Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18.MAÍ 1978. . Útgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Rrtatjóri: Jónas KHstjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. SkHfstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoóarfróttastjórí: Atii Steinarsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraidsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlorfur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson, ^ökistjórí: Ingvar Sveinsson DroHingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla ÞvorhoW 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þveríiotti 11. AðaF slmi blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánuði innanlands. i lausasöki 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugorrt: Hilmir hf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkoHunni 10. Rangt vargefið Rækilega er komið í ljós, að óhætt var að taka mark á aðvörunum Dagblaðsins vegna frumvarpanna tveggja um skatta- mál, sem ríkisstjórnin kastaði framan í þjónustulipra alþingismenn aðeins tveimur vikum fyrir þingslit. Því miður létu þingmenn stjórnast og lögfestu annað frumvarpið án þess að hafa aðstöðu til að vega og meta málið á hinum stutta tíma. Þurftu þeir þó á sömu tveimur vikum að fjalla um aragrúa annarra mála, sem þeir vissu líka lítið um. Þar á ofan áttu þingmenn að vita, að venjulega er óhreint mjöl í poka ríkisstjórna, sem leggja fram efnis- mikil frumvörp á síðustu stundu og heimta afgreiðslu þeirra í miklum flýti. Reynsla fyrri ára sýnir, að annarleg sjónarmið geta legið að baki slíkra vinnubragða, ekki sízt í skattafrum- vörpum. Menn eiga að muna eftir hinum fölsuðu út- reikningum, sem fylgdu með síðasta skattafrumvarpi, er blessunarlega náði ekki fram að ganga. í þetta sinn kom strax í ljós, að sumir útreikningarnir, sem fylgdu hinu samþykkta frumvarpi, voru rangir og sýndu skattgreiðendum hagstæðari útkomu en raun er á. Meiri tími hefði vafalaust leitt fleiri rangfærslur í ljós. Sem betur fer, var afgreiðslu hins frumvarpsins frestað til hausts. Þar var mikil hætta á ferðum, því að flestir eru sammála um, að staðgreiðsla skatta sé æskileg. Vinsældir málsins lokuðu nefnilega augum manna fyrir skatta- hækkunum, sem fólust í frumvarpinu. Þegar talað er um, að tekjuskattur komist nú hæst í 40% af launum, verða menn að muna eftir, að hann er greiddur ári eftir að teknanna er aflað. Á þessu ári rýrnar verðgildi skattgreiðslunnar úr 40% í 30% vegna verð- bólgunnar. Þegar núverandi skattstigi með ársfrestun er borinn saman við staðgreiðslu-skattstiga, verður að taka tillit til þessarar verðbólgu. Ef það væri gert til fulls í frumvarp- inu um staðgreiðslu, ættu skattþrepin að vera 15%, 23% og 30% í stað 18%, 26% og 34%. Herbragð ríkisstjórnarinnar í frumvarpinu var fólgið í ímyndaðri lækkun-núverandi skattstiga úr 20%, 30% og 40% í 18%, 26% og 34%. Þetta var óneitanlega nokkuð sniðugt, en ekki nógu sniðugt, því að viðskiptafræðingur í Seðlabankanum áttaði sig strax á, að rangt var gefið í þessu spili. Staðreyndin er sú, að við þá verðbólgu, sem ríkt hefur í áratug, jafngilda þrepin 20%, 30% og 40% í ársfrest- unar-skattstiga þrepunum 15%, 23% og 34% í stað- greiðslu-skattstiga. Skattþrep frumvarpsins fólu því í sér verulega aukningu skattbyrði manna í öllum tekjuflokk- um. Góðgjörnustu menn munu ef til vill telja, að höfundar frumvarpsins hafi óvart vanmetið verðbólguna. Hinir verða þó fleiri, sem telja skattþrep frumvarpsins vera vís- vitandi tilraun til að mæta aukinni „fjárþörf’ hins opin- bera. Ríkiskerfið er nefnilega með þeim ósköpum hér á landi, að hvers konar óskhyggja ráðherra og þingmanna leiðir til svokallaðrar „fjárþarfar”, sem jafnan eykst mun hraðar en þjóðarbúið sjálft. r Danmörk: Vasatölvumar auð velda nemendum námið Þegar vasatölvurnar, litlu reiknivél- arnar, sem hægt er að bera með sér hvert sem er, fóru að verða algengar óttuðust margir að reikningskunnáttu mundi fara aftur. Svo virðist ekki vera nema síður sé samkvæmt reynslu Dana. Hið gagnstæða virðist ætla að verða uppi á teningnum. I tilraunaskyni hafa þrír bekkir í grunnskóla notað vasatölvur við reikningskennslu og byrjuðu þeir i þriðja bekk og eru nú komnir i fimmta bekk. Hefur vasareiknivélin verið notuð við kennslu í samlagningu, frá- drætti, margföldun og deilingu. Hafa þeir nemendur sem notað hafa reikni- vélarnar náð betri árangri en sá hópur nemenda sem lært hefur reikninginn með venjubundnum aðferðum. Sérstaklega mun munurinn hafa komið í Ijós í margföldun. Þar hefur athugun sýnt að með aðstoð reikni vélarinnar hafa hlutfallslega helmingi fleiri nemendur geta reiknað eitt hundrað margföldunardæmi rétt en þeir sem aðeins hafa blýant og blað. Dönsk fræðsluyfirvöld hafa ákveðið að halda tilraununum áfram alveg upp i sjöunda bekk og þeir sem haft hafa Þjóðholl stefna í atvinnumálum Inngangur Svo kann að virðast, að það sé að bera i bakkafullan lækinn að ræða um atvinnumál svo mjög ítarlega, sem það hefur verið gert á undanförnum mán- uðum og árum. En bæði er, að hér er um einn mikilvægasta málaflokk íslenzks þjóðfélags að ræða og að þær umræður, er fram hafa farið, hafa verið mjög i sama dúr og lítið örlað á ferskum og raunhæfum hugmyndum, ertilbóta gætu horft. Væntanlega eru allir sammála um, að atvinnuleysi sé það böl, sem ekki megi undir neinum kringumstæðum sækja okkur heim, ef með nokkru móti verði komizt hjá því. Ég vænti þess einnig, að sem flestir og helzt allir Íslendingar séu sammála um það, að hér verði að reka það, sem ég vil leyfa mér að kalla þjóðholla stefnu I atvinnu- málum. Þessi stefna byggist á því að nýta auðlindir landsins og þekkingu landsmanna á sem skynsamlegastan hátt fyrir þjóðarheildina, en leggja minni áherzlu en gert hefur verið und- anfarið á samvinnu við erlenda aðila um uppbyggingu atvinnuvega og sé það gert, þá að betur yfirveguðu ráði. Þessi stefna gerir ráð fyrir að renna á kerfisbundinn hátt styrkari stoðum undir hefðbundna atvinnu- vegi, stefna að betri nýtingu innlendra hráefna og að hefja nú þegar undir- búning að rannsóknum, er kynnu að renna stoðum undir nýjar atvinnu- greinar til þess að taka við vaxandi fjölda vinnufúsra handa, er fyrirsjáan- lega bætast á vinnumarkað á komandi árum. í þessu skyni verður að nýta betur þá þekkingu, sem Islendingar hafa aflað sér bæði heima og erlendis, til þess að auka verðmæti fram- leiðslunnar svo sem unnt er. Enn einn þáttur þjóðlegrar stefnu i atvinnu- málum er að gera sér grein fyrir, að þessari kynslóð ber að nýta landsins gögn og gæði á sem skynsamlegastan hátt og skila ennþá betra Íslandi í hendur komandi kynslóðar. Til þess að svo mcgi verða er óhjákvæmilegt, að stjórnvöld landsins hafi frumkvæði um skipulagningu þessara mála i rikari mæli hér eftir en hingað til. Um sjávarútveg Varla þarf að minna á, hver sé undirstöðuatvinnuvegur landsmanna svo mjög sem um hann hefur verið rætt og ritað og að um það bil 75% út- flutningsverðmæta íslendinga komi fyrir sjávarafurðir. En fróðlegt er að gera sér grein fyrir, hversu miklir áætlanagerðarmenn við erum, þarsem þörfin og reynslan er mest. Fyrir um það bil 30 árum voru flest- ir togarar Islendinga á þorskveiðum, en svo vildi til, að í mörgum tilvikum og á vissum árstima var verulegur og stundum mestur hluti aflans fiskur, sem siðar var meir i hávegum hafður, sem sé karfi. Ég reikna ekki með að aðrir en þeir, sem sáu með eigin augum, trúi, að honum var öllum fleygt fyrir borð á þeirri forsendu, að ekki væri aðstaða til þess að vinna hann í landi. Fimmtán árum síðar, er ég sá ferskan karfa af meðalstærð i erlendri fiskbúð verðlagðan á einn Bandarikjadal, fannst mér blóðið sækja óeðlilega mikið fram i kinnarnar. Enginn veit, hve mörgum tonnum af karfa, var fleygt á þennan hátt. Síðar, þegar þorskaflinn fór minnkandi, var tekið til við að veiða karfa, af svo miklum krafti og fyrir- hyggjuleysi, að hann hvarf með öllu hér við land og á nálægum miðum. Allir muna, hvernig sildin hvarf á skömmum tíma og vonandi er loðnan ekki að verða uppurin. Jir þetta hin þjóðholla stefna I atvinnumálum? Nei, þetta skeður, þegar stjSínvöld láta undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að skipulagningu fiskveiða og er rifjað hér upp vegna þess, að sá, sem ekki vill líta til fortíðarinnar og læra af reynslunni. getur með engu móti litið raunsæjum augum til fram- tiðarinnar. Þetta er þess vegna nauðsynleg forsenda. Sá, sem ekki vill viðurkenna, að slæm mistök hafi átt sér stað, hann mun jafnvel falla i sömu gryfju, og þess vegna ætti hann undir engum kringumstæðum að hafa mót- andi áhrif á þennan mikilvæga mála- flokk. Ef rétt er á málum haldið, hafa íslendingar allar forsendur til þess að verða öndvegisþjóð í framleiðslu mat- væla úr sjávarafurðum, vegna þess að hráefnið er trúlega hvergi betra en ein- mitt við island og hreinindi þess eru meiri en annars staðar, en það er at- riði, sem í vaxandi mæli skiptir máli fyrir neytendur þessara afurða. Og víst er, að seint mun verða of mikið af mat- vælum i sveltandi heimi, en vandinn er að koma mannkyni i skilning um, að lágmarksréttur sérhvers P

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.