Dagblaðið - 15.03.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1978.
7
HEIFTARLEG ÁRÁS ÍSRAELSMANNA
GEGN SKÆRULIÐUM PLO
— Þúsundir hermanna réðust inn í Suður-Líbanon í nótt
— Lof tárásir og stórskotaliðsárásir á búðir skæruliða
Þúsundir hermanna ísraels
réðust inn í Líbanon í nótt og
gerðu viðamestu árás á búðir
palestínskra skæruliða sem gerð
hefur verið. Herinn réðst yfir
landamæri Líbanons með skrið-
dreka og orrustuþotur.
Utvarpið í ísrael sagði að árás-
inni væri beint gegn austurhluta
Suður-Libanon á svæði sem nefnt
er Fatahland. „Það er ekki ætlun
israelska hersins að ráðast á
óbreytta borgara eða líbanska
herinn," sagði talsmaður Israels-
stjórnar. „Það verður aðeins
ráðizt á hryðjuverkamenn og þá
sem aðstoða þá, til þess að tryggja
líf og öryggi ísraelskra borgara.
Það er ekki ætlun árásarinnar að
hefna fyrir glæpi hryðjuverka-
manna, vegna þess að ekki er
hægt að bæta fyrir villimannlega
slátrun saklauss fólks, karla,
kvenna og barna. En það er agtlun
okkar að verja ríkið og koma í veg
fyrir árásir Fatah og PLO, sem
nota líbanskt landsvæði til þess
að gera árásir á ísraelska borg-
ara.“
Mikill viðbúnaður herliðs hefur
verið við landamæri tsraels að
Líbanon. allt frá því að skærulið-
ar gerðu árás á ísraelskan lang-
ferðabíl á laugardag er 33 létust
og fjölmargir særðust. Herliði,
skriðdrekum og stórskotaliðs-
vopnum hafði verið safnað
saman. Begin forsætisráðherra
hafði boðað í þinginu, Knesset, að
hinn illi armur PLO yrði högg-
vinn af, þannig að búizt var við
hefndarráðstöfunum ísraels-
manna.
Begin mun fara til Washington
i næstu viku til viðræðna við
Carter forseta um friðarhorfur í
Miðausturlöndum, og þegar eftir
að árásin inn i Líbanon var hafin
Hin hlóðuga árás Palestínuskæruliða á langferðabíl í Israel á laugardaginn, þar sem 33 fórust og
margir slösuðust, er undirrót aðgerða ísraelsmanna nú. Mvndin sýnir menn með andlitsgrímur leita i
rústum langferðabílsins, en mörg líkanna voru óþekkjan.leg vegna bruna.
sendi Begin Carter skeyti, þar
sem hann greindi frá áætlunum
ísraelsmanna.
Formaður utanríkis- og varnar-
málanefndar ísraelska þingsins,
Moshe Arens prófessor, sagði að
hann teldi að árás tsraelsmanna
hefði ekki áhrif á frekari friðar-
viðræður.
ísraelska útvarpið sagði að
u.þ.b. 6 þúsund palestínskir
skæruliðar væru í Fatahlandi, þar
sem Israelsmenn gerðu loftárásir
í nótt. Ekki lágu fyrir fréttir af
manntjóni í morgun. ísraelskar
herflugvélar réðust á , búðir
skæruliða i Bint Jbeil og Maroun
JONAS
HARALDSSON
REUTER
Al-ras, að sögn talsmanns
Palestínumanna. Bint Jebeil er
um 8 km f.vrir innan líbönsku
landamærin.
Talsmaður Palestínumannanna
sagði einnig: „Þetta er mikil að-
gerð. 1 þetta skipti ætla þeir að
t,era útaf við okkur".
BIMM
MM
Póstsendum
Vesturgötu
Sími13570
Nýkomið:
Grófrífflaðar flauelsbuxur
Anorakar
Al Capone-peysur
BIMM
BAMM
Þægilegustu
mokkasínur\ sem við höfum
verið með hingað til.
Litir: Svartar, gráar, brúnar
ogljósbrúnar.
Raunveruleg stærð nr. 36.
6 cm hæll.
Stærðir36-40 í hálfum númerum.
Verð kr.
Póstsendum
Opið laugardaga
8.950.-
Skóbúðin Suðurverí Siigam45
Sími83225