Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.04.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 06.04.1978, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1978. 12 I Sþróttir iþróttir - • ** ■ Englandu-21 í undanúrslit Enska landsliAið u-21 árs trygKÖi sér sæti í undanúrslitum Evrópukcppni landsliða undir 21 árs í gærkvöld — í Róm skildu Ítalía og England jöfn, 0-0, þar sem ítalir sóttu stift en vöm Eng- lands með þá David Peach, Southamþ- ton og Paul Futcher, Luton var mjög stcrk. Danir voru slegnir út úr átta-liða úr- slitum í Sofiu í Búlgaríu i gærkvöld, biðu lægri hlut gegn Búlgörum i Evrópu- keppni landsliða u-21 árs, 0-3. Danir unnu fyrri leikinn 4-1 og Búlgarir komust því í undanúrslit á útimarkinu. Staðan í leikhléi var 0-0 — og Búlgarir skoruðu þriðja mark sitt átta mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Danir mis- notað vitaspyrnu. Í Ungverjalandi tryggðu Júgóslavar sér sæti í undanúrslitum með þvi að sigra 2-0 i Bakescaba. Ungverjar höfðu sigrað 1-0 i .Júgóslavíu — en Júgóslavar skoruðu siðara mark sitt á siðustu mín- útu leiksins eftir látlausa sókn Ungverja. A-Þýzkaland varð þriðja austantjalds- þjóðin til að tryggja sér sæti i undanúr- slitum Evrópukeppni landsliða u-21 árs — sigraöi Tékka 5-2 í Halle í A-Þýzka- landi. A-Þjóðverjar komust áfram samanlagt, 6-5. A-Þjóðverjar mæta Búlgörum og Englendingar leika við Júgóslava í undanúrslitum. Sannfærandi sigur Póiverja íPoznan Pólverjar — bronsliðið frá HM í V- Þýzkalandi — unnu sannfærandi sigur á Grikkjum í Poznan i Póllandi í gær- kvöld, 5—2. Áhorfendur voru 35 þúsund — og voru vel með á nótunum. Yfir- burðir Pólvcrja voru miklir, sér í lagi í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 4—0 Pólverjum í vil. Grzegorz Lato skoraói fyrir Pólverja þegar á 12. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði fyrirliði Pólverja, Deyna, með þrumuskoti eftir laglegan samleik með Szrmach. Og Pólverjar létu ekki staðar numið — á 20. minútu var staðan orðin 5—0 Pólverjum í vil er bakvörður- inn Zmuda skoraði eftir hornspyrnu. Hreint ótrúlegir yfirburðir Pólverja — því Grikkir hafa síður en svo staðið sig illa undanfarið. Á 33. mínútu voru Pól- verjar enn á ferðinni — enn Deyna og enn eftir laglegan samleik með Szrmach . Jacek Gmoch, þjálfari Pólverja, skipti þeim Deyna og Szrmach útaf i leikhléi til að lofa yngri mönnum að reyna sig. Þegar i þriðju minútu síðari háifleiks skoruðu Pólverjar sitt fimmta mark, Boniek var þá á ferðinni. En Pólverjar slökuöu á — og Karvitis og Mayros náðu að svara fyrir Grikki. Þróttur og HK í Höllinni Þróttur og HK mætast í Laugardals- höll í kvöld í fyrri leik liðanna um réttinn til að leika við sjöunda liðið i I. deild um sæti meðal þeirra beztu á næsta kcppnis- timabili. Leikurinn í kvöld hcfst kl. 9.30 en síðari lcikurinn fer fram að Varmá í Mosfellssveit á laugardag. í A hyggst nú ráða framkvæmdastjóra í hálfs dags starf en starfsemi ÍA hefur vaxið mjög á undanförnum árum, sem og annarra íþróttafélaga. Þeir er kunna að hafa áhuga á starfinu snúi sér tii Þrastar Stefánssonar á Akranesi. Gústaf Björnsson — bezti maður Fram skorar eitt átta marka sinna. DB-mynd Bjarnleifur. Ármann á bari í 2. deild, Fram — Fram sigraði Armann í 1. deild í Lau§ Fram forðaði sér af hættusvæði 1. deildar með sigri gegn neðsta liöinu i dcildinni, Ármanni, í Laugardalshöll í gærkvöld, 18-14. Ármann virðist nú dæmt til að falla, leikur liðsins i gær- kvöld var leikur fallliðs —aðeins einn leikmaður barðist af krafti, náði að sýna frumkvæði, og það var Björn Jóhanns- son en hann skoraði 10 af 14 mörkum Ármanns. Aðrir leikmenn voru nánast statistar í leiöinlegum, tilþrifalitlum leik Ármanns. Leikur Fram og Ármanns bauð ekki upp á mikil tilþrif — Fram hafði yfir meiri breidd að ráða og Gústafi Björns-j syni og það gerði gæfumuninn. Þessi! snjalli leikmaður skoraði mörg lagleg mörk inn úr horninu, framtak hans ylj- aði í leik meðalmennskunnar. Annars er það alveg dæmalaust hve leikur Fram og Ármanns í vetur hefur verið misjafn — á köflum hafa liðin náð að sýna skínandi leik. Sér i lagi hefur Fram verið ráðgáta — á köflum leikið góðan handknattleik en sýnt á milli til burði liðs úr 2. deild. Ármann hefur og átt misjafna leiki — mikið býr í liði Ár- manns. Um það eru flestir sammála. Liðið hefur orðið fyrir miklum skakka- föllum í vetur vegna meiðsla lykilleik- manna. Sjálfstraust leikmanna er rokið Forest með aðra hönd á enskri meistaratign — Nottingham Forest sigraði á Villa Park, 1-0 en Everton tapaði gegn Liverpool, 1-0. Frank McLintock hættir hjá Leicester Nottingham Forest tryggði enn stöðu sina í efsta sæti 1. deildar á Englandi með sigri á Villa Park í Birmingham gegn Aston Villa. Helzti keppinautur Forest um meistaratign, Everton, beið lægri hlut i viðureign liðanna við ána Mersey, Liverpool. Nottingham Forest hefur nú fjögurra stiga forustu á Everton og þrjá leiki til góða — yfirburðir Forest eru miklir, hreint ótrúlegir. Deildabikar- inn þegar kominn til City Ground i Nottingham, meistaratign fylgir i kjöl- farið — glæsilegur árangur Brian Clough. Raunar náði Nottingham Forest ekki að sýna sínar beztu hliðar á Villa Park, Aston Villa sótti mjög allan leikinn — en vörn Forest var sterk með Kenny Burns enn frábæran. Raunar virtist Forest sleppa við vítaspyrnu er Kenny Burns handlék knöttinn innan vitateigs — en þetta fór framhjá dómaranum. Brian Little var vörn Forest erfiður en eins og oft áður í vetur skoraði Forest í lokin er Tony Woodcock sendi knöttinn framhjá Jimmy Rimmer, markverði Villa. 2 stig til Forest, raunar keppn- isstimpill yfir sigrinum en- vilji lið sigur í baráttunni um enska meistaratitilinn þá þarf heppni, mikla heppni og hana Öraggur sigur Hollands Holland sigraði Túnis 4-0 í vináttu- landsleik þjóðanna í gærkvöld. Hollend- ingar —silfurliðið frá síðustu HM — höfðu yfirburði gegn Túnis sem nú er í fyrsta sinn í úrslitum HM. Nanniga skoraði fyrir Holiendinga á 13. mínútu og annað mark fylgdi í kjöl- farið á 41. mínútu. Vermeulen var þá að verki. í siðari háifleik bættu Hollend- ingar tvcimur mörkum við, á 63. minútu Leewen og Vermeulen bætti við sínu öðru marki á 89. mínútu ieiksins — áhorfcndur voru 35 þúsund. hefur Forest haft í rikum maéli í vetur. Því stefnir í fyrstu meistaratign Notting- ham Forest — glæsilegt hjá liðinu er komst naumlegaupp í 1. deild siðastliðið vor er Bolton bókstaflega færði Forest þriðja sætið á silfurfati — tapaði klaufa- lega mörgum stigum í lokin og aðeins munaði einu stigi er upp var staðið. Nú, David Johnson, fyrrum leik- maður Everton, skoraði eina mark leiks Everton og Liverpool — þegar á 13. mínútu. Everton náði aldrei að brjóta niður sterka vörn Evrópumeistara Liver- pool og þær litlu vonir er Everton hafði um að ná meistaratigninni frá Notting- ham Forest hurfu endanlega á Goodison Park i gærkvöl d. Einn leikur fór fram í 3. deild í gær- kvöld — Hereford og Lincoln skildu jöfn, 1-1. Frank McLintock, framkvæmdastjóri Leicester, sagði af sér í gærkvöld aðeins 10 mánuðum eftir að hann tók við stjórn Leicester. Leicester er nú i neðsta sæti 1. deildar, með aðeins 20 stig að loknum 37 leikjum. Miklir erfiðleikar hafa hrjáð Leicester i vetur — meiðsli lykilleik- manna hafa veikt liðið mjög. McLintock keypti leikmenn fyrir um hálfa milljón punda — þeirra kunnastan Roger Davies frá FC Brugge. Að lokum skulum við lita á stöðu efstu liða í 1. deild. Nottingham F. 34 23 8 3 63-21 54 Everton 37 22 6 9 66-39 50 Arsenal 36 18 10 8 53-29 46 Manch.City 35 18 9 8 65-41 45 Liverpool 34 19 6 9 49-29 44 Coventry 36 17 9 10 68-52 43 Rangers í úrslit skozka bikarsins - Celtic sigraði Hibernian 2-1 og Rangers sigraði Dundee Utd. 2-0 á Hampdení bikarnum Rangers tryggði ster sæti i úrslitum skozka bikarsins eftir 2—0 sigur gegn Dundee United i gærkvöld. Rangers mætir annaðhvort Aberdecn eða Partick- Thistle i úrslitum á Hampden — Rangers hefur þegar sigraði i deilda- bikarnum. Rangers átti i erfiðleikum með að brjóta niður sterka vörn Dundee United á Hampden í gærkvöld — staðan i leik- hléi var 0—0. Það var svo \ siðari hálf- leik að Rangers tókst að tryggja sigur sinn — Derek Johnstone kom Rangers yfir og John Greig innsiglaði sigur Rangers með góðu marki. Á Park Head i Glasgow áttust við Celtic og Hibernian en þessi lið berjast um sæti í Evrópukeppni næsta vetur, UEFA-keppninni. Celtic sigraði 2—1. George McClusky skoraði bæði mörk Celtic í síðari hálfleik en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða um langt skeið, raunar hans fyrsti leikur í gær- kvöld. Celtic er nú þremur stigum á eftir Hibernian en á leik til góða. Hibernian er í þriðja sæti með 33 stig að loknum 30 leikjum en Celtic hefur nú hlotið 30 stig að loknum 29 leikjum — hörð barátta um UEFA-sæti milli þessara tveggja liða. út i veður og vind — Árm.ann virðist hafa sætt sig við fall í 2. deild. Þegar 10 minútur voru af fyrri hálf- leik hafði Fram yfir 3-2 — virtist stefna í jafnan og tvísýnan leik. En fimm mörk Fram i röð, staðan breyttist í 8-2, breytti öllu slíku, yfirburðastaða Fram, bil er Ármann náði aldrei að brúa. Staðan í leikhléi var 8-4 Fram í vil. Ármann náði að minnka muninn í tvö mörk i síðari hálfleik, 10-8, en Gústaf Bjömsson sá um að Ármenningar ógnuðu ekki sigri Fram — hann skoraði næstu fimm mörk fyrir Fram, öruggur sigur í höfn þó loka- KR van a vara — KR vannsinnþri KR vann sinn þriðja leik i 1. deild Íslandsmótsins i handknattleik 1 vetur, sigraði FH 27—22 f gærkvöld i Höllinni. KR hefur nú hlotið 8 stig, þremur stigum meir en Ármann, er nú virðist dæmt til að falla I 2. deild. KR er aðeins stigi á eftir ÍR, en sjöunda liðið f 1. deild leikur við lið númer tvö f 2. deild um sæti i 1. deild í haust. KR hefur því enn mögu- leika á að forðast aukaleik, við annað hvort Þrótt eða HK. Já, KR sigraði unglingalið FH með Geir Hallsteinsson, þjálfara KR í broddi fylkingar. Alla leikreyndari leikmenn FH — utan Geir Hallsteinsson, vantaði. Liðið hefur orðið fyrir miklum skakka- föllum í vetur. Ýmsir af kunnari leik- mönnum FH hafa hætt í vetur. Þá léku þeir Janus Guðlaugsson Guðmundur Árni Stefánsson og Birgir Finnbogason ekki með í gærkvöld svo og Árni Guðjónsson. FH hefur orðið fyrir meiri skakkaföllum í vetur en nokkurt annað lið. Leikmenn hafa hætt, verið meiddir eða ekki leikið. Það skyldi þó ekki vera eitthvað að suðúr í Hafnarfirði? Nú, þrátt fyrir að KR mætti 2. flokki FH með Geir Hallsteinsson fremstan i flokki — meistara sinn þá hafði FH yfír lengst af í fyrri hálfleik. Hinir ungu pilt- ar FH komu á óvart og innan urii eru mikil efni. Sér i lagi virðist Tómas Hans- son efniiegur leikmaður er með meiri styrkleika og aldri á áreiðanlega eftir að hrella íslenzka markverði. KR komst þegar i upphafi i 4—1 en hinir ungu leik- menn FH sneru dæminu við, jöfnuðu Jóhannes Stefánsson var KR drjúgur — I____(.Jnlré HD .

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.