Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16.JÚNÍ 1978. G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Núrignirí Argentínu Úrhellisrigning helltist yfir Argentínu í Kær o(> nótt — mest i Buenos Aires og Rosario — og þar skolaðist burt mesta spennan eftir fyrstu leikina í milliriðiunum. Kitt gott hafði þó rigningin i fór með sér. l>okan, sem legið hefur yfir landinu undan- farna daga, hvarf. Allt komst á fleygiferð á flugvöllum landsins. Hátíðahöld vegna sigurs Argentinu á Póllandi féllu loks niður — en fram- kvæmdanefnd HM hefur áhyggjur ef mikið rignir því vellirnir sumir hverjir eru orðnir slæmir og þola illa mikla rigningu. Spáð er þó g(>ðu veðri um hclgina, þegar keppnin i milliriðlunum lieldur áfrain. Skotareru komnir heim Skozku HM-leikmennirnir, sem voru kvaddir með svo mikilli viðhöfn á Hunipdcn Park áður en þeir fóru til Argentfnu, komu heim í gær. 40 manns tóku á móti þcim, þegar flugvél þeirra lenli á fiugvellinum í Glasgow. Leikmennirnir voru strax drifnir inn í bíl og þeir töluðu ekki við blaðamenn frckar en þjálfari þeirra Ally McLeod. Ilann sagði aðeins. „Kg hef alls ekkert að segja”. Kyrir keppnina sagði hann oft og hátt, að Skotar vrðu heimsmeistarar. Meöal þeirra, sem voru á flugvellinum, og hiðu eftir knattspyrnumönnunum, voru tvær ungar stúlkur, hcldur daprar á svip. Þær höfðu tekið sér frí úr skólanum og önnur þeirra sagði. „Kennarinn okkar vissi að við ætluðum liingað. Ilann hlö að okkur og sagði, að við hlytum að vera eitt- hvað skrítnar”. Kempes— hetja í Argentínu Stjörnurnar eru farnar að skína á knattspyrnuhimninum — en engin þó eins í Argentfnu og Mario Kempes, fram- herjinn snjalli i liði Argentfnu. Kempes, hávaxinn með flaksandi svart hár, er beinlinis þjóðhetja i Argentfnu eftir mörkin tvö, sem hann skoraði gegn Pól- verjum. Hann er 23ja ára — útlagi, sem kom aftur heim. Fyrir keppnina hafði Menotti þjálfari tilkynnt, að hann myndi ekki nota neina leikmenn. sem lékju erlendis —en hann komst fljótt að því, að hann gat ekki icrið án Kempes. Sem strákur lék Kempes með liði í Bell Ville, smáþorpi í Argentfnu, þegar Rosario uppgötvaði hann. 19 ára hóf hann að leika með þvi liði — og komst í HM liðið 1974. Hann var markahæstur í Argentínu 1974. Skoraði 29 mörk og 35 árið eftir. Frægð hans barst til Kvrópu. Valencia á Spáni kevpti hann á .60 milljónir kr. islenzkar — Rosario hafði ekki efni á því að neita. Kcmpcs átti ekki í erfiðleikum að sam- lagast knattspyrnunni á Spáni og liann var markahæstur á Spáni á síðasta leiktímabiii með 24 mörk — og stefnir nú á að verða einn bezti framherji heims. Heimsmet Yuri Vardanan, Sovétríkjunum, setti nýtt heimsmet á Kvrópumeistaramótinu í lyftingum í Havirov í Tékkóslóvakiu í gær. Hann snaraði 170.5 kg. í léttþungavigt (82.5 kg. flokki). Það er hálfu kílöi meira en eldra heimsmetið, sem Búlgarinn Blagojev, átti. Fimleikar eru fögur iþrótt. DB-mynd Ragnar Th. Norskirþjálfararí fimleikum á íslandi — héldu námskeið í alþjóðaæfingum Islenzku fimleikafólki bárust góðir gestir nýlega er norsku hjónin Sven Krik og Anna Lisa Liljan héldu hér fimlcika- námskeið á vegum Gerplu, Bjarkar og Ármanns. Þau hjónin eru vel þekkt í Noregi fyrir störf sín og hafa þjálfað landslið Noregs, en nú þjálfa þau margt af bezta fimlcikafólki Noregs. Þau Anna Lisa og Sven Erik voru ánægð með framfarir þær er orðið hafa i islen/.kum fimleikum þau fimm ár sem l'imleikara hafa verið slundaðir sem keppnisíþrótt. Námskeið þau er þau héldu voru ekki eflir fimleikastiganum heldur alþjóðaæfingum þcim er keppt er iá HM ogölympiuleikum. Þau hjón hafa nú haidið utan aftur, eftir námskeiðin sent heppnuðust ákaf- lega vel. H.Halls. Staðan í 1 1. deild eftir leik Vals og Þróttar I gærkvöld er nú þannig. Akranes 6 5 10 19—5 11 Valur 5 5 0 0 13—4 10 Frani 6 4 0 2 10—7 8 ÍBV 5 3 11 9—6 7 Þróttur 6 13 2 7—9 5 KA 5 12 2 5-6 4 Víkingur 5 2 0 3 9—12 4 Kefiavík 6 12 3 9—10 4 FH 6 0 2 4 6-17 2 Breiðahlik 6 0 15 3—14 1 Anna l.isa og Sven F.rik leiðbeina ungu fimlcikafólki. DB-mynd Ragnar 'fh. Heiinsmethafinn í 1500 nt. hlaupi, Filbert Bayi, sigraði á þeirri vegalengd eftir mikla keppni við Finnann Ari Paunonen á alþjóðamóti í Helsinki i gær. Bayi hljóp á 3:39.50. Paunonen á 3:39.70. Jim Crawford, USA, varð þriðji á 4:43.2 mín. í kúluvarpi sigraðt Finninn Staalberg örugglega. Varpaði 20.77 m. Al Feuer- bach, USA, varð annar með 20.59 m. í kringlukasti sigraði Juhani Toumola. Kastaði 59.84 m. og Raimo Vento. Finnlandi. varð annar nteð 57.38 m. Ricky Graybehl, USA. sigraði i 400 m grindahlaupi á 50.73 sek. Markku Taskinen, Finnlandi. i 800 m. hlaupi á 1:50.65 ntin en Mike Manke. USA. varð annar á 1:50.94 ntín. í 200 m. sigraði Clancy Edwards. USA, á 21.05 sek. Bob Polland. USA. stökk 5.10 m i stangar- stökki. Penti Sinersaari. Finnlandi. kastaði spjóti 81.86 m. Keppni var skemmtileg i 5000 m hlaupinu. Martti Vaino. Finnlandi. sigraði á 13:30.5 min. Suleinman Nyambui, Tanzaniu. varð annar á 13:31.0 min. Jeff Wells. USA, þriðji á sama tima. Olympiumeistarinn Lasse Viren. Finnlandi. varð fjórði á 13:33.8 ntin. og Craig Virgin. USA fimmti. á 13:34.1 ntin. íHelsinki Valur hefui ekki tapað Sigraði Þrótt 1-0 á Laugardalsve voru langt f rá sínu bez Valsmenn lentu í erfiðleikum með hið efnilega lið Þróttar I I. deildinni í gær- kvöldi á hálum Laugardalsvellinum. Það var ekki fyrr en tíu minútur voru til ieiksloka, að Valsmönnum tókst loks að koma knettinum í mark Þróttar. Albert Guðmundsson lék þá með knöttinn upp að endamörkum og gaf knöttinn vel fyrir markið. Þar var Ingi Björn Albertsson á réttum stað eins og honum einum cr lagið. Skallaði örugglega í mark. Sigur- mark Vals og eina mark leiksins. Það var raunverulega í eina skiptið, sem Ingi Björn sást í leiknum — en mark hans varð til þess, að áhorfendur litu framhjá öðru hjá honum í leiknum. Þar brást honum bogalistinn. Spyrnti knettinum beint i Sigurð markvörð Haraldsson. Leikurinn var jafn — en fátt sem gladdi augað. Bæði liðin fengu allsæmileg tækifæri, sent voru misnotuð. Eftir því, sem á leikinn leið var þungi sóknar Vals meiri og þegar loks Ingi Björn skoraði uppskáru Valsmenn þann sigur, sem þeir áttu skilið i leiknum. Hins vegar fer ekki ntilli niála að þeir verða að taka sig verulega á ætli þeir að veita Akurnesingum keppni um íslands- meistaratitilinn. Hjá Val var Dýri Guðmundsson bezti maður liðsins. Öruggur i vörn — Valsliðið hefur verið í einhverri lægð að undanförnu en það fór þó ekki milli mála, að liðið var sterkari aðilinn i leiknum gegn Þrótti.Einkumiseinnihálf- leik — og þá mest, þegar liða tók á hálf- leikinn. Hinir ungu leikmenn Þróttar voru þá orðnir örþreyttir — auk þess sem þeir urðu fyrir þvi áfalli. að Páll Ólafsson. helzti ógnvaldur liðsins varð að yfirgefa völlinn um miðjan hálf leikinn. Lengi vel höfðu leikmenn Þróttar verið fljótari á knöttinn en Valsmenn — eða þar til úthaldið sagði til sín. Valur hefði þó með smáheppni átt að geta náð góðri forustu strax í byrjun. Guðmundur Þorbjömsson átti stangar skot — og Albert misnotaði opið færi. Guðmundur hefði getað skorað þrennu i leiknum. Auk stangarskotsins átti hann spyrnu ofan á þverslá og spyrnti yfir autt markið rétt fyrir leikslok. En eftir að Þróttarar kontust .yfir taugaspenning upphafsminútnanna héldu þeir vel sinum hlut lengi vel. Og þcir fengu bezta tækifæri leiksins. Eftir hroðaleg varnarmistök varnar Vals kom Þorgeir Þorgeirsson frir að marki Vals. Heil um deild um Heil umfcrö f I. deildinni í knatt- spyrnu verður um helgina. Fyrsti leikurinn á morgun, 17. júní en þá leika Fram og Vlkingur á aðalleikvanginum i Laugardal. Vegna þjóðhátiðarmótsins hefst leikurinn ekki fyrr en kl. fimm. Á sunnudag verða þrir leikir. íslands- meistarar Akraness fá Keflvikinga i heimsókn — og ættu þar að bæta enn tveimur stigum i safn sitt. Leikurinn hefst kl. 15.00. Klukkustund siðar hefst leikur KA og ÍBV á Akureyri — og á Laugardalsvelli leika Þróttur og FH um kvöldið, eða kl. 20.00 Úrslit í báðum þessum leikjum geta orðið tvisýn. Bayi sigraði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.