Dagblaðið - 16.06.1978, Side 23

Dagblaðið - 16.06.1978, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978. 27 Hvernig væri nú aö prufa aö sauma skemmtileg sumarföt sjállar? Þótt mörgum veitist það kannski erfitt í byrjun vitum við að æfingin skapar meistarann. Þá er bara að telja i sig kjark og byrja. Hér eru nokkrar hugmyndir að fatnaði sem við getum saumað sjálfar, Sýningarstúlkan er engin önnur en Marie Osmond, söng- konan fræga, og fylgir það sögu að hún hafi sjálf saumað þau föt sem hún er í á þeint. Þetta vesti er hvítt með svörtum röndum og mjög auðvelt að sauma, Auk þess eru vesti alltaf í tízku og þvi vel þess virði að reyna. 1» Þessi skokkur lítur ekki úf fyrir að vera erfiður viðfangs í saumaskap. Hann er rósóttur og léttur og skemmtilegur. Shaun Cassid*' einmana og vonlaus táningur Víð blússa og skemmtilegt vítt pils við. Það er alltaf auðveldara að sauma víð föt svo að þau passi heldur en þröng. . Shaun í essinu sínu á einhverjum tónleika sinna. stuðnings mins. Eg gat veitt þeim þennan stuðning og þetta var eiginlega það sem hélt mér uppi um þetta leyti." Shaun segist stundum vera að þvi kominn að láta yfirbugast af þreytu og þrýstingi frá aðdáendum sinum og hann segir að stundum, þegar hann hefur farið viða á stuttum tíma og haldið tónleika eitt kvöld í hverri borg, gleymi hann í hvaða borg hann er hverju sinni. Hann segist gera sér fulla grein fyrir þvi að frægð hans geti fölnað á einni nóttu og þess vegna reyni hann að flytja tónlist sem komi til með að lifa eitthvaðáfram. Shaun virðist þvi ekki vera á þvi að leggja upp laupana alveg strax. þrátt fyrir einmanakennd og yfirfylli aðdá- enda. Shaun Cassidy er án efa frægasi ungiingur Bandaríkjanna un þessar mundir. Shaun Cassidy, bróðir David Cassidy, er nú eitt mesta aðdáunarefni unglinga um allan heim. En þessar miklu og skjótu vinsældir eru taldar heldur vafasamur ágóði fyrir hinn 19 ára gamla Shaun, því komið hefur í Ijós að vinsældirnar hafa ekki aðeins fært honum fjöldann allan af aðdá- endum, heldur líka stöðuga einveru og vonleysi. Hann er nefnilega anaðhvort á ferðalögum, þar sem hann heldur tónleika eitt og eitt kvöld og kynnist því ekki mörgu fólki á þessum snöggu skiptum á dvalarstöðum, eða hann er i felum heima hjá sér i Hollywood. „Það er ekkert i heiminum sem mig langar eins mikið til og að lifa eðlilegu lífi,” segir Shaun. „Það er aftur á móti gjörsamlega útilokað fyrir mig vegna þess að það er mjög erfitt fyrir mig að eiga stefnumót eða stofna til varan- legra kynna við fólk." Shaun segist alltaf verða að dulbúa sig eftir tónleika til þess að komast burtu. Þá er hann ýmist klæddur sem lögregluþjónn eða umboðsmaður. Jafnvel heima hjá sér er hann ekki óhultur fyrir aðdáendum sinum, þóað út um allt séu bjöllur sem tengdar eru við næstu lögreglustöð. „Stundum líður mér eins og ég sé James Bond," segir Shaun heldur argur. „Jafnvel um nætur, þegar ég hef allt bjöllukerfið i sambandi, komast aðdáendur minir inn í húsagarðinn og hringja dyrabjöllunni hjá mér." Eina nóttina neyddist hann meira að segja til að flýja heimili sitt og leita á náðir nágranna sinna. Og þrátt fyrir allar stúlkurnar sem dást að og tilbiðja Shaun á hann fáa vinkonur og ekki eina einustu „kærustu”. Hann á þó tvær góðar vinkonur sem heimsækja hann oft, og eru það Debby Boone söngkona og Gina Martin, dóttir Dean Martins. í samböndum okkar Debby og Ginu er engin rómantík. Við höfum verið góðir vinir frá því við vorum smákrakkar. Okkur líður bara vel i ná- vist hvers annars.” En þrátt fyrir hinn gifurlega árangur sem Shaun hefur náð á lista- brautinni segir hann að þeir séu mjög fáir, sem þekki hann sjálfan eins og hanneri raun. „Stundum virðist ég vera mjög sterkur og kaldur fyrir því sem gerist í kringum mig. En sannleikurinn er sá að ég er mjög viðkvæmur og auðvelt er að særa mig. Þeir sem raunverulega þekkja mig eru þrir eða fjórir vinir sem ég eignaðist áður en ég varð frægur. Einnig er ég mjög nátengdur fjölskyldu minni og i rauninni er hún það sem skiptir mig mestu máli." Shaun er sonur leikkonunnar Shirley Jones og Jack Cassidy sem lézt árið 1976. „Ekkert hefur haft eins djúp áhrif á mig og dauði föður mins." segir Shaun. „Einn af minum beztu eiginleikum er að ég get verið sterkur ef ég vil og þegar faðir minn lézt vissi ég að móðir mín, David og yngri bróðir okkar myndu þarfnast Ritari — heyrnartæknir Ritari óskast á heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur nú þegar. Einnig vantar fóstru eða þroskaþjálfa í heyrnarmælingar, í hálft starf, frá 1. sept. 1978. Skriflegar umsóknir berist fyrir 26. júní. Upplýsingar veitir forstöðumaður hevrnar- deildar, Birgir Ás Guðmundsson. Laus staða Staba fulltrúa viö Menntaskólann viö Sund er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6. Reykjavik, fyrir 10. júli n.k. Menntamálaráðuneytið, 13. júní 1978. A UGL ÝSINGAR UMHELGINA Auglýsingadeild Dagblaðsins verður opin til kl. 22.00 í kvöld, föstudag. Lokað á morgun 17. júní en opið á sunnudag frá kl. 18.00 til 22.00 Tekið er á móti smáauglýsingum og nýjum áskriftum í síma 27022. WIABIB ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.