Dagblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAl 1978.
19
Ég sagði henni
Elsu eldabusku að
hún þyrfti ekki að
ílelda kvðldmatinn.
r'þvi við förum út að/
Kemur ekki til
mála! Ég hef ekki
efni á að
borða úti á
rándýrum veitinga
stöðum!
Ef ég rei ti hana til
reiði ætlar hún að
syngja regnsönginn og
drekkja okkur öllum.
c
Til sölu er fiberbretti
og húdd á Willys-jeppa árg. ’55-’70 á
mjög góðu verði. Smiðum alls konar
bílhluti úr plasti. Polyester hf. Dals-
brauni 6, Hafnarfirði, sími 53177.
Öskum eftir öllum bílum
á skrá, bjartur og rúmgóður sýningar-
salur, ekkert innigjald. Bílasalan Bíla-
garður, Borgartúni 21, símar 29750 og
29480.
Óska cftir vél
í Willys ’63, má vera ógangfær. Uppl. í
síma41779og76916.
Bilavarahlutir auglýsa.
Erum nýbúnir að fá varahluti i eftir-
taldar bifreiðir: Land Rover, Cortinu ’68
og 70. Taunus 15 M ’67, Scout ’67.
Rambler American, Híllman, Singer,
Sunbeam ’68. Fiat, VW. Falcon árg. '66.
Peugeot 404. Saab, Volvo, Citroen,
Skoda 110 ’70 og fleiri bíla. Kaupum
einnig bíla til niðurrifs. Uppl. að Rauða-
hvammi við Rauðavatn, sími 81442.
Glæsilegur bíll,
Chevrolet Impala station árg. ’73 með
öllu til sölu, ekinn aðeins 64.000 mílur.
Uppl. i síma 76633 og 72745 i kvöld og á
laugardag.
1
Vörubílar
i
Til sölu Man 15200
frambyggður árgerð 74, mjög góður
bill. Sími 96—61309.
Tilsöiu Volvo FB 88
árg. 71. Selst með eða án palls og
sturtna i mjög góðu ásigkomulagi. Uppl.
I síma 95-4688 eftir kl. 19.
Góður vörubill
til sölu, M. Benz árg. 73, 6 hjóla
túrbinubill í mjög góðu ásigkomulagi.
Uppl. á milli kl. 12 og 13 og 19 og 20 i
síma 94-4343.
Til sölu Scania Vabis
vörubíll 5 5 árg. ’61. U ppl. í síma 72593.
8
t
Húsnæði í boði
Háalcitishverfi
4 mánuðir. 5 herb. íbúð til leigu. Uppl. í
dag og næstu daga í síma 30675.
Breiðholt I.
3ja herb. íbúð til leigu frá 1. maí. Tilboð
leggist á afgreiðslu DB merkt Breiðholt
I.
Góð kjallaralbúð,
2 herbergi, eldhús og bað, til leigu i
vesturbæ. Tilboð með uppl. um
fjölskyldustærð og fleira sendist augld.
DB fyrir 10. maí. merkt „Vesturbær 55”
2 herb. fbúð
i Breiðholti til leigu strax, 6 mánaða
fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu
fyrir 7. mai merkt „80074”.
5 herbergja fbúð
i háhýsi í Kópavogi, laus, til leigu strax.
leigist með gluggatjöldum. Fyrirfram-
greiðsla 6 til 12 mánuðir. Tilboð sendist
á augld. DB fyrir 10. maí merkt „T
1000".
$
Húsnæði óskast
Keflavfk.
Óska eftir 3ja til 4ra herbergja ibúð á
leigu 15. mai, góðri umgengni heitið.
Uppl. ísíma 92-3390.
2ja herbergja fbúð
óskast á leigu, helzt á Seltjarnamesi eða
í vesturbæ. Uppl. í sima 10531.
Húseigendur.
Hjá okkur er skráður mikill fjöldi
leigjenda að hvers konar húsnæði.
Leigumiðlunin og Fasteignasalan Mið-
stræti 12 simi 21456 frá kl. 10—6.
Keflavik.
Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi til
leigu, góðri umgengni heitið. Uppl. í
síma 92-3236.
Barnlaus miðaldra hjón
óska eftir litilli ibúð, má vera bílskúr.
Uppl. hjá auglþj. DB i sima 27022.
H-0084
Ungtpar með eittbam
óskar eftir að taka litla ibúð á leigu.
Uppl.ísíma 84913.
Kona með 6 ára bam
óskar eftir ibúö sem fyrst. Reglusemi,
Einhver fyrirframgreiðsla kemur til
greina. Uppl. í síma 21091.
Keflavfk-Njarðvik.
Óska eftir 2—3 herb. ibúð I Keflavik eða
Njarðvik. Fyrirframgreiðsla. Uppl. i
sima 92—2558.
Baralaus miðaldra hjón
óska eftir 3 herb. ibúö, helzt 1 austur-
bænum. Uppl. I síma 25812.
3 austfirzk
ungmenni óska eftir íbúð frá og með 1.
september næstkomandi. Uppl. i síma
32042 í dag og næstu daga.
Einhleyp eldri kona
óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi til
leigu strax, helzt I gamla bænum, en
'ekki skilyrði. Einhver fyrirframgreiðsla
ef óskað er. Uppl. I síma 72308.
Ung hjón með
eitt bam óska eftir að taka á leigu 3ja til
4ra herbergja íbúð. Uppl. I síma 16042.
Unghjónmeð
2ja ára bam óska eftir 2ja til 3ja her-
bergja íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað
er. Uppl. í sima 53435 og 15695.
Leigumiðlun Svölu Nielsen
hefur opnað aftur að Hamraborg 10
Kópavogi, sími 43689. Daglegur viðtals-
tími frá kl. 1—6 en á fimmtudögum frá
kl. 2—9. Lokað um helgar.
Reglusamur maður
óskar eftir herbergi. Upplýsingar hjá
auglýsingaþjónustu Dagblaösins í sima
27022.
H—0044
2ja til 3ja herbergja fbúð
óskast á leigu í gamla bænum. Uppl. i
síma 31263.
Óskum eftir að taka á leigu
2—3 herb. íbúð. Hálfs árs fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í síma 66228.
Bflskúr óskast.
Tvöfaldur bílskúr óskast eða stór ein-
faldur skúr. Upplýsingar hjá auglýsinga-
þjónustu Dagblaðsins í sima 27022.
H—0016
Ungtparutan aflandi
óskar eftir íbúð. Fyrirframgreiðsla ef
óskaðer. Reglusemi áskilin. Upplýsingar
hjá auglýsingaþjónustu Dagblaðsins í
síma 27022.
H—9925
Lftil fbúð óskast,
tvennt fullorðið í heimili. Fyrirfram-
greiðsla i boði. Uppl. í síma 37781.
Hjúkrunarfræðing
vantar 2ja til 3ja herb. ibúð strax sem
næst miðbænum, einhver fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í síma 76806 eftir kl. 19.
Óska eftir að taka á leigu
húsnæöi undir lager og geymslu litils at-
vinnureksturs. Til greina kemur t.d.
góður bílskúr eða kjallarapláss. Mjög
þrifalegar vörur. Nauðsynlegt að hús-
næðið sé hlýtt og hreinlegt auk sæmi-
legrar aðkomu. Æskileg staðsetning í
miðbæ, Þingholtunum eða í austurbæ.
Þeir sem möguleika og áhuga hafa á að
leigja traustum einstaklingi hafi vinsam-
legast samband við auglþj. DB i sima
27022.
H—9545
Ung hjón
óska eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herb.
íbúð. Góðri umgengni og reglusemi
heitið. Vinsamlegast hringið í sima
83403 eftir kl.5 í dag og næstu daga.
Tveir sjúkraliðanemar
utan af landi óska eftir að taka á leigu
2—3 herb. íbúð, helzt strax. Einhver
fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. i
síma 28506.
8
Atvinna í boði
i
Skrifstofustarf.
Litið, vaxandi innflutningsfyrirtæki
óskar eftir að ráða skrifstofustúlku sem
fyrst, þarf að geta unnið sjálfstætt.
Starfssvið enskar bréfaskriftir og almenn
skrifstofustörf. Vinnutimi frá kl. 1—5.
Gott kaup. Skriflegt tilboð sem greini
aldur, menntun, fyrri störf og hvenær
viðkomandi getur hafið störf, sendist
blaðinu sem fyrst merkt „Áreiðanleg.”
Vantar tvo verkamenn
í byggingavinnu. Uppl. hjá auglþj. DB í
sima 27022.
H-0057
■ ■ -■ ■■ ■ - ■■I.. ■ ,
Trésmiöir óskast
til vinnu við mótauppslátt. Uppl. hjá,
auglþj. DB í sima 27022.
H-0111
Járnsmiðir.
Óskum eftir að ráða járnsmiði nú þegar,
getum einnig bætt við lagtækum
mönnum vönum járniðnaði. Vélsmiðjan
Normi h.f. Garðabæ. Sími 53822.
Sveitavinna. 13 til 15
ára strákur óskast til starfa á sveita-
heimili í sumar eða lengur. Uppl. í síma
75093.
Starfskraftur óskast
strax, hlutastarf kemur til greina. Starfs-
svið: vélritun, ásamt öðrum störfum sem
upp kunna að koma hverju sinni.
Viðkomandi þarf að kunna islenzka og
enska stafsetningu þolanlega. Starfs-
reynsla æskileg. Umsókn sé skilað til
blaðsins merkt: Heiðarleiki 2002.
Matsvein vantar
á 190 lesta netabát í hálfan mánuð.
Uppl. ísíma 92-8090 og8413.
Atvinna óskast
56 ára Bandarfkjamaður,
sem hefur verið búsettur á íslandi i 18 ár
og er kvæntur íslenzkri konu óskar
eftir vinnu í styttri eða lengri tíma. Er
rafvirki að mennt, en allt kemur til
greina. Skilur dálitið en talar litið
íslenzku. Getur tekið að sér viðgerðir á
rafmagnstækjum á eigin verkstæði. Sími
21456.
Nemi á viðskiptasviði,
sem lýkur 2. ári frá Fjölbrautaskólan-
um Breiðholti 16. maí, óskar eftir sumar-
vinnu, helzt vinnu þar sem mikla yfir-
eða eftirvinnu er að fá, jafnvel vakta-
vinnu. Hefur lært ensk bréfaviðskipti og
hefur unnið á lager meðal annars.
Hefur bílpróf. Uppl. hjá auglþj. DB I
síma 27022.
H-0073
Óska eftir ráðskonustöðu
á litlu heimili. Uppl. í síma 95-2189.
Trésmiðaflokkur
getur bætt við sig verkefnum. Uppl. i
síma 71641 frá kl. 7-10.
Er 23ja ára og
óska eftir atvinnu (útivinnu) nú þegar.
Er vanur ýmiss konar byggingarvinnu
og rafsuðu. Uppl. i síma 84178.
18 ára piltur óskar
eftir góðri framtiðarvinnu, getur byrjað
strax. Uppl. í sima 23132 eftir kl. 6.
Ungur maður
með verzlunarskólapróf, vélstjórapróf
og sveinspróf I vélvirkjun óskar eftir
vinnu. Ýmislegt kemur til greina. Uppl.
hjá auglþj. DB í síma 27022.
H-0145.
Dugleg 14árastúlka
óskar eftir vinnu I sumar I bænum eða í
sveit. Er vön afgreiðslu. Uppl. i síma
51990.
Tæplegal8árastúlka
óskar eftir vinnu, á kvöldin og um
helgar, helzt ræstingarvinnu. Er með
verzlunarpróf. Uppl. i síma 37258.
8
Einkamál
Eldri kona alvön
hússtjórn óskar eftir starfi á fámennu
regluheimili fyrir hádegi gegn góðu
húsnæði. Tilboð sendist DB sem fyrst
merkt „Maí-júní”.
Frá hjónamiðlun.
Svarað er I sima 26628 milli kl. eitt og
sex alla daga. Geymið auglýsinguna.
Kristján S. Jósepsson.
1
Ýmislegt
Átthagasamtök
iHéraðsmanna í Reykjavík halda köku-
basar og flóamarkað I Félagsheimili
Langholtssafnaðar sunnudaginn 7.5. kl.
15.15.Allur ágóði rennur til Vonarlands,
heimilis vangefinna Austurlandi.
Nefndin.
Diskótekið Disa auglýsir:
Pantanasimar 50513 og 52971. Enn-
'fremur auglþj. DB I síma 27022
H-9554 (á daginn). Leikum fjölbreytta
og vinsæla danstónlist sem aðlöguð er
hverjum hópi fyrir sig. Samkvæmis-
leikir og Ijósasjó, þar sem við á. Við
höfum reynslu, lágt verð og vinsældir.
Diskótekið Dísa — Ferðadiskótek.
1
Barnagæzla
Mæður I Langholts-
og Heimahverfi. 11 ára telpu vantar
barn til að passa i sumar, hálfan daginn,
hluta úr degi eða eftir samkomulagi.
Uppl.isima 37827.
VUl einhver passa
2ja ára strák i sumar. Uppl. hjá auglþj.
DBisíma 27022.
_____________________________H-0121
Húsmæður.
Er ekki einhver bamgóð kona eða stúlka
I Bústaðahverfi eða næsta nágrenni sem
gæti passað 10 mánaöa barn einn og dag
1 viku, en aUar helgar eftir hádegi.
Hringiðisíma 34371.
Dagmamma óskast
fyrir 9 mánaða gamalt stúlkubarn aUan
daginn I sumar, helzt i Háaleitishverfi.
Uppl.isima81262.
Tek börn f gæzlu
i maí, júní, júlí, er í Breiðholti. Uppl. i
síma 71937.
8
I
Hreingerningar
Tökum að okkur hreingerningar
á íbúðum og á stigagöngum, föst
verðtilboð. Vanir og vandvirkir menn.
Simi 22668 eða 22895.
Vélhjóla-sendlar
Vélhjólasendlar óskast strax hálfan eöa
allan daginn. Upplýsingar hjá Dagblað-
inu í síma 27022.
IBIAÐIÐ