Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1978. „Ástandið” í miðbæ Akureyrar: Unglingamir fríðsamir og ófullir— þeir futtorðm hins vegar verrí „Þá má ekki falla I þá freistingu að fordæma allan skóginn vegna eins fölnaðst laufblaðs og ekki unglingana á Akureyri upp til hópa út af einni ferð um miðbæinn," segir í grein eftir Jón Björnsson félagsmálastjóra Akureyrar í nýlegum íslendingi. Ástæðan til þess að Jón reit þessa grein er sú að skömmu áður en þetta var skrifað komu fulltrúar Æskulýðsráðs ríkisins þar norður og leizt þeim ekki á það sem þeir nefndu „ástandið” i miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Var efnt til fundar með norðanmönnum þar sem lýst var nokkrum ugg og miðbænum likt við Hallærisplanið fræga í Réykjavík. Til þess að kanna þetta nánar fóru Jón og ýmsir samstarfsmenn hans út tvö kvöld og könnuðu hverjir það væru sem sæjust á götum miðbæjarins eftir að kvölda læki og hvernig þeir höguðu sér. Talinn var heildarfjöldi og reynt að segja til um hvernig fólkið skiptist eftir aldri og hvort það hafði neytt víns eður ei. Niðurstaðan var m.a. þessi: „Það vakti athygli hve friðsamur og í raun prúður þessi stóri hópur var, a.m.k. þessi kvöld. Hann sýndi ekki nein merki skemmdarfýsnar (flöskubrot undan- skilin) eða árásargirni, áflog urðu ekki né illindi, vegfarendur fengu að fara ferða sem fylgir fólki á rangli um miðbæinn. Menn aka þar um bílum og mótor- hjólum. lítt eða ekki hljóðdeyfðum, og valda þeir íbúum miðbæjarins miklu hugarangri. Enda er það svo að ibúum þar fækkar, sérlega þó unga fólkinu. Þó telur Jón að steininn muni fyrst taka úr með brottflutninginn ef tillaga um nýjan skemmtistað þar verði samþykkt. Gert er ráð fyrir að skemmtistaðurinn yrði á- Hverfisgötu 100, við hliðina á Hótel Akureyri. Húsið er bæði gamalt og litið og myndi það vera eins og hátalari í miðjum bænum, bæði vegna hljómlist- arinnar sem inni er og hávaðans frá þeim sem safnast að á kvöldin. Jón telur vænlegra að skemmtistað verði komið upp utar í bænum og umferð þannig beint frá miðbæjarsvæðinu. Fleiri skemmtistaði vantar, sérstaklega fyrir unglinga á aldrinum 16—18 ára. Jón telur að slíkri þjónustu eigi að dreifa eins og annarri og þá breytist kannski það komið fram mun meinlausara en fyrst sem Æskulýðsráðið kallaði „ástand” kom fram. sem Jón telur þó eins og áður hefur -DS. Jón Björnsson félagsmálastjóri. sinna óáreittir, rúður voru ekki brotnar, bílar voru ekki skemmdir. Til alls þessa voru þó ótæmandi möguleikar; þessi hópur átti miðbæinn einn. Að þessu leyti voru umrædd kvöld ekki undan- tekning; skemmdarverk í miðbænum, segja kunnugir, eru oftast óviljaverk.” Þetta segir í grein Jóns um unglinga þá sem staddir voru í miðbænum. En fullorðna fólkið fær ekki eins góðan vitnisburð: Margir gestanna (úr Sjálf- stæðishúsinu) gátu illa staðið i fæturna og þaðan af síður stýrt þeim. Flestir hurfu fótgangandi fráSjálfstæðishúsinu, trúlega heim á leið, en allstór hópur gesta og áhorfenda staulaðist næstu klukkustund inn á Ráðhústorg og var þar fullorðið fólk i meirihluta, margt mjög drukkið," segir enn í grein Jóns. Jón kemur einnig inn á þann hávaða Eiríkurum nýju áningarstöðina: Menn ekki búnirað missa af strætó Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri nánari skýringum við frétt sem birtist í blaðinu í gær um nýja áningarstöð strætisvagna á Hlemmtorgi.' Eiríkur sagði að stjórn strætis-, vagnanna ynni nú að þvi að gera tillögu um hvers konar þjónusta þar ætti bezt heima og hvernig henni yrði bezt fyrir komið. Eftir að búið væri að taka afstöðu til þeirra hluta yrði auglýst opinber- lega eftir slíkum aðilum og því væru menn ekki búnir að missa af þessum eina sanna strætisvagni ef beir vildu sækja um. DS. Gróður traðkaður niðurf göngugöt- unni Byggingamenn ganga oft duglega fram 1 framkvæmdum sínum og leik- mönnum finnst sem ýmis verk séu sótt af óþarflegu kappi. Þannig blöskraði mörgum meðferðin á graseyju á göngu- spottanum í Austurstræti í gær. Vegna byggingaframkvæmda milli verzlunar Karnabæjar og Nýja Bíós þurftu bilar að komast að og aðstaðan þröng. Varð eyj an illa úti, rótaðist upp og grindverk brotið niður. Ekki var hirt um að setja ökufærar plötur yfir til hlífðar en böðl- azt yfir eyjuna þvers og kruss. Lögreglan hafði afskipti af málinu og vænta má að eyjan komist í samt lag fyrir tilstilli byggingaraðila. Myndin sýnir hvemig umhorfs var í göngugötunni eftir að bilum var ekið yfir grasið. — DB-mynd Sv. Þorm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.