Dagblaðið - 18.05.1978, Síða 2
Umfcrðin í höfuðborginni síðdegis á föstudögum er ekki lik neinu sem þekkist á byggðu bóli — hún er brjáluð:
DB-mynd Ragnar Th.
Þakkir til lögreglunnar fyrir
veitta aðstoð í brjálaðri
liðið álíka og hún væri að taka þáttj
grínleik sjónvarpsins (sbr. konuna í
vélarlausa bilnum á Reykjanesbraut-
inni í þættinum Á vorkvöldi). En þetta
var alls ekki neitt grin heldur helkald-
ur raunveruleikinn. Það geta sannar-
lega kallazt vandræði þegar springur á
bílnum hjá manni á Hverfisgötunni,
— en að það geti gerzt þrisvar sinnum
næstum þvi I sömu andránni, og það i
brjálaðri föstudagsumferð, er með
ólíkindum.
föstudagsumferð
Bandarísk kona sem ekur Cortina
bifreið af árgerð 1973 kom að máli við
DB. Sagðist hún hafa lent i miklum
erfiðleikum mitt i allri föstudagsum-
ferðinni. Hún varð fyrir því óláni að
þrisvar sinnum sprakk hjá henni á
Hverfisgötunni.
Margir buðu fram aðstoð sina og er
konan afar þakklát öllum sem buðu
hana fram. Sérstaklega vill hún koma
á framfæri þakklæti til unga lögreglu-
mannsins sem eyddi tveimur klukku-
tímum i að hjálpa henni við að koma
dekkjunum i viðgerð og þeim síðan
uitdir bílinnaftur.
Sagðist konan vonast til þess að
ungi lögregluþjónninn sæi kveðju
þessa.
Konan sagði ennfremur að sér hefði
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAl 1978.
Ekki ætlunin að móðga kisurnan
„Hef aldrei selt
kisu á tvö þúsund”
— segir GuðrúnÁ. Símonar
Hefðarkisur hafa auðvitað aldrei verið seldar á tvö þúsund kall!
„Mér þótti þú helduren ekki móðga
kisurnar mínar í DB þvi ég hef aldrei
selt kisu á tvö þúsund krónur,” sagði
Guðrún Á. Simonar er hún hringdi á
föstudaginn. „Gangverðið er hins veg-
ar milli 70 og 80 þúsund en ég hef selt
þær ódýrari ef þær hafa farið á góð
heimili,” sagði Guðrún.
Hún sagði einnig að það hefði oft
komið fyrir að krakkar hefðu komið
að máli við sig og beðið sig að taka
kettina sina af því að mamma og pabbi
ætluðu að láta skjóta þá.
Við biðjum Guðrúnu og kettina
hennar velvirðingar á móðguninni —
það var alls ekki ætlunin að móðga
neinn.
A.Bj.
Merki
Skjaldhamra
Leikhúsgestur hafði samband:
Mér skilst að um 45 þúsund manns
hafi nú séð leikrit Jónasar Ámasonar.
Skjaldhamra. Margar ástæður eru til
þess að ég hef ekki getað séð þetta
margrómaða leikrit. Og núna á loka-
spretti sýninga Skjaldhamra hef ég
sifellt verið ein þeirra sem EKKI hafa
fengið aðgöngumiða. Mér er kunnugt
um að á siðustu sýningarnar var upp-
seltástuttum tima.
Ég vil þvi skora á ykkur hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur að sýna þetta verk
nokkrum sinnum enn. Áreiðanlega
mundi þaðgleðja marga gesta ykkar.
«
Skjaldhamrar eru líklega það leikrit islenskt sem sýnt hefur verið víðast í heim-
inum. Meðfylgjandi mynd er frá Midland, Ohio I Bandaríkjunum, þar sem leikrit-
ið var tekið til sýninga i fyrra. Vonandi verður sýningum ekki hætt þótt fjórðung-
ur þjóðarinnar hafi séð leikritið. Skjaldhamrar eru að verða að eins konar
„Músagildru” hjá okkur en það leikrit eftir Agötu Christie hefur verið sýnt í yfir
25 ár í London!
Raddir
lesenda