Dagblaðið - 18.05.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1978.
15
VILJA
ÞEIR?
Reyðarfjarðar-
hreppur
Tómlæti hefur
ríkt í atvinnu-
málum
Einar Baldursson: „Unglingar or
aldraðir hafa verið afskiptir.”
„Atvinnumálin eru okkur efst i
huga,” sagði Einar Baldursson kennari
en hann skipar efsta sæti á lista Fram-
sóknar- og félagshyggjumanna. „Hér
hefur rikt ákveðið tómlæti um þau mál.
Stöðnun hefur orðið i fiskvinnslu á
meðan hún hefur blómgazt á nágranna-
stöðum okkar. Við viljum að úttekt
verði gerð á atvinnumálum og samsetn-
ingu atvinnulífsins. Síðan verði reynt að
ná samstöðu um raunhæfa atvinnu:
stefnu.
Efla þarf útgerð og jafnframt að hlúa
að iðnaði. Við setjum traust okkar á að
húseiningaverksmiðju verði komið á
stofn en það skapar töluverða vinnu.
Lega staðarins gerir það að verkum að
hér er veitt mikil þjónusta.
Byggja þarf nýtt hús fyrir dagheimili
og huga að málefnum aldraðra en þeim
hefur ekki verið sinnt. Þá hefur allt ungl-
ingastarf verið vanrækt og íþróttastarf
býr allt við aðstöðuleysi.” -JH
MARGIR KALLAÐIR EN FAIR
ÚTVALDIR
Listar eru fleiri i kjöri á Reyðarfirði
og fjölbreytni meiri en annars staðar á
Austurlandi. Þar bjóða nú fram fimm
listar og hefur þó fækkað um einn frá
þvi í síðustu kosningum. Ekki hefur
starfað ákveðinn meirihluti í hrepps-
stjórn. Talið er að togstreita um menn
frekar en málefni valdi þessari fjöl-
breytni þar sem stórar ættir vilji tryggja
valdaaðstöðu sína á staðnum með því að
koma sínum mönnum í hreppsstjórn.
Vegagerðin hefur bækistöðvar sínar á
Reyðarfirði og veitir mörgum vinnu. Þá
ar kaupfélagið áhrifamikið í öllu at-
vinnulífi. Reyðfirðingar gera ekki sjálfir
út skuttogara en eiga hlut í öðrum togar-
anum á Eskifirði og er afla úr honum
ekið til Reyðarfjarðar. Margir telja mjög
aðkallandi að Reyðfirðingar eignist
sjálfir slíkt skip til þess að tryggja hrá-
efnisöflun.
Húsnæðisvandræði eru á staðnum
eins og viðar á Austfjörðum. Þaðj
ásamt kyrrstöðu i atvinnulifi hefur leitt
til þess að lítil fjölgun hefur orðið á
staðnum en þar bjuggu 666 manns er
•síðast varkosið.
í kjöri eru nú listi Sjálfstæðisfélags
Reyðarfjarðar, listi Framfarasinnaðra
kjósenda, Alþýðubandalagsfélags
Reyðarfjarðar, Framsóknar- og félags-
hyggjumanna og óháðra kjósenda.
Ljúka sundlaugarbyggingunni
— sinna þarf íþróttamálum betur
„Ljúka þarf sundlaugarbyggingunm
sem allra fyrst en hún er komin nokkuð
áleiðis," sagði Þorvaldur Jónsson verka-
maður, annar maður á lista Alþýðu-
bandalagsins.
„Brýnt verkefni er og varanleg gatna-
gerð. Atvinnumálin eru ofarlega á
baugi, að tryggður verði rekstur fisk-
vinnslunnar og henni tryggt hráefni.
Styðja þarf við bakið á skipakaupum til
Reyðarfjarðar. Þá kemur ýmis iðnaður
til greina hér..
Dagheimilismál eru ofarlega á baugi
en nýta þarf allt vinnuafl heimilanna.
Húsmæður hafa ekki komizt frá börnum
sínum fyrr en sl. vetur er hafinn var
reksturleikskóla.
Þá þarf að sinna íþróttamálum betur
og vinna við íþróttavöllinn i sumar."
- JH
Þorvaldur Jónsson: „Dagheimilismálin
ofarlega á baugi.”
Atvinnumálin hafa verið vanrækt
— rímabundið atvinnuleysi að vetri til
„Gera þarf umbætur i atvinnumálum
en þau mál hafa verið vanrækt,” sagði
Þorvaldur Aðalsteinsson, efsti maður á
lista Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar.
„Hér eru ýmis mál sem hafa verið i van-
rækslu og t.d. er vatnsleysi i efri hluta
bæjarins og holræsakerfið er ekki í nægi-
lega góðu lagi. Bæjarlandið er ekki nógu
vel afgirt og kindur eyðileggja garða
bæjarbúa. Það er lalsvert atriði að hafa
umhverfismál í lagi og margt af þvi
kostar ekki mikið fé. Nota má vinnu-
krafl unglinganna til hreinsunar.
Betur þarf að fylgja eftir með gang-
stéttagerð þegar götur eru lagðar varan-
legu slitlagi. Unglingastarfið þarf að
efla, t.d. með skólagörðum.
Margra úrbóta er þörf i atvinnumál-
um þvi frá þvi sumarvinna vegagerðar-
innar hættir i október og fram í febrúar
er hér timabundið atvinnuleysi. Skipu-
leggja þarf hafnarsvæðið og halda áfram
framkvæmdum við höfnina."
- JH
Koma þarf tollvörugeymsl-
unni í gagnið
— og stuðia að f jölbreyttari atvinnu
„Ég legg aðaláherzlu á þrjú mál,'
sagði Gunnar Hjaltason kaupmaður en
hann skipar efsta sæti á lista Framfara
sinnaðra kjósenda. „Þau mál eru fjöl
breyttari atvinna, koma tollvörugeymsl-
unni i gang og halda áfram með íþrótta
húsið. Tollvörugeymslan er fokheld en
fjármagn vantar til frekari fram
kvæmda.
Næst þessum málum má nefna gatna-
gerð, en við eigum olíumöl, og leggja
þarf á Heiðarveg og Mánagötu. Þá þarl
að vinna að áframhaldandi uppbyggingu
félagsheimilisins. Dagvistunarmál eru
komin i gang og halda þarf áfram á
þeirri braut sem mörkuð hefur verið. A
prjónunum er að koma á stofn húsein-
ingaverksmiðju til þess að auka fjöl
breytni atvinnulifsins.”
- JH
„Auka þarf og efla atvinnulifið,"
sagði Vigfús Ólafsson fulltrúi en hann er
efstur á lista Óháðra kjósenda. „Undir-
búningsvinna hefur verið unnin i sam-
bandi við hugsanlegan iðnaðá staðnum,
auk þess sem efla þarf fiskvinnsluna.
Af öðrum verkefnum má nefna bygg-
ingu íþróttahúss og stækka þarf
skólahúsiö verulega. Byggt verður dag-
Gunnar Hjaltason: „Við þurfum fjöl-
breyttari atvinnu.”
heimili en leikskóli er nú rekinn i leigu-
húsnæði.
Stuðla þarf að áframhaldandi upp-
byggingu hafnarinnar en hér er aðal-
flutningahöfnin á Austfjörðum.
Áfram verður unnið að gatnagerð
samkvæmt áætlun en allar nýjar götur
eru undirbyggðar þannig að þær eru til-
búnarundirslitlag.” -Jh
EFLING ATVINNULÍFSINS
— áframhaldandi uppbygging hafnarinnar
Urslitífjórum
síðustu
kosningum
1974 1970 1966 1962
Sjðlfstæðisfélag Reyðarfjarðar 69-1 76-2 65-1 56-1
Alþýðubandalag 82-2 57-1 57-1 51-1
Sjálfstæðism. úrsk. utanfl. 38-1
Óháðir kjósendur 50-1 47-1 39-1
Framsóknarm. utanflokka 38-0
Framfarasinn. kjósendur 77-2 79-2 113-3 74-2
Framsóknárflokkur 64-1 68-2 58-2
Fimm listar
i kjori
D-listi
Sjálfstæðisfélags
Reyðarfjarðar:
1. Þorvaldur Aðalsteinsson bifvélavirki,
2. Jóhann P. Halldórsson járnsmiður,
3. Kristinn Briem skrifstofumaður,
4. HilmarSigurjónsson kennari.
5. Gunnar Egilsson verkamaður,
6. Sigurjón ólason verkstjóri,
7. Bóas Jónasson matsveinn,
8. Ámi Elisson rafvirki,
9. Þórir Stefánsson bifreiðarstjóri,
10. Björn Þór Jónsson verkstjóri.
11. Siguröur Guttormsson bifreiðarstjóri,
12. Gunnar Þorsteinsson fiskmatsmaður,
13. Jónas Jónsson skipstjóri.
14. Arnþór Þórólfsson verkamaður.
M-listi
Framfarasinnaðra
kjósenda
1. Gunnar Hjaltason kaupmaður,
2. Hallfríður Bjamadóttir kennari,
3. Kristin Kristinsdóttir húsmóðir,
4. Bjami Jónasson vélstjóri,
5. Hjalti Gunnarsson framkvæmdastjóri,
6. Rikharður Einarsson bifvélavirki,
7. Gréta Friðriksdóttir bankafulltrúi,
8. Álfheiður Hjaltadóttir húsmóðir,
9. Benedikt Þorbjömsson verk’amaður,
10. Stefán Jónsson stýrimaður.
G-listi Alþýðu-
bandalagsfélags
Reyðarfjarðar:
1. Ámi Ragnarsson simvirki,
2. Þorvaldur Jónsson vcrkamaður,
3. Hafsteinn Larsen járnsmiður,
4. Bjöm Jónsson verslunarmaður,
5. Helga Aðalsteinsdóttir húsmóðir.
6. Guðmundur M.H. Beck bóndi,
7. Þórir Gislason verkamaöur,
8. Ingibjörg Þórðardóttir húsmóðir,
9. Anna Pálsdóttir talsimavörður.
10. RúnarÓlsen verkstjóri,
11. Lúvísa Kristinsdóttir húsmóðir.
12. Kristinn Bjömsson verkamaður,
13. Viðar J. Ingólfsson verkamaður,
14. Helgi Seljan alþingismaður.
X-listi
Framsóknar- og
félagshyggjumanna
1. Einar Baldursson kennari,
2. Jón Guömundsson kjötiðnaðarmaður,
3. Jóhann Þorsteinsson trésmiður,
4. Guðjón Þórarinsson rekstrarstjóri,
5. Sigriöur Sigurðardóttir húsmóðir,
6. Borgþór Guðjónsson bilstjóri,
7. Jón Vigfússon bóndi,
8. Hörður Hermóðsson vélgæzlumaður,
9. Guðgeir Einarsson vélgröfustjóri,
10. Sveinbjöm Þórarinsson verkamaður,
11. Haukur Þorleifsson vélgæzlumaður,
12. Jóhann Björgvinsson bóndi.
13. Hermann Ágústsson skrifstofumaður.
14. SigurðurSveinsson fyrr. bifreiðaeftirlitsm.
K-listi
óháðra kjósenda
1. Vigfús Ólafsson fulltrúi.
2. MarinóSigurbjömsson verzlunarstjórf.
3. Guðmundur Magnússon fræðslustjóri.
4. Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri.
5. Björn Egilsson bifvélavirki
6. BjarniGarðarsson rafvirki,
7. Valtýr Sæmundsson skrifstofumaður
8. Kristján Björgvinsson verkstjóri.
9. Steingrimur Bjamason afgreiðslumaður.
10. Sigmar Ólason vélstjóri,
11. MetúsalemSigmarssonbifvélavirki,
12. Björg Bóasdóttir húsmóðir.
13. Jón Egilsson bifreiðarstjóri.
14. GuðlaugurSigfússon umboðsmaður.
Lbti til sýskjnefndarmannskosninga, borínn
fram af Birni Jónssyni og fleirum:
1. Óskar Ágústsson trésmiður.
2. Ásgeir Metúsalemsson gjaldkeri.
Aðrir listar bárust ekki og er þvi sjálfkjöriö i sýslu
nefnd.
Spurning
dagsins
Hver heldur þú að
úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna verði?
Hávarður Bcrgþörsson bóndi og sjó-
maðuc Það hljóta að verða brcytingar
hér. Þetta hefur vcrið djöfulsins hafra-
grautur og nauðsynlegt að fá nýlt blóð i
þetta.
Alda Pétursdóttir vcrkakona: Við erum
alltaf að vinna á. við Alþýðubandalags-
menn. Ætli við fáum ekki þriá menn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær engar.f ram
sóknarflokkurinn tvo og óháðir ..u ug
framfarasinna strikum við út.
Björn Jónsson afgrciðslumaður nja
kaupfclaginu: Ég reikna mcð þvi að
þetta verði svipað og verð hefur. Það eru
raunar framsóknarmenn á þremur af
þcssum listum okkar.
María Ölveig Ölvcrsdóttir starfsstúlka á
barnaheimilinu: Ég fylgist ekkert með
þessu og hef ekki áhuga á þcssum kosn-
ingum. Það eina sem ég vona er að
komast hjá þvi að verða sett á lista sjálf.
Herbert Harðarson nemi I bilvélavtrKj-
un: Alþýðubandalag fær þrjá menn.
Sjálfstæðisflokkur fær einn, óháðir fá
einn og Framsóknarflokkurinn fær tvo.
Framfarasinnar fá engan.
Vignir Lúðviksson járnsmiður Það
verða töluverðar mannabreytingar í
hreppsnefndinni. Alþýðubandalagið og
óháðir vinna á en Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn tapa.