Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978. 24 Deiltum efnahags- ráðstaf- anirnar DB FYLGIST MEÐ FRAMBJÓDENDUM í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI - EYSTRA Eru stjómarflokkamir verri eða betri en hinir? Átti að gera þær ráðstafanir sem gerðar voru i landinu í febi uar í efnahagsmálum? Og var rétt að setja bráðabirgðalögin í mai? Um þetta snúast deilur stjórnmálamannanna á Norðurlandi eystra þessa dagana. Þeir hafa haldið eina 13 fundi með kjósendum sínum á hinum ýmsu stöðum þar sem þeir deila um þessi atriði og nokkur önnur sem þeir telja greinilega sjálfir að skipti ekki eins miklu máli núna. Stjórnarandstöðuflokkamir finna því sem þeir kalla kaupránslög allt til foráttu en stjórn- arflokkarnir segja aðekki hafi verið um annað að ræða undir þeim kringumstæðum sem ríkjandi voru á þeim tima sem lögin voru sett. Auk þess hafi hinir flokkarnir gert mjög svipaða hluti þegar þeir voru sjálfir i ríkis- stjórn og farist því ekki að tala um. Gengið út eftir tölu Árna Dagblaðiðbrásérá tvofundi í Norðurlands- kjördæmi eystra. Þar bjóða fram fimm flokkar og höfðu áður komið sér saman um fundar- form, sem leyfði engar fyrirspurnir. Á fundun- um á Grenivík og Ólafsfirði mættu fáir áheyr- endur til að hlýða á stjórnmálakappana deila, enda búa fáir á Grenivík og veður var lítt til fyrirmyndar á Ólafsfirði, hvöss sunnanátt og úrhellisrigning. Undirtektir Grenvíkinga við ræðum stjórn- málakappanna voru mjög kurteislegar en af þeim var litið hægt að merkja um hverja menn studdu, ámóta jafnt var klappað fyrir öllum og engin frammiköll heyrðust. Á Ólafs- firði var einnig kurteisin í algleymingi en það mátti heyra að mest höfðu menn álit á Lárusi Jónssyni (D—2) (tala i sviga þýðir sæti á lista) enda er hann Ólafsfirðingur. Það vakti athygli að eftir að Árni Gunnarsson (A—2) hafði lokið ræðu í annarri umferð af þrem gekk stór hópur út. Slikt hið sama gerðist eftir ræðu Stefáns Jónssonar (G—1), en þó var hópurinn ekki eins fjölmennur. Hvort menn komu bara til þess að hlusta á þessa menn eða að þeir voru svona óánægðir með ræðurnar að þeir þoldu ekki meira skal ósagt látið. Frá fundinum á Grenivik. Fátt mætti til að hlýða á kappræður stjórnmálamann- anna. En kurteisin sát i fvrirrúmi. DB-m.vnd FAX. Halldor Blöndal: „Viltu vera með mérT’ Engin vinstri stjóm án Framsóknar Stjómmálamennirnir höfðu greinilega mikinn áhuga á því hvernig sú stjórn yrði sem tæki við eftir kosningar. Halldór Blöndal (D—3) spurði til dæmis Stefán Jónsson (G— I) hreint út að því hvort hann gæti hugsað sér að fara i stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Stefán sagði að það væri ei málið, heldur það hverjir gætu sætt sig við að vinna eftir þeirri stefnu sem Alþýðubandalagið hefði sett fram. Sér sýndist ekki að sjálf- stæðismenn væru til þess líklegir og því væri svarið nei. Framsóknarmenn lögðu á það rika áherzlu að án þeirra yrði engin vinstri stjórn mynduð. Margir af and- stæðingum þeirra væru hins vegar á þeirri skoðun að til þess að vinstri stjórn yrði mynduð þyrfti Framsókn að tapa það miklu að hún þyrði ekki i stjóm með íhaldinu aftur, eins og það varorðað. Alþýðuflokkurinn kvað þá Fram- Ingvar Glslason: „Engin vinstri stjórn án okkar” sóknarllokk og Sjálfstæðisflokk alls óhæfa til að stjórna saman, þeir kölluðu fram það versta hvor i öðrum. Þorsteinn Jónatansson (F—I) spurði hvort þetta þýddi að Alþýðu- flokkurinn vildi stjórna með Sjálf- stæðisflokknum og með því að kalla fram það bezta i honum. Væri von á nýrri viðreisnarstjórn. Við þessu væri Stefán Jónsson „Nei, ég vil ekki vera meö þér.” ekki hægt að gefa svar, sögðu krat- arnir, því allt réðist af úrslitum kosn- inganna. Fáir lögðu nokkra áherzlu á Samtökin. Hinir flokkamir virtust vera á þeirri skoðun. að án þeirra væri hægt að komast. Þetta töldu samtaka- menn ekki vera rétt og lögðu áherzlu á að Samtökin gætu ráðið úrslitum um stjórnarmyndun. Sjá ekki björtu hliðarnar Ingvar Gíslason (B—I) lagði i ræðum sinum ntikla áherzlu á að and- stöðuflokkarnir hefðu beitt einhliða áróðri i sambandi við laun og kjör al- mennings. Þeir sæju ekki björtu hliðarnar á hlutunum. Með bráða- birgðalögunum hefði launajöfnuður aukizt og afkoma manna i heild aldrei verið eins góð og núna. Alþýðubanda- lagið misnotaði hins vegar að- stöðu sína i launþegasamtökunum sjálfu sér til framdráttar og misbyði þannig lýðræðinu. Framsóknar- flokkurinn hefði átt mjög mikinn þátt í þeim framförum sem gerðu þetta að verkum. Sárir og volandi Bragi Sigurjónsson (A— 1) sagði það viturra manna háttu að leita or- sakanna að því sem úrskeiðis hefði farið. Slikt ættu menn að gera með stjórnina sem gerðu sér ljós mistök sin og nú kæmu meðlimir hennar hver af öðrum sárir og volandi i ræðustól. Lofað hefði verið fullri vinnu og það efnt með því að hið opinbera fram- kvæmdi mikið en algjörlega stefnu- laust og sprengdi með því upp vinnu- markaðinn. Erlendar skuldir hefðu enda stóraukizt og væri sá skuldabaggi sem biði barna er þau fæddust anzi þungur. Rikisstjórnin hefði verið sér- lega klaufsk í sambandi við launþega og hefði orðið að rifta eigin samningum og setja lög á lög ofan. Alþýðuflokkurinn væri með ráð á takteinum til þess að bæta úr erfiðleikunum. Koma ætti á betra þjóðfélagi þar sem jöfnuður ríkti og frelsi einstaklingsins væri í heiðri haft. Árni Gunnarsson „Viö erum vinir bænda” Gera á áætlanir um framkvæmdir rikisins fyrirfram en hafa þó ávallt svigrúm til breytinga vegna reynslu. Samtökin lömuð vegna svika tveggja manna Jón Lútherson (F—3) sagði að fólk Soffia Guðmundsdóttir „Kjósum ekki kaupránsflokkana” sem ekki yndi kyrrstöðu hefði myndað Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þau hefðu hins vegar lamazt vegna svika tveggja manna en væru nú að rétta sig við aftur. Rikisstjómin sem setið hefur siðustu 4 ár væri skýrt dæmi um það hvernig ekki ætti að vinna að stjórn landsins. Hún sinnti ekki sambandi við launþega og gæti því ekki stjórnað af netnu viti. Her- stöðinni á Keflavíkurflugvelli hefði verið haldið hér nógu lengi, hún sýndi bezt þá eymd og niðurlægingu, sem þjóðin væri komin í og virtist engin takmörk sett. Við erum sam- einingaraflið Soffia Guðmundsdóttir (G—2) var mjög harðorð í garð ríkisstjórnarinnar og „kaupránslaga hennar". Hún sagði að kjarabaráttu væri hægt að heyja á margvíslegum grundvelli, núna væri hún háð kjörklefunum. Alþýðan yrði að tryggja sér stjórn, sem ekki ryfi samninga. i þeim málum væri Alþýðu- bandalagið sameiningaraflið. Fyrst og fremst væri áriðandi eftir kosningar að byggja upp islenzka atvinnuvegi og hætta að selja útlendingum hér ódýrt rafmagn. Enginn hefði getað farið örðuvísi að Jón Sólnes (D—1) sagði að miðað við þær aðstæður sem voru í landinu er ríkisstjórnin tók við hefði tekizt vel að greiða úr málum. Varnarmálum væri fylgt í fullu samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, land- helgismálið hefði verið til lykta leitt og verðbólgan hefði þegar hægt nokkuð á hraða sinum. Til þess að svo yrði hefði verið nauðsynlegt að setja lögin í febrúar. Allt hefði siðan gengið betur en menn þorðu að vona og þvi hefði verið hægt að bæta kjör hinna lægst- launuðu í maí. Enginn flokkur hefði getað farið öðruvísi að því að hægja á verðbólgunni. Herinn burt Pétur Björnsson (B—4) lagði mikla áherzlu á að hann kærði sig ekki lengur um veru hersins hér og myndi beita sér fyrir að hann færi. Hann vildi einnig nýta fiskiflotann betur og beina honum á aðrar brautir. Þá vildi hann tryggja næga atvinnu um ailt land. Jafnvel atvinnu- rekendur fordæma kjaraskerðingar- lögin Jón Helgason (A—3) fordæmdi mjög efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar og sagði að til væri að at- vinnurekendur væru lika á móti þeim. Hann sagði það skoðun sína að ákveða ætti lágmark og hámark launa og raða mönnum siðan þar á milli. Jón Sólnes sýndi andstæðingunum ekki alltaf þá þolinmæði að hlusta á þá. Hvaö skyldi Vilmundur skrifa í dag? virðist hann vera að hugsa. 5 listar r m mmm m i kjori A-listi Alþýðuflokks Bragi Sigurjónsson Árni Gunnarsson Jón Helgason Ásta Jónsdóttir Hreinn Pálsson Hrönn Kristjánsdóttir Sigtryggur V. Jónsson Pálmi Ólafsson Áslaug Einarsdóttir Siguröur Gunnarsson Friðrik Gylfi Traustason Steindór Steindórsson. B-listi Framsóknarflokks IngvarGislason Stefán Valgeirsson IngiTryggvason Pétur Björnsson Heimir Hannesson Valgerður Sverrisdóttir Grimur Jónsson Ármann Þórðarson Bjami Aðalgeirsson Guðmundur Bjarnason Hilmar Daníelsson Sigurðuróli Brynjólfsson. D-listi Sjálfstæðisflokks JónG.Sólnes Lárus Jónsson Halldór Blöndal Vigfús Jónsson Stefán Stefánsson SvavarMagnússon Skirnir Jónsson Hlaðgerður Oddgeirsdóttir Svanhildur Björgvinsdóttir Björgvin Þóroddsson Benjamin Baldursson Friðgeir Steingrimsson. F-listi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna Þorsteinn Jónatansson Jóhann Hermannsson Jón Gei'r Lúthersson Eirikur Jónsson Hörður Adólfsson Þórarinn Stefánsson Kristin Hólmgrimsdóttir Bryndis Guðjónsdóttir Rúnar Þorleifsson Margrét Rögnvaldsdóttir lngólfur Árnason. Hallmar Freyr Bjamason. G-listi Alþýðubandalags Stefán Jónsson Soffia Guðmundsdóttir HelgiGuðmundsson Steingrimur Sigfússon Kristján Ásgeirsson ÞorgrimurStarri Björgvinsson Geirlaug Sigurjónsdóttir Þorsteinn Hallsson Hólmfriður Guðmundsdóttir Oddný Friðriksdóttir Bjöm Þór ólafsson Einar Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.