Dagblaðið - 31.05.1978, Side 24

Dagblaðið - 31.05.1978, Side 24
Fjárhagsvandi Orkustofnunan RÍKISSTJÓRN- INMELTIR T1LLÖGURNAR — gert er ráð fyrir50 milljón króna niður- skurði á fjár- veitingunni Ríkisstjórnin hcfur nú til umfjöllunar tillögu . stjórnskipaðrar nefndar sem aetlað var að gera úttckt á fjárhagsvanda Orkustofnunar. Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins, sagði í samtali við DB að tillögurnar væru trúnaðar- mál á meðan ríkisstjórnin hefði þær til umfjöllunar. Tillögunum var skilað á þriðjudaginn i síðustu viku og hafa litillega verið ræddar i ríkisstjórninni. Skv. þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér gera tillögurnar m.a. ráð fyrir að fjárveiting til Orkustofnunar á þessu ári verði skorin niður um fimmtíu milljónir. 130 milljónir til viðbótar, sem teknar hafa verið af fjárveitingu Orkustofnunar á þessu ári til greiðslu óreiðuskulda vegna Kröflu, verða endurgreiddar stofnuninni, skv. heimildum blaðsins. í nefndinni áttu sæti Kristmundur Halldórsson frá iðnaðarráðuneytinu, Sigurður Þórðarson frá fjármálaráðu- neytinu og Hjalti Zóphaniasson frá dómsmálaráðuneytinu. ÓV. Breyttirtímar RadíóþoníKeflavík: HEFUR VAKAÐÍ RÚMA TVO DAGA Ekki vitum við svo gjörla hverl ferðinni var heitið. En þessi gamli göðborgari var á ferðinni í miðborg Reykjavíkur í gærdag með hand- vagninn sinn. Slík facartæki sjást ekki oft á götum nú orðið, en einmitt á þessum slóðum var krökkt af sliku hér áður fyrr þegar vörum var ekið þannig að og frá pakkhúsum í bænum. -DB-mynd Hörður. Einn af plötusnúðum útvarpsstöðvar- innar á Keflavikurflugvelli, Sam Spears,. hefur nú vakað í rúma tvo sólarhringa og leikið plötur allan þann tíma í beinni útsendingu. „Hann lítur betur út en ég og samt er ég búinn að sofa,” sagði einn starfs- manna útvarpsstöðvarinnar í viðtali við DB i morgun. Tilgangurinn með þessu er að safna fé fyrir hjálparstofnun bandariska sjóhers- ins og getur fólk pantað sér ákveðin lög gegn greiðslu. Minnsta pöntun er eitt lag sem menn greiða einn dollar fyrir en „sumir hafa borgað 40 dollara fyrir að fá einn klukkutíma af einhverju ákveðnu tónlistarefni og landgönguliðar flotans eru búnir að borga 100 dollara til þess að fá einkennislag landgönguliða leikið einu sinni á klukkustund,” sagði starfs- maðurinn. „Spears er að reyna að slá stöðvar- metið sem í gildi er hér í stöðinni, það eru 103 klukkustundir. Ég veit ekki hvort honum tekst það en hann er alla-. vega í góðu formi núna.” - HP Rannsókna- ogþróunarstarfsemi hér vanrækt með fjársvelti: ÁSTANDIÐ eins og í þróunarríkjunum — lág laun rannsóknamanna reka þá út í aukavinnu, jaf nvel í vinnutímanum 1 langtimaáætlun Rannsóknaráðs ríkisins um rannsóknir og þróunar- starfsemi í þágu atvinnuveganna, kemur m.a. fram að við íslendingar erum á sama stigi og frumstæð þróunarríki hvað varðar framlag til slíkrar starfsemi og mat á henni. Þannig verjum við 0,4 til 0,5% af vergum þjóðartekjum lil sliks á meðan aðrar þjóðir á svipuðu hagþróunarstigi verja til þess 1 til 2,5%. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna þar sem þetta fjársvelti gerir að verkum að ekki er unnt að standa að rannsóknaverkefnum sem skyldi og því fæst oft ekki nægilega ábyggileg niðurstaða. Ein meginniðurstaða athugana OECD á stöðu þessara mála hér, sem gerð var 1971, er að vandamálin liggi ekki í skipulagi rannsóknamála í landinu, heldur í þvi hve rannsóknir séu takmarkaðar og umhverfi lítt mótað, svo og í þeim starfsháttum sem þróazt hafi innan þeirra. Þá hafa rannsóknamenn OECD komizt að þeirri niðurstöðu að sér- menntaðir starfsmenn rannsókna- stofnana hér eru mun lægra launaðir en starfsbræður þeirra i einkafyrir- tækjum. í skýrslunni er bent á hinar ýmsu óheillahliðar þessa máls, fyrir þróun rannsóknastarfseminnar og- nefnd atriði s.s.: Tilhneiging til að taka launuð kennslustörf og önnur störf sem unnin eru á venjulegum starfstima stofnana og koma niður á rannsóknastörfunum, og sérstakir erfiðleikar við að halda þjálfuðu starfsfólki sem getur unnið marg- háttuð tæknileg eftirlitsstörf, prófanir o. fl. í iðnaði ogá öðrum stofnunum. -G.S. frjálst, áháð dagblað MIÐVIKUDAGUR31. MAÍ 1978. Handtökumálið: AÐSTODARMENN HAIIKS Á HÁLFUM LAUNUM „Ég hef enn ekki fengið rannsókn málsins til athugunar og hef því ekki tekið ákvörðun um hvort þessir tveir lögreglumenn taka aftur við störfum sinum,” sagði Jón Eysteinsson bæjar- fógeti í Keflavík í samtali við fréttamenn DB um handtökumálið svonefnda. Eins og kunnugt er af fréttum voru tveir keflvískir lögreglumenn, sem tóku þátt í handtöku þeirra Karls Guðmunds- sonar og Guðbjarts heitins Pálssonar á sínum tima, leystir frá störfum um stundarsakir á meðan lokarannsókn handtökumálsins fór fram. Hafa þeir verið á hálfum launum siðan. Fógetafulltrúi við bæjarfógetaemb- ættið í Keflavík, sem breytti framburði fínum í málinu eftir að „huldumeyjarn- ar” játuðu aðild sína að því, sagði starfi sínu lausu að fullu og öllu. Fógeti sagði í samtalinu við DB að þegar hann hefði fengið rannsóknina hiyndi hann taka sína ákvörðun. „Ég sé þá til hvort ég bíð eftir ákvörðun ríkis- saksóknara eða ekki,” sagði fógeti. ÓV Garðabæn Enn óvissa um nöf n á D-listanum — verið eraðreikna útmikið af útstrikunum Sjálfstæðismenn i Garðabæ hlutu fjóra menn kjörna i bæjarstjórn en enn er óljóst hverjir þeir eru nema hvað öruggt er talið að bæjarstjórinn vcrði á listanum. Fjöldi stuðningsmanna 6. manns á listanum, Ágústs Þorsteinssonar, stóð fyrir útstrikunum og vinnur yfirkjör- stjórn nú úr gögnunum og lýkur því væntanlega i dag. Ekki er blaðinu ná- kunnugt um hverjir voru aðallega strik- aðir út nema hvað algengast mun hafa verið að strika út 4. og 5. mann. -G.S. Drukknir foreldrarmeð kornabarn Lögreglan hafði í gær afskipti af drukknum hjónum sem voru á ferð í borginni með kornabarn sitt. Þótti mál þetta svo alvarlegs eðlis að maðurinn var fluttur í fangageymslu en kona og barn fengu aðhlynningu hjá Félagsmála- stofnun. - ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.