Dagblaðið - 31.05.1978, Síða 1

Dagblaðið - 31.05.1978, Síða 1
dagblað 4.ÁRG,— MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978- 113.TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022. Utflutningsbann áfram yfirvinnubann frá 10. júní — Verkamannasambandið herðir aðgerðirnar Útflutningsbanniö verður áfram í gildi en þó verða beiðnir um undan- þágur metnar hverju sinni og með þær farið eftir atvikum, svo sem hingað til hefur verið gert. Hafi samningar á grundvelli tilboðs Verkamannasambands íslands ekki tekizt fyrir hinn 10. júní skorar stjórn Verkamannasambandsins á aðildar- félögin að boða yfirvinnubann frá 10. til 30. júní. Á þeim tima sem yfirvinnubannið stendur, ef ekki verður hjá þvi komizt, er skorað á alla aðila að gera alvar- legar tilraunir til samningagerðar. Meðal annars verður ekki fram hjá því litið að tilraunir til samninga- gerðar við einstök bæjarfélög kunni að verða reyndar. „Enda þótt bráðabirgðalögin sýni ákveðið undanhald eru í þeim fáránleg og óaðgengileg atriði sem valda því að stjóm Verkamannasambandsins og formenn aðildarfélaganna hafna þeim,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson í viðtali við DB i morgun. 1 ályktun sem var samþykkt ein- róma á fundinum i gær er skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samningar geti tekizt á grundvelli til- boðs Verkamannasambands íslands. Takist þeir ekki skorar stjóm sam- bandsins á aðildarfélögin að boða yfir- vinnubann frá 10. júní eins og fyrr segir. Ráðgert er að yfirvinnubannið verði til 30. júni. Á þeim tíma sem bannið stendur yfir verði reynt til hins ýtrasta að ná samningum á áðurnefnd- um grundvelli. Gert e_r ráð fyrir því að áður en sá timi sé liðinn komi stjórnin saman og meti stöðuna í kjaradeil- unni. • BS Ung kona settist með barn sitt við rústirnar fyrir framan ýtuskófluna miklu. Krakkarnir úr hverflnu ærsluðust f brakinu. DB-myndir JBP og Christian Roger. Menn, eða bílastæði? Til ýfinga kom í gærdag í Grjótaþorpi. Eigandi Fjalakattarins, Þorkell Valdimarsson, hugðist rifa steinskúr á baklóðinni en ioúar hverfisins mótmæltu. Þá voru stór- virk tæki búin að eyðileggja litinn og skemmtilegan garð sem ibúarnir höfðu komið sér upp með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. í raun lentu borgar- fulltrúar hér margir hverjir í fyrsta stórmáli sins kjörtímabils að huga að .spursmálinu: Mannlif eða bílastæði. Nánar á bls. 8. Brotizt inn hjá Listahátíð í Gimii í nótt var brotizt inn í skrifstofur í hefði verið stolið og allmikið rótað til i Gimli við Lækjargötu en þar eru höfuð- skrifstofum. bækistöðvar Listahátiðar. Þegar rann- Rannsóknarlögreglumenn voru enn á sóknarlögreglunni bárust boð um inn- staðnum er blaðið varbúið til prentunar. brotið fylgdi það sögunni að skiptimynt - ASt. Fjárhagsvandi Orkustofnunar: Ríkisstjórnin meltir tillögurnar — baksíða Tuttugu ogsex tónlistar- f orkólfar á Ítalíu í fangelsi fyrir mútur og svik — Sjá erlendar f réttir blaðsíðu 6 og 7 Vildi ekkert með lögreglu hafa Ökumaður af Snæfellsnesi ók i nótt fram á bíl sem ekið hafði verið út af vegi skammt frá Félagsgarði í Kjós og lá þar á hliðinni. Er hann var að huga að hvort fólk leyndist i bilflakinu spratt upp maður skammt frá. Var hann óslasaður. Fékk hann far með Snæfellingnum i bæinn en er þangað kom vildi hann með engu móti hitta lögregluyhrvöld og vildi bara losna við sinn velgeróarmann. Snæfellingurinn tilkynnti slysið. Nú er eigandans leitað þvi grunur lék á um ölvun. Billinn var nteð R-númeri. -ASt. Hér er Frakkinn Gerard Lemarquis ásamt syni sinum, Tómasi. Þeir stöðvuðu upphaflega frekari framgang við niðurriflð.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.