Dagblaðið - 31.05.1978, Page 6

Dagblaðið - 31.05.1978, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1978 Tilkynning frá um fístabókstafi í kjördæmunum Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjórna verða þessir listar í kjöri í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningarnar 25. júní nk.: A—Listi Alþýðuflokksins. B—Listi Framsóknarflokksins. D—Listi Sjálfstæðisflokksins. F—Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. G-Listi Alþýðubandalagsins. í fjórum kjördæmum verða auk þess eftirfar- andi listar í kjöri: í Reykjavíkurkjördæmi: K—Listi Kommúnistaflokks íslands. R—Listi Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista. S—Listi Stjórnmálaflokksins. í Reykjaneskjördæmi: S—Listi Stjórnmálaflokksins. V—Listi óháðra kjósenda. í Suðurlandskjördæmi: L—Listi óháðra kjósenda. í Vestfjarðakjördæmi: H—Listi óháðra kjósenda. Landskjörstjórn. Þetta ernýjaFUJICA AZ-1 Ijósmyndavélin Þeir hjá FUJI FILM fóru ekki troðnar sióðir þegar þeir hönnuðu nýju FUJICA AZ-1 myndavélina. í FUJICA AZ-1 myndavélinni er al- sjálfvirk Ijósmæling með hinu nýja 12 L tölvukerfi, sem nefnt er „Digital Shutter Speed Control”. Þetta Ijósmælingarkerfi er mjög ná- kvæmt jafnvel við hin erfiðustu myndatökuskilyrði. FUJICA AZ-1 er fáanleg með zoom- linsu 43 til 75 mm sem aðallinsu. — Og verðið er að sjálfsögðu FUJI- verð — sem gerir grín að öllum keppinautunum. FUUICA ÆZ. -jjj_ Söluumboð f Reykjavik ajinrnii.'.fc Amatörverzlunin fuji photo film co„ ltd. Laugavegi 55. Simi 2-27-18. Fasteignir til sölu 2 herb. íbúð við Arahóla. íbúðin er á 3. hæð í fjölbýlishúsi, skiptist í stofu, hoi, hjónaherbergi, eldhús og bað. Verð 9 millj- ónir, útborgun 6,5 milljón- ir. 3 herb. íbúð við Álftamýri. íbúðin er á jarðhæð með útsýni yfir nýja miðbæinn, laus fljót- lega. Verð 11,5 milljónir, útborgun 7,5—8 milljónir. 5 herb. endaíbúð við Álfaskeið, Hafnarfirði. íbúðin er á jarðhæð (ekkert niðurgrafið) ca 115 fermetr- ar með þrem svefnherbergj- um og rúmgóðri stofu, sér- þvottahús, bilskúrssökklar fylgja. Verð 14 milljónir, út- borgun 9—10 milljónir. Fasteignasalan Miðborg, Nýja Bíó húsinu. Símar 25590 og 21682. Jón Rafn Jónsson söhi- maður heima: 52844. Hilmar Björgvinsson hdl. EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU23 SlMI: 2 66 50 Við Álftamýri Vorum að fá i einkasölu mjög góða 110 ferm enda- ibúð á 1. hæð. Góður bíl- skúr fylgir. ViðÁlftahóla Nýleg mjög góð 4ra herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Bílskúrsréttur. Skipti æski- leg á eign í Laugarneshverfi eða nágrenni. Einnig íbúðir og húseignir í Vestmanna- eyjum, Neskaupstað, Eski- firði, Njarðvík, Sandgerði og Þorlákshöfh. Skipti oft möguleg. Seljendur fasteigna Okkur vantar fyrir trausta kaupendur flestar stærðir íbúða. Góðfúslega hafið samband við okkur ef þér hyggist selja. Stærsta Ijósmynda- safni heims bjargaö naumlega Vegna góðrar frammistöðu safn, er í Rochester i New York og er en hægt værj að bæta það tjón að slökkviliðsmanna tókst að koma i veg, þar til húsa eitt mesta safn gamalla mestu með því aðfáeintök af hinum fyrir óbætanlegt tjón er eldur kom upp kvikmynda, Ijósmynda og tækja til eyðilögðu munum frá öðrum söfnum. á fyrrum heimili George Eastman, Ijósmyndunarí heimi. Stærsti hluti safnsins slapp frumherja í gerð Ijósmynda og kvik- Að sögn safnvarða munu rúmlega óskemmdur. í fyrstu var talið að meira mynda. Heimilið, sem nú er opinbert þrjú hundruð myndir hafa eyðilagzt en 100.000 myndir hefðu eyðilagzt. ÍSRAELSMENN SAK- AÐIR UM SK0THRÍÐ Á Þ0RP Útvarpsstöð Palestinuskæruliða sak- aði i gær ísraelsmenn og hægrisinnaða Dansaði lífið úr sjúklingnum Samkvæmt ákæru á hendur konu einni í Trinidad mun hún hafa valdið dauða nitján ára pilts sem hún ætlaði að aðstoða við að losna við illa anda. I þeim tilgangi dansaði hún á brjósti hans og hálsi en ekki tókst betur til en svo að hann rifbrotnaði og siðan eyðilögðust lungun og hann lézt. Hin ákærða sagði réttinum að hún áliti sig hafa yfirnáttúrlega krafta. íbúarnirfluttu vegna gaseitrunar Allir ibúar lítils þorps í Flórída í Bandarikjúnum urðu að yfirgefa heimili sín í gær vegna eitraðs ammóniakgass sem breiddist út í andrúmsloftið. Járnbrautarlest með þrjátíu flutninga- vagna hlekktist á og fóru tveir vagnanna af teinunum og á hliðina. Mun hafa komið leki að ammóníakgeymunum með þeim afleiðingum að talið er að ekki verði hættulaust að dveljast í þorpinu eða nágrenni þess næstu tvo sólar- hringa. Ekki var vitað um neinn sem orðið hefði fyrir eitrun i gærkvöldi. í þorpinu, sem nefnt er Mossyhead, búa aðallega ellilífeyrisþegar. Libani um að hafa gert stórskotaliðsárás á þorp Palestinumanna i Suður-Líban- on. Var sagt að minnst tuttugu og tveir óbreyttir borgarar hefðu særzt. Ekki var getið tölu fallinna en þess þó getið að þrir þeirra hefðu verið svo illa farnir af skotsárum að ekki hefði verið hægt að þekkja þá. Að sögn útvarpsstöðvarinnar hófst skothriðin síðari hluta dags í gær en þorpið er á því svæði sem friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna hafa verið að fá viðurkennt sem hlutlaust svæði á milli viglínanna í Líbanon. Á svæðinu sem stórskotahríðin er sögð hafa beinzt til eru rústir virkja sem sagðar eru frá því á dögum krossfar- anna. Herstjórp Palestínuskæruliða segist hafa tilkynnt fulltrúum Samein- uðu þjóðanna samstundis um árás ísra- ela. Sagði í útvarpstilkynningu frá skæruliðum að þeir gætu ekki rhikið lengur horft upp á glæpsamlegar árásir eins og þessa. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur áhyggjur af þvi um þessar mundir hve litils álits hann og stjórnarstefna hans nýtur meðal þjóðar hans. Nýlega tók hann á móti einum foringja indíánaflokks og skrýddist þá þessum glæsilega höfuðbúnaði. Akveðið að minnka blýinni- hald bensíns Blýinnihald bensíns i ríkjum Efna- hagsbandalagsins verður minnkað verulega frá og með árinu 1981 sam- kvæmt samþykkt umhverfismálaráð- herra ríkjanna í Brussel I gærkvöldi. Þá á blýinnihaldið ekki að vera meira en 0,15 grömm i hverjum lítra bensíns undir venjulegum kringumstæðum en ef orkukreppa ríður yfir er heimilt að slaka á reglunum. Vestur-Þjóðverjar munu nú þegar hafa sett hjá sér reglur sem eru innan samþykktar ráðherranna. 1 öðrum rikjum Efnahagsbandalagsins er blý- innihaldið um það bil 0,45 grömm i hverjum litra og á írlandi meira að segja 0,65 grömm. Hafa hinir síðast- nefndu fengið heimild til allt að tíu ára aðlögunartíma til að setja bensin sitt niður fyrir 0,15 gramma blýmarkið. Samþykktin um þlý í bensíni er gerð vegna þess að talið er að loftmengun verði því meiri sem meira er af blýi í bensíni. Bensín með litlu blýi er aftur á móti dýrara í framleiðslu vegna þess að til þess þarf meiri hráolíu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.