Dagblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978. Áningarstöð SVR á Hlemmi langt komin í byggingu en.. „EFTIR AÐ MANNA SKÚTUNA” — Nýr„rúntur” fyrir elskendur? Allir innveggir eru hlaðnir úr múrsteini. Hér er verið að fúa einn slíkan vegR'. Orðið „glerfint” á liklega hvergi betur við en um nýju áningarstöðina fyrir Strætisvagna Reykjavikur á Hlemmi þegar hún verður tilbúin. Bæði er þar allt fint og flott eins og framast er hægt að hugsa sér — og meirihlutinn úr gleri. Nýja áningarstöðin er rúmlega 500 fermetrar en upphaflega hafði Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR lagt til að 750 fermetrar yrðu í viðbót neðanjarðar svo að þetta yrði „almennileg verzlanamið- stöð eins og hann orðar það. En meiri p.-ningar voru ekki til hjá fyrirtæki sem tapar nærri milljón á dag. Mikill spenningur hefur ríkt meðal kaupahéðna um að fá aðstöðu i hinu nýja skýli og er núna verið að taka af- stöðu til þess hverjir hinir útvöldu verða. Þarna verða liklega alls kyns sjoppur, ís- sölur, blaðsöluaðstaða og fleira þess háttar. Auk þessa verða þarna steypt blómaker með fögrum blómum og pálmatrjám. Þeir sem biða eftir strætó geta lika tyllt sér niður á bekki eða staðið innan við glerveggina og virt fyrir sér út sýnið. Þakskeggið stendur töluvert fram svo að hægt er að biða úti lika án þess að rigna niður. Farmiðasala verður i hús- inu góða og verður hún rekin af SVR en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort SVR rekur þar fleiri fyrirtæki. — Hvenær á svo að opna alla dýrð- ina? Til sölu: Audi 100 GLS árg. ’77, mcð lituðu gleri, sjálf- skiptingu, vökvastýri, 5 cyl., ekinn 900 km. Austin Allegro '77, ekinn 7 þús. km, alls konar skipti. Escort '76, skipti möguleg. Range Rover '72 Datsun 140f '74, ekinn 29 þús. km. Volvo 244 '77, ekinn 18 þús. km. Toyota Corolla 30 '77: Skipti möguleg. Renault R-4 F-6 '78, sendibill. M. Benz 240 dísil ’74. Bfll i algjörum sérflokki. Peugeot 504 dísil ’76. Mjög göður bíll. VW1300 '71, sjálfskiptur, ekinn 35 þús. km. Okkur vantar nauð- synlega góða bíla á söluskrá nú þegar. BUasala Guðmundar Bergþórug. 3. „Eftir er að manna skútuna,” sagði Eiríkur Ásgeirsson forstjóri. „Húsið verður tilbúið í kringum 20. þessa mán- aðar og er þá hægt að fara að flytja inn. Við eigum bara eftir að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki fá inni.” — Batnar ekki fjárhagur SVR veru- lega við að geta leigt út þetta húsnæði? „Blessuð vertu, það munar ekkert um þetta litilræði. Við töpum milljón á dag eða því sem næst þvi við fáum ekki að selja þjónustu okkar á réttu verði. Far- gjöld með strætisvögnum hafa ekki hækkað likt því eins mikið og allt ann- að.” — Er þetta nógu stórt hús fyrir alla sem eru að bíða? „Ja, ef við förum aftur i tímann sést að fjöldi þeirra sem ferðast með vögnun- um hefur verið ósköp svipaður. Ef svo verður áfram er nóg pláss, nema þá auð- vitað að menn fari að aka þarna niður eftir á einkabilum sínum. Kannski þetta verði staður fyrir unga elskendur eins og „rúnturinn" okkar var?” — Þú ert ekkert hræddur um að óprútnir menn eyðileggi glerið góða? „Nei. Reynslan sýnir að þvi meira sem vandað er til hlutanna í upphafi þeim mun frekar láta menn þá i friði. Það er ég búinn að sjá á strætisvögnun- um.”sagði Eiríkur. DS Enn á eftir að leggja síðustu hönd á anzi margt en þó má ljóst verða hvcrnig skýlið litur út að lokum. Í hverjum þessara litlu bása verður verzlun, ætli gólfflóturinn sé nema um 7 fermctrar. Ékki vantar nú flnheitin. Þarna er verið að steypa blómaker sem rúma á blóm af ýmsum gerðum og pálmatré. Aprílgabb sinfóníunnar Sinfóniuhljómsveitin lætur nú skammt stórra högga i milli. Hún virðist vera haldin sivaxandi vinnu- gleði, og þó það sé eflaust meiriháttar dyggð, og allrar virðingar verð, þá má hún fara að vara sig að ofreyoa sig ekki. Eitt höggið reið aukalega nú um siðustu helgi, laugardaginn fyrsta april. Þá höfðu verið kallaðir hingað fjórmenningar utanúr heimi, Joseph Horowitz lónskáld, Rhonda Gillespie pánóleikari, "Paul Patterson, líka tón- skáld held ég. og dirigent og kjaftaskur að nafni Denby Richards. Þetta fólk setti svo sinfóníuna í gang með eitt- hvað sem nefnt var aprilgabb, tónleika i stil grínistans Hoffnung, sem margir þekkja af stórsniðugum teikningum og músiköntum og öðrum fikturum við borð heilagrar Sesselju. Þarna var lika kominn blóminn úr söngvaraliði landsins, misjafnlega rjóður á vang- ann að vísu, og lofaði þetta áreiðan- lega mörgum góðu. Svona tónleikar i brandarastil eru ekki daglegt brauð i neinu menningar- landi svo vitað sé, en er þó slegið upp viða til að sanna einhverjum að sin- fóniuhljómsveitir séu fyrirtæki sem geti framleitt vöru við allra hæfi. Þessi hugsunarhátlur er dálítið lágkúru- legur, og kannski stórhættulegur. Hann er móðgun við hljóðfæraleik- arana, áheyrendurna og raunar alla þá sem undanfarin tvö hundruð ár hafa staðið i að byggja upp sinfóniuhljóm- sveit sem tjáningarvettvang alvar- legrar tónhugsunar. Hann byggist nefnilega á mannfyrirlitningu og stéttamismunun, sem ætti að vera öll- um góðum mönnum þyrnir i augum. ákveðna hugarfarsstillingu, sem fæst ekki með útþynningartónleikum kenndum við fjölskylduna blessuðu, eða fíflalátum á borð við þessi ósköp. Tónlist er ekki ólyfjan, og alls ekki nauðsynleg í því þjóðfélagi sem við búum við þessa dagana. Hún gæti verið af talsverðri þýðingu við upp- Tónlist Með þessu á sem sagt að plata fólk til að fara að sækja alvörutónleikana, einhverntímann í framtiðinni, svona smám samar., rén einsog tónlist sé ein- hver nauðsynleg ólyfjan sem skal oni barnið með illu eða góðu. Nei, séu menn óánægðir með áheyrendafjölda venjulegra sinfóniutónleika er fyrst og fremst við skólakerfið og fjölmiðla að sakast. Það getur enginn lært að njóta klassiskrar tónlistar fyrirhafnarlaust. Til þess þarf talsverða þekkingu og byggingu heilbrigðs og réttláts þjóð- félags, ef einhverjum dytti i hug að fara út í þá sálma, en við núverandi aðstæður er hún neikvætt fyrirbæri, sem ýtir undir minnimáttarkennd þess stóra fjölda, sem valdhöfum er hagur i að telji sig hreina asna. Við getum borið þetta saman við umræðu og upp- lýsingar um þjóðfélagsmál, sem bygg- ist á æsifregnum og setuþrasi annars- vegar og óskiljanlegum embættis- virðuleik hinsvegar, og ætlað að dreifa athyglinni frá raunverulegum vanda. Allur almenningur hefur ekki minnstu möguleika á að afla sér nauðsynlegra upplýsinga til að mynda sér afgerandi skoðun á þessum málum, þær eru í höndunum á fáum útvöldum, sem telja sig guðsútvalda að ráðskast með líf okkar hinna. Þetta átti annars ekki að verða hasarskrif um þjóðmál, og skal alls ekki verða það, þó þetta uppátæki l. april gefi sannarlega tilefni til þess. Til þess er ég of latur, þekkingarsnauður og syfjaður í sálinni enda margir betur til þess fallnir i skríbentahópi Dag- blaðsins. En ég vil hinsvegar, svona í lokin, minnast á eitt eða tvö tónverk sem þarna voru flutt og er þar efst í huga konsert fyrir tvær tónkvislar og nokkur hljóðfæri eftir Anthony Hopkins. Þar var að vísu ekki um neinar fyrirferðarmiklar hugmyndir að ræða, hvorki í gamni né alvöru, en þær voru i það minnsta skemmtilega útfærðar. Verk Joseph Horowits, jass pianókonsert, sem Gillespie lék af rniklum krafti, og Leikfangasinfónia, með gatslitnum hugmyndum frá tímum Haydns, eru varla umtalsverð, þó þar komi fram nokkur kunnátta i að búa til Hollywoodekkineitt. Leifur Þórarinsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.