Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 12
12
fijálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfultriji: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman
Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjórar: Adi Steinarsson og Ómar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnhoiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóMsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhóiti 11k
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaöiö hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Sjálfstæðismál þjóðarinnar
Landsmenn halda þjóðhátíð að þessu
sinni í lokasennu kosningabaráttu og
skugga nokkurs efnahagsvanda. A þeim
degi ættu menn að hrista af sér pirring
harðvítugra kosningaátaka og leiða hug-
ann að því, hvernig sjálfstæði
þjóðarinnar stendur í raun. Þar eru skýrari hættumerki
en oft áður.
í umræðu síðustu vikna hefur komið fram, að stjórn-
málamennirnir eru í reynd sammála um ýmis slík
hættumerki, hvar í flokki sem þeir standa og hvort sem
telja má ábyrgð þeirra á vexti vandans mikla eða litla.
Deilurnar standa um, hverjum þetta eða hitt sé að kenna
og hvað eigi að gera til úrbóta.
Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í nokkurri
hættu. Við kunnum að verða sífellt háðari erlendum
lánardrottnum, ef ekki verður kúvending. Erlendar
skuldir nálgast að vera sjö hundruð þúsund krónur á
hvern landsmanr,, þrjár og hálf milljón fyrir hverja fimm
manna fjölskyldu. Sjöunda hver króna, sem þjóðin aflar
með útflutningi afurða sinna, fer nú þegar til að greiða
vexti og afborganir af erlendum lánum.
Löngu áður en gjaldþrot vofði yfir, mundu erlendir
lánardrottnar seilast til stóraukinna áhrifa. Þetta hefur
komið fyrir aðrar þjóðir. Jafnvel alþjóðlegar lána-
stofnanir taka að gefa ríkisstjórnum ákveðna forskrift.
Við slíkt mundi sjálfsforræði þjóðarinnar að sjálfsögðu
skerðast til muna.
Við þessa hættu bætast afleiðingar langvarandi
óðaverðbólgu. Þetta viðurkenna allir stjórnmála-
foringjarnir. Sjávarútvegsráðherra hitti til dæmis
naglann á höfuðið, þegar hann sagði í sjónvarpi, að við
gætum ekki átt viðskipti við aðrar þjóðir, ef verðbólgan
hér væri 50—60 af hundraði. Engin sérstök ástæða er til
að búast við, að hratt dragi úr verðbólgu á næstunni.
Þessi hákarl verður vafalaust lengi enn í kjölfari þjóðar-
skútunnar. Óðaverðbólgan ógnar til langframa stöðu
íslendinga meðal þjóða.
Undirstaða velmegunar á íslandi riðar vegna ofveiði
þorskstofnsins. Stjórnmálamennirnir hafa þar sofið á
verðinum. Tvímælalaust er fiskiskipastóll landsmanna
orðinn of stór miðað við þá einbeitingu að þorskinum,
sem verið hefur. Illa hefur gengið að beina honum að
öðrum veiðum. Á þjóðhátíð ættu landsmenn að hugleiða
þessa miklu hættu og setja sér að þrýsta að stjórnmála-
mönnunum um raunsæjar aðgerðir. Við getum fagnað
sigri í meginorrustum landhelgismálsins, þótt á ýmsu
hafi oltið, meðan hann var knúinn fram. Þar réði al-
menningsálitið úrslitum. En hið raunverulega landhelgis-
mál verður, hvernig okkur tekst að fara með sigurinn.
Jafnframt ættu menn að hugleiða, að öryggi íslands
verður ekki fremur en annarra / þjóða tryggt með
einföldum yfirlýsingum um hlutleysi í átökum stórvelda.
Stórveldi okkar tíma munu eins og stórveldi allra tíma
seilast eftir áhrifum og landsvæðum eftir megni.
íslendingar ættu að halda áfram samstarfi við vestræn
ríki en gæta þess jafnframt að leggjast ekki hundflatir
undir vald þeirra.
Mál þjóðarinnar eru hins vegar ekki í neinum þeim
ógöngum, sem ekki verður komizt úr við sæmilega
stjórn.
Dagblaðið óskar landsmönnum gleðilegrar
bjóðhátíðar.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I6.JÚNÍ 1978.
Sovétríkin:
Fyrsta konansem
vaið skipstjóri
lætur af störfum
Helzta tómstundagaman Önnu Sjetininu
er kvikmyndun og hefur hún tekið ótal
kvikmyndir á feröurn sínum sem skip-
stjóri víðsvegar um heiminn.
m
Anna Sjetinina hefur siglt skipinu
..Jan Jores" 17 sinnum vestur yfir At-
lantshaf. „Þessi rússneska kona stjórn-
ar skipinu betur en margir amerískir
karlmenn” — sögðu hafnsögumenn-
irnir i bandarísku borgunum sem hún
kom til. Enn einn þáttur i ævisögu
þessa sovéska sæfara er sigling um-
hverfis jörðin á skipinu „Ohotsk”. en
sú ferð tók 6 mánuði og lauk i sovésku
hafnarborginni Nahodkaárið 1968.
En Sjetinina skipstjóri á ekki aðeins
þúsundir sjómilna að baki. Á stríðsár
unum lauk hún námi sem skipaverk-
fræðingur við háskóla i Leningrad.
Hún hefur einnig stundað kennslu-
störf og veitt hundruðum ungra stýri-
manna tilsögn. auk þess sem hún
hefur haldið áfram sínu námi og hlotið
kandidatsgráðu i vísindum. Þá hefur
hún skrifað nokkuð um skipstjórn.
Kennslustörfin hefur hún stundað
bæði i Leningrad og Vladivostok. í
sumarfrium hefur hún tekið að sér að
stjórna skólaskipum — og einu sinni
fór hún ásamt nemendum sínum i sigl-
ingu umhverfis jörðina. Leiðin lá frá
Vladivostok til Svartahafs, þaðan til
Kúbu, Japan og aftur heim til Vladi-
vostok.
Anna Sjetinina á sér áhugamál sem
ef til vill er ekki algengt meðal skip-
stjóra: hún er kvikmyndagerðarmað-
ur. Hún hefur gert ótal kvikmyndir
um ferðir sinar, fólkið sem hún hefur
unnið með og skipin sem hún hefur
siglt. Þessar myndir eru oft sýndar við
mikla hrifningu um borð. Anna hefur
lika gert kvikmyndir um náttúruna,
voriðog Vladivostok.
Þessi merka kona varð sjötug fyrir
skömmu. Hún er nú hætt siglingum,
en aðrar sovéskar konur halda merki
hennar á lofti og sigla stórum skipum
um heimsins höf.
Anna Sjetinina er skipstjóri í
sovézku langferðaskipi. Ævi hennaret
um margt óvenjuleg. Hún ólst upp
skógunum við Ússúrí-fljót, þar sem
faðir hennar var skógarhöggsmaður
Á morgnana sá hún oft spor eftii
tigrisdýr rétt við húsið þar sem þai
áttu heima. Rándýr voru algengir
gestir í garðinum þeirra.
Seinna fór hún á sjóinn. Fyrst vai
hún háseti á farþegaskipinu „Simfero
pol” og vann siðan ýmisleg störf á tog
urum og flutningaskipum. Draumur
inn um að verða skipstjóri á langferða
skipum kom því til leiðar að hún hól
nám við sjómannaskólann í Vladivo
stok. Því námi lauk hún með glæsi
brag og starfaði síðan sem aðstoðar
skipstjóri á Norðurhöfum. Árið 1935.
þegar hún var 27 ára, fór hún til Ham-
borgar og tók þar við stjórn skipsins
„Tsjavisja” sem hún sigldi fyrst til
Odessu við Svartahaf og síðan til
Kamtsjatka i austurhéruðunum.
Þannig hófst ferill hennar sem
fyrsta kvenskipstj. í Sovétríkjunum
Hún sigldi til hafna i Asíu, Evrópu.
Ameríku og Ástraliu, og á stríðsárun-
um stjómaði hún flutningaskipum
sem sigldu með vörur til vígvallanna.
Á skipinu „Saule” flutti hún um
Eystrasalt hermenn, vopn, matvörur
og kol. Oftar en einu sinni var skotið á
skipið. Sumarið 1941 varð skipið fyrir
grimmdarlegri sprengjuárás við eyna
Gotland og skemmdist mikið, stýrisút-
búnaður þess var eyðilagður og hluti
áhafnarinnar fórst. Á átta sólarhring-
um var gert við skipið þrátt fyrir stöð-
ugar loftárásir Þjóðverja. og að við-
gerð lokinni sigldi „Saule” til Lenin-
grad.