Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 24
Luns um vinstristjórnina: NA TO geröi ráðstafanir „nauösynlegar semdugöu” Aðgát skal höfð... Þcssum fólksbíl verður vart ekið miklu mcira en orðið er. Þannig fór hann eftir árekstur við flutningabíl frá Coea Cola. Rákust þcir á á mótum Njarðargötu og Hringbrautar á öðrum tímanum i gær. Báðir munu hafa verið á grænu ljósi en fólksbilnum var sveigt í átt að Umferðarmiðstöðinni. Kona í fólksbílnum er tals- vert slösuð og verður í sjúkra- húsi um sinn. Er hún bæði brotin og skorin. Ökumaður viðbeinsbrotnaði og hlaut fleiri áverka. DB-mynd Bj.Bj. ^ÞORARINNÞRIÐJI £=£r ALFREÐ SJOni Gifurlegur barningur var í var svo mjótt á mununum víða að nýju í gærkvöldi. Úrslit urðu prófkjöri framsóknarmanna og ákveðið var að telja atkvæði að endanlega þessi: Samtals atkvæði Aiþingi: 1. 2. 3. 4. 1. Einar Agústsson ........2256 3610 4221 4715 2. Guðmundur Þórarinsson ....1776 2587 3229 3827 3. Þórarinn Þórarinsson.. 602 1291 1931 2500 4. Sverrir Bergmann........ 192 823 1919 2983 5. Kristján Friðriksson.. 358 1206 1913 2677 6. Sigrún Magnúsdóttir ..... 59 860 1705 2501 7. Jón A. Jónasson....... 529 850 1210 1632 8. Geir Vilhjálmsson..... 104 377 896 1562 9. Brynjólfur Steingrímsson .. 26 212 691 1226 Samtals Borgarstjórn: 1. 2.' 1. Kristján Benediktsson...2534 3416 2. Gerður Steinþórsdóttir... 551 2023 3. Eiríkur Tómasson........ 770 1961 4. Valdimar K. Jónsson...... 250 917 5. Jónas Guðmundsson....... 292 770 6. Alfreð Þorsteinsson ....1049 1441 7. Björk Jónsdöttir ........ 68 368 8. Páll R. Magnússon........ 68 283 9. Kristinn Björnsson....... 78 241 atkvæði 3. 4. 3823 4106 3325 4002 2695 3164 1711 2538 1494 2215 1737 2018 965 1913 825 1863 592 1091 I varnaðarskyni fvrir NATO á tímum þáttöku Alþýðu bándalagsins í ríkisstjórn á Islandi voru gerðar „nauðsyn- legar ráðstafanir, sem báru ár- angur,“ að því er Jósep Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði í ræðu í Brussel í gær. Fréttastofa Reuters vitnaði í þessa ræðu í nótt. í ræðu sinni fjallaði dr. Luns einkum um möguleikann á því að ítalskur kommúnisti tæki þar við stöðu utanríkis- eða varnarmálaráðherra. „Það væri afar alvarlegt," sagði fram- kvæmdastjóri NATO. í framhaldi af því sagði dr. Luns að NATO hefði áður átt við ríkisstjórnir sem kommún- istar hefðu átt aðild að — á íslandi, í Portúgal og í Frakk- landi. „Þar gerðum við nauð- synlegar ráðstafanir, sem báru árangur,“ sagði Jósep Luns. Dagblaðið reyndi í morgun árangurslaust að ná tali af Einari Agústssyni utanríkis- ráðherra til að spyrjast fyrir um hvaða „ráðstafanir" hefði verið að ræða. Það má hins vegar benda á, að utanríkisráð- herra sagði nýiega i viðtali við Þjóðviljann, að hann vissi ekki tii þess að tsiendingar hefðu verið leyndir nokkru á tímum vinstristjórnarinnar síðustu. Þá má einnig vísa til ummæla dr. Henrys Kissingers, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem sagði i sjónvarpsvið- tali vestra fyrir nokkrum dögum, að „vandamálið", sem leitt hefði af þátttöku kommún- ista í ríkisstjórn Portúgals fyrst eftir byltinguna þar, hefði verið leyst með því að portú- galska stjórnin hefði ekki fengið aðgang að ýmsum leyni- skjölum NATO. Hraði í byggingu einingahúsa: NYTT HUS REIST 0G LAN FENGIN Á MINNA EN ÁRI Húsnæðismálastofnun hraðar lánveitingum en setur smiðjum reglur um ábyrgðir „Aukin fyrirgreiðsla Hús- næðismálastofnunar við þá hús- byggjendur; sem reisa sér ein- ingahús er okkur sem smíðum og seljum slík hús mikið ánægjuefni og hvatmng til dáða,“ sagði Matthias Sveins- son, framkvæmdastjóri Húsein- inga hf. á Siglufirði. „Við höfum fengið tilkynningu frá Húsnæðismálastofnun um að 1. og 2. lánagreiðsla verði samein- uð í eina, sem komi til útborg- unar fljótlega eftir að húsið er. reist og orðið fokhelt og að lokagreiðsla lánsins fylgi í kjöl- farið 6 mánuðum síðar.“ Matthías sagði að þegar gætti þessarar bættu fyrirgreiðslu Húsnæðismálastofnunar við kaupendur einingahúsa, þó húsasmiðjumenn ættu enn óskilað inn til Húsnæðismála- stofunar ýmsum gögnum varð- andi framleiðsluna. Kvað hann þar aðallega um að ræða verk- lýsingu á framleiðslunni, burðarþolsútreikninga o.fl. „Við erum að senda frá okkur ýtarlega greinargerð um alla þætti framleiðslunnar. Teikningar okkar húsa þekkir Húsnæðismálastofnun og ráða- menn stofnunarinnar og tækni- menn eru kunnugir okkar framleiðslu og hafa tekið mjög jákvæða afstöðu gagnvart henni. Hraðari lánafyrir- greiðsla af hálfu Húsnæðis- málastofnunar til byggjenda einingahúsa væri til gífurlegra bóta. Á stjórn Húsnæðismála- stofnunar þakkir skilið fyrir að koma henni i gegn. Stjórn stofnunarinnar hefur gert allt sem hægt er til að aðstoða inn- lenda framleiðslu," sagði Haf- steinn. Hafsteinn gat þess sem dæmis að 15. október hefði verið reist einingahús á Siglu- firði. Stuttu síðar fékkst vott- orð um að húsið væri fokhelt. Lítill dráttur varð á komu mats- manns og nú hefur kaupandinn fengið tilkynningu um að eftir 10. febrúar fái hann 1. og 2. hluta lánsins greiddan. Reikna má með lokagreiðslu lánsins 4-6 mánuðum síðar, þannig að húsið verði reist og allt Hús- næðismálastofnunarlánið fáist á minna en einu ári. Sigurður E. Guðmundsson sagði að með tillögu Húsnæðis- málastofnunar og staðfestingu ráðherra á öðru greiðslufyrir- komulagi lána til einingahúsa en venjulega gilti um aðrar húsbyggingar, hefði tólf húsa- smiðjum verið skrifað nokkru fyrir áramót. Þar var þeim til- kynnt að viðkomandi húsa- smiðja yrði að bera áb.vrgð á uppsetningu húsanna og að þær skiluðu þeim til kaupenda með klæðningu utan og innan, full- nægjandi einangrun og þétt- ingu og að húsin uppfylltu jafn- framt almennt séð kröfur um tæknileg gæði samkvæmt skil- greiningu tæknideildar. - ASt. ✓ irjálst, áháð dagblstð ÞRIÐJUDAGUR 24. JAN. 1978. Ölvaður far- þegi greip íbflstýrið — og ölvunarakstrinum lauk utan vegar Þó ekki sé kannski einsdæmi heyrir það til undantekninga að þrír menn í sama bílnum séu ýmist staðnir að því eða játi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist á laugardagsnóttina er tveir ungir menn og fullorðinn maður hugðust aka norður í land. í Melasvéitinni sneru þeir við vegna hríðar, hálku og slæmrar færðar. Voru þeir komnir í Hval- fjörð á heimleið er sá sem við hlið ökumanns sat greip í bílstýrið. Skipti engum togum að bifreiðin fór út af. En Guðs mildin var með þeim á þessari stundu, því bif- reiðin fór út af þeim megin vegar er að fjallinu vissi. Hinum megin vegarins var snarbrattur sjávar- bakkinn og aðdjúpur fjörðurinn. Við yfirheyrslur kom í ljós að allir höfðu þeir neytt áfengis af lyst og síðan ekið til skiptis. - ASt. Fanga- geymslur fullskipaðar á mánudegi Allmikil ölvun var í Reykjavík í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fylltust fangageymslur lögregl- unnar sem rúma um 30 manns, en í klefunum var þó ekki alveg ein- göngu um ölvað fólk að ræða. En ölvunin i höfuðborginni á þessu mánudagskvöldi þótti mikil miðað við vikudag. í aðdraganda að innilokun fólks var meðal ann- ars að finna heimilisófrið, rifrildi ogtusk. - ASt. Þrírinnifyrir bensínstuld á bflastæði Það er fyrir mjög misjafna hluti sem menn sem staðnir eru að lagabrotum lenda bak við lás og slá hjá lögreglunni. Meðal þeirra sem inni sátu i nótt voru þrír pHt-ar 17-19 ára sem staðnir höfðu verið að bensínþjófnaði á bílastæði Laugarásbiós rétt eftir miðnætti í nótt. Einhver dæmi finnast þess af og til að slíkur þjófnaður sé fram- inn. Yfirleitt er þá um að ræða þjófnað á kannski 4 til 10 lítrum af eldsneyti. Verðmæti slíks er þá kannski 500-1300 kr. Að sjálf-- sögðu er um lögbrot að ræða og menn eru ábyrgir. En fangelsi f.vrir auk annars má líklega, skoðast nokkuð strangur dómur, ef ekki kemur eitthvað annað til. Eða gengur réttvisin jafnhart fram gagnvart öllum sem í þjófn- uðum lenda? - ASt. Fyrrum sparisjóðssfjóri ífangelsi fyrir f járdrátt Fyrrverandi sparisjóðsstjóri i Kefíavik var fvrir nokkru dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. A árunum 1969 til 1973 hafði maðuriniir dregið sér um tvær milljónir króna. Falsaði hann bókhald sparisjóðsins til að leyna þjófnaðinum. Setudómarí í máli þessu var Haraldur Henrýs- son. - JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.