Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3
DAC.BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978. Utivistarbréf- ið var falsað í lesendadálki DB birtíst í gær bréf undir fyrirsögninni — Sjá einhverjir ofsjónum yfir velgengni Útivistar? REIKNINGAR ÚTIVISTAR VERÐI BIRTIR Á PRENTI. Nú hefur komið í ljós að undir- skrift bréfsins er fölsuð. Þar sem nafn og heimilisfang stemmir við íbúaskrá varaðist undirritaður blaðamaður ekki hrekkinn og var því bréfið birt. DB vonar að hið falsaða bréf valdi starfsemi Útivistar ekki tjóni um leið og beðið er af- sökunar á þessum mistökym. Sérstaklega ber að harma að saklaus maður hefur orðið fyrir því að nafn hans var notað í heimildarleysi. DB vinnurn nú að því að upplýsa hver hinn raunverulegi bréfritari er og telur sig hafa til þess góða möguleika. Einnig er rétt að taka fram að gerðar verða sérstakar ráðstafanir til að svona óhöpp af völdum óhlutvandra manna endurtaki sig ekki. Ölafur Geirsson. Tekjuleysi bænda er stórblekking — komnir langt f rá hinni gömlu samvinnuhugsjón Geir Hallgrímsson segir í ára- mótagrein: „Vandinn er fyrst og fremst offramleiðsla. Tekjusamanburður við aðra er ekki óyggjandi. Núna fara 6 milljarðar í niðurgreiðslur og 3 milljarðar til uppbóta á útflutt- ar landbúnaðarafurðir. Ræktunarstyrkir og framlög 1 milljarður." Ólafur Jóhannesson segir í áramótagrein: „Uppístaðan í málflutningi öfgamanna er sú aðframleiðslaá innlendum land- búnaðarafurðum sé of mikil. Óánægja er með tekjur hjá bændum. Sýna tölur að langt er frá því, að þeir nái tekjum svokallaðra viðmiðunarstétta." Spyrja má hvernig þær tölur séu fundnar. Getur verið að eingöngu sé horft á nettótekjur bóndans eftir að hann er búinn að dreifa tekjum á börn og fá hámarksfrádrátt fyrir eigin- konu? Tekjudreifingin er án þess að greiddur sé launa- skattur og án þess að greitt sé atvinnuleysistryggingagjald. Bóndinn fær endurgreiddan hálfan þungaskatt dísilbifreiða og endurgreitt bensín að hluta af bátsvél, ef fiskað er með búskapnum, og endurgreitt bensín að hluta af dráttarvél vegna bústarfa. Bóndinn borg- ar 1.22% í lífeyrissjóð, aðrir atvinnurekendur 6%. Og allt sem þeir hafa fengið úr bjarg- ráðaskóði. Nemendastyrkirnir. Hvaða frekari forréttindi þarf þessi atvinnurekstur? Fyrst þessi at- Raddir lesenda vinnurekstur er í kalda koli og tekjur bænda svona lágar eins og þeir segja, hvers vegna eru þá menn að þessu? Þeir lifa í frjálsu landi. Það er enginn að neyða þá til þess að vera við þetta. Ef sannleikur væri í lágu tekjunum þá væru menn hættir þessu basli en fyrst þeir hætta ekki, þá er ekki sannleikur í tölunum, sem gengið er út frá þegar talað er um lágar tekjur. Ráðstöfunarfé heimilisins er miklu meira en hreinar tekjur bóndans. Það að þeir greiða lítinn tekjuskatt og mjög margir engan . byggist ábyggilega á tekjudreifingunni er fyrr greinir auk fyrninga og vaxtafrádráttar. Það eru það viða tvær bifreiðir á búi og það miklar byggingar og fram- kvæmdir í gangi undanfarin 7 ár t.d. að það stenst ekki að baslið sé mikið þrátt fyrir vesaldarvælið í Gunnari Guðbjartssyni, en hann hættir sem betur fer á árinu. Þessir menn eru komnir langt frá hug- sjónum Hallgríms og Jónasar Þeir þykjast vera sam- vinnumenn en eru sjálfir í beinu offramleiðslustríði innb.vrðis. Það er ekki sam- vinna, jafnrétti og bræðralag í gangi hjá bændunum. Það er bein samkeppni hins frjál.sa al'- vinnureksturs, sem selur ýmis- legt til hæstbjóðanda. Þeir eru ekki ánauðugir þrælar, eins og Gunnar Guðbjartsson segir (furðuleg samlíking seint á 20. öld). Ef svo væri þá hættu þeir baslinu en það gerist ekki. Nú hæla þeir sér af fórninni að taka á sig fóðurbætisskatt ( hann fer samt ekki til sam- neyslu þjóðarinnar). Og á fundi bænda í Húnavatnssýslu var samþykkt ályktun um að leggja ekki tekjuskatt á samvinnufélög. Hvílík uppgjöf í samkeppni við önnur félags- form. Væri ekki ráð að þessir menn færu að verða eins og aðrir þegnar? Borga t.d launa- skatt af tekjudreifingunni og sjálfum sér og borga eins og aðrar viðmiöunarstéttir. Ekki kvarta þær undan þvi að borga 70% fvrirfram í opinber gjöld. Bændur þakka ekki einu sinni fyrir þegar veitt forréttindi hvað þá nú fengna verðstuðuls- fyrningu og fyrningar af nýja fasteignamatinu eða það að þeir eru ekki nefndir á nafn í staðgreiðslukerfi skatta. Það er talað um að atvinnurekendur þurfi að kynnast framkvæmd þess, hvernig þeir eigi að halda eftir af tekjum launþegans, en ekkert nýtt úrræði er nefnt varðandi það að at- vinnurekendur beri tekjuskatt eða þá félögin, sem eru tekjuskattslaus árum saman. Launþeginn skal sko bera tekjuskattinn áfram eins og hingað til. Nei, bændur vantar fleiri Hallgríma og Jónasa núna, en færri barlóma. Sá raunverulegi samvinnuandi þarf að birtast á ný. Það örlar ekki á þakkiæti fyrir for- réttindin, bara sjálfs- meðaumkunarvæl og hver höndin upp á móti annarri eftir framkvæmd landbúnaðar- stefnu, sem bændur einir eru frumhöfundar að. Launþegi í þéttbýli. Spurning dagsins TELUR ÞÚ AÐ PRÓFKJÖR SÉ HEPPILEGASTA LEIÐIN TIL AD VELJA FRAMBJÓDENDUR TIL KOSNINGA? Slefán Kristinsson bifreiðar- stjóri: Já. það er sennilega skásta leiðin sem völ er á i dag. Baröi Jónsson verkamaður: Já. ég tet það langbezta og lýðræðisleg- asta f.vrirkomulagið þegar fólkið sem kýs raðir á listana en ekki þessir stóru. Inga Siguröardóttir nemi í Kennaraháskólanum: Já, ég held að það sé æskilegt að kjósendur fái einhverju að ráða um skipan á framboðslista. Gísli Ólafsson. starfar hjá ÁTV við Snorrahraut: Eg held ekki og tel að revnslan sýni það bezt. Finnbogi Pétursson nemi i Myndlista- og handíöaskólanum: Ætli nokkur önnur leið sé heppilegr.i ? Guðjón Rafnsson nemi i Mynd- lista- og handíðaskólanum: Já. ég tel það, þá fær almenningur tækifæri til að velja þá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.