Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 4

Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 4
r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978. Rauðir dreglar voru hvarvetna lagðir þar Guðhrandur ásamt flugstjóranum og Vetrarmvnd frá Egdesminde f.vrir norðan Guðbrandur við þvrluna. sem Ingiríður drottningarmóðir kom. heimafólki. er kom til að taka á móti Söndre. Ingiríði. Guðbrandur tók allar mvndirnar nema af sjálfum sér. „Flugskilyrði eru að mörgu leyti betri á Grænlandi en hér og ótrúlegt en satt, veðrið þar í heild er betra,“ sagði ungur Reykvíkingur. Guðbrandur Jónsson, i viðtali við DB, en hann hefur starfað sem þyrlu- flugmaður á Grænlandi í eitt ár og dvelur um þessar mundir heima i leyfi. Ósjálfrátt re.vnir maður að hrekja þessi orð hans ög skír- skotar til veðurfregna, sem annan hvern dag segja manni frá brunagaddi hér og þar á Grænlandi. Þær tölur segja manni bara ekki nema hálfan sannleikann og jafnvel minna, því bæði er veður til muna stilltara þar og rakastig loftsins virðast sem Grænland hafi verið eitthvert neyðarbrauð en því fór víðs fjarri. Áhugi Guð- brands á landinu var löngu vak- inn, eða þegar hann var í Verzl- unarskólanum og ákvað að velja sér Græniand sem rit- gerðarverkefni. „Gallinn var bara sá, að það var hvergi neitt efni um Grænland að fá, sem ég held að sé ein af ástæðunum fyrir hvað íslendingar vita lítið um þetta nágrannaland okkar og þessa nágranna sem virða okkur og vilja nánari sam- skipti,“ sagði Guðbrandur. Að lokum bar leit hans einhvern árangur og ritgerðin leit dags- ins ljós í tæka tið. erlendis frá. Þyrlurnar geta flogið á 120 hnúta hraða og fluttu mijíi 80 og 90 þúsund farþega í fyrra. Guðbrandur fær glampa í augun þegar hann talar um Sikorsk.vinn, eins og títt er um áhugasama flugmenn þegar þeir tala um uppáhalds- farkostinn. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði verður enginn upp- rifinn af útliti Sikorsky, en um ,,persónuleikann“ gildir öðru máli og hann vegur þ.vngra. ÍSKRISTALLAR VERSTI ÓVINURINN Iskristallar eru tvímælalaust versti óvinur okkar á veturna og svo þokurnar á sumrin. auk þá er tiltækur búnaður fyrir alla um borð er miðar að því að þeir geti hafzt við á ísnum allt upp í viku eða lengur. Þar má nefna örþunna varmapoka úr efni, sem notað hefur verið í geimfarabúninga, næringarríkt kex og fleira matarkyns og haglabyssa og riffill til veiða. SAMLAGAST HEIMAMÖNNUM VEL Að sögn Guðbrands halda út- lendingar í Grænlandi yfirleitt hópinn og hafa litil samskipti við heimamenn. Hann a hins vegar góða vini meðal þeirra enda segir hann að það sé lang- bezt að vera þar íslendingur af BORÐAR HRÁTT SELKJÖT 0G ANNAN HEIMAMAT „Já, blessaður vertu, auð- vitað borða ég mat heima- manna, svo sem hrátt selkjöt og svartfugl," se'gir Guðbrandur er hann er spurður álits á mataræði heimamanna. Annars er heimamatur ekki að jafnaði á boðstólum meðal útlending- anna heldur innfluttur matur, aðallega frá Danmörku. GERDIST KONUNGLEGUR HIRÐFLUGMAÐUR EINN DAGINN Þegar Guðbrandur rifjar upp eftirminnileg atvik úr starfi Gerðist konungle hirðflugr f einn da - DB ræðir við íslenzkan f lugmann sem starfar á Grænlandi Guðhrandur: „Það var síður en svo nevðarbrauð yfirleitt mun minna. en raka- stigið magnar einmitt upp kuldaáhrifin. Þannig t>ar hann t.d. saman 10 stiga frost i Reykjavík við 35 til 40 stiga frost í Godthaab, auk þess sem hitastigið þar er að staðaldri hærra en hér á sumrin og meiri stillur. BEID í 3 ÁR EFTIR TÆKIFÆRINU Guðbrandur lauk flugnámi 1973 og var í þrjú ár að svipast um eftir atvifinu við þ.vrlufiug. Markaðurinn var á þeim tíma mettaður, einkum af mönn- um.sem höfðu hlotið þjálfun við slíkt í hinum ýmsu herjum. En þegar þyrluflug á Norðursjó stórjókst í kjölfar oiíuleitar og olíuborana. losnuðu stöður á Grænlandi og tækifærið var komið. GRÆNLAND VAR EKKI NEYÐARBRAUÐ Af framansögðu kann svo að STÆRSTA ÞYRLUFLUGNET í HEIMI Flugfélagið heitir því ein- falda og sjálfsagaða nafni Grönnlandsfly, er m.a. í eigu dönsku Grænlandsverzlunar- innar og SAS. Flugvélaflotinn telur 8 Sikorsky S-61N. sem eru •stærstu þvrlur í almennri notk- un í Vesturheimi, en til eru stærri herþyrlur. Þa-r taka 19 farþega hver. tvo flugmenn og einn flugvirkja að auki. Flug- virkjar eru nauðs.vnlegir um borð á þessum slóðum. í áætl- unarfluginu er lengst flogið til Uperavik í norðri ofe til Nanortalik í suðri. Þessi flug- leið er álíka liing og frá Kaup- mannahöfn til Rómar. Þessir staðir eru báðir á vesturströnd- inni. Auk þess er flogið leigu- flug tii mun fjarlægari stáða. svo sem Thule og Kap Harald Molkte. Aðalstöðvar félagsins eru i Godthaab en miðstöð flugsins er frá Söndre Ström- fjord. þangað koma flugvélar óvæntra fönvinda." sagði Guð- brandur er hann var spurður um erfiðustu flugskilvrðin. ís- kristallar myndast i stillum þegar frostið fer t.d. vfir 20 stig og rakastigið t.d. í 22 stig. Við slík skilyrði geta flugmennirnir blindast þar sem alit framund- an rennur út i eitt. Annars er ekki teflt í tvísýnu í þessu flugi: ef ekki er útlit fyrir veður er ekki flogið. BÚNAÐUR UM B0RÐ TIL AÐ HAFAST VIÐ Á ÍSNUM Þó getur alltaf kotnið upp sú staða að einhver lendingarstað- urinn lokist skyndilega á meðan þyrlan er á leiðinni þangað. Komið getur þá fvrir að hún sé komin of langt frá upphafsstað til að komast þang- að aftur á eldsneytinu og þá getur þurft að lenda á ísnum. Skammt er siðan ein þvrlanna þurfti einmitt að gera það. En öðrum Norðurlandabúum. Segir hann Grænlendinga hafa mikinn áhuga á nánari sam- skiptum og kynnum við Islend- inga, en eigi ekki hægt um vik vegna samgönguörðugleika. ANDI GÖMLU FLUGKAPPANNA LIFIR ENN Sumum hefur Guðbrandur kynnzt er heimamenn frétta að hann er IslendingUr og fara að spyrja hann út í hagi gömlu Flugfélags íslands kappanna, svo sem Þorsteins Jónssonar, Antons Axelssonar, Jóhannesar Snorrasonar og fleiri. Margir Grænlendingar minnast þeirra sem mikilla flugkappa enda komust þeir oft í krappan dans þar umslóðir og vöktu að- dáun er þeir leystu farsællega úr hverjum vanda. sínu dettur honum fyrst í hug dagur einn í fyrrasumar, er hann gérðist konunglegur hirð- flugmaður og flaug með Ingi- ríði drottningarmóður frá Dan- mörku. Á ferð sinni opnaði hún m.a. nýjan skóla og var henni vel tekið að sögn Guð- brands. ER HALDINN „GRÆNLANDSSÝKINNI" Guðbrandur er staddur hér nú til að sækja flugstjóranám- skeið en er á förum til Græn- lands strax að þvi loknu. Faðir hans, Jón Hjörleifsson, var við- staddur er DB ræddi við Guð- brand og bætti því við að Guð- brandur væri ekki fyrr kominn heim en hann færi að tala um Grænland og að fara þangað aftur. „Ég kalla það Grænlands- sýkina, því sá sem einu sinni hefur komið til Grænlands og k.vnnzt því eitthvað fer þangað aftur.“ - G.S. Flugmennirnir eru mikið þjálfaðir og i Aður en i sjóinn kemur gefst mönnum þó liður í þeirri þjálfun er m.a. að láta dýfa tostur á að klæða sig i skjólgóða galia. sér i ískaidan sjóinn úr lofti. jafnframt vatnshelda, og góðar loðhúfur. V A leið tii Söndre Strömfjord í góðviðri. Veiðimenn á ísnum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.