Dagblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 31.05.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1978 Borgarstjóralaus meirihluti mætir vandamáli í Grjótaþorpi — Heitt taugastríð gaus þar upp í gær er skurðgrafa mætti til leiksfskrúðgarði Heitt tilfinningastríð skall á í Grjóta- þorpi í gærdag er traktorsgröfu var ekið inn á baklóð Fjalakattarins og hóf þar umrót og niðurrif gamals skúrs, sem sagður er hafa gegnt sögulegu hlutverki er fyrsta kvikmyndahús höfuðborgar- innar var starfrækt í Fjalakettinum. Þessum bakskika Fjalakattarlóðarinn- ar breyttu íbúar Grjótaþorps i grasi þaktan garð, þar sem steinum var hlaðið meðfram litlum stigum. íbúarnir mál- uðu skúrinn og skreyttu lítils háttar. Þarna myndaðist aðstaða fyrir börn í rústir skúrhornsins og komu í veg fyrir frekari aðgerðir. Lögreglan kom á vettvang og reyndi að stilla til friðar. Fulltrúar íbúasamtaka og annarra sem vernda vilja það gamla í Reykjavík stóðu fast á sínu. Húseigand- inn stóð á rétti sínum til umbóta á eigin lóð, sem hann greiddi skatta af og kvaðst m.a. hafa í höndum bréf frá brunavarn- aryfirvöldum um að nauðsyn væri á greiðri útgönguleið um kjallaradyr Fjalakattarins ef húsið yrði tekið i notk- un. Til þess að svo yrði þyrfti skúrinn áð fara. „Samið” var um að klára niðurrif skúrþaksins en hlífa veggjum i bili. Var þetta gert að beiðni lögreglu sem taldi slysahættu af skúrnum eftir fyrstu högg gröfunnar á honum. Þetta létu íbúasam- tökin átölulaust. Er verktakinn hugðist fjarlægja brota- brot skúrsins með gröfu og setja þau á bílpall og síðan fylla grunn skúrsins með grús, sögðu íbúasamtökin stopp. Þau heimtuðu að ruslið yrði fjarlægt með handafli og frekari vélavinna yrði stöðv- uð, þar til borgaryfirvöld tækju málið í sinar hendur. Kváðu þau nóg að gert er Traktorsgrafan að verki við steinskúrinn á lóð Fjalakattarins i gærdag. — DB-mynd Hörður. Tveir íbúa Grjótaþorpsins horfa á eyðilegginguna á litla garðinum, sem íbúarnir höfðu mikið fyrir að koma upp í fyrra og höfðu leyfi þáverandi eiganda fyrir. —■ DB-mynd JBP Þráteflið á Fjalakattarlóðinni stóð lengi dags — og mun sjálfsagt standa lengi. Eigandinn hefur i raun engan um- ráðarétt yfir sinni lóð. Fólkið bannar að- gerðir. Yfirvöld hafast ekkert að. Heitt tilfinningastrið geisar milli fólksins og lóðareigandans annars vegar og eigand- ans og borgaryfirvalda hins vegar. Málið er i bið, en sýnt er að nýi borgarstjórnar- meirihlutinn fær þarna sitt fyrsta „al- vöruvandamál". —ASt. hverfinu til leikja. Allt þetta gerðu íbú- arnir með leyfi þáverandi eiganda lóðar- innar. Þegar ýtan mætti til leiks var hún fljót að róta garðinum litla upp og við fyrsta högg hrundi horn úr þaki hússins og við þau næstu féllu vegghlutar úr þvi. Það var sem sprengja hefði fallið þarna, hávaðinn raskaði ró hverfisins og ibúarnir þustu að. Frekari framkvæmdir voru stöðvaðar þvi fólk og börn settust á Verktakinn meðgröfurnarvar kominn á vettvang að beiðni eigandans og hóf verkið þar til íbúarnir stöðvuðu það og lögreglan kom á vettvang. Fljótlega kom Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi og stuttu siðar Jón Tóm- asson sem nú gegnir stöðu borgarstjóra í fjarveru borgarritara, sem lögum sam- kvæmt er borgarstjóri þar til nýr verður ráðinn að föllnum meirihlutanum i Reykjavik. grafan hefði eyðilagt margra mánaða vinnu þeirra við garðbyggingu á lóðar- spildunni og börnin hefðu misst sina vin í miðborginni. Eigandinn kom aftur á staðinn og hafði i hótunum. Annað hvort yrði hald- ið áfram verkinu eða ibúarnir gætu brennt húsið (Fjalaköttinn). Álengdar stóðu malarbílarnir tilbúnir til að grafa grasið i gráa möl. Ef af því yrði hótuðu ibúarnir að setjast undir malarsturtuna og láta grafa sig. léi er deilt við vinnuvélacigandann um framkvæmdirnar á lóðinni. — DB-mynd Hörður. Svona leit garðurinn út, áður en stórvirk tæki voru send inn i hann i gær. — DB-mynd Hörður. Þorkell Valdimarsson, eigandi lóðarinnar sem um er deilt I Grjótaþorpi. — DB-mynd JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.