Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978.
/*".......
5
V
SIMINN GERIR „RAZZIUM GEGN
ÓLÖGLEGUM TALrOG FARSTÖÐVUM
Radíóeftirlit Pósts og síma
lét til skarar skríða um helgina
gegn eigendum lítilla farstöðva
og talstöðva.
„Við fengum vissar upp-
lýsingar um ólöglegar stöðvar
hjá nokkrum aðilum," sagði
Gústaf Arnar, yfirverkfræð-
ingur hjá Pósti og síma, í sam-
tali við fréttamann DB í gær-
morgun. „Það varð til þess að
farið var af stað, útvarpsafl
mælt í nokkrum stöðvum og
rásafjöldi."
Gústaf sagði afleiðinguna
hafa orðið þá, að nokkrar
stöðvar hefðu verið teknar úr
umferð. Þær hefðu verið með
aukabúnaði — þ.e. fleiri rásum
en leyfilegt er — eða sterkari
en gert er ráð fyrir. „Svona
farstöðvar til almenningsnota
mega ekki vera sterkari en
hálft vatt,“ sagði Gústaf, „en
þess eru dæmi að þær hafi
mælzt allt upp í átta vött. Slíkt
aukið afl getur valdið truflun-
um fyrir almenna útvarps- og
sjónvarpsnotendur, jafnvel
þannig að menn heyri orðaskil
heima í stofu hjá sér.“ Hann
taldi líklegt, að um helgina
hefði eitthvað verið gert upp-
tækt af smygluðum farstöðvum,
en slíkar munu vera nokkuð í
umferð hérlendis.
Lagaheimild er fyrir því að
gera ólöglegar stöðvar upp-
tækar, sekta eigandann um allt
að 10 þúsund krónur og svipta
hann leyfi til notkunar slikra
stöðva um lengri eða skemmri
tíma.
Maður nokkur, sem samband
hafði við DB vegna þessa máls í
morgun, sagði starfsmenn
Radíóeftirlitsins hafa hrotizt
inn í bíla til að leita að stöðvum,
sem þeir teidu ólöglegar.
Gústaf Arnar sagði stna menn
hafa fyrirmæli um að taka
engar stöðvar nema með le.vfi
eigenda, en hins vegar hefðu
þeir lagaheimild til að ganga að
þeim hvenær sem væri. Neit-
uðu eigendur starfsmönnum
Radíóeftirlitsins um aðgang að
stöðvunum, væru þeir þar með
búnir að fyrirgera rétti sínum
til að halda stöðvarnar og mætti
þá taka þær umsvifalaust.
-ÖV
Maj-Britt Imnander
rektor norrænu
alþýðu-akademíunnar
Maj-Britt Imnander, fyrrum
forstjóri Norræna hússins í
Reykjavík, tók um áramót við
starfi rektors Norrænu alþýðu-
akademíunnar í Kungálv
Svíþjóð.
Majö-Britt tekur við starfinu af
Svíanum Birni Höjer, sem verið
hefur rektor akademíunnar frá
upphafi, eða í tíu ár. Hann er nú
rektor Tollare-lýðháskólans i
Svíþjóð.
Norræna alþýðuakademían i
Kungalv er rekin samhliða og i
húsnæði Norræna lýðháskólans,
sem kostaður er af fjórum
Norðurlandanna, Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi.
Hlutverk akademiunnar er að
halda námskeið af ýmsu tagi fyrir
fullorðna á Norðurlöndum. Sl. ár
voru þar haldin um 20 námskeið,
sem um 500 manns tóku þátt í.
Fyrir ári síðan setti mennta-
málaráðherranefnd Norðurlanda
nýjar reglur um starfsemi aka-
demíunnar og í nóvember stað-
festu ráðherrarnir nýjan samn-
ing um samstarf akademíunnar
og lýðháskólans í Kungálv, að því
er segir í „Landkánning", ársriti
nemendasambands Norræna lýð-
háskólans i Kungálv.
-ÓV
Maj-Britt Imnander, sem tekið
hefur við starfi rektors Norrænu
alþýðuakademíunnar í Kungálv i
Svíþjóð.
íslenzk yfirvöld sögð áhugasöm um norrænt
sjónvarpogútvarp
Sjónvarp næðist á fiski-
miðum og afdölum íslands
1 '> wtt***]
':W Æ* Br Í í Á* m fy'f /m 1
/ fl
— Gervihnattasjónvarp sem þangað næði myndi spara
milljarða í uppsetningu eigin dreif ikerfis
„Engin áform eða áætlanir eru
uppi um það að lengja útsend-
ingartíma sjónvarpsdagskrárinn-
ar eða byggja upp útsendingu tvö-
faldrar dagskrár" segir í kaflan-
um um Island i skýrslu ráðu-
neytisstjóranefndarinnar nor-
rænu sem nú stjórnar rannsókn-
um og undirbúningi að norrænu
sjónvarpi og útvarpi um gervi-
hnött. Skýrsla þessi var lögð fram
á ráðherrafundi, sem haldinn var
á Húsavík í sumar og fer innan
skamms fyrir Norðurlandaráðs-
fund í Osló.
„Tæknilega séð geta um 98%
íbúa á tslandi náð sjónvarpssend-
ingum, en á mörgum stöðum eru
gæði útsendingarinnar léleg og
hættan á truflunum mikil, þar
sem dreifikerfið er byggt upp á
ódýran hátt. Fyrir liggja áætlanir
um úrbætur á dreifikerfinu svo
og áætlanir sem miða að því að
sjónvarpssendingar náist á helztu
fiskimiðum umhvefis landið.
Nauðsynlegt dreifikerfi verður
þó dýrt bæði i uppsetningu og
rekstri, þar sem aukning kerfis-
ins sem næði til flestra íbúa
landsins er talin kosta 5-60 millj-
ónir danskra króna (1870 til 2245
milljónir íslenzkra króna).
Aætlað er að kerfi sem nægði
til sendinga sem næðust á fiski-
miðunum kosti svipaða upphæð.
Þess vegna er á íslandi fylgzt með
miklum áhuga með allri þróun
mála varðandi sendingu um gervi-
hnött“ segir í skýrslunni.
Síðan er skýrt frá því að hljóð-
varpi sé dreift um landið á lang-
bylgju, og truflanir frá erlendum
stöðvum séu tiðar. Einnig á því
sviði virðist gervihnattatæknin
opna athyglisverðar úrlausnir.
„Síðan í október 1975 hefur
20% dagskrárefnis sjónvarps
verið sent út í lit. Byggjast þær
sendingar á myndsegulbandi og
erlendu dagskrárefni. Áætlanir
eru uppi um litvæðingu í stúdiói
1977 til 1978 og útvegun nauðsyn-
legra tækja til útsendingar og
framleiðslu litmynda.
Reiknað er með að hið aukna
framboð sjónvarpsefnis, sem
hugsanlegt væri gegnum Nordsat
og síðar með hugsanlegum gervi-
hnetti á 31. gráðu vestlægrar
lengdar, muni auka áhuga hjá
stórum hluta íbúa Islands" segir í
skýrslunni.
- ASt.
Bókhaldið í lag
hjá Rifsbúum
I vetur verða gerðir út 15
bátar frá Rifi og þegar eru 11
bátar byrjaðir á veiðum. Af
þessum ellefu bátum eru þrír á
netum. Afli hefur verið tregur
hjá netabátum en mjög þokka-
legur hjá línubátum, 4-6 tonn í
róðri, og næg atvinna hefur
verið á staðnum.
Sú nýlunda hefur verið tekin
upp á Rifi að sett hefur verið á
laggirnar bókhaldsskrifstofa,
sem tveir menntaðir menn i
faginu standa fvrir, þeir
Jóhann Lárusson frá Rifi og
Samúel Olafsson. Sú þjónusta
sem þeir veita er mjög nauðsyn-
leg fyrir sjávarplássin.
- Hafsteinn/JH
ENGIN BREYTING
í HASSMÁUNU
Engin breyting hefur orðið á
fikniefnamálinu sem verið er
að rannsaka hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar, að sögn Guð-
mundar Gígju, lögreglumanns í
morgun.
Þrír liðlega tvítugir menn
sitja enn í gæzluvarðhaldi
vegna málsins, sern snýst um
innflutning og dreifingu á hassi
og amfetamíndufti. Að sögn
Guðmundar liggur enn ekki
Ijóst fyrir um hversu mikið
magn er að ræða.
Rannsókninni er haldið á-
fram. Hún verður siðan send
sakadómi í ávana- og fikniefna-
málum til meðferðar. - ÖV
Vélhjólasendill óskast
núþegar
BIAÐIÐ
Þverholti 11, sími27022
MEISTARASAMBAND
BYGGINGARMANNA
minnir félagsmenn sína á árshátíðina
27. janúar nk. á Hótel Borg.
Miðasala er hafin á skrifstofu félags-
ins í Skipholti 70.