Dagblaðið - 06.05.1978, Page 6

Dagblaðið - 06.05.1978, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978. ÞETTBYLISKJARNIBARÐASTRAND- ARSÝSLU Á í VÖK AÐ VERJAST Það væri synd að segja að Patreks- fjörður væri fjörlegur staður. Þar var áður eitt helzta verzlunar- og útgerðar- pláss á Vestfjörðum, en nú hafa ýmsar eðlilegar framfarir dregizt á langinn vegna fábreytni atvinnulífsins og skorts á samstöðu sveitarfélaganna í nágrenn- Helzti atvinnuvegur Patreksfirðinga er sjávarútvegur. Þar eru frystihús, salt- fiskverkunarstöðvar, fiskimjölsverk- smiðja og fleira. íbúar eru um 1000. í verkalýðsbaráttunni hafa Patreks- firðingar um langt skeið haft nokkra sér- stöðu — þar er til dæmis ekki yfirstand- andi útflutningsbann og sjálfan 1. maí voru þar ekki aðrar samkomur en fram- boðsfundur á vegum Alþýðuflokksins. t siðustu hreppsnefndarkosningum fóru leikar þannig að sjálfstæðismenn fengu þrjá kjörna, óháðir einn mann, Alþýðuflokkurinn tvo og framsóknar- menn einn. Meirihlutasamstarf sjálf- stæðismanna og óháða fulltrúans fór út um þúfur á miðju kjörtímabilinu. Skipar óháði fulltrúinn nú efsta sæti á lista framsóknarmanna. Lögfræðingurinn úrReykjavík sem gjörsigraöi íprófkjörinu Patreks- fjörður Stefán Skarphéðinsson, fulltrúi sýslu- mannsins á Patreksfirði, hafði ekki verið á staðnum nema í um tiu mánuði þegar hann tók þátt í prófkjöri sjálfstæðis- manna þar og varð langefstur. Hann skipar nú 2. sætið á lista flokksins við hreppsnefndarkosningarnar í vor. „Vissulega komu úrslitin í prófkjör- inu mér á óvart,” sagði Stefán í samtali við útsendara DB. „Ég hafði ekkert gert til þess að afla mér fylgis. Ólafur Guðbjartsson, sem lengi var oddviti hér, hefur kannski hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að liklega væri þetta fyrir það hve. fáir þekktu mig! Annars dettur mér i hug að ef til vill eigi starf mitt hér þátt í þessu, maður hittir mjög marga.” Vatnsskortur ógnar f rystihúsunum — segir efsti maðurá lista Atþýðuflokksins „Það er ekki hægt að segja að pólitísk eða málefnaleg átök hafi verið mikil í hreppsnefnd, menn deila frekar um verkefni og niðurröðun þeirra. Þaðer nú svo að hugmyndir frambjóðenda um hin ýmsu mál fara ekki alltaf sanlan og því skiptast menn í flokka,” sagði Ágúst H. Pétursson skrifstofustjóri, efsti maður á lista Alþýðuflokksins við hreppsnefndar- kosningarnar á Patreksfirði, þegar DB sótti hann heim. Ágúst hefur átt sæti í hreppsnefnd i 24 ár og minnist þess ekki, að þar hafi orðið mikill pólitískur ágreiningur. En fé skortir tilfinnanlegar nú en oft áður: „Það er orðið þannig hjá sveitarfélögum úti um land að þau hafa úr litlu að spila enda er ríkisbáknið orðið ein allsherjar hit og seilist jafnt í vasa almennings og sveitarfélaganna. Það er mjög gott ef hægt er að nota 47—50% tekna sveitar- félagsins i fjárfestingu, annað fer i lög- boðin útgjöld sveitarfélagsins.” Ágúst taldi að brýnasta verkefni væntanlegrar hreppsnefndar væri vatns- veitan. „Hún er orðin svo ófullnægjandi að það er hætt við að frystihúsin hér yrðu svipt vinnsluleyfum vegna vatns- skorts ef vel væri að gáð,” sagði hann. Hann sagðist oft hafa ætlað að hætta störfum i hreppsnefnd og raunar hefði þetta kjörtímabil átt að verða sitt siðasta. Hann heföi hins vegar látið undan beiðni kunningja sinna og vina, bæði flokksbundinna. og óflokksbund- inna. „Ég hef haft afskipti af ýmsum málum hér og alltaf reynt að beita mér fyrir framförum. Þeim gæti hafa likað min afstaða,” sagði Ágúst H. Pétursson. Ágúst H. Pétursson, efstur á lista Alþýðuflokks, 24 ár i hreppsnefhd: „Þeim gæti hafa likað min afctaða.” Fólkið, ekki aöeins fyrírtækin, fái sína fulltrúa í hreppsnefnd — segja óháðir fulltrúar lista framfarasinna „Það er kominn timi til að eitthvað sé gert fyrir og hugsað um fólkið sjálft— ekki bara fyrirtækin sem hingað til hafa átt sína föstu fulltrúa i hreppsnefnd- inni," sögðu tveir menn af lista fram- farasinna á Patreksfirði, Eyvindur Bjarnason kennari og Þórarinn Kristjánsson verksmiðjustjóri. Framfarasinnar á Patreksfirði eru „óþekkt stærð”, eins og Eyvindur orðaði það, enda hefur ekki áður verið boðið fram af þessum lista. Eyvindur, sem skipar efsta sæti listans, sagðist ekki áður hafa haft afskipti af stjórnmálum en nú látið undan eindregnum áskorun- um um að gefa kost á sér. „Ég veit ekki hvort ég á erindi,” sagði hann hæglát- lega, „Það verður að koma í Ijós. Eyvindur Bjarnason og Þórarinn Kristjánsson, óháðir framfarasinnar. „Það verðui að koma i Ijós hvort við eigum erindi.” Tilgangurinn með þessu framboði er náttúrlega sá að hleypa nýju blóði í hreppsnefndina. Það er allt of lanet siðan þar hafa orðið umtalsverðar breyt- ingar.” Stefnuskrá framfarasinna er ennþá engin til, en er i mótun. Þeir Eyvindur og Þórarinn gátu þess þó að m.a. hefði verið rætt um að kanna hvort borgaði sig fyrir hreppinn að sækja um kaup- staðarréttindi. „Nágrannasveitarfélögin hafa beint og óbeint staðið gegn ýmsu sem við teljum að væri gott fyrir sveitar- félagið, svo sem byggingu skóla hér, sundlaugar og svo framvegis. Skiljan- lega vilja allir fá þetta til sín.” Þeir töldu vatnsveituna brýnasta verkefni væntanlegrar hreppsnefndar. „Upphaflega — fyrir 8—9 árum — átti þessi vatnsveita að fullnægja 5000 manna byggð. Nú dugar hún ekki þessum eitt þúsund sem búa hér. Þetta er eins og Krafla — það kemur bara ekkert vatn. Það versta er að I allt of mörg ár hefur ekkert verið gert í málinu.” Stefán sagðist lengi hafa haft áhuga á félagsmálum. Hann tók virkan þátt í stúdentapólitik i Háskólanum og var þar m.a. formaður Vöku og ritstjóri Stúdentablaðsins. Hann var einn VL- menninganna svokölluðu sem 1974 beittu sér fyrir undirskriftasöfnuninni „Varið land.” Fréttamaður ÐB spuröi Stefán hvers vegna hann gæfi kost á sér í hrepps- nefnd.„Ég tel aðallirættuað taka virkan þátt í rekstri bæjarfélagsins,” svaraði hann. „Þetta er það lítið að öllum kemur þetta við. Mitt ánugamái hér númer eitt, tvö og þrjú er höfnin sem þarf að laga mikið. Þá er einnig nauðsynlegt að efla atvinnulíf hér talsvert, gera það fjölbreyttara en það er nú. Nú, og ég tel hreinskilnislega að ég geti alveg eins setið í hreppsnefnd og hver annar, kröfur til hreppsnefndarmanna eru ekki mjög miklar.” Stefán Skarphéðinsson, annar á lista sjálfstæðfcmanna: „Þvi ekki ég eins og hver annar?” Allt of mörg loforð gefin fyrir kosningar — segir efsti maðurá lista Framsóknar „Það eru allt of mörg loforð gefin fyrir kosningar,” svaraði Sigurgeir Magnússon bankafulltrúi, efsti maður á lista Framsóknarflokksins við hrepps- nefndarkosningarnar á Patreksfirði, þegar fréttamaður DB spurði hann hverju hann hygðist lofa kjósendum sínum. „Menn eiga engu að lofa öðru en að vinna heilshugar að þeim málum sem til góðs mega veröa fyrir byggðina,” bætti Sigurgeir við. Þetta er i annað sinn sem Sigurgeir býður sig fram en undanfarið kjörtíma- bil hefur hann átt sæti í hreppsnefnd. „Ég skoraðist ekki undan þvi að fara fram fyrst flokksmennirnir treystu mér til þess,” sagði Sigurgeir. Hann kvaðst ekki eiga sér „uppáhaldsmál” i hrepps- nefnd, enda væri erfitt að slíta eitt frá öðru. „Hafnar- og gatnagerðarmál eru þó fyrst á dagskrá,” sagði hann, „og einnig uppbygging grunnskólans en ég var lengi bamakennari hér.” Hann játti því að aðeins eitt nágrannasveitarfélagið (hið minnsta) Rauðasandshreppur hefði viljað láta byggja nýjan grunnskóla á Patreksfirði. „Samstaða hefur ekki náðst og það getur' náttúrlega ekki gengið i framtiðinni. Það hlýtur að verða einn þéttbýliskjami á þessu fámenna og dreifbyggða svæði,” sagði Sigurgeir. Hann taldi rétt að fara mjög gætilega i allar áætlanir um stofnun kaupstaðar á Patreksfiröi. Við spurðum loks hvort hann teldi heppilegt að hafa listakosningar á jafnfá- mennum stöðum og Patreksfirði. „Listakosningar hafa mjög marga ókosti og vissulega væri heppilegast að um þær væri ekki að ræða. En það er erfitt að koma þvi við, það var reynt fyrir, nokkrum árum en þá kom strax frarrt „sprengilisti” þannig aðárangurinn varð ekki sem skyldi,” sagði Sigurgeir. 4 LISTAR ÍKJÖRI Urslit Í4 síðustu kosningum Patrekshr. (Patreksfj.) Sjálfstæðisflokkur Óhððir AlþýðufL, Framsókn og Samtök frjálsl. og vinstri Alþýðuflokkur FramsóknarfL Alþfl., FramsóknarfI. og Sjálf stæðisf I. 1974 172-3 69-1 223-3 1970 137-2 72-1 1966 130-2 1962 174-3 135-2 110-2 83-1 182-3 305-1 A-listi Alþýðuflokks á Patreksfirði: 1. Ágúst H. Pétursson skrifstofustjóri, 2. Jón Bjöm Gíslason húsasmíðameistari, 3. Gunnar Pétureson rafvirki, 4. Birgir Pétursson húsasmiður, 5. Erla Þorgerður Ólafsdóttir héraðshjúkrunarkona, 6. Leifur Bjamason slökkviliðsstjóri, 7. Heiðar Jóhannsson iðnnemi. Til sýslunefndan Gunnar Pétursson rafvirki — Bjami Þorsteinsson verkstjóri til vara. B-listi, Patreksfjörður 1. Sigurgeir Magnússon bankafulltrúi, 2. Helgi Jónatansson forstjóri, 3. Erla Haíliðadóttir veitingakona, 4. Sveinn Arason tryggingafuUtrúi, 5. Sæmundur Jóhannsson bifreiðarstjóri, 6. Ásta Gísladóttir ljósmóðir, 7. Guðjón Guðmundsson bifreiðaeftirlitsmaður, 8. Lovísa Gunnarsdóttir húsmóðir, 9. Svavar Júliusson kaupfélagsstjóri, 10. Jóhannes HaUdórsson bifreiöarstjóri, 11. Ari ívarsson verkstjóri, 12. Kristín Jónsdóttir húsmóðir, 13. Snorri Gunnlaugsson verzlunarstjóri, 14. Svavar Jóhannesson bankaútibússtjóri. Til sýslunefndar: Svavar Jóhannesson — Ari tvarsson til vara.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.