Dagblaðið - 16.06.1978, Side 17

Dagblaðið - 16.06.1978, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNl 1978. ÞorvarðurJúlíusson leiðslu á áli og málmblendi i staðinn, risu allir bændur upp sem einn maður og lék þá líkt og sendimann Haralds blátannar forðum. En hver þarf á óvinum eins og Gylfa og Jónasi að halda, sem á Halldór E. að vini? Það sem Jónas vill gera skipulega á skömmum tima og greiða bætur fyrir, er Halldór E þegar að gera skipulags- laust og bótalaust — en á svolítið lengri tíma enn sem komið er — en hver veit hvenær skriðan verður að hruni? Hámarks- afurðastefnan í ruslafötuna Þegar framsóknarstefnan var mótuð fyrir 30 árum höfðu bændur um 2/3 af meðaltekjum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Þeim var lofað að þeir skyldu standa jafnfætis þessum stéttum. Stundum hefur virzt svo sem í áttina miðaði á þessu þrjátíu ára tímabili, en i lok þess standa bændur I sömu sporum, með 67% af meðaltekjum viðmiðunarstéttanna. Allan þennan tima hefur forysta bænda haldið við tálsýninni um að tak- markið biði bak við næsta leiti. Þeir hafa predikað svokallaða „hámarks- afurðastefnu”: Auka ræktunina, stækka túnin og áhafnir búanna og stórauka vélvæðingu, svo að æ færri menn geti annazt æ fleiri skepnur. Beit á ræktað land hefur stóraukizt, tún haust og vor, grænfóðurakra síðsumars. Þetta útheimtir stóraukna notkun á tilbúnum áburði. Kjarn- fóðurgjöf verður ómissandi liður í að halda skepnunum i hámarksafkasta- getu. Byggingar verða af vera af vönd- uðustu gerð. Landbúnaðurinn hefur með þessu breytzt úr vinnuaflsfrekri atvinnugrein i fjármagnsfreka. Samtimis hefur fjármagnið orðið æ dýrara og verðið á rekstrarvörum þotið upp: Áburður hefur hækkað úr kr. 10.000 á tonn 1974 i 65—70.000 '78. Rafmagn til húshitunar hækkaði um 102% á síðastliðnu ári. Vísitölubinding er komin á öll lán til framkvæmda í sveitum, annars fást engir peningar. Óánægju bænda með þessa þróun • hefur á siðastliðnum árum verið svarað með alls konar hundakúnstum, eins og að færa fé milli mjólkur- og kjötafurða og milli kjöts, ullar og gæru. En nú er annað hljóð í strokki bændaforystunnar. Nú eiga bændur að spara áburð ogkjarnfóður, en auka heyfenginn Ihafa þeir farið á nám skeið hjá Gylfa — eða eiga bændur að endurvekja útheysöflun?) og hætta að láta vélasölurnar spila með sig. Sem sagt: öllum áróðri skriffinnskubákns bændastéttarinnar i tvo áratugi er hent í ruslafötuna í einni andrá og bændum gefið langt nef og sagt að drýgja tekjur sinar með vinnusnöpum í næsta þorpi eða kaupstað. Þetta er öll reisn Halldórs Pálssonar búnaðar- málastjóra fyrir hönd bændastétt- arinnar í dag. Er ekki kominn tími til. að bændur hætti að láta svokallaða forystumenn sina spila með sig? Vanneyzla en ekki offramleiðsla Nú eru kosningar framundan. Ekki eru mörg pólitisku akurlendin sem bændur geta stungið atkvæðaseðli sín- um niðu i í von um uppskeru: Annars vegar áðurnefndir síamstvíburar, hins vegar bændafjandsamleg stefna Alþýðuflokksins og bændasleikju- stefna Alþýðubandalagsins, sem nýlega sendi „bændastefnu” sina inn á hvert sveitaheimili í Þjóðviljanum. Sú stefna virtist samansett úr: auglýsingum frá véla- og afurða- sölunum, áður birtum viðtölum við Gunnar Guðbjartsson og Halldór Pálsson, þar sem hann hvatti bændur til að snapa vinnu i næsta plássi, tillögu frá Ragnari Arnalds um að bændur og verkamenn gerðu með sér „sáttmála” um að vera góðir strákar og útkljá mál í bróðerni og nýrri skilgreiningu Lúðvíks Jósepssonar á vanda landbúnaðarins: Hann stafar ekki af offramleiðslu heldur van- neyzlu. Lausn: Alþýðubandalagið eflist til þátttöku i ríkisstjórn, Lúðvík verði ráðherra og láti prenta peninga handa almenningi, sem heldurdaglega kjötveizlu. og ekki þarf lengur að flytja kjöt úr landi. Siamstviburarnir í ríkisstjórninni eiga vissulega ráðningu og refsingu skilið, en valkostirnir eru ekki þannig, að ég geti hvatt bændur til annars en að íhuga vandlegar en fyrr hvernig þeir verja atkvæði sinu. Hin dauða hönd lögð á landbúnaðinn 1. Tilbúinn áburður hefur hækkað á þessu kjörtímabili úr kr. 10 þúsund tonnið í kr. 65—70 þúsund. 2. Rafmagn til húsahitunar hefur hækkað um 102 prósent. aðeins, á síðastliðnu ári. 3. Á bændafundum á síðastliðnum vetri var samþykkt að fella niður söluskatt af kjöti sem hefði stóraukið sölu á því. Dóri E. og hans þjónar spyrntu gegn þessu öllum sínum klaufum. 4. Það virðist hafa verið gaspur eitt og kjaftæði, að bændum yrðu greidd beint afurðalánin. Þar hefir ekki fylgt hugur máli. 5. Ferguson dráttarvél hefur verið hækkuðúr I milljón í 3 milljónir. 6. Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvað að taka af hverjum bónda, sem hefir meðaltals sauðfjárbú (440), 800 þúsund krónur í svokallaðar út- flutningsbætur, en þessa peninga bar og ber stjórnvöldum að greiða, manneskjum sem fellt hafa krónuna og látið hana siga æ ofan í æ með þeim afleiðingum að á íslandi er allur rekstur í kaldakoli. 7. Skattalög gengu i gildi, þar er skatt- stjóra heimilað að áætla bændum tekjur að sínum geðþótta, enda þótt svo sé að bóndinn sé tekjulaus. 8. Jarðalög gengu I gildi. Þau kveða svo á, að bændur skuli sviptir umráðarétti yfir jörðum sínum, þannig að þeir mega ekki selja sína jörð á frjálsum markaði, og hefir engri stétt á Islandi verið sýnd slik svívirða, en Dóra E. mega bændur selja jarðir fyrir skít og slikk. 9. Það má segja, að þverlagt hafi verið fyrir með allar framkvæmdir ‘ í sveitum, lánsumsóknir bárust stofn- lánadeild sem nam tveimur milljörðum. 400 milljónir voru til ráðstöfunar, sem er að hluta bundið visitölu að ógleymdu vaxtaokri þar sem annars staðar. 10. Svokallaðan þungaskatt á land- búnaöarjeppum hafa Halldór E. og þjónar hans hækkað á árinu um 100 prósent, svo að nú er þessi skattur um 200 þús. krónur. Eg læt þetta nægja, af nógu er að taka. En það sýnist mér að sé til umhugsunar fyrir bændur, hvort þær manneskjur, sem þessu hafa nú af- rekað og reisa nú um landsbyggðina. þess erindis að betla atkvæði bænda, séu geðheilar. Þorvarður Júliusson. Söndum, Vestur-Hún. FÓTB0LTA-KÓT1LETTA Um sýningu Seppo Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen í Norræna húsinu Myndlístin bregst sjaldan Lista- hátiðinni. Þótt lægðir séu i öðrum list- greinum frá hátíð til hátiðar, þá má ávallt reiða sig á eftirminnilega mynd- list einhvers staðar i bænum, bæði á vegum opinberra stofnana og lista- mannasamtaka. Mér telst til að nú sé að finna einar 7 myndlistarsýningar í gangi, stórar sem smáar og er það góð viðleitni, burtséð frá öllum vanga- veltum um gæði og tilgang. í Norræna húsinu eru tvær sýningar, á blóma- myndum Vigdísar Kristjánsdóttur og á verkum ektaparsins Seppo Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen. Um þá fyrri þarf kannski ekki að hafa mörg orð né stór. Á henni eru litlar vatnslita- myndir, gerðar af elsku og innileika af manneskju. sem öðrum veflistar- konum fremur hefur lagt sig eftir að túlka og nýta íslenska náttúru i verk- um sinum. Kannski sóma þessar myndir sér einna best i samfloti við vefina. Hvað um það, þær blómstra ágætlega inni i bókasafni hússins. Sérstök endurskoðaður. í Ijósi næfrar listar, alþýðlegra tréskurðarmynda og jafn- vel gamalla helgimynda. með blandi af fantasíu sem oft minnir á frakkann Chagall. Oft umturnar hann veruleikanum algjörlega að hætti súr- realista og að mínum smekk eru þess konar málverk það bezta á sýningunni. Ég held einnig að ef á heildina er litið sé Mattinen tamara að vinna á smáum flötum, í grafik- myndum eða litlum málverkum. Þeg- ar hann er kominn upp i næstum tvo metra á kant, á sér stað óþægileg stifni i málverkum hans og fas fólks i þeim hættir að verða sérkennilega töfrandi ogjaðrarvið tilgerð. Ég veit ekki hvernig Helle-Vibeke Erichsen málaði áður en hún gekk að eiga Mattinen, en nú eru þau hjón einkar samrýmd í list sinni, svo mjög að á köflum má varla á milli sjá. Á þetta sérstaklega við tréristur hennar. En þótt verk þeirra beggja byggi á sama grunni, hegðun fólks hvunndags, þá er þó meiri broddur í verkum Helle-Vibeke, einkum lituðu tréristunum og málverkunum. Kvensniftir Alls konar furðulegt fólk er skoðað bent á, kvensniftir, sjúklingar og ferðalangar, en i stað þess að sjá einvörðungu hið skrýtilega við það, þá -er listakonan að segja eitthvað markvert um ellina, hrörnun holdsins og forgengileika mannlifsins yfirleitt og þær vangaveltur staldra lengur við. a.m.k. i huga undirritaðs. Norræna húsið hefur um skeið staðið fyrir góðum listsýningum frá hinum Norðurlöndunum, þ.e. sýningum þar sem gþð tækni og sjálf- stæð vinnubrögð hafa verið i fyrir- rúmi, svo og nokkuð hefðbundinn natúralismi. Er þetta allt góðra gjalda vert, en ekki er laust við að maður sakni svolítillar ævintýramennsku i þessu myndlistarvali hússins, — einhvers sem ýtir rækilega við okkur fremur en að heilsa okkur kurteislega. Af nógu erað taka. Myndlist „Lífstykkjakonan”. „Dalurinn”. blæbrigði Þau Seppo Mattinen og Helle- Vibeke Erichsen er að finna i kjallara hússins og sýna þau samtals yfir 100 verk, málverk og grafík. Seppo Mattinen er hér mörgum kunnur fyrir tréristur sinar litaðar, en í þeim hefur hann tileinkað sér sérstök vinnubrögð og blæbrigði, sem eru nokkuð sér á parti meðal norrænna myndlist- armanna. Á siðustu árum hefur hann fengist æ meir við málun og er af- raksturinn að finna á þessari sýningu. Viðfangsefni hans er þó hið sama hvort sem um grafik eða málverk er að ræða, — mannlegsamskipti. Mattinen er þó ekki einn þeirra sem einblína á hinar dökku hliðar mannlifsins, vandamál þess eða örlög (eins og t.d. annar Norðurlandabúi, Tom Krestensen), — en átök við þær hliðar hafa jafnan verið undirstaða þess eftirminnilegasta og mikilfenglegasta í myndlistum allra tima. Mattinen skoðar dagsdaglega hegðan fólks, uppátæki og jafnvel kátlega tilburði þess, án þess að kafa djúpt i orsakir þeirra og vissulega er rúm fyrir þess konar tjáningu líka. Fantasía Nokkurs konar natúralismi situr i fyrirrúmi hjá honum, en þó er hann Höggdeyfar Nýkomnir höggdeyfar í flestar tegundir bifreiða þ.á m. loftdemparar, gasdemparar, stýrisdemparar; heavy duty demparar og fl. og fl. Geysilegt úrval höggdeyfa á ótrúlega hagstœðu verði. PÓSTSENDUM UM ALLT LAND Höggdeyfir Dugguvogi 7 — Sími 30154. -/v

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.