Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978.
Búið að selja Hjalteyri!
Hreppurinn kaupir fyrir 18 milljónir
meira en einstaklingurinn bauð
Þá er búið að selja Hjalteyri, nýr
kaupandi búinn að fá afsal og byrjaður
að borga af. Það er Arnarneshreppur
sem fær góssið en Davíð Kristjánsson
sem bauð 18 milljón krónum hærra en
hreppurinn situr uppi eyrarlaus. Davíð
rekur reykiðju og annan matvælaiðnað
á Akureyri en hugðist flytja til Hjalteyr-
ar fengi hann eignina.
Upphaflega bauð Davið 51 milljón
króna í Hjalteyri en undanskildi þá 8
ibúðir af tíu og þær þrjár bújarðir sem
tilheyrðu eigninni (voru þær jarðir und-
anskildar í öllum tilboðum). Gegn þessu
bauð Arnarneshreppur 33 milljónir í alla
eignina en 40 milljónir til vara.
Eftir þetta fóru framámenn í hreppn-
um á fund Stefáns Valgeirssonar þing-
manns og báðu hann beita sér fyrir þvi
að hreppurinn hlyti hnossið. Ingimar
Brynjólfsson sagði þessa beiðni um
aðstoð vera komna til vegna þess að
hreppurinn á engan að suður í Reykja-
vík. Eftir þetta barst tilboð frá
hreppnum upp á 52 milljónir.
Davið vildi ekki sleppa eyrinni
umyrðalaust og bauð 70 milljónir og í
þetta sinn i alla eignina. Hann lýsti því
þá yfir opinberlega að hann hygðist ekki
vera einn i ráðum á Hjalteyri þvi hann
væri búinn að fá aðila til að sjá þar um
oliusölu og annan til að reka verzlun að
minnsta kosti hluta úr degi. Davíð
hugðist koma upp aðstöðu fyrir 4 báta
til landa á Hjalteyri. Hann ætlaði að
gefa ibúum þeirra húsa sem búið er i
(þau eru 6 eða 7) kost að að kaupa þau á
kostnaðarverði. Gufuketill einn. sem
nýlega var seldur austur á land til loðnu-
bræðslu var allan tímann undanskilinn í
tilboðum og var það af hálfu Lands-
bankans.
18 milljónir
til snyrtingar
Eftir að tilboð voru opnuð leið langur
timi án þess nokkuð gerðist. Miklar
deilur voru manna á milli um það hvað
gert yrði og ýmsar tilgátur uppi um
lausn mála. Að lokum ákváðu for-
ráðamenn Landsbankans að taka tilboði
hreppsins og var það að sögn Stefáns
Valgeirssonar gert til þess að koma i veg
veg fyrir að fjárglæframenn næðu eign-
unum á sitt vald. Davið var þungur yfir
þessum orðum Stefáns þar sem hann
þóttist hafa gert fulla grein fyrir fjár-
málum sinum og þau hefðu verið vand-
lega rannsökuð og væri ekki ástæða til
að ætla að hann gæti ekki staðið i skilum
með afborganirnar. Hann sagði að
Stefán væri að ýja að þvi að aðrir stæðu
á bak við sig, liklega þeir Sólnes-
feðgar, en slikt væri algjör firra.
Á hreppsnefndarfundi á sunnudaginn
kom fram að ástæðan til að Lands
bankinn tók tilboði hreppsins um kaup á
Hjalteyri væri sú að þvi fylgdi kvöð frá
Náttúruverndarráði um að eignin yrði
öll hreinsuð og þau hús sem grotnaé
höfðu niður á meðan Landsbankinn átti
eignina yrðu rifin. Davið Kristjánsson
varð alveg undrandi þegar hann heyrði
um þessa kvöð því um slika kröfu hafði
hann aldrei heyrt talað fyrir nú utan að
hann hefði alltaf talið meira en sjálfsagi
að hreinsa til á Hjalteyri.
Kom ekki til greina
að KEA keypti
Hjalteyri
Snemma var rætt um það að KEA
hygðist kaupa Hjalteyri og oft talað
um það sem eina aðilann sem ráð
hefði á sliku. Þegar KEA bauð ekki i
eignina komst sú saga á kreik að það
gæti ekki að svo komnu máli staðið í
meiri fjárfestingu en það gerir þegar.
Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri
sagði þessar sögur algjörlega út i blá-
inn. Aldrei hefði komið til greina að
KEA keypti Hjalteyri, bæði vegna
fjárhagsstöðunnar og eins að talið
væri rétt að hreppurinn ætti að
minnsta kosti landið undir
verksmiðjunum. Hins vegar væri nú
verið að athuga hvers konar at
vinnustarfsemi unnt væri að reka á
Hjalteyri og gæti vel verið að KEA
fengi þar einhverja aðstöðu. Slikt væri
þóalgjörlega óvíst.
Valur sagði að til þess að hægt væri
að starfa eitthvað á Hjalteyri af viti
þyrfti að konia þar upp hal'skipa-
bryggju. Óvist er um hversu margir
myndu fá vinnu á Hjalteyri þegar allt
verður komið i fullan gang.
Davið Kristjánsson hugðist koma
upp fiskverkun á Hjalteyri og var
búinn að bjóða hreppnum að vera með
i hlutafélagi sem stofnað yrði af þeim
og einstaklingum. Hins vegar sagðist
Davið ekki vilja leigja af hreppnum
þar sem ein hreppsnefnd sæti i dag og
önnur á mörgun og ekkert öryggi væri
i sliku. Þetta kom Ingimar á óvart þvi
hann sagði Davið hafa verið þess
fýsandi að leigja litinn skúr til
fiskverkunar. Skúrinn sá ama væri of
gamall til þess að hægt væri að selja
hann einum eða öðrum.
Þetta er eins og annað með Hjalt-
eyri. menn eru alls ekki sammála um
hvað gerzt hafi. Þó er það Ijóst eins og
fram kom í greinum i DB að Lands-
bankinn tók eignirnar upp i skuld
Kveldúlfs hf., en gerði síðan ekkert við
eignina i fjölda ára. Einstaklingar sem
bjuggu á Hjalteyri sóttu um að fá að
kaupa húsnæðið og ýmislegt annað en
fengu aldrei jákvætt svar. Hins vegar
hefur nokkuð af hlutum þeim sem
voru i sildarverksmiðjunni á Hjalteyri
verið selt út fyrir þorpið. Nú er hins
vegar búið að selja allt saman og má
þá fara að búast við að eitthvað gerist.
DS.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
Úlfar Þormóðsson
kosningastjóri G-listans.
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna er verður
Alþýðubandalag 11 /4*
Alþýöuflokkur 5 9
Framsóknarflokkur 17 /5
Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 o
Sjálfstæðisflokkur 25 22.
Aðrir flokkar og utanflokka O
Samtals 60 60
Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa
spá út og berið saman við aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
+
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
HJÁLPARSJÓDUR
HJALTEYRl — talsveró barátta hefur oróið um eignarréttinn. DB-mynd Fax.
x-
GAGNRÝNK) - EINNIG ÞÁSEM GAGNRÝNA