Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978. 11 Ósköp er að sjá þig” sagöi Bessi við Árna félaga sinn. ,,Það er bara ekki hægt að sýna sig með þér á almanna- færi.“ Þannig hljómaði áminn- ing Bessa iskoplegriauglýsingu Happdrættis Háskóla íslands í byrjun árs 1978. Þessi orð gætu Stúdentagarðarnir í Reykjavík, Gamli og Nýi Garður gert að sínum, ef þeir mættu mæla. Margur hlustandi furðaði sig á frétt er lesin var I hádegis- fréttum Rikisútvarpsins mánu- daginn 16. jan. sl. Þar var greint frá því, að yfirvöld heil- brigðisogeldvarnahefðu lagt til að Stúdentagörðunum báðum yrði lokað og þeir sviptir leyfi til starfrækslu vegna ófull- nægjandi hollustuhátta og skorts á öryggi brunavarna. Það fylgdi fréttinni að fjárveit- ing fengist ekki til aðkallandi endurbóta. Þvi til sönnunar og staðfestu var nefnt, að undan- farin ár hefðu húsakynni Garð- anna verið máluð í hólf og gólf, en jafnframt að það hefði eigi stoðað neitt. Málning hefði öll flagnað jafnóðum, vegna leka og annarra tærandi orsaka. Nefnd var allhá upphæð er þyrfti til þess að ráða bót á 'vanköntum ýmsum. Það voru tugir milljóna. t áramótahugleiðingum stjórnmálaforingja og lands- feðra hefir mikið verið gumað af góðri afkomu og velferð allra þegna þjóðfélagsins, jólagjafa- kaupum og jafnrétti. Topp- goðar ýmsir í trúnaðarstöðum sækja fast að þeim séu reistar háar hallir til varðveislu seðla. framkvæmda og þjóðarhags og þaðan sjái þeir vítt um veröld. Fylgir þá jafnan áætlunum að valinn viður skuli í hverri vistarveru. Krókar og kimar klæddir harðviði. Flosmjúk teppi horna á milli. Þjóðardýr- gripir fremstu listamanna prýði veggi, að ógleymdum eir- steypum af öllum stjórnendum viðkomandi stofnana, allt frá tilkomu heimastjórnar og sjálfsforræðis fram á daga smjörfjalls, skuldasöfnunar og rekstrarhalla. Tæpast er svo aumur spari- sjóður, í vík eða vogi, er eigi telur sjálfsagt að halda í heiðri minningu oddvita fjárgæslu og fasteignalána með þeim hætti að prýða húsakynni sín mynd- um þeirra. Svo mætti lengi telja. Oss almúgamönnum er ætlað að kosta smíði og rekstur skóla og dvalarheimila námsmanna. Standa straum af rekstri þeirra og risnu. Síðan snúast mál á þann veg, að þeir námsmenn er notið hafa athvarfs og aðhlynn- ingar hafna í hefðarstöðum og standi, að námi loknu. Þá er allt annað uppi á teningnum — og þó. Þeir bera heim, margir hverjir, í bú sitt, harðviðar- hurðir, palesanderþiljur, park- ett og allt er nöfnum tjáir að nefna, en úrsvalir vindar blása um glugga og gættir fyrrver- andi heimkynna þeirra, þar sem þeir Iásu sameiginlega sögu íslenskrar þjóðar og söfn- uðu rökum í frelsis- og mann- réttindabaráttu. Fróðlegt væri að hyggja að núverandi húsa- og hibýlakosti þeirra er dvalist hafa við nám á Stúdentagörðunum og notið þar margháttaðra hlunninda og hirða nú lítt um örlög vel- gjörðarstofnana sinna. en eru manna háværastir í kröfum á hendur almúga að hann gjaldi þeim rausnarlega fyrir fórnir er þeir segjast hafa fært vegna námsvistar er þeir bergðu af menntabrunnum meðan aðrir „nutu“ þess ómælt að mega púla fyrir daglegu brauði og „lengja" með þvi starfsævi sína. Ala þessir menn enga ræktarsemi í brjósti sér? Geta þeir horft á fögur mannvirki er Pétur Pétursson gætu haldið fullu notagildi og veitt skjól og athvarf, drabbast niður og deila örlögum með Bernhöftstorfu og öðrum merkum minjum frá fyrri tíð, er hrópa um vanrækslu og hirðuleysi þeirrar kynslóðar er heimtaði handrit og aðra forn- gripi heim, en virðist ekki skilja neitt né dá annað en þá arðsemi eina er telja má i bankóseðlum, Broncóum og er- Kjallarinn ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR 5ITJA Allir munu því sammála, að orðrómur og grunur er ekki hiö sama og sönnun, hins vegar getur orðrómur svo lengi gengið, að almenningur telji hann næga sönnun, einkum og sér í lagi, þar sem slíkt réttar- farskerfi hefur skapazt, að menn bera meira traust til götuhorna- og gildaskálaúr- skurða en til opinberra rann- sóknaraðila. Sá orðrómur, sem um þessar mundir er háværastur í þjóð- félaginu verður ekki útskýrður í eintölu, heldur hlýtur miklu fremur að mega flokka orðið undir safnheiti, sem felur í sér margan orðróminn. Og auðvitað beinist orð- rómurinn sá ntargi að mönnum og er um menn, en ekki dauða hluti eða fyrirtæki, enda ganga þau ekki fyrir neinu dularfullu „sjálfi". Eitt virðast þessir aðilar eiga sameiginlegt, að vera tiltölu- lega „sáttir" við orðróminn. Hér á því sannarlega við, að „þröngt mega sáttir sitja". Og hvers annars eiga þeir úrkosti? —spvrja ef til vill einhverjir. Gangast við orðróminum? — Bíða eftir ákæruvaldinu? Nei, menn sem hafa sætt sig við orðróm á annað borð eru tilbúnir að sætta sig við hann. Það versta við slikan orðróm er. Kjallarinn Geir R. Andersen að hann aðgreinir ekki þá seku frá þeim saklausu, en heldur báðum við efnið. Það hlýtur því að vera hart undir að búa fvrir þá, sem saklausir.eru bendlaðir við viðamestu svikamál, sem fjölmiðlar hafa fjallað um frá upphafi hérlendis. Þótt ekki sé hægt að reikna með, að minni „spámenn", og kjarklitlir auk þess, þeir sent hafa orðið orðróminum að bráð, gefi neinar stóryfirlýsingar um sakleysi sitt, verðúr að ætlast til þess, að aðrir þeir. sem að ósekju eru hafðir milli tann- anna á götuhornum og gilda- skálurn f.vrir meint fjárlaga- brot. mútuþægni eða að hafa haft svimháar upphæðir af þjóðarbúinu i erlendum gjald- evri, ef til vill menn, sem til starfa eru settir í umboði al- mennings, eða gegna öðrum trúnaðar stöðunt. séu menn að meiri og gefi skýlausar opin- berar yfirlýsingar um sakleysi sitt, svo að þeir geti gegnt áfram sínum störfum. — Nægi slíkar yfirlýsingar ekki, ættu þeir að biðja um opinbera rann- sókn. Á meðan svo er ekki gert, verður hver og einn að sætta sig við úrskurð og dómsorð þeirra. sem sjá unt götuhorna- og gildaskálaréttarfarið. SKYLDUR FJÖLMIÐLA Mönnum hefur orðið tíðrætt um þátt fjölmiðla, þegar viða- mikil afbrotamál eru á döfinni. Flestir geta þó verið samntála 'um það. að væri hinunt frjálsu fjölmiðlum ekki til að dreifa, þ.e.a.s. þeim, sem ekki falla beint undir opinbera stjórnun. fengi fólk litla eða enga vitn- eskju um mál eins og þau. t.d. sem nú ber hæst. Deila má um. hvort það sé almenningi til góðs eða ein- hvers gagns að honum berist vitneskja um mál. sem ákæru- valdinu er ætlað að f.jalla um. eða er ekki ætlað að fjalla um. Um hitt greinir menn ekki á. að í lýðræðislegu skipulagi vestur- landaþ.jóðfélaga eru þeir aðilar, sem kosnir eru til þess að fara með hin ýmsu trúnaðarstörf í almannaþágu eða vinna störf, sem kostuð eru úr sameiginleg- unt sjóði. þjónar þess almenn- ings. sem þá kýs. þjöðarheildar- innar. Það er því vandséð. hvers- vegna fjölmiðlar, lika þeir, sem koma undir beina stjórnun hins opinbera, ættu að láta mál. sem varða misferli í starfi opin- berra starfsmanna og hvar- vetna annars staðar, þar sem menn, sem kosnir eru í trúnaðarstöður ganga rang- sælis innan þess ramnia. sem löggjafinn setur, afskiptalaus. . í slíkum ntálum sem hér eru gerð að umtalsefni eru f.jöl- miðlar, og enn aftur — einnig hinir rikisreknu — einmitt ákjósanlegur vettvangur til um- f.jöllunar slíkra mála. Og eðlilega verða fjölmiðlar 'og eiga að vera í senn hlut- vandir og hlutlægir. Slikum fjölmiðlum má tre.vsta. ()g þáð er ekki litils virði fyrir fólk að eiga greiðan aðgang að fjiil- miðlum. Menn geta og hafa misst mannorð sitt i f.jöl- .miðlum. menn hafa líka aukið álit sitt í fjölmiðlum, allt eftir eðli málsins. lendum innstæðum. Trúir nokkur rnaður því að þeir háu herrar meini það er þeir tala um sparnað, fyrirhyggju, nýtni og hvað þær heita allar d.vggð- irnar er þeim verður svo tið- rætt um i umvöndunarræðum er þeir tala niður til alþýðunn- ar. Stúdentagarðar þeir er nefndir voru í upphafi máls voru reistir með nokkurra ára millibili. Hinn fyrri árið 1934 skv. teikningu Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts er var af mörgum talinn einn hinn merk- ásti í hópi íslenskra listamanna í sinni grein. Bera flest hús er hann teiknaði fagurt vitni smekkvísi og þokka. Nýi Garður, er svo er nefndur, reis nokkrum árum síðar eða 1943. Galt hann þess að ýmsu að rísa á dögum her- náms og heimsstyrjaldar, og þótti eigi jafnvel vandað til hans. Það mun eigi ofmælt að í hópi þeirra er nú gegna æðstu embættum og trúnaðarstörfum hafi margir hverjir dvalist lengur eða skemur i nefndum vistarverum á námsárum sín- um í Háskóla Islands og ættu þvi að bera í brjósti tryggð til stofnunarinnar. Séu stjórnarmenn Háskólans þess eigi umkomnir að sjá um hæfilegt viðhald á eignunt skól- ans og þeini stofnunum er tengjast starfi hans, en kjósi með kollsteypum og skringilát- um að höfða til ómenntaðs al- múga i öseðjanlegri fjárþörf og velja þá jafnan þann kost að skírskota til lægstu hvata um svimháan skyndigróða úr horni Fortúnu ber þeim að játa upp gjöf sína og úrræðaleysi um lausn knýjandi vanda. Það telst máske ekki til æðri menntunar að kunna skil á því að viðhald húseigna sé nauð- synlegt, en alþýðlegt hvggjuvit segir það hverjum manni er telst bjargálna, að umsýslu og eftirlits sé þörf svo unnt sé að verjast skemmdum og hruni. Þeir sem kaupa miða í happ- drætti Háskólans skilja ekki þau vísindi að þenja svið stofn- unarinnar um allar jarðir, en táta lönd og leið forsjálni og fyrirhyggju um varðveislu peirra húsakynna er reist hafa verið fyrir atbeina almennings )g eiga að hýsa vfsdómsmenn vaxandi kynslóðar. Garður íslenskra Hafnarstúd- >nta við Eyrarsund' geymir margar minningar. Háar hug- sjónir. brostnar vonir. auðsæld. örbirgð og vonarvöl. Er það ætl- un landsfeðra vorra að bjark- irnar við Hringbraut og Há- skóla íslands segi sögu niður- lægingar Stúdentagarðanna í miðri veislu verslunargróðans? Pétur Pétursson útvarpsþulur. Fjölmiðlar hérlendis hafa til skamms tíma verið ljósárum á eftir viðurkenndum fjölmiðlum annarra lýðræðisríkja, varð- andi meðferð og úrvinnslu sakamála, enda átt við ramman reip að draga, þar sem hið opin- bera og víðfeðma bákn, ríkið, stofnanir þess og yfirmenn hafa ekki allténd viðurkennt þjónustuhlutverk sitt við al- menning. En hvað sem um fjölmiðla ntá annars segja. og hér er f.vrst og fremst átt við íslenzka fjöl- ntiðla, þá hafa þeir ávallt staðið með þeim, sem á hefur verið hallað að ósekju. Enda ekki enn með öllu horfinn sá eiginleiki í þjóðarsálinni. íslenzkir fjölmiðlar hafa einnig ávallt staðið opnir hverjum þeim, sem yfirlýsingar vilja gefa, af einu eða öðru til- efni, hvað sem líður meintri ritskoðun að öðru leyti. Per- sónulegar vfirlýsingar hafa ekki fallið undir slíkt. Það hlýtur þvi að vera kær- komið tækifæri þeint. sem hafa orðið „orðrómi" að bráð, hvar i stétt sem þeir standa, að gefa út yfirlýsingu i fjölmiðlunt um sakleysi sitt, ef þeir vilja komast hjá því að vera nteðal hinna grunuðu. Slík lausn er einföld og ódýr, ef æran er met- in til fjár. Að „sætta" sig við „orðróm" jafngildir því að vera einn hinna grunuðú....

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.