Dagblaðið - 16.06.1978, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978.
Bettv Williams sem hlaut friöarvcrðlaun Ndbels i fyrra.
Leone segist
saklaus af
skattsvikum
Giovanni Leone. sem sagði af sér
embætti forseta ítaliu i gær. hefur lýst
því yfir að hann sé saklaus af öllum á-
kærum um skattsvik og fjármála
spillingu. Vinstrisinnuð blöð og flokkar
hafa ásakað hann um það undanfarna
mánuði en Leone bar á móti öllu og sat
sem fastast þar til Kommúnista-
flokkurinn — næst stærsti flokkur
landsins — tók undir spillingar-
ákærurnar í þessari viku.
Leone. sem aðeins átti eftir að gegna
embætti í sex mánuði, ávarpaði þjóð
sína i gær og ítrekaði sakleysi sitt.
Fanfani flokksbróðir hans og forseti
ítalska þingsins. mun gegna forseta-
embættinu. þar til nýr forseti verður
kjörinn.
Hannyrðavörur — Prjónagarn
Heklugarn — Hnýtingagarn
Mikið úrval — Athuf’ið breytt heimilisfanfi —
Velkomin ú nyja staðinn.
HANNYRÐAVERSLUNIN
ÓÐINSGÖTU 1 SÍM113130
SKÚTANINGA
ER TIL SÖLU!
Skútan er til sýnis i bátanaustinu í Garðabæ.
Lysthafendur góðfúslega leggi inn tilboð hjá
auglýsingadeild Dagblaðsins merkt: Skútan
Inga.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Forfalla- eða stundakennara vantar að
Menntaskólanum við Hamrahlíð næsta skóla-
ár.
Kennslugreinar stærðfræði og eðlisfræði.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, þar
sem tekið verður á móti umsóknum.
Umsóknarfrestur til 30. júní. Poi#*«r
Auglýsing
Staða varaskattstjóra Skattstofu Reykjavíkur
er laus til umsóknar. Varaskattstjóri er
staðgengill skattstjóra og gegnir jafnframt
störfum skrifstofustjóra.
Umsóknarfrestur er til 9. júlí. 1978.
Fjármálaráðuneytið,
15. júní 1978
írland:
FRIÐARHREYFINGIN
STAÐFESTIR SAGNIR
UM PYNTINGAR HERS
Betty Williams, önnur þeirra kvenna
er tóku við friðarverðlaunum Nobels i
fyrra fyrir forustu þeirra i friðarbaráttu
á írlandi, hefur lýst því yfir að ásakanir
Amnesty International um að pyntingar
fari fram i norður-ískum fangelsum og
lögreglustöðvum séu réttar.
Segist Betty Williams sjálf hafa tekið
þátt i rannsóknum á pyntingum og sitji
meðal annars i nefnd með ýmsum þeirra
sem orðið hafi fyrir slikri meðferð á und-
anförnum árum. Hún vill ekki gefa ná-
kvæmar upplýsingar um málið á þessu
stigi vegna ótta við að yfirvöld geti þá
lagt stein i götu starfsins. Boðaði hún
opinbera skýrslu nefndarinnar eftir um
það bil einn mánuð.
Nóbelsverðlaunahafinn sagði að
opinber rannsókn á aðförum hers og lög-
reglu yrði að fara fram því allt of lenei
hefði yfirvöldum leyfzt að reyna að fela
verknaðina.
Friðarhreyfing sú sem hún hefur
staðið fyrir fordæmir að hennar sögn allt
ofbeldi, hryðjuverk og pyntingar hvort
sem það er framkvæmt af skæruliðum.
hryðjuverkamönnum. lögreglu eða her.
Þeir sem segjast vilja berjast fyrir
virðingu fyrir lögum og reglu eigi ekki
að leggjast svo lágt að gripa til ofbeldis
og pyntinga.
Kristnir hægrimcnn I Líbanon hafa tekið við af sveitum ísraelsmanna i Suður-Libanon í stað sveita Sameinuðu þjóðanna.
Var þetta samkvæmt tilmælum ísraelsmanna, sem ekki treysta gæzlusveitunum til að hafa nægilegan hemil á skæruliðum
Palestinuaraba.
CARTER FORSETI
TIL PANAMA
Jimmy Carter bandarikjaforseti
kemur i dag til Panama en þar hyggst
hann ræða við Torrijos forseta landsins í
tilefni af gildistöku samnings landanna,
þar sem gert er ráð fyrir að Panama fái
full yfirráð yfir skipaskurðinum frá og
meðárinu 2000.
Talsmenn Hvita hússins sögðu að
ekki hefði komið til tals að fresta
ferðinni vegna óeirða i Panama undan-
farinn sólarhring. Hefur verið tilkynnt
að nokkrir hafi látizt i átökum milli
stúdenta og herlögreglu. Eru stúdentar
mjög óánægðir með samkomuiagið um
Panamaskurð.
Carter forseti var gagnrýndur mjög af
andstæðingum sínum á þingingu i
Washington og fleirum fyrir sam-
komulagið og voru á tímabili slæmar
horfur á að það fengist staðfest.
REUTER
Sviss:
Burt með
brjóstin
Samtök i Sviss berjast nú
hatrammri baráttu til að koma i
veg fyrir að konur fái óáreittar að
ganga berbrjósta við sundstaði i
Bern. Samtökin, sem nefna sig
Baráttuhreyfinguna fyrir mann-
sæmandi böðunaraðstæðum hafa
lýst yfir mikilli óánægju með
slælegar undirtektir opinberra
aðila með hið hneykslanlega
ástand sem staðið hafi við sund-
staði síðan i vor.
Ætlunin er að safna i það
minnsta tólf þúsund undirskriftum
um að allsherjaratkvæðagreiðsla
fari fram um málið.
Fremur matvæli
en morðvopnin
Alþjóðamatvælaráðið, sem er
stofnun á vegum Sameinuðu
þjóðanna, skoraði i gær á þjóðir heims
að verja þeim fjármunum sem
spöruðust i vopnabúnaði til aðstoðar
við vanþróuð riki. Sérstaklega var
undirstrikuð nauðsyn þess að bæta úr
fæðuskorti í heiminum.
Þing ráðsins situr nú að störfum i
Mexico og eru þar fulltrúar þrjátiu og
sex rikja.
Frönsku fulltrúarnir lögðu fram
tillögu þar sem gert var ráð fyrir að
skarpar væri til orða tekið og skorað á
ríkin heims að draga úr fjárframlögum
til hernaðarþarfa og verja heldur til
þróunarhjálpar. Tókst ekki að fá
samþykkt hennar vegna andstöðu
sovézku fulltrúanna.
Hlutverk matvælaráðsins er að
kanna og reyna að finna leiðir til að
auka framfarir og sérstaklega bæta
matvælaástand í vanþróuðum ríkjum.
Á fundinum í Mexico hefur einnig
verið skorað á hveitiframleiðsluriki að
leggja árlega fram í það minnsta tiu
milljónir tonna af heimsuppskerunni
til hjálpar þurfandi svæðum heimsins.