Dagblaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 23
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978.
Útvarp
Sjónvarp
9
Leikrit eftir
Edward Albee
1 þættinum „Á hljóðbergi” i umsjá
Björns Th. Björnssonar í kvöld verður
flutt leikritið „A Delicate Balance”
eftir Edward Albee. Þar sem leikritið
er nokkuð langt, verður fyrri hluti þess
fluttur í kvöld kl. 23.00 og sá seinni
næstkomandi þriðjudag.
Edward Albee er fæddur árið 1928 í
Bandaríkjunum. Hann stundaði nám i
Washington og við Columbíuháskól-
Útvarpið íkvöld
kl. 23.00:
Á hljóðbergi
ann. Hann skrifar einkum leikrit
og eitt af helztu og þekktustu verkum
hans er leikritið „The Zoo Story" sem
hann skrifaði árið 1958. Það leikrit
er samtal milli tveggja persóna og á
að lýsa sambandsleysinu sem rikir í
nútíma þjóðfélagi. Einnig skrifaði
hann leikritið „The American Dream”
árið 1960 og hið þekkta leikrit
„Who’s Afraid of Virginia Woolf?”
árið 1962. Þetta leikrit hefur víða
verið leikið, m.a. i þjóðleikhúsinu.
Árið 1966 var það kvikmyndað og
hlaut sú kvikmynd gífurlegar vin-
sældir. Lýsir hún deilum hjóna sem
lifa i misheppnuðu hjónabandi.
Með aðalhlutverkin i leikritinu í
kvöld fara þekktir leikarar. Má þar
fyrst nefna Katharine Hepburn, Paul
Scofield, Kate Reid, Joseph Cotton, og
Betsy Blair.
RK
nýjar bækur
aaglega
Bókaverzlun Snæbjamar
HAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI
^HAI
"A
31. leikvika — leikir 1. apríl 1978.
Vinningsröð: 121 - 211 - 111 -211
1. vinningur: 12 réttir — kr. 160.500.-
31584(Rvik) 32755+ 40599d/12,4/11)Rvk 41162(1/12,4/11)Rvk
2. vinningur: 11 réttir — kr. 5.600.-
5721 31006 31959+ 33260 33682 40182 40658
6560 + 31017 32690 + 33903 + 33833 + 40198(2/11) 40802
8032 31585 32708 + 33308 33882 40523(2/11) 40852
30358 31798+ 32776 33467 34349 40572 41283
30382 31912 + 32979 33562 34458 + 40622 41295
Kœrufrestur er til 24. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hji umboðsmör num og aðal-
skrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang
tils Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK
Útvarpið á morgun kl. 9.15:
Morgunstund bamanna
SAGAN AF BÚÁLF-
INUM JERUni
Á morgun, miðvikudaginn 5. apríl, les
Steinunn Bjarman 3. lestur sögunnar
„Jerutti bjargar Tuma og Tinnu” eftir
Cecil Bödker en þessi saga er lesin í
Morgunstund barnanna kl. 9,15.
Steinunn sagði þetta vera aðra bókina
úr bókaflokknum um Jerutti og væri
þriðja bókin þegar komin út. Fyrsta
bókin var lesin í Morgunstundinni
haustið 1976. Höfundur bókanna er þó
þekktari sem Ijóðskáld en barnabókahöf-
undur.
Fjallar bókin um krakka, Tuma og
Tinnu, sem búa í Kaupmannahöfn.
Faðir þeirra flytzt með þau á eyðibýli
upp i sveit, nánar tiltekið á Jótlandi.
Þessu eyðibýli fylgir búálfur sem
heitir Jerutti og segir hann Tuma og
Tinnu frá eldri tímum og búskapar-
háttum á bænum. Fá því þessi börn sem
lifa i nútímanum, að skyggnast svolitið
inn í gamla tímann.
RK