Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978. Mosfellssveit Hérþarf að taka flesta hluti á- kveðnari tökum Friðsamleg pólitík í því sveitarfélagi sem hraðast vex Óviða cða hvergi hefur uppbygging á iiðasta kjörtímabili verið jafnhröð og i Mosfellssveit. Þar hefur ibúatala tvö- faldazt á fjórum árum. Mikil gróska hefur því verið í byggingarmálum og ný hverfi risið með einbýlishúsum og rað- húsum, en þar i sveit byggja menn ekki blokkir. Málefni sveitarfélagsins hafa gengið friðsamlega fyrir sig.og enginn sérstakur hasar orðið um úrlausn vandamála. Flest mál hafa verið til lykta leidd í hreppsnefnd án sérstakrar atkvæða- greiðslu heldur verið rædd þar til sam- eiginleg lausn hefur fundizt. Á siðasta kjörtímabili sátu 4 sjálf- stæðismenn í hreppsnefnd og þrir af sameiginlegum lista vinstri manna. Nú verða listarnir fjórir og standa stjórn- málaflokkar landsins hver á bak við sinn lista með þeirri undantekningu að „Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn" standa að einum listanna. - ASt. Salóme við afgreiðsluborð sitt á skrifstofu hreppsins. Hún á 12 ár að baki i hrepps- nefnd og var eina konan sem varð efst á lista i öllum prófkjörum landsins í vetur og vor. Hér vinnur félk með jákvæðu hugarfari að lausn vandamála — segirSalóme Þorkelsdóttir sem skipar efsta sæti á D-lista „Þetta eru tímamótakosningar i sveit- inni. íbúatalan hefur tvöfaldazt á kjör- timabilinu og helmingi fleiri ganga að kjörborði nú en siðast," sagði Salóme Þorkelsdóttir, gjaldkeri Mosfellshrepps, sem skipar efsta sætið á lista sjálfstæðis- manna þar. Hún hefur setið 12 ár í hreppsnefnd og er nú varaoddviti. „Mér er efst i huga hvað þetta fólk kemur hingað með jákvæðu og opnu hugarfari og tekur með miklu umburðarlyndi því ástandi sem skapast við svo hraða uppbyggingu. Þeir sem fyrir eru kunna lika vel að meta þetta og kemur það bezt fram í þvi hve allt félagslif hefur dafnað, bæði meðal kvenna ogkarla.” Salóme sagði að væru málin skoðuð í Ijósi þeirrar stefnu sem D-listamenn mörkuðu fyrir 4 árum kæmi i ljós að gengið hefði vel að framfylgja henni, þó margir málaflokkar væru þess eðlis að þeir yrðu aldrei tæmdir. „D-listinn hefur hér meirihluta og við vonum að okkur verði treyst til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var og að hefur verið unnið. Meðal þeirra mála eru varanleg gatnagerð. götulýsing, leik- 'vellir, holræsamál, umhverfismál og uppbygging iðnaðarhverfis, að ógleymd- um stuðningi við ungt fólk i húsbygg ingamálum. Stórátök biða úrlausnar í húsnæðismálum skólanna og að hluta verður að leysa þau fyrii” haustið. Full- gera þarf íþróttahúsið, sinna verður aukinni þörf i dagvistunarmálum bæði yngstu og elztu aldurshópanna og sam göngumál verður að leysa með auknum ferðum almenningsvagna.” Salóme kvað það og verkefni næstu hreppsstjórnar að auka þrýsting á lausn ófremdarástands í simamálum og vinna að útibúi sýslumannsembættisins í Hafnarfirði í sveitinni. Stærsta málið væri þó, þegar litið væri til framtiðarinnar, samkeppnin um aðal- skipulagið sem nú stæði yfir og það yrði verkefni þeirra sem við tækju að vinna úr þvi. A.St. — sagði Jón M. Guðmundsson bóndi og oddviti í M osfellshreppi annarmadurá D-lista — sagði Úlfur Ragnarsson efsti maður Albýðubandalags og annarra vinstri manna Velferð sveitarfélagsins er ofar öllum f lokksmálum íllfur við rannsóknarstörf að Keldnaholti. „í Mosfellshreppi hefur ríkt mikið stefnuleysi og hér þarf að taka flesta hluti fastari og ákveðnari tökum,” sagði Úlfur Ragnarsson. rannsóknarmaður i Keldnaholti, sem skipar efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins og annarra vinstri manna. „Hér þurfa að verða markvissari framkvæmdir, þeim hefur verið dreift of mikið. Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá okkur. Mikil mcngun er i Varmá og í Leirvogi og má telja stórhættu stafa af sl.olpi á þessum stöðum en áin rcnnur fram hjá gagnfræðaskóla sveitarinnar." Úlfur sagði að alþýðubandalagsfólk oi aðrir vinstri menn myndu vinna að U.farlausum úrbótum á þessu ófremdar- ástandi. Einnig kvað hann þurfa að ein- beita sér að endurbótum á kaldavatns- veitu. Stutt væri í vatnslindir þar sem gnótt góðs vatns væri fyrir 2000 íbúða hverfi. Úlfur sagði að ekki hefði reynzt vilji fyrir samciginlegum lista allra vinstri manna við þessa kosningar eins og síðast. Alþýðubandalagsfólk og aðrir vinstri menn hefðu þó tekið höndum saman um H-listann sem 'fyrr og hétu á alla kjósendur til samstarfs. Kvaðst hann hyggja gott til samstarfs við nýtt fólk i sveitarfélaginu. Viðfangsefnin sem úrlausnar biðu væru mörg og við úr- vinnslu þeirra þyrfti rödd vinstri manna að verða sem sterkust i hreppsnefndinni. ASt. „Velfcrð sveitarfélagsins og málefni sveitarinnareru min aðaláhugamál. Þau eru ofar og utan við alla pólitík og lands- stjórnarmál," sagði Jón M. Guðmunds- son oddviti Mosfellshrepps sem skipar annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitinni og setið hefur 16 ár við stjórn- völinn I Mosfellshreppi. „Min hjartans mál eru skipulagsmálin enda eru hér gifurlegir möguleikar. Stefnan er og verður að byggja upp manneskjulegt samfélag þar sem fellin, fiskivötnin og laxveiðiárnar fá að njóta sín með þéttu byggðinni. Landnýtingar- og náttúruvemdarmálin þarf að sam- tvinna. Varðveaita þarf umhverfið í eins upprunalegri mynd og hægt er og skipu leggja friðun á ákveðnum svæðum. Fellin og heiðararnar þarf að nýta skipu- lega til landbúnaðarins.” Jón kvað atvinnumálin brennandi spursmál og þó Mosfellshreppur væri samkvæmt skýrslum hlutfallslega mesta iðnaðarsvæði landsins með Álafoss og Reykjalund i broddi fylkingar þyrfti að greiða fyrir fleiri atvinnufyrirtækjum og hefði hreppurinn skipulagt og hefði til reiðu lóðir og rými fyrir iðnað og önnur atvinnufyrirtæki. „Ég vil líka," sagði Jón „að land- búnaður haldi áfram i dölunum og við heiðina, landbúnaður sem ekki krefst mikils landrýmis, t.d. garðrækt, fugla- rækt, svinabúskapur og fiskirækt. Þetta eru svokallaðar aukabúgreinar. Þær á að minum dómi aðefla i atvinnuskyni fyrir unga fólkið og aðra. Það á líka að stefna að iðnaði sem er i tengslum við þessar búgreinar. Má þar til nefna minkaeldi þvi þegar hér rís fuglasláturhús fæst frá’ þvi mikið magn úrgangs sem er verðmætt minkafóður og beinlinis skapar nýjan grundvöll fvrir ræktun minka.” Jón nefndi ótal verkefni sem fyrir sveitarfélaginu lægju. Skólamá'.in og aðstaða unglinga væri forgangsr.iál. Til þess rynnu mjög mikiir fjármunir og verst og erfiðast viðfangs væri að ríkið legði sveitarfélögum á herðar kostnaðar- söm verkefni án þcss að láta pau hafa tekjustofna i staðinn. Alltaf hallaði á sveitarfélögin i viðskiptum þeirra við rikið. Jón kvað fólksfjölgunina i hreppnum hafa hægt á sér, hún var mjög ör 1973— 75 en nú er úthlutað lóðum fyrir 40 íbúðir í ár og stefnt að svipaðri úthlutun næstu ár. Jón lofaði mjög öflugt starf frjálsrar félagsstarfsemi i sveitinni, þau hefðu lyft grettistaki. Fólksflótti væri siður en svo úr byggðarlaginu því öflugt byggingar- félag ungs fólks væri starfandi og allri þessari félagsstarfsemi bæri hreppsfélag- inuskyldatilaðhlúaað. ASt. Jón á Reykjum er vel þekktur fyrir kjúklingarækt. Hér er hann með verðandi matarkjúklingum. i kassa af

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.