Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978. — 13 N Frá rannsóknarblada- mennsku til Abingis Þegar kosningar fara í hönd þá breytir samfélagið töluvert um mynd. Enginn vill segja það eða gera, sem með fjarlægustu rökum má kalla að slá undir beltisstað. Pólitiskar ávirð- ingar, sem kannske hafa legið t loftinu meira og minna allt kjörtimabilið, eru ekki rifjaðar upp. Slikar umræður hafa áður farið fram i smáatriðum. Upprifjun yrði aldrei nema um útlinur slikra mála. Og hætt er við að slikar umræður yrðu um of upphrópana- kenndar og á yfirborði. Fólk hcfur þcgar myndað sér skoðanir á réttu og’ röngu. Upprifjun þjónar þvi efalitið litlurrt tilgangi. Það stendur heldur ekki til að fara nú að rifja upp þau mál. sem rann- sóknarblaðamennskan svokallaða hefur fengizt við undanfarin ár. Þó verður aö segjast að það kom mér svo- litiðá óvart, að eftir að dagblaðið Tim- inn (og raunar Mánudagsblaðið likal hefur itrekað haldið þvi fram á þriðja ár, að undirritaöur hafi, ásamt með starfsbræðrum sinum. haldið uppi svivirðilegustu rógsherferð lslandssög- unnar á hendur tilteknum stjórnmála- flokki, svo að úr blaöamanni hefur orðið á máli blaösins einhver blanda af Jónasi frá Hriflu og Kasavubu frá Kongo, þá skyldi ekki vera minnzt á neitt slíkt, þegar við Kjartan Jóhanns- son frá Alþýðuflokki sátum fyrir svörum i sjónvarpi fyrir Alþýðuflokk á þriðjudagskvöld. Við vorum spurðir um aðskiljanlega hluti, meðal annars um frumvarp um grænfóður, en ekki orð um hinar svivirðilegu árásir og upplognu aðdróttanir. Spyrill Framsóknarflokksins var að visu Magnús Bjarnfreðsson, sem ekki telst til hinna dæmigerðu Tímamanna, en samt, þetta var undarlegt. Og sannar- lega óvænt. Haukur Mér hafði verið sagt, að nú fyrir kosningar ætti að hefjast i Tímanum hin endanlega tangarsókn, sem sýndi fram á það svart á hvitu, að rann- sóknarblaðamennskan hefði aldrei verið annað en svivirðilegt og upplogið samsæri. Þessu hefur reyndar verið haldið fram i þrjú ár, en nú áttu sann- anirnar einnig að koma fram. Þetta sagði mér gamall og Ijúfur fram- sóknarmaður. En viti menn. Ekkert gerist. Þeir senda eitt og eitt lesenda- bréf undir dulnefni. Það er allt og sumt. Dómskerfið, sem getur ekki komið upp um fjársvikamálin, kom upp um Hauk Guðmundsson. Hann hafði reynzt fara ólöglega að, þegar hann handtók Guðbjart Pálsson, leigubil- stjóra, fyrir hálfu öðru ári. Þetta vildu einhverjir meina, að breytti einhverju. Það var og er auðvitaö rangt. Enginn hefur varið ólöglegar aðgerðir, hvorki lögreglu eða annarra. Þaö fær aldrei staðizt. Hitt er annað mál. að hér í Dagblaðinu var skrifuð kjallaragrein ekki alls fyrir löngu. þar sem sýnt vár, að mál Guðbjarts Pálssonar hefur dummað i dómskerfinu hátt á annað ár, án þess að nokkuö gerist. Fjármála- umsvif hans námu á fimm ára timabili nær þremur milljörðum króna á núgildandi verðlagi. Þau tengjast bönkum, ríkisstofnunum, fjármála mönnum. Samt gerist ekkert; málið biður og biður. Það er augljóst að umræðan um dómsmál verðúr að halda áfram að kosningum loknum. uppskurður og umbylting á dóms- kerfinu verður að fara fram. Hverjum ernúveriðaðhlífa?Oghvers vegna? Hvað hefur áunnizt? Snar þáttur rannsóknarblaða- mennsku, hér eins og annars staðar, hefur fjallað um notkun og misnotkun opinbers fjár. Rannsóknarblaða- mennska hvílir hins vegar alltaf á þeirri meginforsendu að rétt sé farið með staðreyndir. Ein alvarleg mistök að þvi er tekur til staðreynda verða V. þess valdandi að trúnaðarbrestur verður milli höfundar og lesenda. Hvað svo sem Timinn segir og Magnús Bjamfreðsson segir ekki. þá hafa slik mistök ekki veriðgerð. Það hefur verið fjallað um dóms- kerfið. Með dæmum hefur verið sýnt fram á, að það er hægt að misnota valdið kirfilega til þess að hygla vinum sinum. Og slæleg frammistaða dóms- kerfisins við að fást við fjármálaafbrot Kjallari á föstudegi VilmundurGytfason i stærri stil hefur hjálpað þeim. sem sizt skyldi. Þessu verður að breyta. Það hefur verið fjallað um banka- kerfið. Með dæmum hefur verið sýnt fram á, hvernig bankaleyndin leiðir til misnotkunar, hvernig sumir fá há lí.n og aðrir ekki. Hvernig ranglætið grefur um sig. Þessu verður að breyta. Það hefur verið fjallað um rlkis- stofnanir. Með dæmum hefur verið sýnt fram á hvernig ósanngjörn for- réttindi verða til, til dæmis bilakaup rikisforstjóra. Þessu verðuraðbreyta. Það hefur verið fjallað um Alþingi. Með dæmum hefur verið sýnt, hvernig Alþingi þykist vera fyrir utan lög og rétt og til dæmis þverbrýtur skattalög. Þessu verður að breyta. Það hefur verið fjallað um Kröfiu. Með dæmum hefur verið sýnt fram á. hvernig fjármálaóreiöa (og ósannindi) af öllu tagi hafa einkennt það fyrir- tæki i smáu og stóru. Þcssu verður að breyta. Það hefur verið fjallað um svo- kallaða greiðasemi ráðamanna. Með dæmum hefur verið sýnt fram á; hvernig aðstaðan hefur verið mis- notuð fyrir skjólstæðinga. þannig að troðið hefur verið jafnvcl á lögum. Þessu verður að breyta. Það hefur verið fjallað um einokunarfyrirtæki. Með dæmum hefur verið sýnt fram á. að einokunar- aðstaðan er óeðlileg og þess vegna einokunargróðinn of mikill. Þessu verðuraðbreyta. Þau almennu mál. sem hér eru talin. eru aðeins brot af þvi, sem rætt hefur verið og ritað. Það hefur verið farið rétt með staðreyndir. Annars hefði þetta ekki verið hægt. Samt er það svo að nærfellt allir sem ábyrgð hafa borið hafa farið i heiftúðuga vörn. Fyrir tveimur árum kallaði dómsntálaráðherra blaðamann raunar þúfutittling i vörn sinni, og fyrir nokkru kallaði formaöur Kröflu- nefndar blaðamann mölflugu. Þetta segir svo sem nógu mikið um Klúbb og Kröflu. Skylt er samt að geta þess, að Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, hefur svarað fyrir sig i annarri tón- tegund og málefnalegri. Það virðist stundum vera óravegur frá Timanum til utanrikisráðherra. En af hverju hefur þetta ástand skapazt? Það eru eflaust samverkandi ásatæður. Árum saman höfðum við búið viö flokksklafa og flokksræði. Stjórnmálaflokkarnir drottnuðu á öllum sviðum, einnig fjölmiðlun. Þeir hafa i aldarfjórðung setið ágreinings: laust i bankaráðum. Svo bættist við óðaverðbólga, neikvæðír vextir. skömmtun lánsfjármagns. Þelta ástand leiðir alls staðar til vandræðá- mála eins og þeirra sem hér hefur verið almennt getið. Þetta almenna ástand hlýtur aö vera meginskýringin, . Hvemigverður haldið áfram? Það stóð aldrei lil. að þessi urnræða beindist að einunt stjómmálaflokki fremur en öðrum. Einhvern veginn þróaðist það sanit svo. bæði vegna þess að málin voru mörg og Ijót. og eins vegna þess að Timinn reyndist vera forneskjulegasta dagblað. scm hægt var að hugsa sér. Skrilsleg vörn þeirra hlaut að vckja tortryggni. Ogsú tortryggni átti séraugljóslcga ástæður. En það skiptir ckki máii icngur. Og alls ekki vegna þess. að mennirnir virðast hafa gefizt upp. En það sem skiptir máli .er þetta: Hvernig verður haldið áfram? Hvernig náum við árangri? Blaða- ntennska óháð stjórnmálaflokkum er ein af meginstoðum skoðanamynd- unar og þess vegna lýðræðis. Nýjunt mönnum getur fylgt ný tegund spill- ingar. Framrás mannlifsins heldur áfram. En á löggjafanum sjálfunt eru verkefnin óendanleg. Þau ntál. scm að framan voru talin. krcfjasl öll frekari athugunar, og umhverfi þeirra krefst untbóta Alþingi vcrður að skapa aðstöðu til þess að veita aðhald og hafaeftirlit. I sjálfu sér hefur lítið annað verið gert en að sýna innviöi santfélagsins og vekja athygli á rangindunt og spill- ingu. Nú ætti tími umbóta að fara i hönd. Það er vilji hins siðaða nteiri- hluta i samfélaginu. Hver kýs hvem? Þetta kjörtímabil hefur einkennst af umræðum um misvægi atkvæða eftir búsetu og ýmsa aðra annmarka stjórn- skipunar- og kosningalaga. Lengst af trúðu þingmenn þvi. að sú stjórnarskrárnefnd, sem starfað hefur siðan 1972, mundi á þvi þingi sem nú er nýlokið, bera fram frumvarp til úr- bóta á þeim helstu vanköntum, sem eru á núverandi fyrirkomulagi. Þegar ljóst var, að svo mundi ekki verða, tóku einstakir þingmenn sig til og reyndi að ná fram umbótum. Ég vil hér með fáum orðum gera að umtalsefni frumvarp það, er ég flutti á síðasta þingi um skiptingu Reykjanes- kjördæmis, fjölgun þingmanna og fækkun uppbótarþingsæta. Það fólst I frumvarpinu, að núver- andi Reykjaneskjördæmi yrði skipt í tvö kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, sem næði yfir byggðarlögin Hafnar- fjörð. Gullbringusýslu. Grindavíkur bæ. Njarðvikurbæ og Keflavik. enn- fremur Suðvesturlandskjördæmi er hefði innan sinna vébanda Kópavog. Kjallarinn OddurÓlafsson Garðabæ. Seltjarnames og Kjósar- sýslu. Kjördæmin skyldu hafa fimm kjörna þingmenn hvort. Ennfremur fólst það i frumvarpinu að kjömunt þingmönnum Reykjavíkur skyldi fjölga úr 12 i 14. Við þetta mundi kjörnum þingmönnum fjölga úr 49 i 56, uppbótarþingmönnum fækka úr 11 i 4, en heildartala þingmanna verða óbreytt. Nú er það sannast mála. að við þessa breytingu mundi ekki nást fullur jöfnuður i vægi atkvæða. en þó mundi munurinn á vægi atkvæða rnilli Reykjavikur og Reykjaness annars vegar og fámennu kjördæmanna hins vegarjafnast verulega. Það merkilega er. að þrátt fyrir skiptingu núverandi Reykjaneskjör- dæmis i tvö kjördæmi, sem hvort helði jafnmarga kjörna þingmenn og núver andi Reykjaneskjördæmi hefur. þá yrðu þetta þó fjölmenþustu 5 þing- manna kjördæmin i landinu. Hvað mundi fleira vinnast en fjölg- un þingmanna? Við það, að þingmönnum Reykja- víkur yrði fjölgað úr 12 i 14. mundu möguleikar smáflokka vaxa til þess Já, hver kýs hvern? — Enginn veit hvað hún kaus, þessi unga stúlka, utan kjörstaðar i Reykjavík. DB-mvnd R.Th.Sig. að koma frambjóðanda á þing. Þannig er nærri öruggl. að flokkur. sem fengi 5—7% atkvæða i Reykjavík, fengi þingsæti. Við fækkun uppbótarþing- sæta gætu kjósendur frekar gert sér grcin fyrir þvi hvaða frambjóðendum þeir væru aðgefa atkvæði sitt. Það er vissulega vaxandi áhugi fyrir þvi. að kjósandinn geti gert sér sem fyllsta grein fyrir þvi hvaða einstakl- ingi hann er að hjálpa til við að konta inn á Alþingi. Hinn hlutfallsíega mikli l'jöldi uppbótarsæta getur gert þetta ntjög erfitt ef nienn Ijá atkvæði sitt þeim fiokkum. sem byggja þing- mannafjölda sinn aðallega á uppbótar- sætunum. Eflir núverandi sveitarstjórnarkosn- ingar er það til dæmis augljóst. aö A og G-listinn i Reykjaneskjördæmi fá kjördæmakosinn þingmann hvor. Hverfandi möguleikar eru hins vegar á þvi. að þeir fái tvo kjörna. en fullvist að uppbótarmaður verður af þeirn list um á þingi. Þar eð kosningalög kveða á um það, að hver flokkur geli aðeins fengiö einn uppbótarmann i hvcrju kjördæmi. þá munu umframatkvæðin ekki koma þriðja manni þessara lista i Reykjaneskjördæmi að gagni. Nýtast umframatkvæðin þá ekki? Ójú. aldeilis. Þau nýtast til þess að koma dreifbýlisframbjóðanda inn á Alþingi. hver það verður er aftur á móti ómögulegt aðgiska á. Hitt má af reynslunni ráða. að þarna verði um að ræða sérstaka byggðastefnuaðila. sem hafa það að leiðarljósi að þjarma þannig að búsetu skilyrðum i Reykjaneskjördæmi. að svæðið verði fráflutningssvæði eins og þeir orða það. Þetta hefur kontið mjög skýrt l'ram nú upp á siðkastið. þar sem sérstakrar tregðu hefur gætt varðandi l'lest þau mál. er varða atvinnuöryggi á Reykja nesi. Leiðrétting og breyting á ýmsum atriðum stjórnskipunar- og kosninga laga er þvi ibúum Reykjaneskjördæm is mikil nauðsyn. ekki aðeinsTjölgun þingmanna kjördæmisins. heldyreinn- ig l'ækkun uppbótarþingsæta. þannig að kjósendur viti nokkurn veginn hvaða einstaklingum þeir eru að Ijá at- kvæði sitt. Oddur Ólafsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.