Dagblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 13. JANIJAR 1978. Svæðið með punktunum er hið umdeilda svæði,“ páfagauks- nefið". Landamæradeilur Víetnams og Kambódíu virðast ætla að þróast í átt til meiriháttar átaka á milli þessara tveggja komm- únísku nágrannaríkja. Talsmaður Kambódíu- stjórnar segir að her þeirra hafi stöðvað og handtekið innrásar- herdeildir frá Víetnam. Hanoi- stjórnin hefur hvatt til um- ræðna um málið en segist aftur á móti hafa gagnkvæmar sakir á Kambódíumenn, þar sem Kambódíumenn hafi ráðizt inn í Víetnam og sýnt óbreyttum borgurum í Víetnam mikla grimmd. Haft er eftir diplómatískum heimildum, að ef fram heldur sem horfir geti komið til nýs Indókínastríðs, en núna á milli Kína og Sovétríkjanna sem noti síðan Kambódíu og Víetnam sem staðgengla. Það er kaldhæðnislegt að herdeildir Kambódíu og Víet- nams, sem hrósuðu sigri í hinu langa Indókínastríði gegn Frakklandi og Bandaríkjunum, skuli nú berjast hvorar gegn annarri með bandarískum vopnum sem skilin voru eftir af hinum sigraða sameiginlega óvini. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stórir þeir herir eru sem berj- ast eða nákvæmlega hvar barizt er. Flóttamenn, sem koma frá hinum órólegu landamæra- svæðum til Tailands, hafa greint frá stórskotaliðsbardög- um nú síðustu vikurnar. Bæði flóttamenn frá Víetnam og Kambódíu hafa sagt frá því að átökin á landamærunum hafi staðið alveg frá lokum Víet- namstríðsins og brottflutningi Bandaríkjamanna frá svæðinu. RÓTGRÓINN FJANDSKAPUR Aukning bardaga undanfar- inn mánuð og rof stjórnmála- sambands Kambódíu og Víet- nams í síðustu viku eyðileggur þá mynd sem dregin hafði verið upp af einingu kommúnista- rikjanna í Indókína, allt frá því að Bandaríkjamenn fóru. Raunar er löng hefð fjand- skapar og haturs á milli þessara tveggja þjóða. Síðan 1975 hefur Vfetnam fylgt hugmyndafræði Sovétríkjanna en Kambódia hefur, þrátt fyrir diplómatíska einangrun, haft Kínverja sér til fordæmis og verndar. Sagnir herma að fjöldi kínverskra hernaðarsérfræðinga sé í Kam- bódíu. „Lýðræðisríkið Kambódía“, eins og það kallar sig í útvarps- sendingum frá Phnom Penh, neitar að eiga viðræður við Víetnam undir hernaðarþving- unum. Og útvarpið í Hanoi hefur endurtekið ásakanir um innrás frá Kambódíu þar sem herliðið hafi brennt hús og skóla, skorið fólk í stykki, drepið börn fyrir augum for- eldra þeirra og sums staðar safnað fólki saman í hópa og drepið alla. Flóttamenn frá Kambódíu segja hið sama um Víetnama. FLÓTTAMENN Flóttamenn frá Víetnam, sem sluppu frá eynni Phuquoc sem er 32 km undan strönd Kambódíu, segja frá því að heimili þeirra hafi verið sprengd upp 18. desember sl. Þá eru einnig fréttir sem greina frá loftárás Kambódíu- manna með amerískum T-28 flugvélum. Næsta morgun voru Víetnamar komnir með fall- byssur og liðsauka á amerísk- um landgönguprömmum til andsvara. Flóttamenn frá bænum Hatien í Víetnam urðu að yfir- gefa heimili sín í april sl. eftir eldflaugaárás Kambódíu- manna. Þá hafa stórskotaliðs- sveitir Víetnama sézt fara til landamæranna og einnig hafa þeir sýnt likin af rauðum khmerum frá Kambódíu sem þeir hafa drepið En aðalbarátt- an er lengra inni í landinu, á kambódisku umráðasvæði sem teygir sig inn í Víetnam og er þekkt sem páfagauksnefið. Það er u.þ.b. 100 km frá Hn ('hi Minh borg sem áður hét Saigon. INNLIMUN Bandaríkjamenn sóttu inn á þetta svæði 1970 til þess að koma í veg fyrir birgðaflutn- inga til Víetnam. Sendiherra Kambódíu í Peking hefur ályktað að orsök þess að Víetnamar sækja svo fast inn í páfagauksnefið sé efnahagsvandræði þeirra. Landsvæðið sé frjósamt og þeir steli hrísgrjónauppskeru Kam- bódíumanna og húsdýrum þeirra. Langtímasjónarmið Víetnama er að mati Kam- bódíumanna að innlima þennan hluta af Kambódíu í Víetnam. Samkvæmt vestrænum heim- ildum ræður her Víetnams vfir 25 herdeildum með 600 þúsund- um vel þjálfaðra hermanna, yfir 1000 brynvörðum vögnum ög flugher sem hefur á að skipa 300 sovézkum herflugvélum og einhverju af bandariskum flug- vélum og þyrlum. Her Kam- bódíu hefur á að skipa minna en 100 þúsundum hermanna, engum brynvörðum vögnum, u.þ.b. 300 fallbyssum og 20 flugvélum, en stærsti hluti þeirra eru endurbyggðar bandarískar æfingarflugvélar af gerðinni T-28. JÓNAS HARALDSSON 11 r— / Musica Poetica Tónlist renessansins er næsta sjaldgæft fyrirbæri hér á landi og heyrist örsjaldan á opinberum hljómleikum. Þó merkilegt megi virðast eru hér þó til áhugasöngflokkar, sem koina saman í heimahúsum og stemma samari einn og einn madrigal eftir Byrd eða Morley og jafnvel Monteverdi. En þetta er eingöngu gert til að gleðja vini og vanda- menn, þó fyrst og fremst söngv- arana sjálfa, og er alls ekki til sölu á tónlistarmarkaðnum. En þetta er sumsé til, og það er sannarlega ánægjulegt að vita. Nú komu hér um daginn þrír þjóðverjar, sem hafa spesialis- erað í tónlist 16du aldar, og sungu og léku fyrir Tónlistar- félagið í Reykjavík. Þeir kalla sig Musica Poetica og eru barítonsöngvarinn Michael Schopper, Diether Kirsch lútu- leikari og Laurenzius Strehl, sem leikur á viola da gamba. Fluttu þeir tónlist frá ttalíu, Spáni, Frakklandi og Englandi, en í þessum löndum öllum var 16da öldin slfk gullöld á tón- listarsviðinu, er erfitt mun um hliðstæður í gjörvallri mann- kynssögunni. Þetta sel ég að vísu ekki dýrar en ég keypti hjá sagnfræðilegum sérfræðingum og er vonandi fullt af fólki sem er a allt annarri skoðun. Söngvarnir sem þeir félagar fluttu eru auðvitað flestir eftir tónskáld sem maður þekkir lítið sem ekkert, ef frá er talinn bretinn Dowland, sem eitt sinn var hirðsöngvari hjá Kristjáni fjórða í Danmörku. En mikið er þetta fullkomin kúnst. Hvergi blettur né hrukka á sönglínunni, hverju blæbrigði 'textans gerð nákvæm og eðliteg skil, og stuðningsraddir hljóð- færanna vefa glitrandi tónvef- inn, sjálfstæðar, santtaka, stefnufastar og hreinar. Öll eru þessi smágerðu tónverk lík að formi, og þurfa nervusir nútímamenn vissulega að setja sig í heppilegar stellingar til að njóta þeirra. En séu þau flutt jafn-snilldarlega og þeir í Musica Poetica gerðu, held ég sá sé vandfundinn sem ekki lætur hrífast. Schopper söngv- ari hefur rödd og stíl, sem eru einstaklega sannfærandi í með- ferð þessara fáguðu ástasöngva, og tækni hans og raddbeiting er hafin yfir alla gagnrýni. Sama má segja um hljóðfæraleikar- ana, þeir eru ákveðnir og þó hófsamir og leika tandurhreint og fínt. Var mikill viðburður að heyra þá í nokkrum einleiks- lögum, enda ekki á hverjum degi sem hér heyrist í viola da gamba og lútu. Verður koma Musica Poetica eflaust hátt- skrifuð i tónlistarannál vetrar- ins og hennar minnst hlýju þakklæti. Leifur Þórarinsson A Tónlist V Kjallari á föstudegi VilmundurGylfason anir eiga skattayfirvöld að taka. Það er auðvitað óþolandi ef Al- þingi er að dansa einhvern linu- dans á útjaðri skattalaganna. Kjarni málsins er samt sá að á Alþingi situr launaleg hástétt. Mitt í sukki síðustu ára hefur Alþingi stórlega hækkað laun, bein og óbein, við þingmenn. Og nú er svo komið að laun þingmanna eru úr öllu skyr.- samlegu hlutfalli við það sem almer.nt gengur og gerist í landinu. AF HVERJU ÞETTA ER HÆTTULEGT Það hefur verið haft eftir gegnum þingmanni, að hann hafi ekki efni á því að hætta á þingi. I þessu er vafalítið fólg- inn mikill sannleikur. Það er eðli lýðræðis að á löggjafarsam- komum verði oft örar manna- breytingar. Þangað koma menn og gera kannske stormandi lukku einn daginn en er sfðan varpað út i yztu myrkur næst. Það er bæði eðlilegt og heil- brigt. Það er þess vegna lýðræð- inu hættulegt að þingmenn skuli hafa margföld laun venju- legs launamanns. Stökkið upp á við er allt of mikið, og fallið síðan allt of mikið þegar þar að kemur. Og þá er verið að tala um bein og óbein laun, og ekki alls kyns fríðindi, sem mörgum þykir auk þess mikils virði, svo sem utanferðir. Prófkjör síðustu mánaða hafa haft óvenju miklar manna- breytingar í för með sér á list- um stjórnmálaflokka. Hvort það er til góðs eða ills á auðvitað eftir að koma í Ijós. En svo mikið er vist að prófkjörin eru róttæk breyting, atlaga að þröngu flokksvaldi. Samt læðist að manni sá grunur að það tregðulögmál, sem ríkt hefur í þessum efnum, stafi ekki al- farið af pólitískum áhuga heldur af hinu: Að þessi yfir- stétt hefur á umliðnum árum komið sér svo vel fyrir, að stór hluti hennar getur undir engum kringumstæðum hugsað sér að hætta — hefur ekki efni á því. Og það segir sig sjálft hversu óeðlilegt og óheilbrigt þetta ástand er. ÞAÐ ER EKKI V0NÁGÓÐU Þingmenn eiga að hafa góð laun. En þeir eiga ekki að vera launaleg yfirstétt, Iangt fyrir ofan það sem gerist og gengur í landinu. Það eru þeir nú og það er óheilbrigt og beinlínis hættulegt. Auk þess hefur það sýnt sig, meðal annars i um- ræðu þeirri sem fram fór um laun þingmanna fyrir eins og tveimur árum, að þetta er enn eitt leynimakkið. Á Alþingi starfar svokölluð þingfarar- kaupsnefnd sem ákveður þessar sporslur og fólkið I landinu hefur ekki hugmynd um, hvenær þeir eru að hækka sporslurnar til sjálfra sín og félaga sinna. Þetta er samtrygg- ingin í verki — og þarna hefur hún haft óvenju slæmar afleið- ingar. Að auki virðist það formúla, að Alþingi verður risminna í þjóðarvitundinni í réttu hlut- falli við launin sem þeir hækka til sjálfra sín. Alþingi hefur á síðari árum i æ ríkari mæli orðið samsafn sendisveina fyrir heimabyggðir, og í æ minni mæli raunveruleg löggjafar- samkoma. Oðaverðbólga og þess vegna botnlaus eftirsókn eftir lánsfjármagni hefur auð- vitað hjálpað til, það er bein- linis ætiazt til þess að þing- mennirnir séu ekki að setja lög, heldur að útvega peninga. Þessu hafa þeir sumir hverjir lýst, og blygðunarlaust að því er virðist. Rauntekjur þingmanna eru óeðlilega háar og ættu þess vegna að lækka. Þær ættu að vera sambærilegar við há laun — jafnvel hæstu laun — í ríkis- kerfinu, en mega ekki og eiga ekki vera umfram það. Astæðan er í fyrsta lagi sú, að fólk á að geta komið þarna og farið án þess það breyti Iffshög- um þess verulega. Það er lýð- ræði í reynd. í öðru lagi vegna þess að launaleg yfirstétt eins og Alþingi nú er, er ekki í tengslum við raunveruleikann i samfélaginu, eins og hann ger- ist. Og í þriðja lagi vegna þess, að slfk launaleg yfirstétt spillist auðveldlega — verður for- dekruð og'mosavaxin. Það er hætt við að ef þessi þróun verður ekki stöðvuð þá upp- skeri þingmenn sem reyna að setja öðrum lög og lífsreglur, en lifa sjálfir í fílabeinsturni og vellystingum, það eitt sem þeir eiga skilið: Hlátur og vorkunn- semi. Þegar þingmenn hafa skammtað sjálfum sér, beint og eftir alls konar krókaleiðum, margfaldar rauntekjur ann- arra, þá er tómahljóð i kerfinu. Þetta er ástand sem auðvelt ætti að vera að skammast sín fyrir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.