Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 24. JANUAR 1978. Háa sælgætisverðið merkingarmistök — f ríhöf nin svarar Olafur Thordarson for- stöðumaður frihafnarinnar á Keflavíkurflugvolli hrinRdi vegna bréfs á lesendasíðunni í I)B á þriðjudaginn. Sagði hann að meginreglan varðandi sælgæti í fríhöfninni væri sú að það væri í það minnsta helmingi ódýrara en sams konar sælgæti i al- mennum verzlunum hér á landi. Rétta verðið á piparmyntu- súkkulaðinu sem farþeginn keypti væri 1.75 dollarar eða 268 íslenzkar krónur. Ölafur sagðist á engan hátt rengja frásögn konunnar, sem sagðist hafa keypt sælgætið á 3,75 dollara eða tæplega 800 krónur ferðamanni islenzkar. Eina skýringin sem hann taldi líklega á þessum verðmis- mun væri sú að konfekt, sem væri frá sama framleiðanda, kostaði 3,75 dollara. Líklega hefðu þarna orðið mistök í verðlagningu. Af vangá hefði verið sett hærra verðið á piparmyntu- súkkulaðið. Ólafur Thordarson sagði að konunni yrði greiddur þessi verðmunur með mikilli ánægju ef hún ætti þarna leið um aftur og þætti þeim fríhafnar- mönnum fyrir þessum mis- tökum. Varðadi gengisskráningu þá sem í gildi væri í fríhöfninni á hverjum tíma upplýsti Olafur að vegna stöðugs sigs dollarans væri reiknað með fastri tölu, sem væri síðan endurskoðuð með hæfilégu millibili. Allt verð í fríhöfninni er gefið upp í dollurum. Til dæmis sagði fríhafnar- stjórinn að í dag væri reiknað með 215 íslenzkum krónunt í hverjum bandarískum dollara. Hann hefði hringt í Lands- bankann á miðvikudags- morguninn og fengið þar uppgefið skráð gengi dollarans með kostnaði. Hefði það þá verið 220,61 króna. Væri þar í talið skráð gengi óg auk þess 1% leyfis- gjald og 1,75% banka- Sælgæti 50% dýrara í f rí- höfninni en í Reykjavík 4744-6902 sem kom frá útlönd- um rétt fyrir jól hringdi og sagðist hafa rekið sig á að vinsæl sælgætistegund. sem keypt hefði verið 1 frihöfninni á Keflavikurflugvelli væri seld þar á hærra verði en I verzlun 1 Reykjavlk. Þarna væri um að ræða piparmintusúkkulaði I 200 gramma boxum og heitir tegundin — Terry's —. Frlhafnarverðið var 3 dollarar og 75 cent eða jafn- viröi rétt tæplega 800 islenzkra króna. Viku sfðar kostaði sams konar box 525 krónur i verzlun Rauða krossins á Landspftalan- Þetta finnast flugfarþegan- um ekki nægilega hagkvæm viðskipti, að þurfa að kaupa sælgæti i frlhöfn fyrir 50% hærra verð en hægt er að kaupa I almcnnum verzlunum á Islandi. Vill flugfarþeginn fá á þessu skýringu og einnig þá um leið hvort rétt sé að notað sé annað gengi I frfhöfninni á Kefla- vikurflugvelli heldur en þaö sem skráð sé hjá Seölabanka Afengið i frihöfninni á Kefla- vikurflugvelli er tll muna ódýr- ara en i verzlun i Reykjavik. Flugfarþegi einn fékk aftur á mótl sælgetl þar sem var 50% dýrara en boðið er upp á i Reykjavlk. kostnaöur. Gerði þetta samtals 220,61 krónu fyrir hvern dollara og gilti ef keyptir væru 100 dollarar eða meira. Ef færri en 100 dollarar væru keyptir í einu, væri verðið nokkru hærra. Byggingu félagsheimil- isins ekki lokið enn — þjónustan á þvf eftir að batna. Svar við bréf i um Félagsheimili ísf irðinga íHnífsdal Þar sem ég telst til þeirra sem sl. þrjú ár hafa verið ..innan borðs" eins og þú orðar það. eða unnið við rekstur Félagsheimilisins í Hnífsdal ætla ég að leiðrétta nokkrar at- hugasemdir þínar varðandi stjórnun hússins. Þú gefur í sk.vn að af sér- stökum illvilja stjórnenda Félagsheimilisins sé ekki enn búið að útbúa húsið svo að þar gefí farið fram leiksýningar eða hljömleikahald. Það er rétt að sviðsbúnaður er ekki enn sá sem hann á að verða í framtíðinni, enda byggingu hússins ekki lokið. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að hljómleikar séu haldnir í húsinu, enda salurinn byggður með sérstökum hljómburðar- vegg. Hljómlcikar hafa verið haldnir í húsinu og þeir sem það hafa gert haft á orði hve hljómburður hússins væri góður. Sú staðreynd að hljómleikar og leiksýningar eru oftar í Alþýðuhúsinu Isafirði en Félagsheimilinu Ilnífsdal staf- ar aðallega af því að re.vnsla sýnir að það fær betri aðsókn á ísafirði en í Hnífsdal. Byggingu hússins er ólokið að þvi leyti að eftir er að innrétta eldhúsið og búa það nauðsynlegum tækjum og einnig er eftir að setja upp fullkominn sviðsbúnað. Stjórn Félagsheimilisins hefur ákveðið að láta eldhúsið hafa forgang, þar sem það háir mjög rekstri hússins að því er ólokið. Væntanlega verður því verki lokið í vetur. Þá er aðeins eftir að ljúka sviðsbúnaði sem verður næsta verkefni. Sjálf- sagt eru skiptar skoðanir um hvaða verkefni séu mest aðkallandi og i hvaða röð þau skuli unnin, en það er stjórn hússins sem ákveður það. Þar sem i grein þinni er látið að þvi liggja að miðaverð á dansleiki sé óeðlilega hátt vil ég benda þér á að kynna þér verð sambærilegra húsa í öðrum landshlutum. Muntu þá komast að raun um annað. Og ef þú heldur að ágóðinn af rekstri hússins sé ekki notaður til að byggja það upp og bæta aðstöðuna vil ég benda á að sl. 3 ár hefur verið unnið að og lokið við tvo búningsklefa með böðum, saunabaðsklefa, ásamt tveim hvíldarherbergjum í kjallara hússins. Einnig innréttaður mjög skemmtilegur fundarsalur á estu hæð og skrifstofa hússins. Þá hefur allt húsið verið málað bæði utan og innan og teppalagðir salir og gangar. Einnig malbikað stórt plan í kringum húsið og fleira mætti telja. Með tilkomu búningsher^ bergja og baðklefa var mjög aukið notagildi hússins til alls konar íþróttaiðkana og hefur Raddir lesenda Hrmgiðísíma 27022milli kl.l3ogl5 - það verið mikið notað til þeirra. Sú fullyrðing að júdómönnum hafi verið veitt einhver sérstök fyrirgreiðsla í félagsheimilinu umfram aðra hefur ekki við nein rök að styðjast. Þeir leigja íþróttasal til æfinga og það er öllum frjálst. Aðstöðu sína til æfinga, svo sem dýnur og fleira, hafa þeir sjálfir skapað. í grein þinni talar þú um þann geysilega ,,viðbúnað“ sem sé á dansleikjum í félags- heimilinu. Þú hefur auðsjáan- lega ekki mikla reynslu eða þekkingu á starfi þvl sem fram fer við skemmtanahald í slíkum samkomuhúsum. En það er nú einu sinni svo að til þess að Vegna erfiðleika bænda um þessar myndir get ég bent þeim á sem bregða vilja búi að Véladeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavík, getur örugglega bætt við sig starfs- kröftum. Svo er mál með vexti að í tvo mánuöi hef ég reynt að fá af- greidda litla rafmagnsvél sem er til í tollvörugeymslu. En vegna anna, að sögn verzlunar- stjóra Rafbúðar, við að senda þessar vélar út á land hefur ekki unnizt tími til að afgreiða þessa einu vél til mín ennþá. Það skal tekið fram að umrædd vél var borguð fyrir áramót og hafði hækkað um hinn . almenni borgari geti „dustað af sér hversdags- leikann og brugðið sér á ball“ þá verða aðrir að vinna við það skemmtanahald. Og veitir oft ekki af að hafa nokkra „harðsnúna dyraverði" þegar skemmtanafíkn einstakra borg- ara gengur úr hófi fram. Hvað viðkemur hástemmdri lýsingu þinni á því að maður í hjólastól hafi ekki fengið aðgang að dansleik í húsinu ákveðið kvöld þá lágu til þess ríkar ástæður að mati dyra- varða. Til að skýra það nánar yrði að blanda fleirum í málið og það sé ég ekki ástæðu til, nema frekara tilefni gefist. 10.000 krónur síðan pöntun var gerð vegna hækkunar á álagningu. Þetta um Þar sem aðallega 4 hópar deila nú um nýbyggingu við Aðalstræti og Grjótaþorp , þ.e. samtök um verndun gamalla húsa, íbúar Grjótaþorps, lóða- eigendur nr. 8, 10, 12, 14 og 16 við Aðalstræti og borgarstjórn Reykjavíkur, legg ég til að kosinn verði einn maður úr hverjum hópi og þeir síðan Hins vegar var SAMI MAÐUR á dansleik í húsinu nokkrum dögum síðar. Þá voru aðstæður í kringum hann aðrar og ekk- ert því til fyrirstöðu að hann færi inn. Að öðru leyti svara ég ekki skætingi þeim sem fram kemur í grein þinni en þú mættir minnast málsháttarins: Sér grefur gröf, þótt grafi öðrum. Að lokum þakka ég þér frómar óskir um heilsu fjölskyldunnar og óska þér hins sama og mun ekki af veita. Með kveðju Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. álagninguna var nú bara útúr- dúr. '0910-0873. látnir glíma á Hallærisplaninu. Sigurvegarinn í glímunni fær svo að ráða skipulaginu. Torfusamtökin mættu svo gjarnan selja aðgang að glímu- keppninni, því þau eru jú um þessar mundir einn besti skemmtikraftur í Reykjavík. 0910-0873. BÆNDURNIR GETA FENGH) VINNU í VÉLADEILD SÍS GLÍMIÐ UM GAMLA MIÐ- BÆINN Á HALLÆRISPLANI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.