Dagblaðið - 18.05.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18.MAÍ 1978.
EIGNAÞJÓNUSTAN
FASTEIGNA OG SKIPASALA
NJÁLSGÚTU23
SÍMI: 2 66 50
í byggingu:
Vorum að fá lil sölu raðhiis I Selja-
hverfi sem afhendist tilbúiö undir
tréverk, fullfrágengið að utan.
Húsið er tvær hæðir með innb. bíl-
skúr á neðri hæð. Mjög skemmti-
leg teikn. og umhverfi. Uppl. og
teikn. á skrifst.
4 herb. í
Breiðholti
Vorum að fá til sölu nýja glæsilega
4 herb. ibúð á 5. hæð I lyftuhúsi.
Frábært útsýni. Bílskúrsréttur.
Skipti æskileg á eign i Laugarnes-
hverfi eða nágrenni.
Úti á landi
Höfúm til sölu íbúðir og húseignir i
Vestmannaeyjum, Neskaupstað,
Eskifirði, Njarðvik, Grindavík,
Sandgerði og Þorlákshöfn. Skipti
æskileg á eignum á Reykjavíkur-
svæðinu.
Seljendur
fasteigna
Okkur vantar allar stærðir ibúða á
söluskrá. Sérstaklega þurfum við
nú að útvega stóra og góða 2ja
herb. ibúð á 1. hæð eða í lyftuhúsi.
Góða 4ra eða S herb. íbúð í
Laugarnes-, Heima- og Árbæjar-
hverfi.
F.inbýlishús eða góða séreign í
Smáibúðahverfi eða nágr.
Góðar 2ja og 3ja íbúða eignir.
Sölustj. öm Schoving
Lögm. Ólafur Þoriöksson.
BILASALAN
Flestargeróir
bifreiöa
OpU íhádeginu
Sbnar29330og29331
VITATORGI
l
Laus staða
Embætti skattstjórans í Reykjavík er
laust til umsóknar. Umsóknir sendist
fjármálaráðuneytinu fyrir 7. júní næst-
komandi.
Fjármálaráðuneytið,
10. maí 1978.
Bladburdarbörn
óskast strax:
i
Skúlagata 58—80
Rauðarárstfgur 1—13
Hverfisgata 4—117
Lindargata
Skipholt
Tjarnargata
Suðurgata
Leifsgata
UppL á afgreiðslunni
sími27022.
SMBUm
UkChaplins
komiö fram
Lik Charles Chaplins listamannsins
heimskunna, sem stolið var úr gröf i
Sviss í janúar síðastliðnum er komið
fram. Reyndust það tveir flóttamenn
frá Póllandi og Búlgariu sem verknað-
inn frömdu með það i huga að krefja
fjölskyldu Chaplins um lausnargjald.
Hugmyndina fengu þeir við lestur
frásagnar af likráni á Italiu. þar sem
glæpamenn höfðu fengið greitt offjár
fyrir aðskila afturlíki.
Kistan með líkinu hafði aðeins verið
flutt stuttan spöl frá upphaflega greftr- •
unarstaðnum og grafin aftur í jörðu.
Ekkert mun hafa verið hróflaö við
henni að sögn svissnesku lögreglunn-
ar.
Ekkja Chaplins eða aðrir ættingjar
hafa ekkert viljað segja um málið en
ræningjarnir eru taldir hafa haft sam-
band við fjölskylduna og viljað hefja
viðræður um lausnargjald.
Eftir að líkinu var rænt var sterkur
orðrómur uppi um að trúarlegir of-
stækismenn hefðu staðið að ráninu.
RENNILÁS Á SPÆGI-
PYLSUNA FÆKKAR
SLYSUNUM
Danir eru miklir sérfræðingar í
pylsum og áleggi af ýmsu tagi og sam-
kvæmt niðurstöðum sérfræðinga þar i
landi meiðast i það minnsta tiu manns á
hverjum einasta degi við að skera
húðina utan af spægipylsu. Yfirleitt
munu þetta vera það mikil meiðsli að
viðkomandi þurfa að fara á slysavarð-
stofu til að láta gera að sárunum.
Þetta þótti dönskum framkvæmda-
stjóra fyrirtækis sem framleiðir spægi-
pylsur illar fréttir og taldi það lélega
þjónustu við viðskiptavinina að geta
ekki séð fyrir umbúðum sem hægt væri
að rjúfa án áhættu.
Fór hann að velta málinu fyrir sér og
komst fljótlega að niðurstöðu. Pylsurnar
þyrftu að vera innpakkaðar i einhvers
konar umbúðir með rennilás. Kom þá í
ljós að í Bandarikjunum hafa verið á
markaði umbúðir um pylsur sem opna
má eins og sellófan utan um vindlinga-
pakka.
Er nú unnið að því í Danmörku að
fullvinna hugmyndina um rennilás-
pylsur og á þann hátt koma í veg fyrir
um það bil fjögur þúsund slys á ári
hverju.
Foringi hryðjuvcrkasveitanna ítölsku sem nefna sig Rauðu herdeildirnar og stóðu meðal annars að ráni og morði Aldo
Moros fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var kominn i fangelsi áður en þeir atburðir urðu. Þar er hann ásamt þrettán
félögum sínum sem krafizt var að látnir vrðu lausir í skiptum fyrir Aldo Moro. Réttarhöld standa nú yfir hryðjuverkamönn-
unum þar sem þeir eru sakaðir um margháttað glæpaverk. Annars heitir foringinn, sem sést hér i klefa sinum í fangelsinu í
Turin, Rcnato Curcio, 36 ára gamall og fæddur í Róm. Siðustu fregnir af aðgerðum hryðjuverkamanna á Ítalíu segja frá
skotárás á lögrcglumann í Tórinó í gær. Var hann skotinn í fætur og handlegg. Félagar i Rauðu herdeildunum hafa sérhæft
sig í að skjóta í fætur fórnardýra sinna. í gær voru samþykkt á ítalska þinginu mjög ströng lög um refsingar fyrir mannrán
og hryðjuverk.