Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978.
7
Miðausturlönd:
yamarmálaráðherra
ísraels hættir við
Bandaríkjaför sína
— hyggur heldur á Kairóferð
Ezer Wizman varnarmála-
ráðherra ísraels hefur hætt við
för sína til Bandaríkjanna og
líkur benda til þess að hann
fari fljótlega til Kairó til
frekari viðræðna við Egypta.
í ræðu sinni í Knesset,
ísraelska þinginu, sagði Begin
forsætisráðherra að Weizman
hefði ekki farið til Kairo vegna
gyðingahaturs sem komið hafði
fram í skrifum egypzkra blaða
að undanförnu. En hann
sagðist jafnframt vona að
andrúmsloftið myndi batna
þannig að þjóðirnar gætu tekið
upp friðarviðræðurnar að nýju.
Ráðgert hafði verið að
Weizman færi til Banda-
ríkjanna á morgun til viðræðna
við þarlenda ráðamenn um
frekari vopnakaup Israels-
manna. Nýr timi til þeirrar
ferðar verður ákveðinn þegar
ákvörðun hefur verið tekin um
Kairóferðina.
Frá Kairo berast þær fréltir
að Kamel utanríkisráðherra
vilji samkomulag um ákveðin
grundvallaratriði áöur en setzt
verður að samningaborði á
nýjan leik. Hann nefndi ekki
þessi grundvallaratriði, en víst
þykir að þar sé ált vió brottför
Israelsmannafrá Sínai og sjálf-
stjórnarríki Palestínuaraba.
Kamel mun eiga samræður við
vestræna sendiherra í Kairó til
þess að fá stuðning við stefnu
Kairóstjórnarinnar í málefnum
Miðausturlanda.
Carter Bandaríkjaforseti og
Cyrus Vance ræddust við í
hálfan annan tíma í gærkvöldi
þar sem Vance utanríkis-
ráðherra gerði grein fyrir för
sinni til Miðausturlanda. Vance
sagðist vona að beiskja undan-
genginna daga væri liðin hjá og
að Israelsmenn og Egyptar
gætu því fljótlega setzt aftur að
sámningaborði.
REUTER
250 manns
flúðu
kjamorkuver
Flytja varð 250 manns á brott
frá kjarnprkuveri í Plattesville,
sem er skammt frá Denver í
Colorado í Bandaríkjunum, þar
sem vart varð geislavirks leka frá
kælikerfi kjarnorkuversins.
Ekki er vitað til þess að starfs-
menn orkuversins hafi orðiö fyrir
skaðlegum áhrifum vegna geisla-
virka lekans, en vinnan hófst
aftur í orkuverinu i gærkvöldi
eftir að gert hafði verið við
bilunina.
Fegurðar-
sam-
keppni
snáka
Tíræður öldungur í Hyderabad
i Pakistan vann samkeppni þar
sem stoltir eigendur sýndu fegurð
snáka sinna. Sá gamli fékk
verðlaun sem nárnu 1100
þúsundum íslenzkra króna fyrir
fegurðina á gripnum.
Um sex þúsund áhorfendur
gerðu góðan róm- að því er
öldungurinn tók snákinn, setn er
lífshættulegur vegna banettraðrar
tungu sinnar, og vafði honum um
háls sér. Snákinn hafði hann
tamið með andlegum kröftum og
flautuleik.
Erlendar
fréttir
23636-14654
Tilsölu:
2JA HERB. ÍBÚD
ásamt þriöja herbergi í risi
við Hringhraut.
2JA HERB. ÍBÚÐ
við Grensásveg.
3JA HERB. ÍBÚÐ
við N jálsgötu.
3JA HERB. ÍBÚÐ
við Langholtsveg.
4RA HERB ÍBÚÐ
við Esufell.
4RA HERB. ÍBÚÐ
við Alfheima.
4RA HERB. HÆÐ
ásaml herhergi í kjallara við
Sörlask.jól, göður hilskúr.
EINBÝLISHÚS
við Ránargrund i Garðahæ.
HÖFUM KAUPANDA AÐ
EINBÝLISHÚSI Á SEL-
TJARNARNESI
SALA 0G SAMNINGAR,
Tjarnarstíg 2,
Selt jarn arn esi
Kvöldsími siilumanns 2:!(i.'I(i.
Valdimar róinasson,
löggiltur fasteignasali.
Nautilus
tekinn úr
umferð á
næsta ári
Fyrsti kjarnorkuknúni kaf-
báturinn, sem tekinn var í notkun
í heiminum, Nautilus, verður
tekinn úr umferð á næsta ári.
Kafbáturinn var tekinn í notkun
af bandaríska flotanum fyrir 24
árum síðan.
Kjarnaofninn og kjarnahleðsl-
an verða tekin úr kafbatnum, en
ekki er vitað hvað verður um
þetta sögufræga skip i framtíð-
inni.
Við erum rétt við Hlemm
| Straetí^^ívK
1>C
<r
Einstakt tækifæri
Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur hf.
Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691