Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.05.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 06.05.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAt 1978. 3 Um Reykjavík, hina dauðu borg: Frá 1. maí í ár — bensínleysið í Reykjavík var ekki algjört. Geysilöng bílalest á Langholtsvegi. Bæjarleiðir hlupu nefnilega undir bagga i vandræðum bíleigenda. DB-mynd Sv. Þorm. Hurðum skellt á andlit almúgans Bileigandi skrifar: Skrifin í Dagblaðinu um Reykjavík, dauða borg, voru sannarlega orð i tíma töluð. Yfirstjórn borgarinnar er ábyrg fyrir dauða borgarinnar. En það eru fleiri sem koma inn í myndina. Verkalýðsfélögin virðast t.d. stefna að því að banna félögum sínum að vinna nema rétt yfir bládaginn. Eða eru það kannski vinnuveitendurnir sem bera ábyrgð á öllu þjónustuléysinu? Þann 1. mai ár hvert gerist það að ALLAR bensinsölur þessarar dauðustu stórborgar á jarðriki eru LOKAÐAR. Hvergi er dropa að fá af þessum dýra vökva, bensíninu. Nú er ég ekki á móti því að fólk eigi ~ frí, ég tala nú ekki um 1. maí. En málið er bara það að á frídögum virðist óumflýjanlegt að ýmsar stéttir verði að’ vinna, bókstaflega talað til þess að frídagurinn geti heppnazt. Viss hluti bileigenda þarf til dæmis á bensíni að halda á helgum degi. Ástæðurnar geta verið fjölmargar. En þá koma til skjalanna aðilar sem telja sig hafa veri kjörna til að „hafa vit fyrir almenningi”, borgarfulltrúar, nú eða þá verkalýðsleiðtogar, eða at- vinnurekendur, og skella öllum hurðum framan i andlitið á al- ’menningi, þessum sauðsvarta almúga sem þeim er í raun ætlað að þjóna. Ég legg til að ný borgarstjórn, hvernig sem hún verður samansett, leggi höfuðin í bleyti til lausnar hin- um alvarlega dauða borgarinnar. Reykjavík lifi! Fyrirspurn tilVilmundar. Afhverju erAlþýðu- bandalagið komma- flokkur? Óskar Jónsson hringdi: Hann langaði til þess að koma á framfæri fyrirspurn til Vilmundar Gylfasonar: Vilmundur talar aUtaf um Alþýðu- bandalagið sem komma en mig langar til þess að vita hver sé munurinn á Alþýðubandalaginu núna og Alþýðu- flokknum í byrjun fjórða áratugsins og hvað það sé sem geri Alþýðubanda- lagið frekar að kommúnistaflokki en - krataflokki. Ég leyfi mér að halda þvi fram að Alþýðubandalagið sé ekkert annað en krataflokkur. Raddir lesenda Spurning dagsins Hefurðu bragðað karfa? Sigmundur Guðbjarnarson verzlunar- maður: Já, það hef ég gert. Hann er ágætur, með betri fiski sem maður bragðar. Synd hvað litið er borðað af honum hérna við sjóinn. Henry Franzson sendibifreiðarstjóri: Já, já, það er ég nú hræddur um. Hann er ágætur steiktur. Þó er skötuselurinn ennþá betri. Hræðslan skapar fordómana gegn nýjustu hljómlistarbylgjunum, segja bréfritarar. Mosavaxnir kerfis- þrælar skilja ekki framúrstefnu Skakkur Óvis og Illur Allsherjar (1905—61041(9722—9252) skrifa: Slugslags einblínistefna er þetta, einhver þumbi þykist hafa tónlistar- og fyrirbrigðavit fyrir Punkenstein og öðrum (til dæmis David Bowie) og dæma heila tónlistar-, stjórnmála- og tizkustefnu eftir einni plötu með Ramones (sem er að okkar „álkt” vægast sagt allt of litið og lélegt dæmi um PUNK og NEW WAVE, kauptu þér frekar plötu með t.d. Stranglers, Jam, Clash, 999, Sex Pistols, Heart- breakers, Richard Hell, Radio Stars, Talking Heads, Dead Boys.... o.fl. o.fl...Þetta er ætti að nægja til að gefa forsmekkinn af tónlistinni, en hvað um hugmyndafræðina? Punkarar gefa skit i kerfið, þjóð- höfðingja og önnur mosavaxin fyrir- brigði, sem gera einstaklinginn aö nafnnúmerum hjá skattstofunni. „Þetta er della,” segja mosavaxnir kerfisþrælar, en hvað er „ljótt” og hvað er „faUegt”? Er „Ijótt” ekki bara „fallegt”? Punk gefur skít í öU hefð- bundin viðhorf með framkomu og klæðnaði. En af hverju er punk fordæmt? Það er kannski öfund hjá eldra fólkinu þar sem þvi datt þetta ekki i hug i sinu ungdæmi. En þetta er aðeins endurtekning, hneykslunin er ekki meiri en viö bitlaæöiö, að ekki sé talað um Rolling Stones sem gerðust svo djarfir að hafa hár og vera ekki í hljómsveitarbúningum (að hugsa sér). En hvaða tilgangi þjóna þessar bylgjur eins og bítlaæðið og punkið? Þær koma nýjum stefnum af stað bæði í tónlist og framkomu (þær brjóta, eða leitast viö að brjóta, niður kerfis- bundið álit manna á öðrum mönnum). Þetta vonum við að verði til góðs. Og finnst okkur mjög sorglegt að vita ein- hvern imba vera að eyða prentsvertu sem keypt er fyrir vorn takmarkaða gjaldeyri. Með óhugnanlegum kveðjum til kerfisþræla. Taktu af þér augnlokin ILLA ÞÝDDUR SERPÍKÓ Dóra skrifar. Jón Thor Haraldsson, þýðandi sjón- varpsins, mætti nú heldur fara að gæta sín og þýða þætti sína eins og maður. Ég horfði á vin minn Serpikóá þriðjudagskvöld og mér ofbauð svo þýðingin að ég átti ekki orð (og er þá mikið sagt). Dæmi: Serpíkó sagði við konu eina: take off your eyelashes, og það var þýtt: taktu af þér augnlokin, hver sem getur það. Jóni til upplýs- ingar skal þess getið að Serpikó var að fara fram á það að konan tæki af sér gerviaugnhárin. Seinna í sama þætti bauð þessi sama kona löggu einni, kvenkyns, þessi umtöluðu augnhár og sagði: do you want some eyelashes? og þaðþýddiJón viltu augnlok? Það þarf ekki nema meðalgáfur til að sjá að jafnvel konur taka ekki af sér augnlok og rétta öðrum og hvert barn í menntaskóla veit að gerviaugnhár eru iaftur á móti meðfærilegri i þeim efn- um. Endur- sýnið Charly 1623—9259 skrifar Mikið væri ég nú þakklát sjónvarp- inu ef það vildi gera mér og fleirum þann stóra greiða að endursýna mynd- ina Charly sem það var með á laugar- dagskvöldið. Ég sá ekki nema seinni hluta myndarinnar og sýndist að hún væri ein sú allra bezta sem komið hefur í íslenzku sjónvarpi um mína daga. Leikur Cliffs Robertsson var alveg frábær og nærri óhugnanlega góður á köflum. Væri ekki hægt að sýna þessa mynd aftur? Ég geri mér grein fyrir að sífellt er verið að kvabba í stjórnendum sjón- varps um emjursýningu. á hinu og þessu én þar sem myndin var' svona góð fyndist mér það engin goðgá. Fávitinn orðinn „vitur” og kominn á séns, atriði úr Charly. Edwin Petersen sendibifreiðarstjóri: Nei. Ég hef aldrei hugsað út í það. Mér hefur ekki verið boðinn hann og ég hef ekki beðið um hann aðfyrra bragði. Aðalheiður Helgadóttir húsmóðir: Já, karfabollur. Ég bjó þær til sjálf svo ég þori ekki að segja um hvort þær voru góðar. Ég hef ekki bragðað steiktan karfa. Hilmar Þór Sigurðsson safhvörður: Nei, og mig langar ekki til þess. Þórarinn Guðmundsson innheimtu- maður: Já, já. Hann er ágætur fiskur, hvort heldur sem er steiktur eða soðinn W nýruppúrsjónum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.