjánsdóttir
Þau Jaqueline Bisset og Nick
Nolte fara með aðalhlutverkin í
myndinni ásamt Robert Shaw.