Dagblaðið - 29.04.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978.
15
Þetta er viiman og áhugamálið
Rætt við SteinarBergum útgáfustarfsemi fyrirtækjanna Steina og Ymis
Sem stendur er verið að vinna að
hljómplötum fyrir útgáfufyrirtækin
Steina og Ými 24 klukkustundir á
sólarhring I Hljóðrita og þannig
verður það út maí að mestu. Önnur
plata Fjörefnis er nú langt komin og
hljómsveitin Brimkló er i miðjum
klíðum með þriðju plötu sina. Þá er
Gunnar Þórðarson að vinna að tvö-
faldri sólóplötu fyrir fyrirtæki sitt,
Ými.
„Randver byrjar að taka sína plötu
upp 29. april, það er í dag, Dúmbó og
Steini eru bókaðir i kringum 20. maí
og loks verður byrjað á nýju Spilverks-
plötunni einhvers staðar á bilinu 10.
og 20. maí,” sagði Steinar Berg fram-
kvæmdastjóri Steina hf., er Dagblaðið
spurðist fyrir um útgáfustarfsemina.
Steinar er þriðji útgefandinn, sem
Dagblaðið ræðir við að þessu sinni. Á
siðasta laugardag birtist viðtal við
Jóhann P. Valdimarsson hjá Iðunni
og á laugardaginn þar áður var rætt
við Jón Ólafsson hjá Hljómplötuútgáf-
unni hf.
Steinar Berg bætti þvi við að byrjað
væri að vinna að þremur verkefnum
til viðbótar til útgáfu hjá fyrirtæki
sínu. Hann vildi ekki gefa upp á þessu
stigi, hvaða verkefni það væru. '
Fyrsta platan
erkominút
„Nú, og ef við snúum okkur að
Ými, þá er fyrsta platan komin út hjá
því fyrirtæki, það er Lummur um land
allt,” sagði Steinar. „Auk sólóplötunn-
ar áætlar Gunnar Þórðarson að gera
tvær til þrjár plötur til viðbótar. Sam-
anlagt má búast við þvi að fyrirtækin
tvö gefi þvi út svo sem fimmtán plötur
á þessu ári.”
Á síðasta ári gáfu Steinar út fimm
plötur og Ýmir eina. Þvi er um veru-
lega aukningu að ræða og Steinar Berg
var því spurður hvort hann teldi mark-
aðshorfur betri fyrir íslenzkar plötur
en í fyrta.
„Plötusalan í fyrra var litil sem eng-
in fyrr en á síðustu mánuðunum, en
nú þegar er þetta orðið öðruvísi. Við
erum búnir að selja sex þúsund eintök
af nýju Lummuplötunni og eigum
eftir að selja að minnsta kosti sex þús-
und til viðbótar.
Ég vil ekki kenna neinu öðru um en
efni þeirra platna, sem komu út fyrri-
partinn í fyrra, hversu illa seldist. Ég
er smeykur um að listamennirnir hafi i
flestum tilfellum frekar verið að hugsa
um sjálfa sig en kaupendurna þegar
þeir völdu efnið á plötur sínar.”
Spilverksplatan
dýrust
„Það er jú anzi mikið að gefa
fimmtán plötur út á einu ári. Ég er
samt sannfærður um að þær eigi allar
eftir að ganga. Kostnaður verður i
meðallagi við gerð flestra þeirra, sem
þýðir að þær verða að seljast í 2500—
3000 eintökum til að borga sig. Eina
platan, sem ég legg mikið fé i er Spil-
verksplatan og ég get sætt mig við að
tapa á henni. Þó reikna ég frekar með
hagnaði á henni líka.
Þó að útgáfuaukningin hjá mér sé
hundrað og fimmtiu prósent frá fyrra
ári, þá á ég von á því að svipað magn
af plötum komi út nú og í fyrra. Aðal-
hættan hjá mér er að ég lendi i sam-
keppni við sjálfan mig. Þess vegna
verður þeim plötum, sem nú er verið
að hljóðrita, dreift á allt árið. Það væri
óviturlegt i meira lagi að senda þær á
markað allar í einu, þó að þær séu
teknar upp um svipað leyti.
í raun og veru þykir mér ákaflega
óþægilegt að vera með meira en eina
plötu í takinu í einu,” hélt Steinar Berg
áfram. „Ef tvær eru í sölu i einu, þá er
hætt við því að önnur fái ekki nógu
mikla aðhlynningu.”
Innflutningur
og innkaupastjórn
Tilgangur Steina hf. er ekki ein-
göngu útgáfustarfsemi. Fyrirtækið
flytur einnig inn talsvert af erlendum
plötum. Auk þess stjórnar Steinar
Berg innkaupum fyrir hljómplötudeild
Karnabæjar, en hún rekur sjö verzl-
anir viða um land. — Kamabær á
helming Steina hf. á móti Steinari. —
Hann var að þvi spurður, hvort jafn
viðamikil starfsemi útheimti ekki
mikla vinnu. Steinar svaraði:
„Ég er nú svo stálheppinn að þessi
vinna fer saman við áhugamál rnitt,
hljómplötuna. Auðvitað tekur fyrir-
tækið mikið af þeim tíma minum. Ég
eyði hér oft löngum kvöldum, en það
er engum til hrellingar nema konunni
minni.
Stærsti hlutinn af veltu Steina hf. er
til kominn vegna erlendu platnanna.
Það útheimtir mikla vinnu að flytja
inn slíkan varning og sömuleiðis mikið
samstarf milli okkar annars vegar og
kaupenda okkar, plötukaupmann-
anna, hins vegar.
Velta fyrirtækisins milli ára hefur
margfaldazt að undanförnu, sem
hefur í för með sér að ég þarf að bæta
við mig starfsfólki i hlutfalli við það.”
Vegna íslenzku platnanna, sem
koma út í ár, benti Steinar Berg á, að
fjöldina.væFr meðal annars tilkominn
Steinar Berg: Ég verð að gxta þess að fara ekki I samkeppni við sjálfan mig. DB-
mynd: RagnarTh.
Þegar stór plata hefur selzt I einni milljón eintaka I Bandarikjunum eru flytjendurnir sxmdir platinuplötu að launum.
Útgefandi Saturday Night Fever hefði þurft að punga út tiu plötum handa Bee Gees, þegar platan náði tiu milljón eintaka
markinu. Hann gat ómögulega staðið I slikum plötuaustri en sxmdi þá I staðinn Cadillac bifreið — úr platinu að sjálf-
sögðu.
vegna þess áð búið hefði verið að taka
ákvörðun um útgáfu nokkurra platna
siðastliðið ár. en ekki unnizt tínti til að
vinna í þeim fýrr en nú. Hann sagðist
ekki vera einváldur um verkefnaval.
heldur hef^i hann fullt samstarf við
eigendur Karnabæ.iar.
„Ég sé um daglegan rekstur fyrir-
tækisins, en allar ákvarðanir eru
teknar i fullu samráði við Guðlaug
Bergmann og Pétur Björnsson, þegar
við hittur.ist á hlaupum," sagði Stein
ar.
- ÁT -
Bee Gees efstirá
blaði í Englandi,
Bandaríkjunum og
Ves tur-Þýzkalandi
Night Fever, lag Gibbbræðra'nna i
Bee Gees, er nú i efsta sæu bæði i
Englandi og Bandarikjunuitt. Það
leysti lag Showaddvwaddv, I WonHer
Why, af hólmi i Englandi. en hefur
verið á toppnum vestra síðustu áua
vikur. Engin hljómsveit hefur koipizt
jafn oft á toppinn i Bandarikjunum á
þessum áratug en einmitt Bee Gees, og
hún verður vart slegin út héðan af.
Tvöfalda platan með lögum úr
kvikntyndinni Saturday Niglu Fevxr
hefur nú selzt i liátt á elleftu milljon
eintaka. Engin hljómplata hefur skilað
útgefanda sinurn jafn miklum ágóða
ogeinmitt hún.
Ef vinsældalistarnir eru skoðaðir, er
ákaflega lítið að gerast á þeim þessa
vikuna. Wings eru eina nýja nafnið i
Bandaríkjunum á topp tiu. Þau eru á
nokkuð góðu skriði upp á við með
lagið With A Little Luck. Það lag er í
sjötta sæti í Englandi.. Wings eru
númer eitt i V-Þýzkalandi, en þar er
gamla lagið Mull Of Kintyre á
toppnum. v ÁT.
ENGLAND - Melody Maker
1.(6) NIGHT FEVER....................BEE GEES
2.1 7 ) TOO MUCH, TOO LITTLE, TOO LATE
........JOHNNY MATHIS AIMD DENIECE WILLIAMS
3. I 2) MATCHSTALK MEN AND MATCHSTALK CATS AND
DOGS....................BRIAN AND MICHAEL
4. ( 5 ) IF YOU CANT GIVE ME LOVE.SUZI QUATRO
5. ( 4 ) NEVER LET HER SLIP AWAY.ANDREW GOLD
6. ( 8 ) WITH A LITTLE LUCK . ........WINGS
7. ( 1 ) I WONDER WHY.......SHOWADDYWADDY
8. (10) FOLLOW YOU FOLLOW ME.........GENESIS
9. ( 3 ) BAKER STREET.........GERRY RAFFERTY
10. (18) SINGIN’ IN THE RAIN.. SHEILA B. DEVOTION
BANDARIKIN - Cash Box
......BEEGEES
YVONNE ELLIMAN
BARRY MANILOW
1. (1) NIGHT FEVER.......
2. ( 4 ) IF I CAN'T HAVE YOU.
3. ( 2 ) CAN'T SMILE WITHOUT YOU . . .
4. ( 5 ) THE CLOSER I GET TO YOU
..........ROBERTA FLACK AND DONNY HATHWAY
5. (13) WITH A LITTLE LUCK..........WINGS
6. ( 7 ) RUNNING ON EMPTY..JACKSON BROWNE
7. ( 6 ) JACK AND JILL.............RAYDIO
8. ( 3 ) DUST IN THE WIND.........KANSAS
9. ( 9 ) GOOD BYE GIRL.........DAVID GATES
10. ( 8 ) LAY DOWN SALLY.......ERIC CLAPTON
VESTUR—ÞÝZKALAND
1.(1) MULL OF KINTYRE................WINGS
2.1 2 ) TAKE A CHANCE ON ME..........ABBA
3. ( 6 ) FOR A FEW DOLLARS MORE....SMOKIE
4. ( 3 ) LOVE IS LIKE OXYGEN. . . .-.SWEET
5. ( 5 ) DON'T STOP THE MUSIC.BAY CITY ROLLERS
6. ( 4 ) LOVE IS IN THE AIR.JOHN PAUL YOUNG
7. ( 8 ) RUNAROUND SUE.........LEIF GARRETT
8. ( 7 ) ROCKIN' ALL OVER THE WORLD.STATUS QUO
9. ( 9 ) FREE ME................URIAH HEEP
10.(10) (IF PARADISE IS) HALF AS NICE.ROSETTA STONE
HOLLAND
1. (1) RIVERS OF BABYLON..........BONEY M
2. ( 2 ) ARGENTINA...........CONQUISTADOR
3. (4)UOME............................LUV
4. ( 3 I ONLY A FOOL .... MIGHTY SPARROW AND BYRON LEE
5. ( 6 ) COME BACK MY LOVE.......THE DARTS
6. ( 5 ) STAYIN' ALIVE............BEEGEES
7. ( 7 ) DENIS................... BLONDIE
8. ( 8 ) WUTHERING HEIGHTS......KATE BUSH
9. (14) STARSHIP 109..............MISTRAL
10.(24) AMORAMOR................ROD MCKUEN
HONG KONG
.......BEEGEES
. . . . GENE COTTON
..........SWEET
SAMANTHA SANG
......BILLYJOEL
1. ( 2 ) STAYIN' ALIVE......
2. (10) BEFORE MY HEART FINDS OUT .
3. ( ? ) LOVE IS LIKE AN OXYGEN.
4. ( 1 ) EMOTION............
5. ( 4 ) JUST THE WAY YOU ARE.
6. ( 5 ) SWEET TALKING WOMAN
...................ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA
7. (12) CAN'T SMILE WITHOUT YOU.BARRY MANILOW
8. (13) DUST IN THE WIND..............KANSAS
9. ( 3 ) (LOVE IS) THICKER THAN WATER.ANDY GIBB
10. ( 6 ) WONDERFUL WORLD
..........SIMON, GARFUNKEL AND JAMES TAYLOR