Dagblaðið - 06.05.1978, Page 5

Dagblaðið - 06.05.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAl 1978. 5 Ráðstef na gæzlumanna landsins um f erðamál: Áníðsla og skemmdir á náttúru landsins eru þjóðarmeinsemd — Uggur vegna f jölgunar erlendra ferðamanna hérlendis sem fylla sæluhús og tjaldsvæði — Náttúru verndarlögum slælega f ramfylgt Fundur Félags gæzlumanna um gæzlu lands og ferðamál var haldinn i Saltvík dagana 7.-9. april sl. Þar kom ýmislegt forvitnilegt fram um umgengni Íslendinga og erlendra ferðamanna um landið. Gæzla lands á sér ekki langa sögu og má rekja upphafið til skála- vörzlu á vegum Ferðafélags Islands. Skálaverðirnir urðu siðar gæzlumenn á vegum Náttúruverndarráðs. umferðar um ný JH. fara sér hægt i aukningu gistirýmis og gæta varúðar i lagningu nýrra vega. þannig að ekki leiöi til og viðkvæm svæði. Hlutverk gæzlumanna er m.a. að leiðbeina fólki og veita upplýsingar um landið og náttúru þess. Einnig fer tals- verður timi i að verja landið fyrir á- gengni manna. koma i veg fyrir akstur Jtan slóða. hlífa dýralifi. vernda það sem fagurt er og ásjálegt. Náttúra landsins er viða i hættu vegna mikillar og oft ógætilegrar umferðar ferða- manna og stappar sums staðar nærri ör- tröð. Einkum á þetta við um gróður- vinjar i óbyggðum. Það veldur gæzlumönnum iðulega érfiðleikum i starfi hversu náttúruvernd- arlögum er slælega tramfylgt af hálfu yfirvalda. Flestir telja það til litils að kæra menn fyrir brot á lögum þessum, jafnvel þótt um gróf skemmdarverk á náttúru landsins sé að ræða Áníðsla og skemmdir á náttúru landsins eru þjóðfélagsmeinsemd. Virðing fyrir land- inu og samúð með því er nátengd sjálfs- virðingu þjóðarinnar er það byggir. Lög- gæzlumenn og dómarar geta stuðlað að hugarfarsbreytingu sem vissulega er þörf i þessu efni. Ekki verður séð að nein heildarstefna sé til í islenzkum ferðamálum. hvorki hjá opinberum aðilum né almennings- samtökum. Samkvæmt lögum fer Ferða- málaráð með stjórn ferðamála undir yfirstjórn samgönguráðuneytis. Efst á blaði verkefna ráðsins er skipulagning og áætlanagerð um íslenzk ferðamál. Ekki verður séð að þessi skipulagning og áætlanagerð sé enn komin til sögunnar. Starfsemi Ferðamálaráðs virðist i grófum dráttum snúast um land- kynningu erlendis til þess að ná sem flestum útlendingum til landsins og uppbyggingu hótela. einkum með er- lenda ferðamenn í huga. Öðrum þáttum ferðamála hefur ráðið ekki sinnt í skynsamlegu hlutfalli við þessa tvo, þótt skýrsla umhverfisnefndar Ferðamála- ráðs um ferðamál i óbyggðum sé dæmi um nauðsynlegt og ánægjulegt framtak. Gæzlumenn telja að einkum þurfi að leggja áherzlu á tvo þætti: 1. Nátt- úruvernd, einkum fjölsóttra en viðkvæmra staða og svæða, og 2. islendingum séu tryggð eðlileg og sjálf sögð landnot i fjölbreytilegri útivist. En fleira þarf að koma til. Uggur hefur setzt að mönnum vegna fjölgunar erlendra ferðamanna hérlendis. Á siðasta ári komu hingað 72.690 erlendir ferðamenn, eða sem svarar 36% islenzku þjóðarinnar. Ljóst er að mciri- hluti þeirra sem ferðast um hálendið er útlendingar. Komið hefur til tals að takmarka með valdboði aðsókn að fjölsóttustu ferða- mannastöðunum. Erlendir ferðamenn fylla nú sæluhúsin, sameign íslenzks al- mennings. Þykir mörgum sem gáukseggi hafi verið laumað i hreiður vort, ekki sizt eftir að erlendir ferðamenn fóru að gera út á íslandsfjöll upp á eigin spýtur. Þetta viðkvæma mál krefst opinberra afskipta hið bráðasta. Á ráðstefnu gæzlumanna landsins kom fram að full ástæða væri til þess að ráða gæzlumenn án fasts aðseturs til þess að líta eftir stórum landsvæðum og hafa ekki einungis afskipti af ferðamönnum heldur einnig ýmsum þeim sem atvinnu eða ábata hafa af því að leigja mönnum land undir tjöld og bíla. Hjallafiskar Merkið s«m vonn harðfisknum nafn F®St hjd: Herjótfur Skipholti Hjallur hf. - Sölusími 23472 ÍSLANDSMEISTARAMÓT í FIMLEIKUM LAUGARDAG6. MAÍ: 3KYLDUÆFINGAR Kennarahaskolans sunnudag 7. mí: frjálsar æfingar Mótið hefstkL 15 báða dagana — Spennandikeppni — Alþjóðlegar keppnisreglur— Norskuryfirdómari — Fimleikasambandið Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Austurbær og Norðurmýri Hlíða- og Holtahverfi. Laugardaginn 6. maí kl. 14:30. Domus Medica — Egilsgötu 3. Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og uppdráttum 2. Litskuggamyndir af helztu fram- af ýmsum borgarhwerfum og kvæmdum borgarinnar nú og nýjum byggðasvæðum. að undanförnu. Fundarstjóri: Barði Friðríksson. hæstaróttarlög- maflur. Fundarritarar Magnús Ásgeirsson, viflskiptafræflinemi og Rúna Guflmundsdóttir, verzlunarstjóri. Ýmsar takmarkanir má gera áður en fjöldi erlendra ferðamann yrði tak- markaður inn i landið. Draga mætti úr landkynningu erlendis, ráðlegt væri að Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.