Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 3
Spurning
dagsins
3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978.
Punkið er
engin
heimspeki
Geirmundur Sigvaldason skrifar:
Þar sem ég er hljómlistarunnandi
og tilheyri svokölluðu þungu poppi sá
ég mig tilneyddan til að svara Dr
Punkenstein.
Fyrst er ég fór að lesa um punkæðið
varð ég mjög spenntur að heyra þá
músik sem þvi fylgdi, en þar sem ég
fékk enga kynningu frá rikisútvarpinu
var ég tilneyddur til að kaupa plötu
með einni virtustu punk-hljóm-
sveitinni, sem heitir RAMONES, og
hvílík vonbrigði. Þessu rusli mætti
likja við ROLLING STONES þegar
þeir voru að byrja. nenia hvað þetla er
helmingi verra. Svo er Dr. Punken-
stein að tala um að textarnir fjalli um
félagsleg og stjórnmálaleg vandamál. I
don't care, I don’t care about this
world. Svona er eitt lagið í gegn og
platan öll eftir því. Þvilik speki i félags
legum og stjórnmála vandamálum.
Svo dirfist Dr. Punkenstein að gera
David Bowie að punkara. Þvílik fjar-
stæða. Eg efast um að Dr. Punken-
stein þekki svart frá hvítu.
Vart telst það til heimspeki að gela dauðann og djöfulinn i allt og alla, að mati
bréfritara.
Þinn bíll 15. apríl n.k.,
- sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins.
Verðmæti er 4.4 miljónir króna.
Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag.
Áskriftarsími 27022. Opiö til 10 í kvöld.
- BUUUB
frýálst, úháð dagblað
Bréfritari telur að stækka mcgi kökuna með að láta varnarliðsmenn greiða skatta
og skyldur eins og íslendinga.
Af hverju ekki að
stækka kökuna?
Chevrolet Nova Custom78
ar.
Það sem að minunt dómi er stærstur
galli á hinum margumtöluðu efna-
hagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar er
að skerða laun þeirra lægstlaunuðu.
Það nær vitanlega engri átt. byrjunar-
kaupskerðing hefði ekki átt að koma
til framkvæmda fyrr en komið var fast
að 200 þúsundum á mánuði. þá greiða
- nokkrarspurningar tilGuðmundar J.
og DavíðsSch.
Verkamaður skrifar:
í sjónvarpi nú eftir áramótin var
þáttur sem Gunnar G. Schram sá um.
Voru þar fyrir svörum Guðmundur J.
Guðmundsson og Davið Scheving
Thorsteinsson. Var rætt um fyrirhug-
uð mótmæli stéttarfélaga gegn efna-
hagsfrumvarpi rikisstjórnarinnar. Það
merkilega kom fram hjá báðum þess-
um andstæðu mönnum á fyrirhug-
uðum mótmælum, að báðir töldu
kaup láglaunafólks of lágt og væri því
ósanngjarnt að skerða þess hlut. En
kakan sem skipta á væri of lítil, hana
þyrfti að stækka, því ekki væri hægt
að skipta meiru en til væri (orð
Daviðs). Því ekki að stækka kökuna
um helming þar sem við með öllum
rétti getum það eins og aronistar hafa
sýnt fram á. Okkur ber að engu leyti
skylda til að láta NATOdátana á Mið-
nesheiði vera undanþegna skatti og
aðstöðugjaldi að öllu leyti, þar sem
enginn hefur fært rök fyrir hinu gagn-
stæða, nema þetta sé gert vegna
þjóðarstolts. Þá vil ég skora á formann
Verkamannasambandsins, GJG, að
svara þessu með rökum þvi hann vilji
ekki fylgja þessari stefnu, til að geta
greitt sinu láglaunafólki hærri laun,
sem virðist vera hans áhugamál. Án
undanbragða, hrein svör við þessari
spurningu. Annars tel ég að hugur
fylgi ekki máli.
Sama áskorun til formanns iðnrek-
enda, DST, úr þvi hann vill bæta kaup
iðnverkafólks, þvi ekki að fara þessa
áðurnefndu leið og hafa þannig stærri
köku til að skipta, ef hann ber i raun
hag iðnverkafólks fyrir brjósti eins og
var að heyra í sjónvarpsþættinum.
Hrein mótrök frá þinni hendi að kak-
an skuli ekki stækkuð með þessum
ráðum. Annars mun ég álita að hugur
hafi ekki fylgt máli i téðum sjónvarps-
þætti. Við vitum svar forsætisráð-
herra, þjóðarstolt, en nú getur hann
axlað um og notað þetta orð um er-
lenda skuldasöfnun sinnar rikisstjórn-
eins og er helmings kaupuppbót, halda
þvi til 300 þúsund á mánuði. úr því
greiða l/4 kaupuppbót til 400 þúsund.
Þar fyrir ofan enga kauphækkun. Af
þeirri upphæð getur hver lifað sóma-
samlega. Þannig hefði rikisstjórnin i
raun framkvæmt að hluta til hina
margumtöluðu launajöfnunarstefnu,
sem höfð hefur verið á oddinum i
mörg ár i kjarasamningum en því
miður ekki séð dagsins ljós, hver er
ástæðan. Því svara þeir sem staðið
hafa að kjarasamningum undanfarin
ár.
Raddir
lesenda
Ertu búinn að ákveða
hvaða flokk þú ætlar
að kjósa í alþingis-
kosningunum?
ÞArarína Samúelsson, vinnur hjá ritsím-
anum: Ég kýs ekkert af þessum aula
bárðum. Ef Alþýðuflokkurinn ætti al-
vöru stjórnanda, hefði ég kosið hann.
Guðmundur Eriendsson Ijösmyndari: Já.
það er langt slöan og er algert leyndar
mál.
Guðjón Jónsson tæknifræðingur: Nei.
ég ákveð það eflaust ekki fyrr en daginn
fyrir kosningar. Það er eflaust santa
hvað kosið er. það er sami grauturinn i
sömu skál. Það vantar eitthvað nýtt og
ferskt.
Sigursteinn Hcrsveinsson útvarpsvirkja-
meistari: Já. það er gontul og gróin saga.
Kristján Norðdal málari: Nei. það
verður nokkuð erfitt og er allt á huldu
ennþá.
Guðlaugur Jónsson ver/.lunarmaður: Já.
auðvitað kýs ég Sjálfstæðisflokkinn. Ég
hef kosið hann i mörg ár.