Dagblaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 24
Hæstiréttur:
Heimilt að verötryggja kaup-
verð á húsi í byggingu
Allir dómar í undirrétti hafa fallið á annan veg
Hæstiréttur kvað í gær upp
merkiiegan dóm í deilumáli um
verðtryggingu f járskuldbind-
inga í fasteignaviðskiptum.
Dómurinn telur að lögin, sem
banna verðtryggingu fjárskuld-
bindinga án leyfis Seðlabank-
ans, ógildi ekki vísitöluákvæði í
samningi þeirra aðila sem
deildu.
Röksemd Hæstaréttar er sú,
að samningurinn feli í sér þá
skuldbindingu, að þeir inni
báðir framlög af hendi á til-
teknu tímabili eftir samnings-
gerð með þeim hætti, sem
samningurinn kveður á um.
Oft hefur verið deilt um rétt-
mæti alls konar verðtrygginga í
frjálsum samningum. Meðal
annars hefur þetta atriði komið
til álita, þegar kveðið er á um
gengistryggingar.
Þá hefur fjöldi dómsmála
risið um verðtryggingu í
samningum um fasteignavið-
skipti, þegar húsbyggjandi, og
um leið seljandi, tryggir sig
gegn hækkun kostnaðar með
t.d. vísitöluákvæði. Þetta á auð-
vitað einkum við, þegar hús eða
ibúðir eru seldar áður en byggt
er eða á byrjun byggingarstigs.
Flestum lögmönnum var
kunnugt um dóm, sem upp var
kveðinn í Borgardómi Reykja-
víkur hinn 18. sept. 1975, og að
honum hefði verið áfrýjað til
Hæstaréttar. Þar neitaði kaup-
andi að hlita ákvæðum samn-
ings um verðtryggingu íbúðar
sem gerðu honum að greiða
seljanda kr. 517.924.00 auk
vaxta. Dómurinn féll kaupanda
í vil. Seljandi áfrýjaði til
Hæstaréttar. Fjöldi deilumála
um þetta efni var látinn bíða
úrslita þessa máls fyrir Hæsta-
rétti. Seljandi vann málið, sem
fyrr segir.
Þegar húsið í Hæstaréttar-
málinu var selt var það í bygg-
ingu. Greiðslur kaupanda
skyldu inntar af hendi við lok
tiltekinna byggingaráfanga
fram að afhendingu, og á
öðrum tilteknum tímum allt
þar til 6 mánuðir væru frá
afhendingu. Voru ákvæði um
vísitöluhækkun á greiðslum.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar
voru þær heimilar. Verðbóta
var ekki krafizt á greiðslur sem
voru inntar af hendi eftir af-
hendingu hússins.
Haukur Jónsson hrl. var
fyrir seljanda en Jóhann
Þórðarson hdl. fyrir kaupanda.
BS
.... hvflíkar móttökur
Móttökustjórar af hótelum á
Norðurlöndunum þinga þessa
dagana á Hótel Loftleiðum. Og
hvílíkar móttökur fengu þeir,
þegar komið var í hanastélsboð
i gærkvöldi. Var víkingur einn
mikilúðlegur fyrir í Kristalsal
hótelsins, og lét eigi friðlega
með brennivfnsflösku girta í
beltið og þar að auki við
alvæpni. — DB-mynd Ragnar
Th.Sig.
Langur
fiskur
úrsjó
Sæsímastrengurinn milli
íslands og N-Ameríku —
Icecan — slitnaði í fyrra-
kvöld um áttaleytið. Síma-
sambandið við útlönd fékk
strax línu í gegnum London
í staðinn fyrir hann. „Þetta
veldur mjög litlum erfiðleik-
um,“ sagði Kristján Rein-
hardsson, deildarstjóri hjá
Pósti og síma, í viðtali við
DB í morgun. Hann taldi að
gert yrði við strenginn eftir
helgina. Það er Stóra
norræna, sem á strenginn og
ber að hafa hfann í lagi.
DB telur sig hafa góðar
heimildir fyrir því, að bátur
frá Vestmannaeyjum hafi
dregið strenginn upp á
síðuna í fyrrakvöld. Skip-
verjar settu bauju við
strenginn. Telja má víst að
hann sé slitinn þarna. Stóra
norræna getur því „gengið"
að biluninni, þegar við-
gerðarskip þess kemur.
Bæði talsíma- og telex- og
skeytasamband hefur verið
fullnægjandi í gegnum
London til Norður-Amerfku.
Icecan er tengdur .landi í
Vestmannaeyjum, en þaðan
er radíó-samband til lands.
- BS
Hallinn hjá ríkinu:
Fréttatilkynningin segir ekki alla söguna
I fréttatilkynningu, sem fjár-
málaráðuneytið sendi út í gær,
kemur fram, að gjöld ríkisins um-
fram tekjur voru 2,8 milljarðar.
Þá á eftir að gjaldfæra fasteigna-
kaup, og er þessgetið í tilkynning-
unni. „Munar þar mest um kaup
ríkisins á Landakotsspítala að
fjárhæð 1,2 milljarðar króna, en á
árinu voru aðeins greiddar 70
milljónir króna upp í kaupverðið
og þær meðtaldar í framangreind-
um greiðslutölum gjalda,“ segir í
tilkynningunni.
Hallinn samkvæmt svonefnd-
um A-hluta ríkisreiknings, sem
fjallar um fjárreiður ríkissjóðs og
ríkisstofnana, virðist munu verða
um 4 milljarðar, og þá er B-
hlutinn eftir, sem fjallar um rfkis-
fyrirtæki og sjóði í ríkiseign. 1
tilkynningunni er aðeins sagt, að
halli verði, en ekki hve mikill. Þá
kemur fram, að rfkið jók skuldir
sínar við Seðlabankann um 3,7
milljarða.
- HH
Menn eru skuldseigir þrátt fyrir háa vexti
Gjaldheimtan fær hálfan ann-
an milljarð í dráttarvexti
—f yrir árið 1977
Menn eru býsna skuldseigir.
Gjaldheimtan f Reykjavfk fær
hvorki meira né minna en um
hálfan annan milljarð f dráttar-
vexti fyrir árið 1977, að sögn
Guðmundar Vignis Jósefs-
sonar, forstöðumanns Gjald-
heimtunnar, f morgun.
Guðmundur sagði, að dráttar-
vextir, sem hefðu verið skuld-
færðir um áramótin, næmu yfir
900 milljónum króna. Við þá
bætast dráttarvejctir, sem voru
reiknaðir 1. ágúst, yfir 600
milljónir króna.
Um áramótin skulduðu menn
um 5 milljarða af sköttum
ársins 1977 og 2 milljarða af
eldri skuldum.
Alls voru á lagðir skattar upp
á 16-17 milljarða f ár.
Skuldir manna námu 5 millj-
örðum f byrjun ársins.
Guðmundur sagði, að inn-
heimtuprósentan væri svipuð
og f fyrra. Innheimta væri sein-
virk, ef menn tregðuðust við að
greiða. Þá yrði að nota lögtaks-
aðferðina, sem tæki langan
tfma.
Dráttarvextirnir eru nú þrjú
prósent á mánuði. . HH
FÖSTUDAGUR 13. JAN. 1978
Fæðingar-
heimilið
fyrir
aldraða
— tillaga Kristjáns
Ben. og Alberts
íborgarráði
Tillaga hefur komið fram f
borgarráði um að leggja niður
Fæðingarheimilið við Eiríksgötu.
Albert Guðmundsson og Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúar,
hafa lagt til að húsið verði tekið
til afnota fyrir aldrað fólk.
Hliðstæða tillögu hafa þeir borið
fram um nýtingu á sjúkrastofum í
Heilsuverndarstöðinni, sem nú
eru notaðar fyrir skrifstofur heil-
brigðiseftiriits borgarinnar á
vegum borgarlæknis.
Þeir Albert og Kristján benda á
þann fjölda aldraðs fólks, sem er
alls ekki sjúklingar en af
heimilisástæðum er afar erfitt að
annast um sem skyldi á heimilum
barna og vandamanna. Fyrir
þetta fólk vanti sárlega betri
aðbúnað en þvf er nú veittur. Með
því að taka t.d. hús Fæðingar-
heimiiisins undir aldrað fólk
verði þessi vandi að einhverju
leyti leystur óg húsnæðið mun
betur nýtt en nú er. Fram er
komið eftir athugun, að á þessu
húsnæði er stöðugt lakari nýting
með rekstri fæðingarheimilis.
Flutningsmenn benda einnig á,
að vegna erfiðra heimilisástæðna
sé heimilishjálp ört vaxandi deild
hjá Félagsmálastofnun borgar-
innar en leysi samt ekki vandann
sem skyldi.
BS
Blóðugurog
illa leikinn
eftir árás
Tveir menn sátu f fangageymsl-
um lögreglu í morgun vegna
árásar á mann sem staddur var
við Domus á Laugavegi kl. 3.05 f
nótt. Það var. eftirlitsbíll lögregl-
unnar sem kom að manninum
sem ráðizt hafði verið á. Var hann
þá blóðugur og illa leikinn. Lýsti
hann tveimur mönnum er ráðizt
höfðu á hann og voru þeir hand-
teknir stuttu síðar.
Mál þetta er enn órannsakað og
upplýsist ekki fyrr en löglærðir
umfjöllunarmenn mæta til leiks.
Sá sem á var ráðizt hlaut umönn-
un í slysadeild. Hinir sem á hann
réðust fengu gistingu f Hverfis-
steini, eins og áður segir.
Ófærð
austanfjalls
ogþoka
á heiðinni
Slæm akstursskilyrði eru
austan fjalls samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar á Selfossi
og fóru fjölmargir bflar út af
vegna þess í gær. I morgun var
grfðarleg hálka á Hellisheiði og
mikil þoka bætti ekki úr skák.
Starfsmenn vegagerðarinnar
lögðu snemma af stað til þess að
sandbera veginn yfir Hellisheiði
og ætti færð því að batna þegar
Ifður á daginn.
A.Bj.