Dagblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 14
14_________________________DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. APRlL 1978.
MÁNAÐARKAUPH)
Á TÓLF OG HÁUFUM DEGI?
Líklega er skynsamlegast að byrja
háaloftið í dag á því að þakka þeim,
sem hafa hringt I mig undanfarið til
þess að skeggræða við mig um þessa
pistla, ég hef jafnan haft hinn mesta
Iróðskap af þeim samræðum. Þó er
mér jafnvel enn ofar i huga dýpsta
þakklæti til allra þeirra, sem ekki hafa
hringt i mig; ég efast ekki um löngun
þcirra til þessogdáist þvi meir aðsjálf-
stillingu þeirra og tillitssemi.
'iv.irs er það sannast sagna, að
þe;^a siundina er ég á mörgum áttum
með hvað ég ætla að ræða í þessum
pistli lað lokinni ofangreindri þakkar-
gjörð). Ég hef verið í löngu og góðu
páskafrii frá fréttum og dægurþrasi;
þess háttar fritaka vetkar eins og and-
legt þrifabað, á eftir hefur maður
fjarska litla þörf til að hvolfa úr
skálum anda síns yfir landslýð. Þetta
er kannski ekki alveg rétt orðað,
heldur hitt, að skálarnar eru nokkuð
margar og engin stór.
Stærsta skálin er liklega sú, sem
hefur inni að halda þá merkilegu játn-
ingu fjármálaráðuneytisins til handa
félagsmönnum ríkis og bæja, sem út
var látin ganga skömmu fyrir páska.
Um það leyti gerði hið háa ráðuneyti
kunnugt, að þeir sem hefðu strækað úr
þeim röðum hinn fyrsta mars, skyldu
hýrudregnir um 8 prósent, þeir sem
strækuðu bæði fyrsta og annan mars,
skyldu hýrudregnir um 16 prósent, og
þetta var — að mér skildist — miðað
við mánaðarkaup.
Ekki veit ég, hvort þetta var ein-
hvers konar sæt mynd, sem fjármála-
ráðuneytið var að draga upp, eða
hvort það var bara veldi tilfinning-
anna.sem þvi svall í brjósti. En hitt
virðist mér einsætt, ef þessi tilkynning
hefur ekki verið forskot á aprilgabb, að
þama hafi starfsmenn ríkis og bæja
komist næst því að vera réttilega
metnir til fjár, sem þeir hafa komist
um dagana.
Því ef ekki hefur komið afturkippurí
þessa tilkynningu, sem þá hefur farið
fram hjá mér, jafngildir þetta yfirlýs-
ingu af hálfu hins háa ráðuneytis, þess
efnis, að opinberir starfsmenn — þeir,
sem yfirlýsingin náði til — vinni fyrir
mánaðarkaupinu sinu á 12,5 — tólf og
hálfum — degi. Það er að segja, ef þeir
vinna fyrir átta prósentum af mán-
aðarkaupinu á einum vinnudegi, eru
þeir ekki nema tólf og hálfan dag að
vinna fyrir því hundrað prósent. Ef
Háalottið
vinnudagar i mánuði eru 21, sem
nærri lætur miðað við fimm daga
vinnuviku, er þar með uppvíst, að um
40% af vinnu opinberra starfsmanna
eru hrein gjöf til ríkisins og þar með
þjóðarinnar. Þetta var raunar það sem
margan opinberan starfsmanninn
grunaði, þótt mér vitanlega hafi fjár-
málaráðuneytið ekki viljað fallast á
þaðfyrren nú.
Ég minnist þess ekki — og vona að
það stafi ekki bara af því að ég hef
snúið baki við dægurmálum um hríð,
eins og fyrr greinir — að hafa séð
miklar umræður um þessa uppljóstr-
un. Liklega eru bara opinberir starfs-
menn fórnfúsasta stétt landsins, úr því
hún leggur tvo fimmtu hluta vinnu
sinnar fram sem sjálfboðastarf og gjöf,
auk þess sem hún borgar að sjálfsögðu
skatta og skyldur möglunarlaust eins
og alltaf.
Mér er til dæmis sem ég sæi Loft-
leiðaflugmenn svona göfuglynda!
Myndlist
Textflfélagið í sókn
íslenska textílfélagið sem er ungt að
árum, stofnað 1974, er bráðgert barn
sem ölast hefur skjótan vöxt og
þroska, svo sem sjá má af sýningu
félagsmanna sem opnuð var í sölum
Norræna hússins þ. 1. apríl sl.
Mörgum er eflaust í fersku minni
norræna vefjarlistarsýningin sem stóð
að Kjarvalsstöðum i ársbyrjun 1977,
en þar sönnuóu íslensku þátttak-
endurnir eftirminnilega að þeir stand-
ast fyllilega samanburð við starfs-
félaga sina á hinum Norðurlöndunum.
islenskum konum, sjá að þar fer sam-
an frumleiki, þjálfaö form og litaskyn
og aðdáunarvert handbragð. Öldum
saman hefur íslensk vefjalist verið
nytjalist fyrst og fremst, nú fyrst hefur
hún verið leyst undan þeirri kvöð og er
þvi mikils að vænta í framtíðinni.
Sýning Textílfélagsins i Norræna
húsinu er ákaflega aðlaðandi sýning
og vel fyrir komið þannig að verkin
þrengja ekki hvert að öðru en það
. hefur mikið að segja að yfirfylla ekki
sýningarsali eins og því miður oft á sér
stað.
Það er erfitt að telja upp og gera skil
öllu sem þar er að sjá, en sérstaklega
vakti athygli mina vefþrykk Ásrúnar
Kristjánsdóttur nr. 10 og 11, stór og
kröftug mynstur með Ijóðrænu ivafi,
andlitsmynd Hildar Hákonardóttur af
skáldkopunni Huldu, svart-hvit Ijós-
mynd sem flutt hefur yfir í vef með
fullu tilliti til sérgildis vefsins, er hrein
og yfirlætislaus persónulýsing. Gamli
kirkjugarðurinn sem unninn er af
Rögnu Róbertsdóttur er ákaflega ein-
lægt og skemmtilegt verk og Ásgerður
Búadóttir hefur enn einu sinni sýnt að
hún er einn af okkar ágætustu lista-
mönnum. Ekki hefur nein opinber inn-
kaupanefnd höndlað á sýningunni
þegar þessar línur eru skrifaðar (6.
apríl), sem er miður þvi þarna eru verk
HrafnhildurSchram
sem eiga sér fyllilega tilverurétt i is-
lenskri listasögu. Efniviðurinn sjálfur
er ekki það sem skiptir máli, heldur
hvernig unnið er úr honum en óneit-
anlega hefur vefjalistin það forskot
fram yfir aðrar listgreinar að þarna er
um að ræða efni sem allir þekkja og
hafa komist i nána snertingu við. Eitt-
hvað virðist þó eima eftir af þeirri
gömlu skoðun að vefjalistin sé sérsvið
kvenna og að það sé ókarlmannlegt at-
ferli að slá vef og er það viðtekið víðar
en á lslandi. Jafnvel i austantjalds-
löndunum, þar sem verkskipting kynj-
anna virðist vera á hröðu undanhaldi,
eru fáir karlvefarar.
Er hér ekki einstakt tækifæri fyrir
fyrirtæki og opinberar stofnanir að
klæða þó ekki væri n;ma litinn hluta
steinsteypuveggja sem þessar bygg-
ingar geyma því ekki er hægt að hugsa
sér heppilegri verk seri bæði mýkja
upp og setja mannlegri blæ á nýbygg-
ingar.
Ég vil eindregið hvetja alla til að sjá
þessa frisklegu og skemmtilegu sýn-
ingu Textilfélagsins sem lýkur 10.
april.
Hrafnhildur Schram.
Hef ég orð pólska vefarans Magda-
lenu Abakanowicz, eins frægasta
vefjaiistamanns í dag, fyrir því að
framlag Islands vakti sérstaka athygli
hennar á þeirri sýningu. Ég held að al-
menningur geri sér nú Ijóst að þessar
konur, þvi ennþá eru það svo að segja
eingöngu konur, sem sinna vefjalist,
þó við getum státað af einum íslensk-
um karlvefara, Óskari Magnússyni,
taka listgrein sína alvarlega og er
sannarlega kominn timi til að hætta að
líta á verk þeirra sem hvert annað
handavinnudútl.
Margar vinna fullan vinnudag á
eigin verkstæðum, en vandi þeirra
liggur kannski helst í því hve erfitt er
að koma verkunum á framfæri. Þess
vegna hlýtur stofnun Textilfélagsins
og sýningar þess að vera félagsmönn-
um í senn andlegur og fjárhagslegur
stuðningur. Ekki eru margir áratugir
síðan listsköpun íslenskra kvenna tak-
markaöist við hvítsaum, baldýringar
og aðrar hannyrðir |að undanteknum
þeim örfáu sem fengust við skáldskap
og ritstörf) en óhætt er að fullyrða að
það var ekki vegna þess að islenskar
konur skorti sköpunargáfuna og hug-
vitið til þess að sinna öðrum listgrein-
um, heldur einfaldlega vegna jiess að
lækifærin gáfust ekki. Þeir sem ganga
um Þjóðminjasafnið og skoða þar
gömul klæði og önnur dýrindi gerð af
ASA
og rósaviður
Miöe
og 26”, hnota
A myndlampi.
Yfir 30 ára
IfUO
Suðurlandsbraut 10 R.
Sfmi 81180.
Húsbyggjendur, byggingaverktakar:
Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli.
Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu-
skilmála.
Loftorka sfi Dalshrauni 8 Hafnarfirði, simi 50877.
DRÁTTARBEIZLI — KERRUR
Vorum að taka upp 10" tommu hjólaatell
fyrír Combi Camp og flairi tjaldvagna
Höfum á lagar allar staaröir af hjólastallum
og alla hluti í karrur, sömulaiðis allar garðir
af karrum og vögnum.
ÞÓRARINN KRISTINSSON
Klapparstíg 8. Simi 28816 (Haima 72087)
Tilvalinn stóll til fermingargjafa.
Framleiðandi:
Stáliðjan Kópavogi
KRÓM HÚSGÖGN
SmMjuvegi S. Kópavogi. Simi 43211
Ferguson litsjónvarps-
tækin. Amerískir inn-
Íínumyndlampar. Amer-
ískir transistorar og
díóður.
ORRI HJALTASON
Hagamel 8, sfmi 16139.
G.G. Innrömmun
Grensásvegi 50, simi 35163, opW frá kl. 11-8. Afiur Njálsgötu
106.
Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma-
val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum
•og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og
glært gler. Póstsendum um land allt. >