Dagblaðið - 16.06.1978, Side 15

Dagblaðið - 16.06.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I6.JÚNÍ 1978. menningsálitinu og gaf út bráða- birgðalög skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar. Þar var nokkuð dregið úr kjaraskerðingunni, þannig að full vísitala fékkst á lægstu launin í dagvinnu, en hins vegar hélst kjara- skerðing áfram á yftrvinnukaupi og vaktaálagi og öðrum slíkum greiðslum. Fyrir fjölmennustu hópa opinberra starfsmanna, sem eru i 9.- 12. launafl., var þó áfram kjara- skerðing á dagvinnukaup frá 11 — 16 þús. kr. á mánuði. Fikt við vísitölu Stjórnmálamönnum í öllum flokkum hefur að undanförnu orðið alltíðrætt um vísitölu og það hefur verið fordæmt að verðbætur skuli koma sem hundraðshluti á laun. öll þau vanþekkingarskrif gefa að visu tilefni til margra kjallaragreina um vísitölumál, en það verður að bíða þess, að allsherjarendurskoðun verði gerð á verðbótum, svo og öllum prósentugreiðslum, sem tíðkaðar eru hérá landi. Vísitölukerfi okkar var tekið upp með samkomulagi stéttarfélaga og stjórnvalda og brot á þvi er þvi sama eðlis og riftun samninga. Vísitölukerfið er vog, sem mælir hækkun bæði á nauðsynjavarningi og ýmsum öðrum vörum og slíkt kerfi getur ekki mælt rétt nema i prósentu. Ef voginni er beitt einungis á lægsta launaflokk, en sleppt annars staðar og þar notuð sama krónutala, þá er það ekki sá lægstlaunaði, sem fær hlut hinna, heldur er það atvinnurek- andinn, sem losnar við að greiða verðbætur, sem vogin mælir. Stjórnmálamenn sent í alvöru vilja nota núverandi vísitölukerfi til þess að framkvæma launajöfnun ættu þá að beita sér fyrir þvi, að sú krónutala. sem vísitalan sýndi um miðbik launa- stigans. væri látin gilda fyrir alla. Það þýddi, að þeir lægstlaunuðu myndu hreinlega græða á aukinni verðbólgu, en þeir efstu mundu tapa. Kannski er þarna fundin áhrifarik aðferð til að draga úr verðbólgu á íslandi. Semjið við stéttarfélögin Sannleikurinn er sá, að aukinn launamismunur hér á landi hlýtur að skrifast fyrst og fremst á reikning at- vinnurekenda og ríkisvalds. Ríkisvald- ið getur ávallt með yfirráðum sinum i efnahagsmálum og peningamálum stjórnað launastefnu á íslandi. Það getur á margvíslegan hátt hindrað yfirborganir og almennt launaskrið. Sú ríkisstjórn, sem 1 raun og veru sýndi vilja á að minnka launamismun hér á landi, mun áreiðanlega ná sam- komulagi við stéttarfélög og heildar- samtök þeirra. Ég get fullyrt að BSRB er reiðubúið að taka þátt 1 slíku sam- starfi. En það á að gerast með sam- ræmdum breytingum á grunnkaupi og launastigum, svo og nýjum verðbóta- ákvæðum. Það að láta óðaverðbólgu stjórna launamismun með fikti við vísitöluvogina hefur mistekist og mun alltaf gera það vegna yfirborgana og launaskriðs á ábyrgð atvinnurekenda og stjórnvalda. Sú ríkisstjórn, sem ætlar í alvöru að semja um nýja launastefnu við stéttar- félögin, verður þá jafnframt að tryggja það, að samningum verði ekki rift eftir stuttan tima, eins og gert var í vetur. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB. RUSSNESK RÚLLETTA A ÍSLANDI Forsendur núverandi ástands Hversu lengi verða íslendingar blekktir með slagorðaglamri vinstri flokkanna? Þessi spurning gerist áleitnari með hverjum deginum en henni verður svarað i kjörklefanum á kjördag, sunnudaginn 25. júní. Nauð- synlegum ráðstöfunum rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum hefur að vonum verið mætt með móðursýkis- legum viðbrögðum verkalýðsforingja og forustumanna stjórnarandstöðu, þeirra sömu manna sem á vordögum árið 1974 afnámu visitölubindingu á öll laun og voru reyndar nokkru áður búnir að rýra gildi hennar með því að draga út úr visitölugrundvelli nokkra þætti sem þar höfðu áhrif. Það verður að draga sterklega i efa að stjórn efnahagsmála sé alfarið i höndum eða á valdi Alþingis og ríkis- stjómar og skiptir þá eigi máli hvort um er að ræða ríkisstjórn með stuðn- ing 70% þingmanna eða aðeins ein- faldan meirihluta. öllum raunhæfum aögerðum í efnahagsmálum löglega kjörinna stjórnvalda er mætt með hót- unum um harkalegar aðgerðir af hálfu stjórnarandstöðu og verkalýðsforust- unnar og verður ekki munað eftir öðrum eins hótunum og fram hafa komið undanfamar vikur, má þar nefna skæruverkföll, innflutnings- bann á olium og bensíni, útflutnings- bann og fleiri aðgerðir sem eru stór- skaðlegar fyrir atvinnulif og launakjör I landinu. t þessu sambandi er nauð- synlegt að benda á aðalmenningsálitið og ábyrgir aðilar innan verkalýðs- félaga urðu til þess að aðgerðirnar runnu að mestu út i sandinn. í kast- Ijósi í marzmánuði sl. kom fram i við- tali við forseta ASÍ alveg einstakur valdahroki og var eigi annað að sjá en þar kæmi fram grímulaus byltingar- hótun gagnvart núverandi rikisstjórn. Staðreyndin er sú að I alltof langan tíma hefur dregizt aö leggja fram á Alþingi endurskoðaða vinnulöggjöf sem sniðin er að þjóðfélagi nútímans. Verkalýðsforingjar sem stjóma stéttarfélögum, margir hverjir með vægt sagt hæpnu umboði félags- manna, hafa í alltof langan tima komið í veg fyrir að íslendingar geti búið við öryggi í efnahags- og kjara- málum, þeir hafa beitt viðurkenndum rétti verkalýðsfélaga án umboðs og engu sinnt um þær skyldur sem þeir bera gagnvart þjóðfélaginu í heild. Á dögum vinstri stjórnar var lagður grunnurinn að þeirri óðaverðbólgu sem enn geisar og er það aðalorsök þess ástands sem við enn búum við, ástands sem skaðar fyrst og fremst þá sem minna mega sin.Ekki verður öðru trúað en að íslendingar sjái i gegnum þann svikavef sem kommúnistar og verkalýðsforingjar þeirra eða „hand- bendi” hafa spunnið undanfarin ár til þess að skapa hér efnahagslegan glundroða. Með þrýstingi sinum hafa þeir neytt þjóðfélagið fram á barm hengiflugs. Það er eðli hinnar rússnesku rúllettu að tortíma, liggi skotið í réttri rás. Fátt er svo með öllu illt Alltof lengi hefur tekizt að hindra UPPELDIOG ÁHRIF 15 í formála bókarinnar Bhagavad- Gita — Indversk helgiljóð ritar S. Sör- ensson eftirfarandi: „Ef þú, lesandi minn, ert faðir eða móðir, þá skaltu vita, að ef þú tekur barn þitt að brjósti þér og segir við það í kærleika hjarta þíns: „Vertu ævin- lega gott barn”, og endurtekur þetta nógu oft i einíægni og alvöru þá ertu að sefja barn þitt til góðs, sá í sál þess fræi lífshamingjunnar á komandi tím- um. Ef þú gerir þetta ekki, þá verða aðrir til að sefja barn þitt, og þá eru meiri likur til þess, að það verði til ills og valdi því sálartjóni á komandi árum og sjálfum þér sárri sorg. Eitt fagurt orð sagt við saklausa barnssál á réttri stund getur skapað því meiri hamingju á lifsleiðinni en öll þín veraldlegu auð- æfi gætu gert.” Orð þessu eru í senn viturleg og lær- dómsrík. Því var spáð í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar, að þjóðfélags okkar íslend- inga biðu erfiðir timar — ekki hvað efnahag snerti, heldur það vandamál að eiga góða daga, við fengjum að reyna sannindi hins fornkveðna, að „það þarf sterk bein til að þola góða daga.” Öldum saman hafði þjóðin búið við knöpp kjör, og þvi aðeins var mögu- legt að lifa nokkurn veginn þolanlegu menningarlífi, að ráðdeild, festa og hófsemi væri rikjandi í lifnaðarháttum manna. Frá stríðslokum og fram á þennan dag hefur tekjuöflun manna tekið svo örum breytingum, að likja má við byltingu. Vandamálið, sem þjóðfélagsins beið, var að sjálfsögðu það að mæta á skynsamlegan hátt þeim lifsvenjubreytingum, sem hlutu að skapast við öra efnahagsþróun ár- anna eftir stríðið, þvi að á tiltölulega skömmum tíma — miðað við sögu þjóðar — hefur efnahagur alls þorra íslendinga breytzt úr þvi að jaðra við hreina örbirgð í það sem kalla má alls- nægtaþjóðfélag. Yfirleitt má segja, að flestar breyt- ingar hjá almnningi hafi verið til bóta á þessu tímabili. Þó verður þvi ekki neitað, að samfara velgengninni hefur þróazt allt of mikið lof í lifnaðarhátt- um alls þorra manna. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur tamið sér allt of kostnaðarsama lifnaðarhætti, svo sem oft vill verða þegar um skjótfenginn ^^róð^ra^Meða^^flaus^eróur erfitt að breyta lifnaðarháttunum aftur, temja sér meiri hófsemi, ef þess gerist þörf, af því að harðni á dalnum. En alvarlegustu afleiðingar þessa gnóttartímabils koma þó niður á æsku þjóðarinnar. Foreldrar hafa breytt lifs- venjum sínum, svo að hreina léttúð má kalla, og siðan breytir slíkt hátta- lag þeirra bömum, sem taka sér þá til fyrirmyndar. Enginn vaft leikur á því, að fram- komu stórs hóps barna og unglinga hér á landi er I mörgu ábótavant. Óregla hefur færzt til muna í vöxt og aldursmarkið er nú orðið geigvænlega lágt i þeim efnum svo að jafnvel má segja, að börn séu farin að leggjast í drykkjuskap. Hnupl oggripdeildir á al mannafæri eru daglegur viðburður og næturflakk barna og unglinga virðist látið óátalið af foreldrum, að því er bezt verður séð. Ekki er rétt að kenna börnunum einum um, hvernig komið er I þessum efnum, tukta þau til og ávíta fyrir Kjallarinn Ólafur E. Einarsson hvert stefnir. Að sjálfsögðu ber að beina athyglinni að foreldrunum, svo sem bent hefur verið á, en fleiri eiga hér hlut að máli. Þar má nefna menn í kennarastétt, og skal hér getið tveggja dæma um þokkaleg áhrif úr þeirri átt. Ungur kennari er að kveðja nem- endur sina, sem lokið hafa brottfarar- prófi og eru á leið til fermingar. Hann heldur yfir þeim langa ræðu og segir að endingu. „Og nú, börnin góð, ef þið fáið peninga i fermingargjöf, svo sem altítt er nú orðið, þá munið að leggja þá ekki á banka, heldur kaupið fyrir þá einhverja þá hluti, sem hugurinn girn- ist.” Annar ungur kennari I öðrum skóla var að fræða nemendur sina um lög þau, sem fjalla um barnauppeldi og forsjá foreldra. Að þeirri fræðslu lok- inni kemur 13 ára drengur heim til for- eldra sinna og tilkynnir þeim, að nú viti hann allt um löggjöf þá, sem um þetta efni fjalli. Foreldrum beri skylda til að sjá fyrir honum fram til 16 ára aldurs, á hverju sem velti, en að þeim tíma liðnum þurfi hann ekki aö fara eftir einu orði af þvi, sem þeir segi, því að þá verði hann algerlega sjálfum sér ráðandi. Varla geta það verið holl áhrif. sem börn fá frá kennurum með slikan hugsunarhátt, og ber að vinna að þvi að útrýma þeim úr skólum landsins. Ekki alls fyrir löngu var lesin saga í barnatíma Ríkisútvarpsins, sem vakti mikla og eðlilega hneykslun alls þorra hlustenda. Saga þessi kvað vera samin af sænskum stofukommúnista — enda þýdd og lesin af kommúnista undir umsjá annars kommúnista — og er hðfundurinn sagður prófessor að nafn- bót. Minna mátti ekki gagn gera. Sagan gerist á barnaheimili og snýst, í fáum orðum sagt, um að æsa upp í börnum mótþróa og uppivöðslu gagnvart foreldrum sínum, fóstrum og öðrum. Þegar þeim gefst tækifæri til, hrófla þau upp einhvers konar stæl- ingu á götuvígi á þaki byggingarinnar, tina siðan saman hvers konar nærtæk- an óþverra og nota svo fyrsta tæki- færið til þess að kasta því að gestum, sem i heimsókn koma. Þannig er reynt, á ismeygilegan hátt, að sá mannvonzku og hatri í sálir saklausra barna.semáhlýða. Ég læt lesendum blaðsins — og þá sérstaklega foreldrum — eftir að bera saman upphaf þessarar greinar og endi, og dæma síðan um, hvora upp- eldisaðferðina þeir telji liklegri til að stuðla að því, að börn þeirra verði nýt- ir og góðir borgarar. Ólafur E. Einarsson forstjóri. aldrei var misst sjóhar á markmiðinu, sem var að koma útlendingum af fiskimiðum okkar. Einnig má nefna víðtækar aðgerðir og áætlanir í orku- málum, ennfremur stjórnun fiskveiða þar sem stærð fiskistofna og nýtingar- gildi er fyrst og fremst lagt til grund- vallar. Hallalaus rikisbúskapur og samdráttur ríkisumsvifa hefir hvort tveggja verið á stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar og er hallalaus ríkis- búskapur staðreynd en umtalsverður árangur hefir náðst hvað varðar minnkun rikisumsvifa. Lokaorð 1 lýðræðisþjóðfélögum er það löglega kjörinna stjórnvalda að stjórna á meðan umboð kjósenda er fyrir hendi en ekki hagsmunahópa úti í þjóðfélaginu. Allir ábyrgir borgarar eru tilbúnir til þess að láta nokkuð af mörkum til þess að öðlast efnahagslegt öryggi og greiða til baka erlendar skuldir. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn heftr þessi markmið á stefnuskrá sinni jafnframt því að tryggja fulla atvinnu. Ef okkur tekst að minnka verðbólguna umtalsvert, jafnframt því að tryggja öllum næga atvinnu á næsta kjörtíma- bili undir forustu Sjálfstæðisflokksins þá er þeim atkvæðum vel varið sem það umboð veita. Haukur Hjaltason framkværndastjóri. Haukur Hjaltason nauðsynlegar ráðstafanir i efnahags- málum en þau lög sem sett voru á sl. vetri, með breytingum síðar, þar sem tekið er fullt tillit til hagsmuna lægst- launuðu hópa þjóðfélagsins, sýnir að ríkisstjórnin þorir að berjast gegn verðbólgunni á þann hátt að tekið er tillit til heildarhagsmuna. Eingöngu markvissar ráðstafanir í efnahags- málum geta komið i veg fyrir atvinnu- leysi og óhamingju fjölda fólks. örugg stjórn efnahagsmála er þvi nauðsyn- leg. Núverandi ríkisstjórn hefir staðið vel að nokkrum veigamiklum málum. Ber þar hæst þann mikla sigur sem unninn var í útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur. Þar fór saman kjarkur, stjórnvizka og festa þar sem Okkur vantar sirax röskan og góðan sö/umann. Bflamarkaðurinn Grettisgötu 12—18. Sími 25252.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.